Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Föstudagur 15. júní 1990 IÞROTTIR Hinn litriki markvöröur Kólumbíu, Rene Higuita, varði vítaspymu frá Júgóslövum í gær, en það dugði ekki til. Nú dugði mark Jozics til sigurs: Enn von hjá Júgóslövum Davor Jozic, leikmaðurmeð Cesena á Italíu, var hetja Júgóslava sem unnu Kólumbíumenn 1-0 í D-riðli HM á Italíu í gær. Þar með eiga Júgóslavar enn möguleika á að komast í 2. umferð keppninnar, þeir hafa tvo stig eins og Kólumbíumenn og V- Þjóðveijar, en Furstadæmin hafa enn ekki fengið stig. Þau hafa þó aðeins leikið einn leik til þessa eins og V-Þjóðveijar, en þjóð- imar maetast í dag. Jozic, sá sami og skoraði mark Júgó- slava gegn V-Þjóðveijum, gerði sigur- markið á 73. mín. eftir fyrirgjöf.. Júgó- slavar misstu af gullnu tækifæri til að bæta við öðru marki, er Higuita, mark- vörður Kólumbíu, varði vítaspymu frá Faruk Hadzibegic sjö mín. síðar. ,JÉg get sagt ykkur það að mínir leik- menn sváfú ekki mikið nóttina eftir leikinn gegn V-Þjóðverjum. Þeir voru ekki tilbúnir til að fara heim strax,“ sagði Ivica Osim, þjálfari Júgóslava, Þessir dæma leikina Nú hefúr verið ákveðið hvaða dóm- arar dæma næstu leiki á HM. Niaji Jouini frá Túnis mun dæma leik Brasilíumanna og Costa Rica á laugardag. Carlos Maciel frá Argent- ínu mun dæma leik Svía og Skota þann sama dag, en báðir þessir leikir eru í C-riðli. Zoran Petrovic frá Júgóslavíu mun dæma leik Englendinga og Hollend- inga sem einnig verður á laugardag, en leikurinn er í F-riðli keppninnar. Þá mun Marcel Van Langenhove frá Belgíu dæma leik íra og Egypta á sunnudag. Siegfried Kirschen frá A- Þýska- landi dæmir leik Belgíu og Uruguay og Elias Jacome frá Ecuador dæmir leik S-Kóreumanna og Spánveija, en báðir þessir leikir verða á sunnudag- inn í E-riðli. BL /ryXl.lyV^O eftir leikinn. Hann gerði þijár breyt- ingar á liðinu fyrir leikinn gegn Kól- umbíu og hann sagði að þær breyting- ar hefðu borgað sig. „Nú leikur liðið nútímalegri knattspymu og þannig á það að vera,“ sagði Osim. Kólumbíski þjálfarinn Francisco Maturana sagði að ósigurinn gæti reynst þeim dýrkeyptur. „Þetta var sannarlega mikill ósigur. í knattspymu er dýrkeypt að gera mistök. Við gerð- um okkur seka um vamarmistök og það kostaði okkur mark,“ sagði Matur- ana. BL Óheppinn maður Pumpido Nery Pumpido, markvörður Argent- ínumanna, tvíbrotnaði á hægri fæti eftir samstuð við félaga sinn Julio Olarticoechea snemma í leiknum. Brotið er slæmt, naglar vom settir í beinið til að halda því saman og það mun taka Pumpido 5- 6 mánuði að ná sér og óvíst er hvort hann eigi aftur- kvæmt á völlinn. Óheppnin hefúr elt þennan 32 ára gamla markvörð. Hann var í liði Arg- entínu í HM 1986, en þá hafði hann nýlega jafnað sig eftir mikið umferð- arslys þar sem kona hafði nærri týnt lífi. Ari síðar varð hann fyrir því óhappi á æfingu að giftingarhringur hans festist í krók á markslánni og hann missti næstum fingurinn. Það tók hann tvo mánuði að jafna sig eft- ir þetta slys. Pumpido verður á sjúkrahúsinu í Napólí í örfáa daga, en síðan verður hann sendur heim til Argentínu. BL Maradona viðurkenndi að hafa notað hendina „Þegar ég sá boltann koma voru mín fyrstu viðbrögð að lyfta hendinni upp. Eg veit ekki hvort boltinn hefði farið í markið, en ég var ennþá æstur út af því sem kom fyrir Pumpido markvörð. Dómarar geta gert mistök eins og leikmenn geta brennt af vita- spymu og þjálfarar geta valið ranga menn í lið sitt,“ sagði Maradona. Valery Lobanovsky, þjálfari Sovét- manna, var reiður eftir leikinn og sagði að Frederiksson dómari hafi haft mikil áhrif á leikinn með því að sjá ekki þegar Maradona handlék knöttinn. Kamerúnmenn enn taplausirá HM: Gamli varamadurinn var hetja Kamerún Hinn 38 ára gamli Roger Milla, sem kom inná sem varamaður fyrir Kamerún á 61. mín.í leiknum gegn Rúmenum í gær, var hetja liðsins sem kom enn á óvart með 2-1 sigri. Kamerún er því taplaust í loka- keppnum HM. Kamerún er fyrsta þjóðin til þess að tryggja sér sæti í 2. umferð keppninnar. Fyrst skoraði Milla á 76. mín. er hann renndi knettinum snyrtilega framhjá Silviu Lung, markverði Rúmeníu. Tíu mín. síðar gerði hann síðara markið af stuttu færi. Rúm- enar náðu að minnka muninn á 88. mín. er Gavril Balint kom knettin- um framhjá N’kono og var það eina skiptið í leiknum sem N’kono brást, en þessi 35 ára markvörður átti frá- bæran leik. „Ég sagði við Milla að í dag ætti hann að hjálpa okkur og hann gerði þetta,“ sagði Nepomniachy, hinn sovéski þjálfari Kamerún, eftir leik- inn i gær. „Leikurinn sem eftir er (gegn Sovétríkjunum) verður erfið- ari, en engir leikur á HM eru auð- veldir." „Þetta er frábært fyrir mig og liðið og einnig alla Kamerún," sagði Ro- ger Milla. Aðspurður hvemig hann héldi sér í svona góðri æfingu 38 ára gamall, sagði Milla: „Ég reyki ekki og ég elska íþróttir eins og körfubolta og tennis." Rúmenski þjálfarinn Emerich Je- nei sagðist hafa orðið fyrir von- brigðum með Gheorghe Hagi, en hann lék nú með eftir meiðsl. „Hann er stórkostlegur leikmaður, en í dag varð ég fyrir vonbrigðum með frammistöðu hans. Hann getur meira en þetta.“ BL Mikill fögnuður í Buenos Aires Manníjöldinn hljóp út á götur með fána og hrópaði „Argentína, Argent- ína,“ eftir sigur á Sovétmönnum í fyrrakvöld. A föstudagskvöldið, eftir að Argentína tapaði fyrir Kamerún, var höfúðborgin eins og draugaborg. Carlos Menem, forseti landsins, sagði eftir leikinn: „í nafni ríkis- stjómarinnar og þjóðarinnar óska ég liðinu til hamingju með þennan frá- bæra sigur. Ég bað leikmennina um að leika næsta leik af sama eldmóði og þá yrði útkoman góð.“ Enn frestað Leik Vals og ÍBV í 1. deild íslands- mótsins í knattspymu — Hörpu- deildinni, var aftur ffestað í gær- kvöldi, þar sem ekki var flugveður ffá Eyjum. Reyna á að leika í kvöld. /#>VI_lyV<>0 Sepp Blatter, aðalritari FIFA, sagði í gær, að þeir dómarar, sem ekki stæðu sig í stykkinu á HM, yrðu sendir heim. Blatter sagðist hafa séð mikið af slæmri dómgæslu í keppninni, sérstaklega við víta- teigana. Hann sagði að nóg væri til af dómurum og þeir sem ekki stæðu sig yrðu sendir heim. Eiginkonur og kærustur sænsku landsliðsmannanna halda á morg- un til Ítalíu í helgarheimsókn til eiginmanna sinna. Þetta gera sænsku þjálfararnir til þess að ieikmennirnir verði ekki einmana. Eiginkonurnar munu þó ekki fá að sofa á sama hóteli og Ieikmennirn- ir. „Ég veit ekki hvenær við fáum að sjá þær. Ætli við verðum ekki að læðast til þeirra i skjóli nætur,“ sagði Stefan Petterson, leikmaður Ajax. Ríkisstjórnarfundi í Egypta- landi, sem vera átti á sunnudag, hefur verið frestað vegna leiks Eg- ypta og íra á HM. Fögnuöur í Kamerún var mikill í gærkvöldi og nafn Roger Milia var á allra vörum. Hann er nú þjóð- hetja í landinu. Leikmenn Kamerún hafa heldur betur komið á óvart á Ítalíu. Hér sjást tveir leikmenn liðsins þjarma að Maradona í leik liðanna sl. föstudag. Badminton: VEL HEPPNAÐ HNIT- MÓT Á AKUREYRI Opið Pro-Kennex mót í badminton var haldið á Akureyri um síðustu helgi. Flestir af bestu badmintonspil- urum landsins tóku þátt i mótinu.og er þetta sterkasta badmintonmót sem haldið hefúr verið á Akureyri um langt árabil. Mótið þótti heppnast vel og stefna forsvarsmenn þess að því að það verði árlegur viðburður. Spilað var á fostudag og laugardag, en að móti lokriu snæddu keppendur kvöldverð í Sjallanum og að honum loknum voru verðlaun afhent. Úrslit urðu sem hér segir: Meistaraflokkur karla. Einliðaleikur: Þorsteinn P. Hængsson sigraði Guð- mund Adolfsson 15:11 og 15:8. Tvíliðaleikur: Þorsteinn P. Hængsson og Guðmund- ur Adolfsson sigruðu Sigfús Ægi Amason og Huang Wei Cheng 17:14 og 15:6. Meistaraflokkur kvenna. Einliðaleikur: Þórdís Edwald sigraði Guðrúnu Júlí- usdóttur 7:11, 11:6 og 11:7. Tvíliðaleikur: Bima Pedersen og Guðrún Júlíus- dóttir sigmðu Þórdísi Edwald og Ragnheiði Haraldsdóttur 15:6 og 15:5. A-flokkur karla. Einliðaleikur: Konráð Þorsteinsson sigraði Viðar Gíslason 15:10 og 15:1. Tvíliðaleikur: Konráð Þorsteinsson og Kristinn Jónsson sigmðu Andra Stefánsson og Viðar Gíslason 15:9 og 15:8. A-flokkur kvenna: Einliðaleikur: Guðrún Erlendsdóttir sigraði Jakob- ínu Reynisdóttur 11:6 og 11:5. Tvíliðaleikur: Guðrún Erlendsdóttir og Jakobína Reynisdóttir sigruðu Hjördísi og Heiðdísi Sigursteinsdætur 15:7 og 15:5. B-flokkur karla: Einliðaleikur karla: Þórarinn V. Ámason sigraði Einar Hólmsteinsson 15:1 og 15:2. Tvfliðaleikur: Karl Davíðsson og Bjöm Baldursson sigmðu Einar Hólmsteinsson og Jó- hann Heiðar Jónsson 15:10 og 15:10. hiá-akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.