Tíminn - 15.06.1990, Page 3

Tíminn - 15.06.1990, Page 3
Föstudagur 15. júní 1990 Tíminn 3 VATNSSKORTUR í KÓPAVOGI ISLENSKU FYRIRTÆKI SENT HÓTUNARBRÉF íbúar við Engihjalla í Kópavogi hafa búið við skort á neysluvatni um nokkra hríð vegna þrýstingsskorts á vatnsdæl- um, að sögn Einars I. Sigurðssonar, heil- brigðisfúlltrúa Kópavogs. Einar sagði að heilbrigðisneíhd Kópa- vogs hefði borist kvartanir vegna þessa, en vatnsskorturinn vasri misjafh og ekki væri um neina neyð að ræða. ,d>að er ekkd hægt að segja að skortur- inn sé mikill, en það hefur borið dálítið á þessu,“ sagði Einar. Sigurður Bjömsson, bæjarverkfræð- ingur í Kópavogi, sagði að búið væri að ráða bót á þessu til bráðabiigða og að endanleg lausn fengist svo með haust- inu með þvi að byggja nýja dælustöð einungis fyrir þetta hverfi. Sigurður sagði að aukin notkun í hverf- inu eftir því sem það byggðist meira væri aðalorsök þrýstingsskortsins, en nú ættu engir Kópavogsbúar við vatnsskort að striða. „Dælur voru ekki nógu afkastamiklar," sagði Sigurður. „Það fór einnig eftir því hve húsin eru há, því skorturinn var bara á efstu hæðunum." Heilbrigðisnefiid Kópavogs hefur einnig farið fram á það við bæjaryfir- völd að kannað verði hvort leki sé í pípukerfi neysluvatns. Einar sagði að Vatnsveita Reykjavíkur hefði gert kann- anir sem leiddu í ljós mikinn leka og með viðgerðum verulega minnkað vatnsneyslu hjá sér. „Svona þrýstingsleysi getur m.a. stafað af leku kerfi,“ sagði Einar. Ekki var um leka í pípukerfinu að ræða í Engihjalla að sögn Sigurðar. íslensku fýrirtæki barst hótunarbréf frá erlendu fyrirtæki eftir að það fyrr- nefhda neitaði að setja auglýsingu í sérrit hins, að því greint er frá í nýj- asta tölublaði fréttaritsins Viðskipti. Erlendi aðilinn, sem hefur aðsetur í Brussel, leitaði eftir auglýsingu frá fyrirtækinu, og átti hún að birtast í sérriti þess og egypsks dagblaðs, að því segir f Viðskiptum, fréttariti Fé- lags íslenskra stórkaupmanna og Verslunarráðs Islands. íslenska fyrirtækið mun hafa af- þakkað boðið, en þá barst því bréf með hótun um að illa yrði skrifað um fyrirtækið ef það keypti ekki eina til tvær síður af auglýsingum. Sigmar Þormar, efnisstjóri Við- skipta, sagði þetta eina dæmið af þessu tagi sem borist hefði Skrifstofú viðskiptalífsins, en hann gat ekki gef- ið upp nafn íslenska aðilans. Sigmar sagði hins vegar að fjöldi mála lægi fyrir um erlend skráningar- fyrirtæki sem byðu upp á þátttöku í viðskiptaskrám gegn háu ársgjaldi, en ekki er tekið gjald fyrir að fá að vera í stærstu fyrirtækjaskrám Evr- ópu. Sigmar sagði að ástæða væri fýrir fyrirtæki að vera á varðbergi gegn bréfum sem þessum,- SO. Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar Aiuiað kvöld frumsýnir Þjóðleikhús- ið á Kjarvalsstöðum leikgerð Hall- dórs Laxness á sögum og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar við tónlist eftir Pál ísólfsson. Leiksýningin „Úr myndabók Jónasar Hallgrimssonar“ var fiumflutt í leikstjóm Lámsar Pálssonar á Listamannaþingi í Tripolíbíói árið 1945 á hundrað ára ártið Jónasar Hallgrimssonar. Sú leiksýning þótti takast einkar vel og er eftirminnileg þeim sem hana sáu þó böm væm að aldri, eins og Guð- rúnu Þ. Stephensen, leikstjóra sýn- ingarinnar í dag, og Þuriði Pálsdóttur söngkonu sem þá söng sína fyrstu tóna opmberlega í Kossavísum en er nú tónlistarstjóri sýnúigarinnar. Handritið að þessari sýningu var komið í glatkistuna en í tilefhi Jónas- arþings fóm þær listakonumar, Guð- rún og Þuríður, á stúfana og tókst að finna handritið og bættu síðan við það nokkrum atriðum í samráði við Halldór Laxness. Leiksýningin er einkum byggð upp á leikgerð af æv- intýrum Jónasar en í sýnmguna tvinnast ljóð, söngur, ballettar og lát- bragðsleikur. Þjóðleikhúsið tók að sér að setja sýninguna á svið en frum- sýnmgin verður á vegum Jónasar- þrngs sem er Félag áhugamanna um bókmenntir. NÚ ER HANN ÞREFALDUR! UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Lottó er fyrir alla... .. .líka þig!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.