Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 15. júní 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Glslason Skrifstofur: Lyngháls 9,110 Reykjavlk. S(ml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð f lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 l Þjóðarsátt Ekki er vafi á því almenningur í landinu vill leggja sitt af mörkum til þess að verðbólguhjöðnun verði raunveruleg og standi til langs tíma, að eðlileg verð- lagsþróun eigi sér stað frá ári til árs eins og gerist í nálægum löndum, sem við viljum eiga viðskipti við og okkur er gjarnt að bera okkur saman við. Gamla verðbólguhugarfarið er að hverfa, sem er að líkind- um mikilvægasta framfaraspor sem stigið hefur ver- ið í íslenskum efhahagsmálum á síðari árum. Menn gleyma því stundum að hugarfar hefur áhrif á efha- hags- og fjármál. í byrjun febrúar í vetur voru undirritaðir kjarasamn- ingar milli launþega og atvinnurekenda, þ. á m. rík- isvaldsins og sveitarfélaganna, að svo miklu leyti sem það náði til þeirra sem atvinnurekenda, þar sem gengið var út frá sáralitlum og hægum launahækk- unum á 18 mánaða samningstíma gegn því að allt yrði gert sem unnt er til þess að halda aftur af verð- lagshækkunum. Þetta voru engir venjulegir kjara- samningar að umbúnaði og efhi því að bókstaflega öll mikils ráðandi öfi í þjóðfélaginu settust við sama borð og sömdu hátíðlegt ákall til þjóðarinnar um að hún sameinaðist í baráttunni gegn víxlverkunum kaupgjalds og verðlags, sem er viðurkennt hreyfiafl verðbólgu, og verðbólgufyrirbærið óskiljanlegt nema menn átti sig á þessum átökum mikilvægustu efhahagsstærðanna í þjóðfélaginu. Það kom auk þess fram að mikil stefhu- eða við- horfsbreyting hefur orðið hjá launþegahreyfingunni varðandi samninga- og kjaramál. Þar hefur orðið hugarfarsbreyting að því leyti að verkalýðsforystan viðurkennir samráðsskyldur sínar við önnur ráðaöfl þjóðfélagsins og lítur ekki á kjaramál sem einhverja örlögþrungna baráttu við óvinveitt þjóðfélag eða efnahagskerfi sem helst þurfi að ganga af dauðu. Þess háttar barátta er löngu liðin tíð, enda ekki leng- ur við að styðjast neinn pólitískan stórasannleik sem hægt er að leita uppi í ritum óskeikulla spámanna. Biblíur stórasannleikans eru nú hafðar í uppkveikju og styrturnar af spámönnum hans eru seldar brota- j árnskaupmönnum. En hvað sem þessu líður, þá er verkalýðshreyfingin ekki á fallanda fæti, þvert á móti fara áhrif hennar vaxandi því fremur sem hún lítur á sig sem meðráða- mann í því að stjórna landsmálum farsællega með öðrum áhrifaöflum þjóðfélagsins. Stjórnvöldum og atvinnurekendum ber auðvitað skylda til að virða samtök launafólks og verkalýðsstéttarinnar og var- ast að láta kenna aflsmunar í slíkum samskiptum eða gefa tilefhi til að svo verði talið. Það er grundvallaratriði í stjórn efhahagsmála sam- kvæmt hátíðlegri þjóðarsátt, að varast kollsteypur í verðlags- og kaupgjaldsmálum. Það er því eðlilegt að ríkisvaldið vilji hægja á þeim öflum sem valda árekstrum milli efnahagsþátta. Um það þarf ekki að vera ágreiningur. En með jafhvægið milli verðlags og kaupgjalds í huga, geta launþegar treyst því að álagningu og milliliðagróða sé haldið í skefjum? Því ættu atvinnurekendur að svara. GARRI Kaupfélagsbúðín í Jersey l'yrir skömmu var Akureyringur á fcrrt :i Ermarsundsiyjuinii Jers- ey, scm er scrstakt sjálfstjórnnr- iand <>g licyrir undii hrosku krún- una. cii slendur a.) mestu utao við lögsogu l.undúnavtldis *t> iíðru leyti, samkvæmt sljörnskiptilagi sem j>ar um gildir, Hitf er jafnaug- ljóst að Jersey er bresk lijálenda, cnda tæpast gerð tilraun til að dylja þati. Velmegun er stigð vera á .lersey t)g lifir eyjan á ferðaþjón- ustu t)g þvi að vcra griðland al- þjóúlegra auðhrioga ogstúrbanka. Þtlta rámeona smáríki er m.ö.o. ondirlagi af úllendiugum og hift mest3 sæluriki alþjóðafjannil- anna. Félagsnúmerio Þaö kom Akorcyringi þvi á óvart aö rekast á myndarlega kaupfc- lagskjörbúð í miðju verslunar- hverfi i höiuðstaó cyjarinnar, þ:ir sem ekki virlist skorla viðskipta- vini, þólt ól ylír læki þegar stúlk- ao við kassaon byrjaði á því að spvrja hann om JelagsnúmeritV' áður cn hún t.'.k til viö að stimpla iim vörurnar sem koinu upp or innkaupaköri'unni. Þetta var eitt- hvað svo viðkunnanlega akur- eyrskl frá þeini áriun þegar allir voru í kaoprélaginu, állu sill fé- lagsnúnier o» versluðu til á það í sinni eigin búð og héhlu saman arðmiðunum. Staöa kaupfélaga Þetta litla daomi mætti verða til upprifjunar á þvi að laogt er því frá að kaupfélagsverslun sé citt- hvcrt úrelt yiðskiptaryrirkomulag ng alls staðar á undanhaldi. I>ótl ckki fari milli mála aó Samband is- lenskra samvinnufélaga á í mikl- tim rikstrarvauda <>g hefur urðió að grípa lil rottækra eodorreisnar- róðsiafana á fjárhag sínum og reksirarfyrirk...mulagi, er skylt að niinnasi þess að viða um land eru kaopréli.g vel st:vð og umsvifainik- il fyrirtæki með margþættan rekstur, þntt wssulega blasi hilt einnig við að inikil grisjun helur orðið innun samvinnufélagakeríis- ins. kaupfélogtim fxkkar. I il þess bandalagsins og leiðbeina kaupfé- lagsstjórnum :i því sviði. I>a hala samtók þessi aflað sér viðurkenn- iugar yfirsljúroar F.vrópuband.i- lagsins og hafa öðlast réll lil tilntíningar lulliriiii í ýmsar hluiu aó hufa ðumflyjanlegar af- leiðingar fyrir mðrg kaupiélog. Sains konar þróun á sér slað um allaii heim, þar sem samvinnu- hreyfingin sfarfar. Hin hraða þró- un nútiniaþjóíifilaga herur snert samvinnuhrcyfinguna eins og iill viðskiptafyrirtæki og sagt til sin með ýnisuin hætti. Samvíimu- hreyfingiu er víðar í uppstokkun ¦ ená íslandi. ¦¦¦¦.-:. „Evrópukaupfélagið" F.n þtitt snnivimiufilagsskapur gangi i gegmim $inn hreinsunareld er enginn uppgjafai tonn í forystu- mönnum hans. Þclta á m.a. við uin neytcndakaupféliigin í Evrtipu- bandalaginu. Þau hafa styrkt fé- lagsleg siimlök sín ionan heildar- samlaka seui þau kalla EURO- COOI* Kvrópokauprélagið og hefor aðalskrifstofii síua í Briissel í nágreooi við höfuðstöðvar sjíftts Eviðpubandalagsins, „Evrópu- kaupfélagið" hefur sett sér ýmiss kooar markmið, sem ba?ði eru hagnýt og t'clagsleg. Til hagnýtra máia telst só stelna EURO-COOP að lylgjast með þróun Evrópu- Alli cr þetta gert til |>css að tnggja kaupfélagsrekslri eðlllegt n'ini í því volduga ern3hagskerfi sem Evrópubandalagið er og vcrður. Kauprélögin setia ekkert að láta úliloka sig í þessuin óskalundtiui kapilalismans. Félagshyggjan á líka sínn réft Félagshyggja og raunsæi Hitt vekur ekki sfður alhygli og EURO-C(X)P, hversu mikla áherslu samttikiu leggja á það að kiiuprélögin sýni sérstöðu og láti þaö rækilega vitnasl að þau séu lé- lagssamlök fólksins og starfi á fe- lagslegum grunni. Það er þé synu aihygUsverðast sem hafi er eflir iraiiikvwmdastjðra F.vrópukaop- fclagsins, Albrecht Sehiine, að ef styrkja eigi hinn „rétta" kaupré- lagsanda m<-ð virkum og hjlags- lynduin fclagsinoniium, sé nauð- synlegl að starfsfólk kaupfclaga sé vel upplýsl uiu eóli sam\ innul'e- laga og áhugasamt mu slarfsenii þeirra. Hér kemor það skýrt rram. sem er gruodvallarsk-rna siiinvinnu- breyiingariiinar, að baltla oppi vakandi félagsanda og lýðrícði i samfiikum sínoin, en bregðast ætíð raunsajtt við þjóörélagsaðstæðum, laga sig að rckstrartinihvci finu. Garrí ——— VITT OG BREITT Málræktarátak á þjóðhátíð Senn líður að þjóðhátíð með lúðra- blæstri, blöðruflugi og pylsum og út- synningurinn lætur sig sjaldan vanta í höfuðborginni og þar um kring og er næsta hefðbundinn þáttur hátíðar- haldanna. Dagsins er minnst með margvíslegu móti og er mikið í munni og riti dagana fyrir og eftir sem og á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Margir þurfa að auglýsa hvað þeir ætla að selja eða þjónusta þennan dag og fréttaflutningur varðandi há- tíðina er mikill, þótt sjaldnast gerist neitt fréttnæmt, sem betur fer. Þegar maður fjallar um svona hátíð heyrir til að vera dálitið þjóðlegur og merkilegur með sig og skal nú fetað í gamla slóð menntamálaráðherra, hleypt af stokkunum málræktar- átaki, þótt i litlu sé. Málblómið „á 17. júní" hefur verið í þungri sókn undanfarin ár og er notað jöfhum höndum af auglýsend- um, þeim sem tekið hafa próf inn i orðabelgslið Rikisútvarpsins og rit- stjórnar Mogga og almúganum, sem tekur mark á þvi sem fyrir honum er haft. Málfróðir, sem vert er að taka mark á, telja rangt að segja „á 17. júní" og óbrengluð málkennd hlýtur að sam- sinna því, eða þeir sem hana hafa. Það sem veldur ruglandanum er að það er rétt að segja „á þjóðhátiðar- daginn" á sama hátt og „á páskum, á jólum," en varast ber að yfirfæra for- setainguna þegar aðeins er talað um almanaksdaginn 17. júní. Vel má vera smekksatriði hvort málfarsruglið með 17. júní er nokk- uð lakara en mörg önnur ásókn á ís- lenskt mál, en ósköp er það hallæris- legt að geta ekki nefht sjálfan þjóð- hátíðardaginn án þess að klúðra þjóðtungunni. Ábending þessa málræktarátaks: Sleppum öllum forsetningum þegar almanaksdagur þjóðhátíðar er nefhdur. ,Á 17. juní" er rangt og „þanh" eða „hinn" er óþarft. 17.júníernóg. í lausum skoröum Oft er það þegar fólk er spurt um hverju það fylgist með i sjónvarpi, að svarið er að það vilji sist missa af fréttunum. Skoðanakannanir benda einnig til þess að glápt er meira á fréttatíma en annað það sem kassinn hefur upp á að bjóða. Þetta vita skipuleggjendur sjón- varps og urðu mikil átök þegar rikis- sjónvarpið fór að rugla með frétta- tímann í samkeppninni við Stöð 2. Umræðan um endurskoðun frétta- tíma er sífellt i gangi og nýlega lét rikisrekna stöðin gera skoðanakðnn- un þar sem í ljós kom að fréttaneyt- endur vilja fá sín fréttaljós klukkan átta og ekkert múður. Skítt með það hvort keppinauturinn er með sínar fréttir á undan. Um helgar eru stjómendur sjón- varps svo sljóir og skilningsvana á hlutverk sín, að þeir halda vera snið- ugt áð vera með fréttir á sama tíma til að storka keppinautnum. Heima í stofunum sitja pirraðir neytendur og óska öllu sjónvarpi norður og niður og á sumum heimilum er fólk svo skynsamt að slökkva á öllu móverk- inu og líta heldur hvert á annað og fara að tala saman. Áskrifendur blaða vilja fá sitt blað á réttum tíma. Sé ekki hægt að verða við þeirri kröfu er eins gott að hætta að gefa viðkomandi blað út. Aheyr- endur ljósvakamiðla vilja líka fá fréttir á þekktum tímamörkum. Hljóðvarpið bregst aldrei í þessu og er því talið áreiðanlegt, sama hvað bullað er i fréttatímunum. Ríkissjónvarpið er aftur á móti eins og hver önnur óreglusöm drusla, sem aldrei er hægt að reiða sig á. Ruðningur nokkurra fótbolta- áhugamanna yfir allt timaskyn og reglusemi ríkisrekinnar fréttamiðl- unar sýnir að þama fer stjómlaust re- kald sem frekjudallar tröllriða til að þjóna þröngum áhugamálum sínum og grenja svo undir tekur í ljósvak- anum að ekkert skipti neinn máli nema það sem þeir hafa smekk fyrir. Fréttamenn, útvarpsráð og aðrar yf- irstjórnir geta rifist eins og þeim sýnist um hver eigi að ráða ríkis- reknu stofhuninni og hvað i hana er látið, en allt það lið lætur i minni pokann fyrir tuðrumennum sem heimta beinar útsendingar af leikara- skap og ekkert annað. En þegar upp er staðið skiptir engu máli hvað sýnt er i fréttatímunum. Félagsvisindastofhun Háskólans hefur sannað að fréttaneytendur hinna öflugu ljósvakamiðla hvorki skilja né muna hverju fréttaljósin kasta hvert yfir til annars. Því er það sennilegast bara heimskulegt að vera að vonskast út i hvort verið er að sýna myndir af EFTA og EB eða boltaleik milli Tanganijka og Seilon. Sjónvarp er hvort sem er ekkert annað en afþrey- ingartæki og misskilningur að eitt- hvað annað sé á þvi að græða. . OÖ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.