Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 5
oohaugardagufi'1©.^úní4990 "?-•'TíTnirtn 5 RLR hefur upplýst dularfulla peningahvarfið úr seðlageymslu Seðlabankans á SeyðisfírðJ: Gialrilr Arinn Qlrinti a seðlum og pappir Rannsóknarlögregla ríkistns hefur upplý st dularfu lla peningahvarf- id úr seðlageymslu Seólabankans á Seyðisfiröi. Gjaldkeri Lands- bankans, en geymslan er í húsnæði bankans, hefur játað að hafa dregið sér þær 5,6 miljónir króna sem vantaöi í geymsluna. Allt bendir til þess að gjaldker- inn hafi verið einit að verki og sagði 11örö u r J óiiann esson ránn- sóknárlogreglumaður í samtali við Tímann í gær að ekkert licfði komið fram við raiinsóknina sem bentí tU þcss að aiinar hefði verið í vitorði með gjaldkeran- ura. ígærkvoldiláfyrir aö gjaldker- inn hefur ráðstafað stærstum bluta fjárraunanna. í hvað mi- Ijónirnar fóru fékk Tíininii ekki að vita. ; Rannsókn var ckki að fullu lok- íð í gærkvöldi en Hörður Jóhann- esson taldi fullvíst að henui lyki bráðlega. Þó voru f gærkvðldí lausii- endar scm eftir átti að hnýta. Aðferðin sem gjaldkerinn við- hafði þegar hann dró sér pening- ana var að hann skipti á seðlum og einskisverðum bréfmiðum. Til að gæta fyUstu varkárni setti hann peningabúnt með seðlum efst þegar peuingabúutunuin var staflað og einnig til hliðanua. Pappírinn var meðhöndlaður á þann hátt að hann velkti bréfinið- ana svo fölsuðu búntiii lytu ná- kvæmlégá eins út og seðlabúnt við fyrstú sýn. Máliö komst upp þegar verið var að sækja peninga fyrir bank- ann umborðí ferjunni Norrænu. A miðvtkudag var farið í pen- ingagcymsluna og er telja áttí pcningana komu í Ijós bréfmiðar. Þá þegar var rannsóknarlög- reglu gert viðvart og sömuleiðis Seðlabanka. Teir meiiii frá raiin- sök 11 ar 1 iigrcglu n ni fóru austwr og sömuleiðis lögfræðíngur og endurskoðandi frá Seðlabankan- um. ¦ Útvarpíð skýrði frá því í gær- kvöldi að Seðlabankiun hyggðist vegna þessa iiiáls eiidurskoöa reglur varðandi scðlagey msl u r. Sveinbjörn Hafliðason lðgfræð- ingur Seðlabánkans sagði í sam- tali við Tímann í gær að eftirlit mcð seðlageyinslu m Séðlabank- ans, sem cru 23 úti á landi, væri mjög titt og oft fyrirvaralaust. Svona lagað væri því dærat til að kotnast upþ fljótlega. Rannsóknarlðgrcglan vildi ekki grcina frá því hvort upplýst:'vserl á hversu löngum tima gjaldker- inn hcfði dregið sér peniiigana en Ijóst væri að hann hefði a.m.k. oftar en tvisvar lcikið þennan leik. —ES HM-Getraunir: Fjórir Danir skiptu með sér 70 milj. Fjórir Danir hrepptu fyrsta vinning í sameiginlegum getraunapotti Dana, Svía og íslendinga í getraunum HM og fær hver þeirra í sinn hlut rúmlega 23 miljónir ísl. kr. fyrir að hafa alla 13 leikina rétta. Enginn íslendingur var með 13 rétta en tuttugu og tveir skipta með sér öðr- um vinningi með 12 rétta leiki og fær hver þeirra 125 þús. kr. Svíar urðu sennilega einnig af fyrsta vinningi en enn átti eftir að telja örfáa miða i Svíþjóð og Danmörku. Aðeins 66 Svíar fengu annan vinning skv. þessum upplýsingum og fékk hver um sigum 150þús. kr. Islendingar lögðu fram 10% í þennan sameiginlega sjóð landanna þriggja, Svíar áttu 36% en Danir lögðu fram 54% í pottinn. Þess má geta að Islendingar áttu hæsta hlutfall raðafjölda miðað við íbúatölu eða 4,36 raðir á hvert mannsbarn. Dan- ir voru mun hófsamari með 1,06 raðir á hvem íbúa, og Svíar ráku lestina með aðeins 0,45 raðir. —só • 4 •-"* '.*«jr"«IC«s - ' kf m 04 F f-» jB.s ¦'¦ % *' •. v ", •> • ^* 'Íé^^ -.JteT^ ár* ' *-¦ "^ 'íí*!" ¦'*í Sæzf 0 *«. ^l^&F J&m"***" í^p*"*^ .?sÆ Bfe& j m ¦ Vangasvipur Elísabetar drottningar og Vigdísar forseta prýðir minjapeninginn sem sleginn hefur veríð vegna heimsóknar konungshjónanna. Þjóðhöfðingjar slegnir í gull Frá stofhun lýoveldisins 17.júní 1944 á Þingvöllum viö öxará. Fjöldi fólks er hér saman kominn í Almannagjá til að fagna fengnu sjálfstæði þjóðarinnar frá Dönum. Lýðveldið heiðrað Þjóðhátíðardagur íslendinga, 17.júní, verður haldin hátíðlegur um land allt á morgun. I öllum kaupstöðum og stærstu byggðarkjörnum verður boðið upp á sérstaka hátíðardagskrá. Hún verður víðast hvar með hefðbundnu sniði og skrúðgöngur, glens og gam- an, fánar og blöðrur munu eflaust setja svip sinn á morgundaginn. Hin hvimleiða þjóðhátíðarrigning, sem stundum hefur sett mark sitt á há- tíðarhöld, mun að öllum líkindum láta landsmenn afskiptalausa á morgun. Búist er við sæmilegu veðri, gert er ráð fyrir suð- austanátt, skýjuðu á Suð- vesturlandi og hita á bilinu 10 - 12gráður. GS. Minjapeningur, bæði úr 22 kar- ata gulli og úr hreinu silfrí, hefur veríð sleginn í tilefni heimsóknar Elísabetar Englandsdrottningar og er hönnuður hans Ásgeir Reynisson gullsmiður. Ásgeir sagði peninginn gefínn út i mjög takmörkuðu upplagi. Gullpen- ingarnir eru 200 talsins og tölusettir. Vega þeir um 17 gr. hver og því eru það 3,4 kg. af gulli sem fara í upplag- ið. Þeir munu kosta 27.800 kr. Silfurpeningarnir eru 2000 talsins og vega 13,25 gr. Silfurmagnið sem fer í drottningarpeningana er því alls um 26,5 kg. Verð þeirra er 2.750 kr. Einnig mun hægt að fá sett af gull- og silfurpeningum, og að sögn Ás- geirs hafa þegar borist 5 slíkar pant- anir. Seðlabankinn mun vera einn kaupendanna. Ásgeir sagði að breska safharafélag- ið Commerative Collectors Society hefði verið honum innan handar við hönnunina og m.a. ráðlagt honum að að hafa vangamynd af þeim stöllum Elísabetu drottningu og Vigdísi for- seta og allar áritanir á íslensku. Söfnunargildi minjapeningsins er ekki enn ljóst en hann verður kynntur í sérriti breskra safhara, Collecting Commemorable, sem gefið er út í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Pehingurinn er sleginn í Gull- og silfursmiðjunni Ernu. Að sögn Alp Mehmets, sendiráðs- ritara breska sendiráðsins, hefur sendiráðinu ekki borist neinn listi yf- ir þær gjafir sem þjóðhöfðingjarnir munu skiptast á enda væri það lítið spennandi ef slíkt væri tilkynnt fyrir- fram. Aðspurður sagði Mehmet að drottn- ingunni gæfist sennilega ekki tæki- færi til að fara á bak íslenskum hesti meðan hún dveldist hér en drottning- in væri manna fróðust á Bretlandi um hesta og ást hennar á þeim hefði ver- ið mikil frá því hún var barn. Sagði Mehmet að eflaust þætti drottning- unni það kærkomið að reyna íslenska hestinn þótt ekki yrði af því í þetta sinn. —só g Spaugstofan á ferð um landið: Igegnum grínmúrinn Spaugstofan heldur þjóðhátíðardag- inn í ár hátíðlegan í Borgarnesi með þvi að frumsýna á Hótel Borgamesi gamanleikinn „í gegnum grínmúr- inn." Jafhftamt fer þar fram fyrsti hluti keppninnar ^eitin að léttustu lundinni". Að svo búnu heldur Spaugstofan áfram hringferð sinni um landið og heldur um 30 skemmt- anir á alls 22 stöðum. Leikverkið „í gegnum grínmúrinn" er eftir þá Spaugstofumenn og er um að ræða tæplega tveggja stunda gleði- leik. Hann byggist upp á laustengdri röð spaugilegra atriða sem tengd eru með söng, hljóðfæraslætti og ljósa- gangi. Þar koma fram ýmsir persónu- gervingar sem Spaugstofumenn hafa skapað og gert landskunna í sjónvarpi og víðar. Áhorfendur munu taka þátt í sýningunni á ýmsan hátt fyrir utan það að eiga þess kost að taka þátt í spaugkeppninni .JLeitin að léttustu lundinni" sem er samstarfsverkefhi Spaugstofunnar og Samstarfshóps um sölu lambakjöts. Lokasýning verður í íslensku óperunni í Reykja- vík lO.júlí n.k. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.