Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 7
OOUaugardagur vl 6.vjúní< 1990 Tíminn 7 LAUGARDAGURINN 16. JUNI 1990 Þingvallavatn. því að hann væri haldinn ncinum þjóðrembingi, því að slíkur rcmbing- ur var honum jafnfjarri sem hann var manna lítillátastur og hatursmaður hvcrs kyns ofdrambs og ofurveldis. Hann kunni full skil á þcim mismun sem cr á því að smáþjóð haldi fram þjóðrcttindum sinum og vcrndi þjóð- menningu sína og hinu að þjóðcrnis- hyggja sé virkjuð scm ofbcldis- og árásarstcfna. Vera má að málflutn- ingur Ólafs Lárussonar eigi ckki grciðan aðgang að tæknikrötum sam- tímans, sem gera sér það m.a. að lcik að upphcfja alþjóðahyggju auðhring- anna á kostnað heilbrigðrar þjóð- rækni. Heilbrlgð þjóðræknistcfna felst m.a. í því að vara við afsali þjóðlegra valda til yfirþjóölcgra valdastofnana og alríkisstjórna í voldugum rikjabandalögum. Hins vcgar cr fyllilcga tímabært að rifja upp orð Olafs Lárussonar á sjálfan þjóðhátíðardaginn vcgna þess að þau brcgða birtu á málcfnið scm dagurinn hclgast af. Auk þcss cru margir enn svo langminnugir og geymnir á söguskoðun þjóðfrelsis- manna eins og Olafs Lárussonar, að orð hans finna hljómgrunn, þótt ekki sé meira gert en tæpa á þeim í blaða- grein i tilefni þjóðhátíðardagsins. Og það mætti kallast hin þriðja ástæða þess að vísað er til orða látins lagaprófessors og sagnfræðings, að margir sakna þess að lifandi og starf- andi kollegar hans við Háskóla ís- lands nú um stundir eru lítt til leið- sagnar stjórnmálamönnum og al- menningi um þróun stjórnskipulags eða hversu horfi um framtíð sjálf- stæðis og fullvcldis þjóðarinnar á komandi árum, ef sú stefna verður ofan á — fyrr eða síðar — að ganga í Evrópubandalagið cins og stærsti stjórnmálaflokkur landsins stcfnir að. Eru Islendingar Evrópuþjóð? Tíminn hcfur fyrir sitt lcyti ítrekað reynt að vckja athygli á þcirri stað- rcynd að umræður um Evrópumál snúast nær cingöngu um cfnahags- og fjármál. Lögfræðileg álitaefni verða út undan. Útgangspunktur allr- ar umræðu er rekstrarheimspeki al- þjóðlegra auðhringa sem lúta sínum eigin lögum og hafa sinn ákveðna til- gang, sem er sá að koma á eins konar alheimsstjórn hins alþjóðlega fjár- málavalds, þótt að sinni sé látið nægja að stjórnskipulegum yfirráð- um yfir tilteknum Evrópulöndum þar scm Þýskaland er þungamiðjan og leiðandi afl í sameíningarhugsjón Evrópuveldanna og innlimunarpólit- ík þeirra gagnvart smárikjum. Nú má kannski gefa sér þaðað meg- inlandsþjóðirnar, stórar og smáar, verði að dansa með í þessum leik. Því veldur nálægðin og allur sá pólitíski og efnahagslcgi samgróningur sem er milli smáþjóða og stórþjóða á megin- landi Evrópu. En er hægt að bera stöðu íslands saman við stöðu evr- ópskra smáríkja? Þegar að cr gætt er ólíku saman að jafna. ísland hefur svo mikla efnahagslega, landfræði- Icga, sögulega ög menníngarlcga scr- stöðu meðal Evrópuþjóða, að Islcnd- ingar eiga enga stórpólitíska eða efhahagslega samleið með megin- landsþjóðunum. íslendingar eru reyndar á mörkum þess að vera Evr- ópuþjóð í þeim skilningi sem megin- landsþjóðir leggja í það orð. Land- fræðilega og sögulega eru Islending- ar eins konar auka- og áheyrnaraðilar að Evrópu. Þetta hefur aldrei verið ljósara en í sjálfum nútímanum, þeg- ar einangrun Islands hefur verið rofin og í Ijós kemur að landið er í þjóð- braut heimssamgangna og á kross- götum þar sem leiðir liggja í allar átt- ir. Frá íslandi gefur allt aðra sýn til hcimsins í víðáttu þess lifsrýmis sem þjóðin býr við en gcrist í aðþrengsl- um meginlandsins. Það cr ein kórvillan i Evrópuum- ræðunni að halda því fram að ein- angrunarhætta vofi yfir íslcndingum ef þeir renni ckki saman við mcgin- landsþjóðirnar í einhverju ríkja- bandalagi. Þetta cr citt dæmið cnn um það frá hvaða sjónarhóli íslcnsku tæknikratarnir horfa, að þcir cru ckki staddir á íslandi þcgar þeir cru að skyggnast um í heiminum, þeir eru ýmist með hugann í miðstöð Evrópu- bandalagsins í Briissel og gá þaðan til veðurs, ellegar í einhverju hálf- sjálfstæðu furstadæmi sem auðhring- arnir og stórbankarnir eru löngu bún- ir að leggja undir sig, svo að hvergi sjást skil milli innlendra og erlendra yfirráða og þjóðleg menning á í vök að verjast. Þessari heimssýn hins evr- ópska þröngbýlis eru íslensku tækni- kratarnir að þröngva upp á íslenska eyjarskeggja með dyggilegri aðstoð áhrifamestu fjölmiðla landsins, eink- um Ríkisútvarpsins. r Aróður um markaðsmál Árangur kynningarstarfs um „Evr- ópumál" er með þeim hætti að þorri íslenskra kjósenda veit lítið sem ekk- ert um einföldustu staðreyndir þeirra, leggur ekkert slíkt á minnið. Hins vegar síast inn í fólk þau áróðursat- riði, sem „sérfræðingarnir" tönglast sífellt á, svo sem það að Islendingar megi ekki „einangrast" frá Evrópu og veröa viðskila við þróun rikjabanda- laganna þar, því að slíkt muni hafa al- varleg áhrif á íslensk efnahagsmál og þjóðarbúskap, ef ekki sjálfa þjóð- menninguna. Það sem er rétt í þessu er að íslendingar eiga mikið undir evrópskum markaði hvað varðar út- flutningsvörur sínar. Sá markaður hefur orðið til af þeirri einfóldu ástæðu að Evrópuþjóðir sækjast eftir íslenskum fiski og fiskafurðum og sú eftirspurn mun halda áfram, hvað sem líður ríkjabandalögum og efna- hagssvæðum. Vissulega er það mikils virði að fá afnumda þá tolla sem enn eru á fiski frá íslandi. En það er langsótt að þjóðin verði að skerða fullveldi sitt með inngöngu í ríkjabandalög til þess að ná slíku fram, enda er það sannast mála að bætt markaðsaðstaða fyrir fisk er ekki höfuðtilgangur þess að íslendingar fari að tengjast megin- landsþjóðum Evrópu pólitiskt og efhahagslega. Það eru ekki hagsmun- ir íslensks sjávarútvegs sem reka á eftir í því efhi. Islenskur sjávarútveg- ur er ekki í neinum vandræðum með að selja afurðir sínar, hvort sem er til Evrópu eða annarra markaðssvæða. Það getur heldur ekki verið tilgang- urinn að gera innflutning vöru frá Evrópu frjálsan því að hann er það nú þegar svo fullnægjandi má teljast. Evrópskar vörur flæða inn í landið. Heildsalar þurfa ekki að kvarta. Að græða á fátæktinni Hver er þá hvötin sem knýr á um að íslendingar tengist meginlandsrikj- unum stjórnmálalega og efnahags- lega ef það er ekki til að selja fisk? Svarið við þeirri spumingu er eink- um það að íslenskir fjánnagnscig- endur, tiltölulega fámennur hópur auðmanna, vilja fá ótakmarkað frelsi til að flytja auð sinn úr landi og ávaxta hann þar sem arðsvonin cr mest. Iðnrekendur, sem þrátt fyrir allt eru margir stórauðugir, ganga þarna fram fyrir skjöldu, því að þcir gcra scr vonir um að geta fjárfest i vcrk- smiðjum í láglaunalöndum Evrópu- bandalagsins. Þeirra hugsun nærekki lengra en að græða á fátæktinni i Evr- ópu. Hins vegar mætti gera þá kröfu til stjórnmálamanna og forystumanna stétta- og hagsmunasamtuka að hugsa þcssa stcfnu fjámiagnscigcnd- anna til enda. Hún cr ckki alvcg cins saklaus og áhrifalaus og hún litur út fyrir að vera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.