Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 12
,24 .Tíminn Ingibjörg Sigfúsdóttir Arskógum 11, Egilsstöðum Fædd 17. mars 1952 Dáin 10. júní 1990 Nú er tími gróðurs, skammt í sól- stöður og náttúran skartar öllu sínu besta, fegursti tími ársins framundan. Sl. sunnudagur, sjómannadagurinn, rann upp. hlýr og góður dagur hér í Hafnarfirði. og leið að kvöldi. Sím- inn hringir og mér verður ljóst að enn. nú eftir tveggja áratuga hlé, hef- ur sláttumaðurinn mikli með Ijá sín- um slegið ótímabært högg í röð nán- ustu fjölskyldu minnar. Ingibjörg Sigfúsdóttir. frænka mín og góður vinur. var látin. langt um aldur fram. Oftast er andlátsfrétt óvænt. en þó sérstaklega er um svo ungt fólk er að ræða. hvað þá jafn at- orkusama konu og hana, svo hlaðna af dugnaði og drift, sem hafði ánægju af lífinu og naut þess út i æsar að byggja upp framtíð sina og sinna. Mér er brugðið. minningamar leita á; jól á Blönduósi. lítil hnellin 8 ára stúlka sem sótti i fang frænda síns, stolt og glöð táningsstúlka sem á milli sundtíma ók bamavagni og virti fyrir sér undur höfuðborgarinnar. Vagninn geymdi dóttur mína og frænku hennar, létt spaug hennar; því væri sú litla ekki nafna hennar og svo gleði hennar þegar nafna hennar kom síðar í heiminn. Aðeins eldri minning er um heimsóknir Ástu og hennar til mín í nýbyggingu foreldra sinna á Blönduósi og gleði þeirra yfir sérher- bergjum, sem var þó örlítið blandin svo samrýndar sem þær vom alla tíð. Ingibjörg átti glaða æsku á Blöndu- ósi, hélt síðan í heimavistarskóla að Reykholti þar sem hún undi sér vel, átti margar góðar minningar þaðan eins og við svo mörg, sem þekkjum það form skólahalds. Á þeim ámm kom hún ofl á heimili mitt, vor og haust, og dvaldi þá um lengri eða skemmri tíma, okkur öllum til ánægju, ekki síst ffænkum hennar litlum. Ingibjörg var þriðja í aldursröð fjög- urra bama hjónanna Auðbjargar Ámundadóttur og Sigfúsar Þorsteins- sonar er vom búsett að Blönduósi í bemsku Ingibjargar, en fluttust síðar austur á Egilsstaði. Þá skömmu síðar kynntist ég frænku minni að nýju, en nú sem ungri konu er hugði að stofn- un heimilis, að mér þótti af kjarki og þeirri rólegu íhugun sem mér fannst einkenna allt hennar líf. Þau Guðjón Sveinsson gengu í hjónaband 29. desember 1973, en höfðu raunar hafið búskap nokkm fyrr. Gleði þeirra var mikil er Sveinn einkasonur þeirra kom í heiminn á afmælisdegi hennar 17. mars 1974 eftir mjög erfitt tímabil, veikindi hennar og langa sjúkrahúsvist er á meðgönguna leið. Þau reistu sér heimili samhliða því að koma sérupp eigin atvinnurekstri, stóðu að því svo einbeitt og samhent að unun var á að horfa. Við þennan sameiginlega rekstur þeirra hjóna var allur hennar vettvangur síðan; verksvið hennar var vítt, spannaði jafnt matseld fyrir stóran hóp manna, sem launabók- hald, ásamt öðm því sem fýlgir að standa fyrir verklegum framkvæmd- um, á stundum langt utan alfaraleiða. Ég fýlgdist með aðdáun, þann tíma er við vomm samtímis fyrir nokkmm ámm í vinnubúðum, með vinnu- brögðum hcnnar, skipulögðum og markvissum, sem og komst ekki hjá að sjá hve góð áhrif hún hafði á alla í návist sinni. Örþreyttir, skapstirðir menn fundu hvíld í viðmóti hennar, virtu hana mikils og treystu henni til alls. í frístundum síðustu ára stundaði hún nám við Menntaskólann á Egils- stöðum og lauk því um síðustu ára- mót, en var brautskráð þaöan nú 19. 'Láugardagtjr 16. júni lððO f.m., aðeins 21 degi fyrir andlát sitt. Við hittumst í síðasta sinn á útmán- uðum sl. vctrar í stuttu kafTíspjalli, bæði i önn dagsins. Þá fann ég vel gleði hennar yfir áfanganum og eins það hversu miklar væntingar hennar vom til lífsins og framtíðarinnar, þar sem nú væm kaflaskifti. Hún ræddi um skógræktarbrautina við skólann sem hún hafði lagt stund á frá ára- mótum, sér til mikillar ánægju, og þá möguleika sem námsbrautir á há- skólastigi opnuðu á stað sem Egils- stöðum, og það að hafa áhugaefnið að valgrein. Örlög sín veit enginn fyrir, — ckki forum við saman á Snæfell, eins og við göntuðumst með þessa ögur- stund. Ingibjörg var kona fríð sýnum, björt yfirlitum og bauð af sér góðan þokka, hafði Ijúfa og glaða lund cn var þó karlmenni í skapi og æðraðist ekki þótt fýrir þyngdist í starfi cða lcik. Hún bjó sér og sínum glæsilcgt heim- ili og þar var gott gcstum. Ingibjörg bar mér kært ömmunafnið sitt með mikilli prýði og var mikill vinur vina sinna. Hafi hún þökk fyrir allt. Megi hún hvíla í friði. Þorst. Þráinn Þorsteinsson. Kolbeinn Jóhannsson Fæddur 8. nóvember 1909 Dáinn 8. júní 1990 Þegar blessað vorið er sem óðast að setja út grænu grösin sín í tún og haga og laufga trén og loftið ómar af söng fugla. þá mitt í þessari dásemd allri kom fréttin um lát Kolbeins Jó- hannssonar á Hamarsholti eins og kaldur gustur til okkar sem höfðum átt hann að vin og félaga allt frá æskuárum. Röddin hans gamansöm og hlý var þögnuð og við munum ekki sjá hann. sjá hýra brosið í aug- um hans en minningamar um hann og störf hans munu lifa lengi, já mjög lengi, svo einstakur var Kolbeinn í allri sinni framkomu og öllum sínum störfum. Hann þurfti ekki að láta aðra velja sér veginn, svo sjálfstæður var hann og hugmyndaríkur. Það sýndi hann á unga aldrei þegar hann ásamt Erlendi bróður sínum virkjaði bæjarlækinn á Leiðrétting Sl. fimmtudag urðu þau leiðu mis- tök að nafn misritaðist í minningar- grein. Yfir greininni stóð Bryndís Halldóra Stefánsdóttir en átti að vera Bryndis Halldóra Steindórsdóttir. Tíminn biður þá sem hlut eiga að máli innilega afsökunar. Hamarsheiði þannig að þeir smíðuðu allt heima varðandi virkjunina annað en sjálfan rafalinn. Það var því ekki að undra þótt Kol- beinn færi út af alfaraleið jtear hann valdi sér sjálft lífsstarfið. Á þeim ár- um voru hvers konar vélar og verk- færi að bytja að koma út í sveitimar til hjálpar við búskapinn. Kolbeinn var fljótur að sjá að með tilkomu vél- anna þurfti að vera aðstaða til við- gerðar á þeim í hverri sveit. Hann réð því í það stórræði að byggja verk- stæðishús og kaupa í það hin ýmsu tæki og tól. Um þetta leyti giftist Kolbeinn eftir- lifandi konu sinni, Halldóru Stur- laugsdóttur, og áttu þau saman eina dóttur, Guðbjörgu að nafni. Ýmsum þótti í upphafi að Kolbeinn væri full- djarfur að fara út á þessa áhættusömu braut og það í dreifbýli sem gæfi máske óöruggari atvinnu. En bjart- sýni og framsýni Kolbeins héldu engin bönd og reyndin varð önnur en menn spáðu. Verkefnin hlóðust svo á Kolbein að hann þurfti stundum að fá sér aðstoðarmann til þess að geta komið öllu heilu í höfn. Og þó veit ég að hann vann flestum mönnum leng- ur og betur, enda var gott að eiga við- skipti við hann Prúður og ljúfur sem hann var í framgöngu allri og ekki síður vegna hæfileika hans til þess að leysa hvers manns vanda. Og ekki fældi það viðskiptamenn frá að kom heim til Halldóm í mat og kaffi í einn eða fleiri daga í röð. Vom þær stund- ir óviðjafnanlegar, eins og punt upp á viðskiptin. Og svo var nú þetta að Kolbeinn var svo vægur í gjaldtöku fýrir vinnu sína að manni brá í brún þegar gert var við verkfæri á öðmm verkstæðum. Að verða að liði, það var hans metnaður. Kolbeinn á Hamarsholti var mikill gæfumaður. Auk þess að skapa sér álit og virðingu almennings var fjöl- skyldulíf hans með þeim ágætum að óvíða sást betri heimilisbragur en þar á bæ. Sannast þar hið foma að að hver er sinnar gæfu smiður. Hafi svo Kolbein á Hamarsholti mikla þökk fýrir allt sem hann hefur gefið frá sér til samferðafólks síns á lífsleiðinni. Við hjónin biðjum konu hans og dótt- ur allrar blessunar. Ásólfur Pálsson Allt hefur sinn tíma er manni sagt og þá tjóar víst ekki annað en að trúa því þótt ofl geti það reynst erfitt. Við reynum meira af vilja en mætti að viðurkenna að Kolli frændi sé ckki lengur einn af okkur föstu punktum í tilvemnni. Hann var hluti af bemsku okkar og frá því að við munum fyrst eftir okkur var hann á sínum stað í landslaginu, notalegur og sjálfsagður rétt eins og Miðfell, fjallið fyrir ofan Hamarsholt. Kolli ól allan sinn aldur í Gnúp- verjahrcppi en þó má segja að hann hafi gert víðreist — hann las óhemju mikið, var samræður meistari og gat haldið uppi fjömgu spjalli á öllum nótum en dægurþras var honum fyrst og fremst krydd í tilvemna. Ekkcrt var honum jafnfjarri og að fjasa um fánýta hluti og yfirleitt leiddust sam- ræður við hann út í rökræður um óhlutbundin málefni. Ellimörk vom aldrei nein á Kolla og stórframkvæmdir vom honum að skapi alla tið. Þess er skemmst að minnast þegar hitaveitan var lögö um sveitina fyrir nokkmm ámm. Þá stóð Kolli ungu mönnunum fyllilega á sporði, lagöi sinn skerf af mörkum og ríflega það. Hann smitaði aðra með ótrúlegri vinnugleði og tröllatrú á verkefninu og gildi þess fyrir fram- tíðina. Þegar við systumar vomm litlar, fylgdumst við nákvæmlcga með ferðum Kolla niðri á verkstæði. Ef hann sást í nágrenni við bcnsínskúr- inn, hlupum við niður cftir og snigl- uðumst í kringum hann í von um að hann gæfi okkur gos. Hann sá hvað okkur lcið og þóttist ævinlcga vcrða jafnhissa þegar hann heyrði hvað við vomm þyrstar. „Lagsmaður," sagöi Kolli og hló að okkur. Þctta vom af- skaplcga mcrkilegar stundir. Allar árstiðir vom annatímar hjá Kolla. Ekki urðum viö systurnar þó varar við það, því að alltafhafði hann tíma til þess að hjálpa okkur að gera við biluð reiðhjól, stýrislausa kassa- bíla og annað sem aílaga fór. Kolli hafði áhuga á öllu sem var að gerast bæði i nágrenni og fjarlægð. Jafnvel löngu cftir að við vorum fluttar aö hciman vissi hann ná- kvæmlcga hvað við höföum fyrir stafni þótt oft liði langur tími milli þess að viö hittumst. Löng fjarvera virtist því aldrci hafa verið nema nokkrir dagar. Þótt við höfum allar búið lendi í Noregi kom ekki á óvart að Kolli var betur að sér í norskum bókmenntum en við og gat aukið við fróðleik okkar á þvi sviöi. Nýlega bcnti hann okkur á norskan rithöfund sem hann hafði mætur á en við þekkt- um aðeins af afspurn. Það tíðkast ekki að segja aö fóli á ní- ræðisaldri hafi veriö kippt burt i blóma lífsins cn það finnst okkur samt um Kolla. Þetta segjum viö vel vitandi um þá staöreynd að ekki verða allir þeirrar gæfu aðnjótandi að komast á níræðisaldurinn jafnheilsu- hraustir og lífsglaðir og Kolli. Það var reisn yfir honum Kolla og þeirri reisn glataði hann aldrei, ekki heldur í crfiðum veikindum síöustu vikna. Viö vottum Halldóru, konu hans, og Guðbjörgu, dóttur hans, innilegustu samúð okkar á þcssum erfiðu stund- um. Björg Eva, Vigdís og Magga Sigurjón Sigurðsson Grænanesi Með minningargrein um Sigurjón Sigurðsson eftir Svövu Pétursdóttur átti að fylgja kvæði, sem varð viðskila við greinina. Hér er bætt úr því. Sigrún Ólafsdóttir Éý fn/kkci þér af heilum huf’ hlýjuna gegnum úrin Alwldshfinciin almáttuf*, ávallt f’ru úir sárin Nú ertu iflaóur of’ hress, i sœlurÍKum heimi. Af alhuff heitt ég óska þess, aó Guó þig œtió gevmi Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Sigrún Ólafsdóttir, eða Rúna í Álftagerði eins og hún varávallt köll- uð, lést þann 6. júní sl. Ég kynntist Rúnu fyrst fyrir tæpum 50 árum þegar ég sem barn var send í sveit til Péturs móðurbróður míns og Rúnu, cn þau voru þá að byrja búskap í Alftagcrði og nýbúin að eignast sinn fyrsta son, en bömin uröu flciri og það urðu sumrin líka sem ég dvaldi hjá þcim í svcitinni. Árin líða og það kcmur að því að hugsa fyrir sumardvöl fyrir mínar dætur. Ég minnist sumranna hjá Rúnu og Pétri í Skagafirðinum og betra gat ég ekki kosið fyrir þær, því í Álftagerði var gott að vera og þar hafði glcðin völd. Pétur frændi var mjög góöur söng- maður og lék cinnig á harmonikku og var oft tekið lagið. Hann lést fyrir nokkrum árum. Börn þeirra Péturs og Rúnu uröu sex, fimm synir og cin dóttir. En þó heimiliö yrði stórt hafði Rúna alltaf pláss fyrir flciri og nóg var af hjarta- hlýju. Hrafnhildur dóttir mín var hjá þeim eitt sumar, en Þórunn min í fimm sumur og minnast þær þeirra hjóna mcð sama þakklæti og ánægju og ég. Meö þcssum fáu orðum vil ég þakka Rúnu og hcnnar afkomendum fyrir allt scm þau hafa gert fyrir mig og mína. Ólöf Klemensdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.