Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 6
6 itnímífTn fjyfepqgðrc*99i«id(6biánfcá990 TIMINN MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofun Lyngháls 9,110 Reykjavik. Siml: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu 190,- krog 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Dagar og saga Flestar þjóðir heims eiga sér þjóðhátíðardag. Algeng- ast er að þjóðhátíðardagur sé til minningar um einhvern tímamótaviðburð í stjórnskipunarsögu þjóðanna, tengist sjálfstæðisbaráttu með einum eða öðrum hætti eða bar- áttu fyrir mannréttindum og lýðræði. Norðmenn helga sér 17. maí sem þjóðhátíðardag til minningar um sam- þykkt stjórnarskrár þann dag árið 1814. Danir eiga sinn grundlovsdag. Bandaríkjamenn halda upp á 4. júlí til minningar um sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776. Þannig má lengi telja. 17. júní er þjóðhátíðardagur íslendinga til minningar um stofnun lýðveldis árið 1944. Áður höfðu íslendingar átt aðra þjóðhátíðardaga, sem einnig tengdust atburðum úr sjálfstæðisbaráttunni. Þannig var 2. ágúst einskonar þjóðhátíðardagur um skeið til að minnast setningar stjórnarskrárinnar frá 1874, þegar Alþingi öðlaðist auk- in völd og lagasetningarrétt. Sá dagur lifir enn með sér- stökum hætti meðal Kanadamanna af íslenskum ættum undir heitinu „íslendingadagurinn" á Gimli í Manitoba. Fyrsti desember var árviss og löghelgaður þjóöhátíðar- dagur á árabilinu 1918- 1944, og þess þá minnst að ís- land varð fullvalda og sjálfstætt ríki í konungssambandi við Dani 1. desember 1918. Sá dagur var að því leyti há- punktur í þjóðarsögunni að þá lauk sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Með þeim atburði hófst nýtt skeið í stjórnskip- unar- og stjórnmálasögunni sem endaði með stofnun lýðveldis 1944. Án þess stóra áfanga sem stiginn var 1. desembef 1918 hefði lýðveldið ekki orðið til á þeim tíma sem raun ber vitni. Enn er helgi yfir 1. desember hjá þeim hluta þjóðarinnar sem man tímabilið sem hann er tengdur og veit hvers virði sjálfstæðisyfirlýsingin og fullveldisviðurkenningin var 1918. Sem eðlilegt er hefur 17. júní að fullu tekið sæti sem ís- lenskur þjóðhátíðardagur. Sá atburður þjóðarsögunnar, sem hann er helgaður, er einstæður, honum verður ekki jafnað við neitt annað. Með stofnun lýðveldis voru af- numin þau stjórnarskrárbundnu tengsl við Dani sem við lýði voru sem leifar aldalangra yfirráða þeirra, ekki að- eins konungssambandið, heldur líka þau ákvæði í sam- bandslögunum sem ávallt höfðu verið þyrnir í augum íslendinga, að Danir önnuðust utanríkismál og fóru með landhelgisgæslu, þrátt fyrir fullveldisviðurkenninguna. 45 ár eru nú liðin frá stofnun lýðveldisins. íslendingar geta því horft yfir langt tímabil lýðveldisáranna, gert sér grein fyrir sögu þeirra og árangri iðju sinnar í stjórnmál- um, atvinnumálum og menningarmálum. í daglegu stjórnmálaþrasi er venjan að velta sér upp úr því sem af- laga fer. A hátíðastundum gefst tækifæri til þess að leggja hófsamara mat á atburði en kappgjörnum sér- hagsmunamönnum er lagið í stundarpólitík. Þegar horft er um öxl, má sjá að lýðveldistíminn er blómaskeið ís- lenskrar sögu. Þetta blómaskeið er ávöxtur þjóðfrelsis- ins, þess að þjóðin er og vill vera sjálfstæð, „ráða sjálf málum sínum", eins og þjóðfrelsismenn orðuðu það. „Að ráða sjálfír málum sínum" hafði skýrgreinda merk- ingu í þeirra munni. Ef íslendingum er annt um sjálf- stæði sitt eiga þeir að halda sér við hin gömlu gildi þess orðs. Tíminn biður landsmönnum öllum heilla og blessunar á þjóðhátíðardaginn. FYRIR NÁKVÆMLEGA 45 árum voru íslendingar sem óðast að tygja sig til hátíða- halds á Þingvöllum, því að boðað hafði verið til sérstaks fundar sam- einaðs Alþingis á hinu forna Lög- bergi til þess að löggilda lýðveldis- stjórnarskrá fyrir landið og kjósa fyrsta forseta Lýðveldisins Islands. Var það sammæli að ekki hefðu ís- lendingar á meira en 1000 ára þjóðar- ævi lifað sögulegri stund en þennan hátíðarfund á Þingvöllum 17. júní 1944 sem haldinn var í heyranda hljóði og öll þjóðin fylgdist með. Því var áreiðanlega trúað á því andartaki, að þess væri ekki að vænta að svo sögulegur atburður yrði nokkru sinni endurtekinn, því að það var sannfær- ing sem náði út yfir allan efa, hót- fyndni og pólitískar stælur, að með þessum þingfundi og ákvörðun hans væri stjórnskipulag sjálfstæðs rikis á íslandi endanlega ákveðið og full- veldi landsins óafturkræf ákvörðun, bindandi fyrir komandi kynslóðir. Mestu máli skiptir í þessu sambandi að ekki voru neinar deilur um skil- greiningu á þvi hvað í því fælist að þjóðin væri sjálfstæð og fullvalda. Þar fór saman fræðileg útlistun og pólitískur skilningur sem ekki var heftur neinum flokkságreiningi. Mikilvægt atriði stjórnmálaskilnings var að sjálfstæði og fullveldi þjóðar- innar væri ekki aðeins þjóðernislegt metnaðarmál, heldur undirstaða þess að þjóðinni vegnaði vel efnalega. Sjálfstæðisbaráttan var ekki endilega rómantísk sveimhugapólitík, heldur raunsæisstefna í fullvissu þess að þjóð, sem væri ráðandi málum sínum og óháð annarra íhlutun, gæti því að- eins orðið farsæl og nokkurs meg- andi, að hún væri fullvalda og sjálf- stæð með eigið þing og rikisstjórn og í engu hluti af stærri ríkisheild eða heimsveldi. 17. júní Og nú gera íslendingar sér enn einu sinni dagamun á lögbundnum þjóð- hátíðardegi sínum 17. júní. Vafalaust verður þess minnst í ávörpum og ræðum víða um land að hálfur fímmti áratugur er liðinn síðan lýðveldið var stofnað. Hins vegar bendir margt til þess að ýmsir áheyrendur að ávörp- unum muni hlusta með efasemdum og áhugaleysi á hástemmdar lýsingar á þeirri fullvissu sem ríkti á stofnun- ardegi lýðveldisins, að sjálfstætt og fullvalda ríki, sem ekki byndi sig neinum stjórnmálaböndum, heims- veldum og ríkisheildum, væri hin endanlega lausn íslenskrar stjórn- skipunar. Þannig standa sakir á 45 ára afmæli lýðveldisins, sem sagt var um að væri lok aldarlangrar sjálfstæðisbar- áttu og upphaf nýrra framfaratíma- bila á íslandi, að hafinn er hávær áróður fyrir því að gera að engu rök- in fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði landsins og ógilda þau andlegu verð- mæti og pólitísku gildi sem þjóðin þóttist hafa áunnið sér með því að verða stjórnarfarslega frjáls og full- valda. Það sem var sammæli þjóðar- innar 17. júnf 1944 er að verðapólit- ísktþrætumál 17. júní 1990, nokkurn veginn eins lágkúrulegt og hvert það mál sem rekið er í sérhagsmuna- skyni, þ.e. í auðgunarskyni ákveð- innar stéttar án minnstu heildarsýnar um hagsmuni þjóðfélagsins, stjórn- skipun landsins og stjórnmálasögu. Enda er mjög áberandi í hinni óvæntu baráttu fyrir skerðingum á fullveldi Islands, hvað söguheimskir menn eru þar atkvæðamiklir og eftir- sóttir til þess að láta ljós sitt skína í fjölmiðlum og á umræðufundum. Sú var tíðin að húmanískir háskólaborg- arar og aðrir menntamenn létu að sér kveða í umræðum um íslensk megin- stjórnmál. Má segja að þeirra áhrifa- tíð stæði frarn til loka landhelgis- stríðanna 1976, en eftir það hefur lít- ið í þeim heyrst. Það er eins og þeir kinoki sér við að taka til máls á þeim málfundum sem tæknikratar „ágirnd- aráranna" hafa lagt undir sig, um leið og þeir hafa hreiðrað um sig í emb- ættis- og stofnanakerfínu og gert inn- rás í stjórnmálaflokkana, þar sem ekki verður þverfótað fyrir þeim. Áróður gegn _____fullveldinu_____ Á síðustu árum hefur verið unnið skipulega að þvi að gera sem minnst úr afrekum lýðveldistímans og reynt að sýna fram á, að sjálfstæðið og full- veldið hafi ekki orðið sá aflvaki og grundvöllur framfara, velmegunar og þjóðarhamingju sem heitstrengingar á Þingvöllum stóðu til á stofndegi lýðveldisins 17. júní 1944. Svo skipulegur og ákafur sem þessi áróð- ur er orðinn er full ástæða til að hafa áhyggjur af honum. Hér er ekki bara um það að ræða að menn séu að deila um efhahagsmál, uppbyggingu at- vinnuveganna, fjármál og peninga- mál eða kjaramál launþega í venju- legum skilningi, heldur eru sérhags- munaöflin, sem sífellt bítast um þjóðarauðinn, farin að stjórna því hvaða stjórnskipulag eigi að vera á Islandi, og boðskapurinn er sá — þegar búið er að reyta af honum um- búðirnar — að Islendingar eigi að búa sig undir að afsala sér stjórnar- skrárbundnu fullveldi og tengjast ríkjabandalögum á meginlandi Evr- ópu, þegar rétta stundin rennur upp, sem ekki þarf að vera ýkjalangt und- an. Stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins, Sjálfstæðisflokkurinn (menn at- hugi flokksheitið!), hefur lýst yfir því að Islendingar geti ekki útilokað þann möguleika að ganga í Evrópu- bandalagið. Ráðamenn Alþýðu- flokksins vilja ekkert útiloka í því efni, ef þeir eru spurðir persónulegs álits á málinu. Innan annarra stjórn- málaflokka er andstaða gegn full- veldisafsali að vísu eindregnari, en alls ekki einhlít. Skoðanakannanir sem fram hafa farið síðustu misseri, síðast fyrir nokkrum dögum, benda til þess að þjóðin sé ekki einhuga í af- stöðu til stjórnarfarslegs sjálfstæðis eins og það var skilið fyrir 45 árum. Nú er uppi krafa um að endurskoða skilgreiningu sjálfstæðishugtaksins, laga það að „staðreyndum nútímans" eins og menn hafa orðað það, breyta því í samræmi við þróun alþjóðamála sem nú eiga að einkennast af alþjóða- hyggju og nánum efnahagslegum og stjórnmálalegum samruna þjóðanna í stað „einangrunarhyggju og þjóð- rembings" fyrri tíðar. Allir hljóta að sjá hversu auðvelt er að snúa sjálfstæðishugmyndum og lýðveldishugsjónum Islendinga upp á fjandann, þegar farið er að tölvu- keyr^ samtvinnaða alþjóðahyggju auðhringanna og hægri kratanna, sem í praktískum skilningi er að' verða eitt og hið sama. Islensk sjálf- stæðisbarátta markaðist auðvitað af þjóðernishyggju og augljóst að áunnu sjálfstæði, eins og það birtist í lýðveldisstjórnarskránni, verður ekki við haldið án þess að þjóðernis- hyggja komi þar við sögu. Hins veg- ar er full ástæða til að óttast að innan stutts tíma verði búið að ófegra svo ímynd þjóðernisstefnu smáþjóða með einbeittum áróðri um að hún sé þjóðremba að engin teljandi fyrir- staða verði fyrir því að sjálfstæði landsins verði skert eða afnumið í anda þeirrar stefhu sem lengst gengur í því að sameina alla Evrópu í einu ríkjabandalagi með sterkri pólitískri og efnahagslegri alríkisstjórn. Við getum sem best séð fyrir okkur þessa þróun í niðurstöðum endurtek- inna skoðanakannana um afstöðu fólks til Evrópubandalagsins, þar sem fram kemur allgreinilegt kyn- slóðabil. Unga fólkið sýnist opið fyr- ir því að ísland tengist Evrópubanda- laginu og virðist ekki kvíða neinu um hag sinn eða þjóðarinnar þótt stjórn- arfarslegt sjálfstæði landsins verði skert við inngöngu í slikt ríkjabanda- lag. Þvert á móti má ráða af ýmsu að margir eygi von um frama sér til handa þegar búið er að opna þær leið- ir til frjálsrar aðgöngu að vinnumörk- uðum sem tengsl við Evrópu eiga að gera greiðar. Orð Ólafs Lárussonar 1944 Ekki þarf að fara um það mörgum orðum að sú von sem ungt fólk gerir sér um meira atvinnufrelsi og af- komumöguleika i slíku ríkjabanda- lagi en í sjálfstæðu þjóðfélagi er hin fullkomna andstæða lýðveldishug- sjónarinnar, sem þjóðhátíðardagur- inn er tákngervingur fyrir. Að rækta með sér slíkar vonir felur í sér algert fráhvarf frá markmiði sjálfstæðisbar- áttunnar, sem var háð í þeirri vissu að sjálfstætt ríki væri grundvöllur efna- hagslegra og menningarlegra fram- fara og tryggði best afkomumögu- leika hvers einstaklings, gerði m.a. hverjum manni auðveldara að fá að njóta framtaks síns og hæfileika og skapa sér þá hamingju sem menn eru bornir til. Þessari trú íslenskra þjóðfrelsis- manna, sem unnu að því að þjóðin öðlaðist stjórnfrelsi stig af stigi og að stofhað var lýðveldi í landinu fyrir 45 árum, er vel lýst í orðum Ólafs Lá- russonar lagaprófessors í grein sem hann ritaði í Tímann 17. júní 1944, þegar hann segir: „Æðsta takmark hverrar þjóðar er að vera sjálfstæð, ráða sjálf öllum sínum málum. Bestum þroska nær hún bæði í andlegum og efnalegum málum, ef hún fær að ráða sér sjálf." Síðan vís- ar prófessorinn, sem var fjölmennt- aður húmanisti og gjörþekkti þjóðfé- lög og sögulega þróun stjórnmála og efhahagsmála innanlands og utan, til þeirra framfara sem orðið höfðu á ís- landi eftir að þjóðin fór að ráða mestu um sín mál með innléndri ráðherra- og þingræðisstjórn og stofhun sjálf- stæðs konungsríkis 1918. Honum farast svo orð um það tímabil: „Reynsla sjálfra vor sannar það best, að oss hefur vegnað þeim mun betur sem vér höfum haft fleiri ráð yfir málum vorum. Allir vita að fámenn- um þjóðum hefur veist örðugra að varðveita sjálfstæði sitt en stórþjóð- unum. (I framtíðinni byggist von vor um sjálfstæði) á traustinu til þess að heimurinn meti ekki tilverurétt þjóð- anna eftir hernaðarmætti þeirra ein- um, heldur menningarþroska þeirra hið ytra og innra. Þann tilverurétt teljum vér oss eiga nú og hlutverk vort í framtíðinni varðar öllu öðru fremur að varðveita þann rétt, efla hann og auka. Það er sjálfstæðisbar- átta framtíðarinnar. Sú barátta mun standa hvíldarlaust alla tíð meðan til er íslenskt þjóðerni." Ólafur Lárusson er ekki feiminn við að gangast við trú sinni á mikilvægi þjóðrækni og þjóðerniskenndar í því sem varðar heillavænlega tilveru smáþjóðanna. Ekki gerði hann það af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.