Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 15. júní 1990 Þorbjörg Málfríður Þorbergsdóttir Fædd 13. janúar, 1896. Dáin 6. júní, 1990. I dag verður jarðsett frá Akrakirkju á Mýrum, Málfríður Þorbergsdóttir frá Svaríhóli í Hraunhreppi í Mýrasýslu. Málfríður, eða Fríða eins og flestir þekktu hana, fæddist þann 13. janúar, 1896, dóttir hjónanna Kristínar Páls- dóttur ljósmóður og Þorbergs Péturs- sonar bónda í Syðri-Hraundal í Hraunhreppi. Hún var yngst þriggja systkina, eldri voru bræðumir Pétur, sem lengst af var bóndi að Nautaflöt- um í Ölfusi og Páll Geir, verkstjóri í Reykjavík. Fríða ólst upp hjá foreldrum sínum í Syðri-Hraundal og sinnti bústörfum eins og venja var. Eftir að Pétur bróð- ir hennar hóf búskap í Syðri-Hraun- dal starfaði hún einnig á hans búi. Síðar kynntist hún sveitunga sínum, Guðjóni Guðmundssyni, og gengu þau í hjónaband 19. september, 1925. frá Svarfhóli Ungu hjónin fóru til Reykjavíkur og bjuggu þar í eitt ár. Árið 1927 réðist Guðjón að Svignaskarði í Borgarfirði þar sem hann var bústjóri fyrir refa- rækt á einu stærsta refabúi landsins. Þar fæddist þeim hjónum einkabam þeirra, Bjami Valtýr árið 1929. Arin urðu alls sjö á Svignaskarði. Árið 1934 fluttu þau að Svarfhóli í Hraun- hreppi. Guðjón hafði nokkm áður eignast jörðina og þar komu þau hjón- in sér nú fyrir. Á Svarfhóli bjuggu þau síðan ásamt Bjama Valtý syni sínum allt til ársins 1976 er Guðjón lést. Ári síðar bmgðu mæðginin búi og fluttu til Borgamess þar sem þau hafa búið síðan. Ofanrituð orð, þessi stutta lýsing á lífshlaupi Fríðu, segja fátt. Hvar er hlýja brosið og glettnin, gestrisnin og reisnin, létt klapp á vanga, bmgðið á leik þrátt fyrir erfiðar stundir? Upp í hugann koma minningar lítilla drengja sem hlökkuðu ekki til að koma á neinn bæ eins og að Svarfhóli. Þar var litið jafnt til þess lægsta og þess hæsta er komið var í hlað. Oft þótti okkur bræðmnum sem við vær- um aðalgestimir, ekki fullorðna fólk- ið, svo vel var gert af heimafólki í að sinna öllum með áhugaverð viðfangs- efni við hæfi. Fríða var einstök í að líta til bama á sinn sérstaka hátt, að meðhöndla þau eins og manneskjur en ekki sem minni máttar. Og það sem hún gat galdrað fram af viðurgjömingi. Eftir á að hyggja, þegar raunsæi fúllorðins- ára tekur yfir bamslegri gleði og æv- intýmm, er með ólíkindum hvemig Friða fór að. Húsakostur á Svarfhóli var fremur lítill og þar var ekki þau þægindi að finna sem nú teljast sjálf- sögð á hveiju heimili. Allt vatn varð lengi vel að bera í bæinn, tæki til eld- unar vom lítil og því ærið erfíði að sjá heimilinu fyrir daglegu brauði. Allir vom leiddir til stofú á Svarfhóli sem höfðingjar, jafnt ferðamenn sem fömsveinar, ættingjar, vinir og félag- ar. Upp vom dregnir „Bjama frá Vogi“ vindlar og rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Þó Svarfhóll geti í dag talist afskekktur vom ferðalög fyrr á ámm mun algengari með Múl- unum og reiðgatan lá við túnfótinn. Fríða var músíkölsk og lék sjálf á orgel, sem hún lærði að leika á hjá Sigríði Hallgrímsdóttur á Grimsstöð- um. Hún lék m.a. við messur í Staðar- hraunskirkju á sínum yngri ámm. Hún var mikið fyrir hannyrðir og var laghent. Oft vom stundir þó stopular til að stunda slíka iðju og vom það því hennar bestu stundir að fylgjast með Bjama Valtý þroska sína list- rænu hæfileika í þessa átt. Fríða var trúuð kona og sinnti sinni kirkju vel. Henni var annt um kirkju- legt starf og hafði yndi af kirkjulegri tónlist og söng í kirkjukómum. Fríða var létt á fæti og lipur í hreyf- ingum. Oft gekk hún í leik með böm- um og tók þátt í ærslum þeirra. Hún tók þátt í smalamennskum að Svarf- hóli, 78 ára hljóp hún fyrir fé svo fólk undraðist. Líf Friðu var ekki dans á rósum. Á besta aldri varð hún tvívegis fyrir þeirri raun að missa böm í fæðingu og mörkuðu þeir erfiðleikar að vissu leyti líf hennar upp frá því. Afkoma einyrkja á fyrrihluta þessarar aldar var heldur ekki öragg og mikið þurfti á sig að leggja. Fríða var hagsýn og sparsöm, hún var trú yfir sínu oggætti ætíð hagsmuna lítilmagnans. Ástúð hennar og umhyggja fyrir syni sínum var mikil og eins var hún sérlega góð- ur og mikill félagi þess fjölda bama sem dvöldu að sumarlagi á Svarfhóli. Þegar langri ævi líkur er margs að minnast. Þakka ber það líf sem gefið var og þá elsku sem sýnd var. Um sárt á nú að binda sonur sem hin síðari ár hefúr sýnt umhyggju og ástúð sem engan hefúr látið ósnortinn, sem kynnst hefúr. Guð gefi honum styrk til að horfa ótrauður ffarn á veginn og geyma með sér fallega minningu um hlýju og vemd. Fríðrik Krístján Hallgrímsson frá Sunnuhvoli Fæddur 14. janúar 1895 Dáinn 30. maí 1990 Hann afi minn Friðrik Hallgrímsson er látinn og til moldar borinn, 95 ára að aldri. Hann var fæddur „í lítilli bað- stofúkytm að Úlfstaðakoti í Blöndu- hlíð í Skagafirði 14. janúar 1895.“ Hvorki kytran né kotið varð sá stakk- ur sem hæfði vexti afa. Því auk þess að eiga af alúð og fyrirhyggju við- skipti við móður jörð og breyta koti í hvol, þar sem gætti sólar, sá hann til þess að hin veraldlegu heimkynni yrðu að auðlegð sem við afkomendur hans búum við í minningunni um hann í margslungnu mannlifi þjóðar. Hann vildi ekki kenna bæ sinn við úlf eða aukasól, kot eða hjáland, heldur nefndi hann Sunnuhvol eða sólarhæð. Ef til vill hafði hann í huga máltæki er segir að sjaldan sé gíll fyrir góðu, nema úlfúr eftir renni. Þannig tók hann á sinn merkilega hátt þátt í þeirri sögulegu þróun sem fært hefúr is- lensku þjóðina út úr skugga fortíðar og nær sól og birtu sem er forsenda þess að hvers konar líf fái að dafha. Hann vildi jú ÍSLANDI allt eins og hann segir sjálfúr frá í ævisögu sinni. Ég dvaldi tiltölulega ungur nokkur sumur með afa mínum og ömmu að Sunnuhvoli við vorverk, sauðburð, heyskap og smölun. Þetta hefúr verið um 1960. Afi ræddi stjómmál og frétt- ir utan úr hinum stóra heimi við mig 10 ára snáðann. Ég held að hann hafi gert mig að framsóknarmanni á þess- um ámm. Seinna þegar ég átti leið um Blönduhlíðina um 1970 ásamt nokkr- um skólafélögum úr Menntaskólanum á Akureyri var staldrað við hjá afa og sníkt kaffí. Að venju vom mál kryfj- uð. Afí hafði gaman af að ræða við okkur ungmennin og hafði m.a. við orð og kimdi að kalla mætti sig kommúnista fýrir sér en þetta væri nú samt sin skoðun! Svona var afí, íhaldssemin jókst ekki með árunum, heldur þvert á móti, andstætt þvi sem svo oft gerist. Það var erfitt að leyna aðdáun sinni á afa fyrir skólafélögun- um. Aðdáun mín byggðist fyrst og fremst á því að hann var örgáður al- þýðumaður, vel lesinn og að sér um heimsmál og þjóðmál engu síður en dægurmál. Þessum mannkostum vildi hann af alúð miðla til annara manna. Hann var ræðinn við gesti og las fyrir heimafólk, einkum ömmu sem gat sinnt öðm á meðan. Auk þess skrifaði hann nokkrar greinar og tók þátt í fé- lagsmálum sveitarinnar. Það sem ég dái hann afa minn mest fyrir er hversu vel honum tókst að halda hug sínum opnum víðs fjarri þrengslum hrokafúllrar heimóttunnar sem svo oft einkennir þjóðmálaum- ræðuna í dag. Hann var stoltur af hlut- skipti sínu enda þótt ekki væri alltaf úr miklu að spila. Ömmu og honum auðnaðist að koma tólf af þrettán bömum sínum til manns. Er það nokkur mælikvarði á þann aðbúnað sem þau gerðu sér far um að veita bömum sínum. Á þessum árum var dánartíðni bama miklu hærri en hún er í dag og stafaði gjaman af lélegum aðbúnaði og umhirðu, en einnig af hlut manna. Einungis eitt bama þeirra dó á unga aldri. Ellefú þeirra lifa föður sinn. Það er ekki öllum auðið að öðlast nægilegt innsæi til að skilja hin flóknu tengsl einkalífs og samfélags. Mörg- um er þetta algerlega ofviða og aðrir hirða ekki um það. Afa mínum var öðravísi farið. Honum var ljóst að mannlífið er margslungið og um það fjallaði hann í ævisögu sinni sem ein- mitt heitir því nafni. Lifsreynsla flestra er mörkuð samskiptum tiltölu- lega þröngs hóps fjölskyldu, ættingja, vina og sveitunga, þar sem reynsla og viðhorf hvers og eins til samfélagsins mótast. Afi gerði sér far um að skynja og skilja þau samfélagslegu öfl sem áhrif hafa á einkalíf manna. Þannig öðlaðist hann þá heildarsýn yfir sam- félag sitt sem einkenndi orð hans og æði. Honum var ljós sögulegur skyld- leiki forlaga og landslaga, og pólitísk- ur munur þjóðarhags og einkahags- muna. Hann varaði við þeirri hættu sem í því felst að gefa fjármagninu - tilbeiðslu gullkálfsins - lausan taum- inn þvi það hefði ekki mannlegt and- lit, ætti sér engan náttúmlegan sama- stað og stjómaðist af villtum dansi eiginhagsmuna og áfergju. Fjármagn- ið varðar einungis arðinn, hvar og hvenær hann er mestur. Þar sitja engin almenn mannleg sjónarmið í fyrir- rúmi. Hvorki byggðarsjónarmið né menningarsjónarmið. Þetta áleit hann afi minn vera hættu nútímans og vísan veg til skulda, andlegrar fátæktar og ósjálfstæðis þjóðarinnar. Ég kveð þig afí minn að sinni í þeirri vissu að þú lifir áffam í minningunni. í þeim skilningi ert þú hluti af lífi okk- ar enn um hríð sem eftir lifúm á sama hátt og við vorum hluti af þér um stundarsakir. Þannig er arfúrinn eftir þig, óháður tíma og rúmi, svo óskap- lega stór og miklu meira virði en öifá orð fá lýst. Hermann Óskarsson Siguijón Sigurðsson Grænanesi Fæddur 26.10.1903 Dáinn 15.5.1990 Ég ætla að minnast míns góða vinar og nágranna, hans Sigurjóns á Grænanesi. Hann lést þann 15. maí á Borgar- spítalanum og hafði verið þar um einn sólarhring. Hann var búinn að vera á sjúkrahúsinu á Hólmavík frá því 26. júní 1989. Siguijón fæddist á Grænanesi í Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minn- ingargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar- dag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Hrólbergshreppi, sonur hjónanna Sigurðar Guðmundssonar Sveinsson- ar ffá Gestsstöðum i Kirkjubóls- hreppi og Sigríðar Bjömsdóttur Sveinssonar sem bjó á Kaldrananesi og víðar í Kaldrananeshreppi og Ár- neshreppi. Móðir Sigurðar á Græna- nesi var Þórey Jónsdóttir frá Mið- dalsgröf í Kirkjubólshreppi, sem bjó á Fitjum í Hrófbergshreppi. Móðir Sigurðar á Grænanesi var Sigurlaug Jónsdóttir sem bjó á Bjamarnesi í Kaldrananeshreppi en var úr Ámes- hreppi. Sigurjón varyngstur af böm- um foreldra sinna, móðir hans gekk með hann þegar þau fluttu að Græna- nesi, en þau vom þar húshjón hjá systur Sigríðar, Amdísi Bjömsdóttur, og hennar manni Guðmundi Guð- mundssyni. Foreldrar Siguijóns áttu 5 böm, þau vom Bjöm bóndi á Kleppustöðum, dáinn 1980. Sígur- mundur dmkknaði eftir 1920 og Guðmundur og Þórey sem dóu ung. Siguijón var yngstur og átti heima alla sína ævi á Grænanesi. Og þeim stað unni hann, sérstaklega í æsku hjá foreldmm og allt til dánardægurs. Á Grænanesi bjuggu líka framan af frændsystkini hans, böm Amdísar og Guðmundar, Helga og Guðmundur, sem bæði em dáin. Siguijón bjó í mörg ár með móður sinni og hugsaði um hana og hlynnti að henni og alveg sérstaklega þegar hún var orðin las- burða og þar til hún lést 20. júní 1954, þá 87 ára gömul og hann á sér- stakar þakkir fyrir það sem hann gerði öðram ffemur með sóma. Síðan hefúr hann búið einn í 36 ár. Siguijón og bræður hans vora mjög góðir söngmenn sem og móðir þeirra var. Eins var ffændi þeirra, Guð- mundur, góður söngmaður. Sigurjón og bræður hans vom miklir léttleika- menn og framúrskarandi miklir hlauparar. Sigurjón var alltaf kátur og hress heim að sækja, það var gaman að koma til hans, spjalla saman og gerði hann þá oft að gamni sínu. Hann var mjög laghentur maður og hugmyndaríkur, til dæmis útbjó hann ýmis verkfæri og áhöld þannig að það gerði honum miklu léttara að vinna með þeim. Hann smíðaði sér lítinn og fallegan bát. Hann átti alltaf skepnur, kýr, hesta, hænur og kindur nokkrar og heyjaði alltaf fram á þennan tíma upp á gamla mátann, slegið með orfi og ljá. Hann fór mjög vel með allar skepnur. Þegar hann þurfti að ná til kinda, hvort sem þær vom utan eða innan garðs, fékk hann sér fóðurköggla í box og fór með það og hristi, þegar þær heyrðu til komu þær strax og eltu hann í hús. Hann átti lengi gráa hryssu sem hét Brynja, sem var afbragðs hross, góð til reiðar og eins til allrar brúkunar, hann dró með henni og notaði til hvers sem var. Svo átti hann fleiri hesta mjög þæga. Grænanes og Hrófberg standast á sitt hvomm megin við mynni fjarðar- ins og sást því nokkuð vel víðast hvar hvað ýar að gerast utanhúss beggja býlanna og var því reynt að fylgjast með honum eins og hægt var, bæði utan- og innanhúss, þá í síma, eða þá skroppið yfir ef því var að skipta. Oft komum við hér yfir til hans og alltaf vildi hann taka vel á móti okkur, sem hann og gerði, hitaði þá súkkulaði eða kakó sem var alveg sérstaklega gott ásamt bakkelsi,.og ef það var af- þakkað þá var komið með bijóstsyk- ur, konfekt eða súkkulaði því ekki mátti svo þaðan fara að eitthvað yrði ekki hjá honum að þiggja. Við Sigur- jón ræddum oft mikið saman í síma um daginn og veginn og var mjög gaman og ffóðlegt að ræða við hann, hann var mikið lesinn og hafði oft frá mörgu að segja. En nú er þar mikil breyting á, engan þar að sjá eða þar að svara í síma, sem em mikil við- brigði og eftirsjá góðum vini. Sigurjón giftist ekki og átti ekki böm, en Bjöm bróðir hans giftist El- ínu Sigurðardóttur ffá Geirmundar- stöðum í Hrófbergshreppi og varð þeim 12 bama auðið og af þeim em lOálífi. Þau hjón bjuggu á Kleppustöðum þar til 1974 en það sumar dó Elín. Ég þakka kæmm vini alla þá tryggð við mig og fjölskyldu mína. Og fyrir allt og allt í gegnum árin fyrr og síðar. Ég veit að nú líður honum vel, hjá foreldram, systkinum og kunningj- um. Ég votta ættingjum hans samúð mína og þakka öllum sem hafa verið honum góðir og rétt honum hjálpar- hönd og ekki síst þeim nágrönnum sem það hafa gert. Einnig fyrir hans hönd vil ég sér- staklega þakka Hannesi lækni og öllu starfsliði á sjúkrahúsinu á Hólmavík fyrir sérstaklega góða umönnun, haf- ið þið öll góðar þakkir fyrir. Veri Sigurjón svo ætíð kært kvadd- ur, með innilegum þökkum fyrir allt og allt. Guð blessi hann og varðveiti. Svava Pétursdóttir, Hrófbergi /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.