Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn Laugardagur 16. júní 1990 Laug,ardagur,1.6.,júní 19^0' J/iTiinp 23 Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknastöðvar ríkisins í skógrækt á Mógilsá, ræð- ir um deiluna á Mógilsá, um skógrækt á íslandi, og hvernig standa á að vísindalegum rannsóknum: Fagleg vinnubrögð sjald- séð í skógrækt á íslandi Fjölmiðlar fóru fyrst að heyra af þessari deilu þegar landbúnaðarráðherra boðaði breytingu á reglugerð. Hvað stendur í reglu- gerðinni? , ,Með reglugerðarbreytingunni tók landbúnað- arráðherra allan rekstur stöðvarinnar og færði hann til skógræktarstjóra. Gert var ráð fyrir að stjóm stofnunarinnar yrði lögð niður og skipað yrði fagráð með skógræktarstjóra innanborðs. Starfi forstöðumanns var breytt í rannsókna- stjóra, sem vera skyldi faglegur verkstjóri. Gengið var þannig frá hnútunum að skógrækt- arstjóri væri einráður yfir allri starfsemi. Með þessu var tekið fyrir áhrif starfsmanna á rekst- urinn og verkefnaval. Einnig var fyrirhugað að setja ítarlegar reglur um ýmis atriði, þar á með- al hverjir mættu tala á fundum. Einnig var skógræktarstjóra falið vald til að ákveða hvar, hvenær og hvemig við birtum niðurstöður rannsókna okkar.“ Tók við Rannsókna- stöðinni í rústum Rannsóknastöðin á Mógilsá var vígð árið 1967, en hún var reist fyrir fé sem Olafúr Nor- egskonungur gaf íslensku þjóðinni þegar hann kom hingað í opinbera heimsókn árið 1961. Allt ffá stofhun stöðvarinnar var ágreiningur um stöðu hennar í stjómkerfinu. Ákveðið var að hafa hana og Skógrækt ríkisins undir einum hatti. Sjónarmiðið var að dreifa ekki takmörk- uðu fjármagni til skógræktar á marga staði. Til að tryggja sjálfstæði Rannsóknastöðvarinnar gagnvart skógræktarstjóra og Skógrækt ríkis- ins, skipaði ráðherra henni sérstaka stjóm og setti um hana reglugerð. Rekstrarfé stöðvarinn- ar var þá ákveðið af Alþingi í fjárlögum hvers árs.“ Hvenær komst þú að Rannsóknastöðinni? „Ég var ráðin að stöðinni haustið 1981. Þá var hún steindauður staður. Fyrstu mánuðina var ég aleinn á staðnum, þótt fleiri væm á launaskrá. Stjóm hennar hafði ekki komið saman um ára- bil og öll umsjón með rekstri og verkefnum var í höndum skógræktarstjóra. Stöðin var tækja- laus, bókasafhið hrein hörmung og viðhald húsa til skammar. Síðar var ákveðið að reyna að rífa upp Rannsóknastöðina. Rannsóknaverk- efhi vom endurskipulögð, áætlanir gerðar til lengri tíma, og kröfur settar um vísindaleg vinnubrögð. Einnig var ákveðið að efla útgáfú- starfsemi, sem var engin, og laða hæfl fólk að stöðinni. Þetta var allt að frumkvæði starfs- manna sjálfra. Nýr kraftur færðist í starfsemina á Mógilsá. Menn ráku sig hins vegar fljótt á að það gekk ekki að yfirstjóm Rannsóknastöðvarinnar væri utan stöðvarinnar sjálffar. Ákveðið var að taka á þvi máli. Stöðinni var skipuð ný stjóm í sam- ræmi við gildandi reglugerð, og forstöðumaður stýrði rekstri eftir starfs- og fjárhagsáætlun sem stjómin samþykkti í upphafi árs. Síðan var skrefið stigið til fúlls og Rannsóknastöðin skil- in frá Skógræktinni á fjárlögum til að tryggt væri að hún fengi það fjármagn sem til hennar átti að renna. Þetta form gafst mjög vel og stöð- in byggðist mjög hratt upp.“ Margir öfundarmenn Ríkti þá ekki almenn ánægja með starfsem- ina á Mógilsá? )rÁ þessum tíma eignaðist stöðin marga öfund- armenn, bæði innan og utan Skógræktar ríkis- ins. I máli ráðherra og annarra er tönnlast á þremur atriðum til að skýra aðförina að mér. I fyrsta lagi er bent á að ég hafi áður sagt upp störfúm en án þess að tilgreina ástæðuna, sem þeir þekkja. Ég sagði upp í september 1989 vegna þess að skógræktarstjóri stöðvaði yfir- vinnugreiðslur fyrir unnin verk, og naut þar að- stoðar ráðuneytisstjóra. Rökin fyrir þessu voru þau að Skógrækt ríkisins var í meðferð hjá ráðuneytinu vegna óreiðu í fjármálum, og var sagt að skera niður. Þótt Rannsóknastöðin ætti Á undanfömum vikum hafa fjölmiðlar flutt fréttir af deilu starfsmanna á Rannsóknarstöð ríkisins í skógrækt á Mógilsá og landbúnaðarráðuneytisins. Mörgum hefur gengið illa að skilja um hvað þessi deila snýst. Jón Gunnar Ottósson var til skamms tíma forstöðumaður á Mógilsá, en 8. júní síðastliðinn skipaði Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- ráðherra honum að hætta störfum. Áður höfðu Jón Gunnar og aðrír starfsmenn á Mógilsá sagt upp störfum. þama engan hlut og væri með aðskilin fjárhag var þetta látið bitna á henni, og með þeim hætti að verkefhi voru eyðilögð. Ég sætti mig ekki við að hafa sett menn í verkefni, skrifað undir vinnuseðla þeirra, og sitja síðan uppi með það að starfsmenn fengju ekki lögbundin laun. Það var verið að gera mig að ómerkingi, og ég sagði upp. Síðan dró ég þessa uppsögn til baka þegar ráðherra lofaði að fara ofan í þetta mál. Það var gert og launin greidd þrem mánuðum síðar. í öðra lagi tala þeir um trúnaðarbrest á milli mín og skógræktarstjóra og ráðuneytisstjóra. Það er rétt, en ástæðan er einfaldlega sú að ég neitaði að taka þátt í sjúklegri baráttu þessara manna gegn umhverfisráðuneyti. Einnig var mér legið á hálsi fyrir að vera öfúgu megin við borðið í launamálum starfsmanna. I þriðja lagi er þessi fúllyrðing að reglugerðar- breyting ráðherra feli ekki annað í sér en stað- festingu á óbreyttu skipulagi. Þetta gengur svo langt að stjóm stöðvarinnar staðfesti þetta með yfirlýsingu í fjölmiðlum. Sama stjóm og er lögð niður í reglugerðinni. Ég skil einfaldlega ekki þetta fólk, nema horfa til annarra þátta. Þessari deilu hafa tengst fleiri aðilar eins og t.d. ákveðnir menn í Búnaðarfélagi Islands og Rannsóknastofhun landbúnaðarins. Eins og flestum er kunnugt hefúr verið mikill ágreiningur uppi um orsakir gróðureyðingar á íslandi. Hið eina sem menn hafa verið sammála um er að það skorti rannsóknir. Rannsóknarað- ilinn var atvinnudeild Háskólans og síðar land- nýtingadeild RALA. Þessar deildir hafa mjög lítið sinnt rannsóknum síðastliðin 30 ár. Gerðar hafa verið rannsóknir á beitarþoli og ástandi gróðurs í einstökum landshlutum. Ég tel að þetta ástand, þessi skortur á nýtanlegum gögn- um til ákvarðanatöku, sé engin tilviljun því að það viðheldur þessum ágreiningi. Með auknum umsvifúm á Mógilsá varð deildin á RALA fljótlega mun minni en Rannsóknastöðin. Þetta hefúr valdið öfúnd ákveðinna manna, og aðrir hafa séð sjálfúm sér hag í að drepa stöðina. Þetta ættu menn að hafa í huga þegar reynt er að skilja atburði síðustu mánaða." Skógrækt ríkisins meturekki árangur af framkvæmdum Af hverju gengur svona illa að klæða land- ið trjám? „Flöskuhálsinn í skógrækt á Islandi hefúr ver- ið plöntuskortur og hátt verð á plöntum. Við höfúm reynt að leysa þessi vandamál, m.a. með því að reyna að finna leiðir til að færa plöntu- ffamleiðsluna í hendur fleiri aðila og þá horfúm við fyrst og ffemst til bænda. Jafhffamt leituð- um við leiða til að ffamleiða plöntur á ódýrari hátt. Hið svokallaða Asparverkefni er hluti af því. Á þessu ári era nokkrir bændur að ffam- leiða í rannsóknarverkefni fyrir okkur rúmlega milljón plöntur. Þetta eitt sýnir umfang Rann- sóknastöðvarinnar. Skógræktin hefúr yfirleitt ekki gróðursett nema nokkur hundrað þúsund plöntur á ári. Við höfúm lagt áherslu á að ár- angur af ffamkvæmdum verði metinn, og vandamál skilgreind í ffamhaldi af því. Árang- ur af einstökum ffamkvæmdum er yfirleitt ekki metinn þegar Skógrækt ríkisins, eða Land- græóJ.an, á í hlut. Menn dreifa áburði og gróð- ursetja tré fyrir milljónir, en þeir skoða ekki hver er árangurinn í ljósi þeirra markmiða sem verkefhinu voru sett. Á áranum 1948-1961 var aðallega plantað skógarfúra á íslandi. í dag era til örfá stykki af þessari plöntu. Ég reiknaði út að á núvirði hefði farið í þetta verkefhi um 200 milljónir krónur. Svona er haldið áffam. Menn læra aldrei af reynslunni og geta það ekki, ef ekki er fylgst á skipulegan hátt með árangri. Að mínu áliti er ein af ástæðunum fyrir þessu skipulagi skógræktarmálanna, þ.e. þetta ein- valdskerfi. I dag er það þannig að það er sama stofnunin, Skógrækt ríkisins, sem metur þörfina á ffam- kvæmdum, skipuleggur ffamkvæmdir, ffam- kvæmir allt verkið og hefúr síðan eftirlit með árangrinum. Skógræktin er byggð þannig upp að það er einn einstaklingur sem heför þetta allt í hendi sér. Að mínu áliti á ríkið að hafa faglegt hlutverk, þ.e. að það meti ástand og skipuleggi ffamkvæmdir. Bændur, félagasamtök, sveitar- félög og einstaklingar sjái um ffamkvæmdir og ríkið sjái síðan um eftirlit. Þetta myndi skila betri árangri.“ Deilan tengist ekki átökum í Alþýðubandalaginu Deilan virðist öðrum þræði snúast um þina persónu. Telur þú að iandbúnaðarráðherra hafi talið að málið myndi leysast með þvi að reka þig? ,Á Mógilsá vinnur hópur af mjög hæfú fólki sem hefúr lagt mjög mikið í starf sitt í þeim til- gangi að byggja upp Rannsóknastöðina. Ég hef verið talsmaður þessa hóps og komið ffam við ýmis tækifæri til að ræða um skógrækt. Ráðherra virðast ekki skilja að afstaða starfs- marrna er ekki nema að litlu leyti stuðningur við mig persónulega. Starfsmenn treysta sér ein- faldlega ekki að vinna í því starfsumhverfi sem hann boðar. Ef að rannsóknastarfsemi á að skila árangri verða menn að hafa ffelsi til að skil- greina vandamál og ffelsi til að birta niðurstöð- ur hvort sem þær koma einhvetjum aðilum vel eða illa.“ Nú vekur það athygli að þær persónur sem deila í þessu máU eru Alþýðubandalags- menn, þar á ég við þig, landbúnaðarráð- herra og skógræktarstjóra. Tengist þessi deila átökunum í Alþýðubandalaginu? ,Trá mínum bæjardyrum séð tengist þessi deila ekki flokknum. Það era hins vegar ákveð- in pólitísk tengsl fyrir hendi í þessu máli. Ég er í miðstjóm Alþýðubandalagsins, konan mín er þingmaður og formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins. Við höfum bæði reynt að halda okkur fyrir utan togstreituna milli armanna í flokknum. Þessi pólitísku tengsl era mjög skrýtin í ljósi þessarar aðfarar að mér. Hvers vegna talaði Steingrímur ekki við annað hvort okkar áður en hann óð út í þessa vitleysu. Núna segist hann hafa fordæmi fyrir þessum vinnubrögðum og vísar til Flugleiða. Merkilegt að Alþýðubanda- lagsráðherra skuli leita að fyrirmyndum í einka- geiranum og vanvirða lög um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna. Vegna þessara tengsla hef ég lent í miklum kjaftagangi sem gengur út á það að ég hljóti að hafa brotið eitthvað stórkostlegt af mér sem er verið að hylma yfir pólitiskt. Sú saga gengur t.d. að ég hljóti að hafa stolið nokkrum milljón- um. Það er kannski ekkert óeðlilegt að svona sögur fari af stað þvi að fólk á erfitt skilja af hvetju ég var rekinn með þessum hætti. Ráðherra viðurkennir, og allir aðrir sem um þetta mál hafa rætt, að stöðin hefúr gengið mjög vel bæði faglega og rekstrarlega. Þetta mat kemur m.a. ffam í skýrslu sem ráðherra lét gera um stöðina. Þar kemur m.a. ffam að óreiða sé á stjóm Skógræktar ríkisins, en Rannsóknastöðin standi þar upp úr.“ Hefur þú þá ekki notið þess í starfinu að vera flokksbróðir landbúnaðarráðherra? ,Nei, það hef ég ekki gert. í ráðherratíð Jóns Helgasonar var Rannsóknastöðin notuð og byggð upp með jákvæðum hætti. Steingrímur J. hefúr ekki virt stöðina viðlits allt frá því hann settist í landbúnaðarráðuneytið. Afstaða hans lýsir sér best í þessari lokaniðurstöðu. Hann hefar viljað byggja skógræktina í kringum rík- isfyrirtæki. Hann t.d. stillir bændum austur á Héraði upp við vegg og segir: „Annaðhvort hættið þið sauðfjárrækt og hefjið skógrækt eða þið getið átt ykkur." Þetta er leið sem gengur aldrei upp eins og þegar hefúr komið í ljós. Landbúnaðarráðherra vill byggja upp skógrækt í kringum ríkið Landbúnaðarráðherra vill setja á fót rikisfyrir- tæki við hliðina á Skógrækt ríkisins austur á Héraði. Ríkið á síðan að framleiða plöntumar, skipuleggja, verðleggja og taka út árangur af sínu eigin starfi. Bændur verða síðan ráðnir sem ASI-verkamenn. Ég hef ítrekað bent á að skóg- rækt geti ekki komið í staðinn fyrir annan bú- skap eins og t.d. sauðfjárrækt. Skógrækt er val- kostur til styrktar annarri starfsemi á bújörðum. Möguleikar skógræktar felast í því að nýta land sem ekki er til annarra nota, og skapa tíma- bundna vinnu og tekjur.“ Hefur ekki orðið beint fjárhagslegt tjón á Mógilsá vegna þessarar deilu? „Margar rannsóknir sem við vorum með í gangi standa í mörg ár. Þama era t.d. í gangi verkefhi sem hófast 1987 og átti að ljúka 1991. Búið er að eyða tugum milljóna í þau, en ég sé ffam á að þau muni eyðileggjast. Víða era mjög stór verkefni eins og t.d. asparræktun á vegum bænda á Suðurlandi, en ég tel að eitt af mark- miðunum með aðförinni gegn mér sé að drepa það verkefni og það strax vegna þess að ef sum- arið heföi fengið að líða í ffiði heföi árangurinn af því komið í ljós og þá heföi verið erfiðara að ráðast gegn því. Núna era fimm bændur sem hafa mikla atvinnu af asparverkefhinu. Gerðir hafa verið samningar við þá upp á tæpar 10 milljónir króna. Fyrirhugað var að fleiri bændur færa í þetta verkefhi á þessu sumri. Þetta verk- efhi hefúr gjörbreytt möguleikum þessara manna til búskapar. Ef að menn ætla sér að ná árangri í skógrækt á íslandi verður að virkja bænduma. Þetta asparverkefhi er þróunarverkefhi þar sem reynt er að koma öllum þáttum tii bænd- anna, plöntuffamleiðslunni, gróðursetningunni, allri vinnunni og öllum tekjunum." Hver er framtíð Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá? „I rauninni er búið að ganga af Rannsókna- stöðinni dauðri. Allt bendir til að hún fari í sama ástand og hún var í 1980. Það era ákveðnir að- ilar sem era mjög ánægðir með það. Þeir era þegar famir að koma í ljós og era að seilast í þá peninga og þau verkefhi sem við voram með.“ Hvað hyggst þú sjálfur fyrir? Verður ekki erfitt fyrir þig að fá vinnu á þínu sérsviði? „Að sjálfsögðu hefúr þetta mikil áhrif á mína ffamtíð. Það verður ekki gott fyrir mig að fá vinnu eftir að hafa verið rekinn úr starfi með þessum hætti. Ég hef fengið það orð á mig að ég sé til vandræða og geti ekki stjómað vegna skapgerðargalla, sem er mjög sérkennilegt í ljósi þess stuðnings sem starfsmenn á Mógilsá hafa sýnt mér, og ekki síður merkilegt að sömu aðilar hrósa rekstri og faglegum vinnubrögðum á Rannsóknastöðinni. Það er auðvitað mjög slæmt að fá ekki að starfa við sitt fag eftir að hafa menntað sig til þess i áratugi, en það kem- ur dagur eftir þennan dag.“ Egi„ ólafsson Timamynd; Aml BJama . ' ■ .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.