Tíminn - 16.06.1990, Síða 8

Tíminn - 16.06.1990, Síða 8
8 •Tíminn Láugardagur.16. júní 1990 AÐ UTAN in a>gengust?faraSi^9ar relðhJÓ1 voru «*■ Hugmyndaflug tískukónganna «■■8 fékk að njóta sin fí , íhöttunum (1944). Mistinguettsótti tískusýningar eftir sem áöur (1943). í Frakklandi, eins og annars staðar, fer nú frarn heilmikil endur- skoðun á því sem gerðist þar í landi meðan á hemámi Þjóðvetja stóð. Frakkar hafa borið sig borginmannlega og talið sér trú um að þeir hafi sýnt landi sínu og þjóð mikla trúmennsku og ekki látið glepjast af yfirráðum og yftrburðum Þjóðvetja á sinum tíma. En við nánari athugun kemur í ljós að tiltölulega fáir Frakkar veittu hemámsliðinu viðnám og býsna margir gerðu sér far um að vin- gast við og hafa samvinnu við sigurvegarann. Um þessar mundir birtist í Der Spiegei greinaflokkur eftir franska sagnfræðinginn Henri Amouroux, sem hefur viðað að sér miklum heimildum um þessi ár og hvatt landa sína til að senda sér dagbækur, bréf og frásagnir sem þeim liggur á hjarta frá þessum tíma. Honum hefur orðið svo mikið ágengt í heimildaöfluninni að bindi ritverksins em orðin átta i tveggja milljóna upplagi og áætl- ar höfundurinn að þau verði orðin 10 áður en lýkur. Meðal þess efnis sem fýlgir greinaflokknum í Der Spiegel er frá- sögn af afstöðu hátískuheimsins í Paris á hemámsárunum og lát- um við hana fylgja. Voru „svörtu árin“ í tískuheiminum svo ýkja svört? Síðari heimsstyijöld og hemámsár Þjóðveija eru enn alltaf köll- uð „svörtu árin“ í annálum franska tískuheimsins. En þessi skil- greining er, eins og svo margt annað frá þessum árum, hrein þjóð- saga. í nýútkominni bók eftir frönsku konuna og þjóðfélagsffæð- inginn Dominique Veillon, „La mode sous l’Occupation“, kemur skýrt fram að stóm tískukóngamir komust mjög vel frá þessum ámm. A fyrstu mánuðum stríðsins, áður en Þjóðverjar lögðu undir sig Paris, áttu fulltrúar glæsibragsins sín stefhumót í kjallara Hótel Ritz. Þangað flúðu þeir fögm og þeir auðugu þegar aðvömnar- flautur boðuðu komu óvinaflugvéla. Þar héngu rándýrir loðfeldir á veggjum, svefnpokamir komu frá hinum dýrselda söðlasmið Hermés. Innan um öll herlegheitin spássémðu hefðardömumar í nýjasta fatnaðinum sínum, s.s. hinum eftirsótta þriskipta búningi frá Elsu Schiaparelli — síðbuxum, blússu og blágrænum regn- frakka, sem var fóðraður fjólubláu flóneli. Innan um mátti líka sjá Rauða kross búning með glæsilegri slá, saumaðan eftir máli fyrir tískumeðvitaða aðstoðarstúlku hjá Jeanne Lanvin. Og margar gasgrimanna, sem skylda var að hafa hjá sér, vom fóðraðar með silkisatíni. Franska hátískan lifði góðu lífi á hernámsárunum Um þessar mundir er mikið um upprifjun á þvi sem gerðist á stríðsárunum síðari og nœgirþar að minna á íslensku sjónvarpsþcettina sem sýndir hafa verið að undanfömu. Þó að um fimm áratugir séu liðnir síðan þessi ósköp áttu sér stað er greinilegt að margir eiga enn um sárt að binda og verða aldrei samir menn aftur. Sennilega eiga þeir erfiðast með að sœtta sig við afeiðingar þessara ára sem sakaðir voru, réttilega eða ranglega, um einhvers konar samvinnu við erkifandann, þýsku nasistana. Fórnarlömb þeirra aftur á móti komu út úr stríðshörmungunum meðpálmann í höndunum. Skylda tískukónganna að standa vörð um stöðu Parísar í tískuheiminum Strax í stríðsbyijun bundust hátískukóngar Parísar samtökum sem kynntu af óþreytandi áhuga hagsmunamál sín. Þeirra eina baráttumál var að halda áfram að sauma dýra klæðnaði og sjá til þess að ekki einu einustu mínútu félli í gleymsku orðstír lúxusat- vinnugreinarinnar þeirra. Hátíska Parísar stóð nefnilega á hátindi 1939. Þá apaði allur heimur aðeins eina tískufyrirmynd, stílinn frá París. Nú urðu tískukóngamir að horfast í augu við þá hættu að í stríðsringulreiðinni yrðu þeir að láta í minni pokann fyrir ýmsum ffávikum mismunandi þjóða. Reyndar þjáðust sumir tískukóng- amir þegar af þeirri tilhugsun, að Bandaríkjamenn kynnu að skapa sér eigin tísku, án þess að þar gætti Parísaráhrifa. Lucien Lelong tískukóngur brýndi sitt fólk og sagði að hvað sem það kostaði yrði það að veija ffanska hátísku með kjafti og klóm. Sá munaður sem í henni fælist væri ekki aðeins þjóðinni mikilvæg atvinnugrein heldur þjóðleg skylda að viðhalda stöðu Parísar í tiskuheiminum. Með þvílíkri hvatningu gerðist Lelong forystu- maður í sveit frægra starfssystkina s.s. Jeanne Lanvin, Maggy Rouff, Elsa Schiapareili og Marcel Rochas, en enn þann dag í dag fá nöfn þeirra fortíðardýrkendur til að þurrka hrifhingartárin úr augunum. Aðeins Coco Chanel hafði flutt sig suður á bóginn þeg- ar Þjóðveijar nálguðust Paris. Þannig efhdu hátískukóngamir til sýningar á nýju hausttískunni eins og venjulega í gylltum sölum sínum rétt eftir að striðið braust út í september 1939. Það vom bara hershöfðingjaffúmar á gull- stólunum í ffemstu röð sem vora vottur þess að handan spegla- veggjanna væri stríðsundirbúningur í fullum gangi. Þær pijónuðu úr dauflituðu ullargami hermannahúfur á meðan sýningarstúlk- umar snerust fyrir ffaman þær í fatnaði sem gefin vora nöfh eins og „Leyfi" og „Leyniþjónusta" og litimir vora kallaðir t.d. „Magi- not blátt“ og „flugvélagrátt". Og ekki vantaði vióskiptavinina í þrengingum stríðsáranna Varla hafði fyrr verið skrifað undir vopnahlé eftir ósigur Frakka 1940 en viðskiptavinimir snera aftur til Parísar eftir að hafa sleg- ist í för með öðrum flóttamönnum frá borginni á sínum tíma í lím- ósínunum sínum undir stjóm einkennisklæddra bílstjóra. Konum- ar mátuðu nú kjólana hjá Ninu Ricci, sem þær höfðu pantað áður en þær lögðu á flóttann. Ninu Ricci fannst þetta mjög hughreyst- andi. Og ekki vantaði dömumar tækifæri til að sýna nýju kjólana sína. Bókarhöfundur segir áfallið við ósigurinn ekki hafa orðið rika fólkinu til trafala til lengdar. Tryggustu viðskiptavinir hátískuhúsanna komu úr röðum grei- fynjanna, prinsessanna og barónessanna. En leikkonur eins og Ar- letty og Mistinguett létu ekki heldur sitt eftir liggja. Kvikmynda- stjaman Danielle Darrieux lét eitt sinn taka af sér mál fyrir 10 kjóla í einu. Síðar bættust í viðskiptavinahópinn vinkonur auð- ugra stríðsgróðamanna — Frakka sem áttu í ábatasömum við- skiptum við þýska hemámsliðið. Viðeigandi umgerð um klæðin fögra var t.d. tískuveitingahúsið Maxim’s á rae Royal, veðreiðavellir, veitingahúsið Fouquet’s á Champs Elysées, Grand Hótel í Cannes og Hotel du Parc í Vichy, þar sem vora sérlega áberandi gimsteinar og dýrir loðfeldir, að sögn bókarhöfundar. En á samkvæmalista hátískukvennanna var lika að finna móttök- ur, bókmenntakvöld og viðhafharveislur. Á einni slíkri, til styrkt- ar vetrardagskránni í Parisaróperunni, var tekið til þess hvað síði fjólublái flauelskjóllinn söngkonunnar Lucienne Boyer vakti mikla athygli. Dömurnar fylltu „þjóðræknis- skylduna“ í hátískufötunum Dýra kjólamir fengu nefnilega ekki bara að njóta sín svolítið skömmustulega í laumi, heldur í skærri birtu ljóskastara. í dag- blöðunum birtust ekki aðeins myndir af fyrirsætum að sýna sköp- unarverk meistaranna, heldur líka af flnum frúm á frumsýningum klæddar sýnishomum hátískunnar. Dömumar vora hvattar til að „fylla þjóðræknisskyldu sína“ og halda áfram að vera glæsilega klæddar. Þekktur dálkahöfundur skoraði á Iesendur að „snúa bak- inu við hófsemistískunni". Auðvitað reyndu hátískukóngamir að laga list sina að þörfum erfiðari lífsskilyrða. Þeir hönnuðu hagnýtar gráar draktir, víða ffakka með hettum og ekki síst ffæga litla svarta kjólinn. Buxna- pils nutu mikilla vinsælda eftir að reiðhjól urðu hin almennu far- artæki. Hugmyndaauðgi tískuhönnuðanna fékk að leika lausum hala þegar hattar voru annars vegar og Parísardömumar tóku opn- um örmum vöra sem var óskömmtuð. Hattamir vora yfírfullir af blómvöndum, grænmetisbeðum, slaufum og andafjöðram. Minnstu hattamir vora sniðugastir og sagði einn aðdáenda þeirra að þeir gætu jafhvel líkst hreiðri kólibrifugla. Höfundur títtnefhdrar bókar, Dominique Veillon, hefur á undan- fömum áram rannsakað öll þau skjöl sem varða hátískuheiminn á þessum áram en henni tókst ekki að finna minnstu merki um and- spymu í tískuandrúmslofti Parisar. Þvert á móti. Hún segir að að- lögunarhæfhi tískukónganna hafi í sumum tilfellum jaðrað við samvinnu við óvininn. Þá á hún fyrst og ffemst við Jacques Fath sem var viðstaddur allar ffansk-þýskar hátíðir ásamt Genevieve konu sinni en varð engu að síður mesta tískustjama Frakklands, ásamt Dior, eftir stríðið. Eftir frelsun Frakklands var þessum full- trúum ríkidæmis hlíft við öllum refsiaðgerðum eins og áður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.