Tíminn - 16.06.1990, Síða 19

Tíminn - 16.06.1990, Síða 19
Isiah Thomas með siguríaunin í NBA- deildinni, en hann var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Glenn Hysen, fyrirliði sænska landsliðsins, er orðinn góður af meiðslunum sem hafa hrjáð hann og hann verður þvi með í leiknum gegn Skotum í dag. Hina vegar verður Mats Magnusson ekki með, þar sem meiðsl í nára tóku sig upp. Óvíst er hvort Magnusson getur leikið meira með Svíum í keppn- inni. Stefan Petterson mun taka stöðu Magnussons i framlínunni við hlið hins unga Tomas Brolin. Hinn unglingurinn í sænska liðinu, KJas Ingesson, verður áfram í byrj- unarliðinu á kostnað Glenns Strömbergs. Strömberg kom inn á sem varamaður á móti Brasiliu og stóð sig vel og mjög líklegt er að hann komi einnig inn á í leiknum í dag. Olie Nordin, þjálfari sænska liðsins, segir ástæðuna fyrir því að hann láti Ingesson frekar leika en Strömberg, sé sú að Ingesson sé mun marksæknari. Hann hefur skorað 6 mörk í sinum 12 lands- leikjum, en frammistaða hans gegn Brasilíu oUi vonbrigðum. „Eg vildi að hann hætti að tala og færi aftur að leika knattspyrnu,“ sagði Sebastiano Lazaroni, þjálfari BrasiUu, í gríni um Pele, sem nú er 49 ára gamall. Pele sagði í blaða- viðtali að brasih'ska Uðið ætti að hætta að leika varnarleik og byrja aftur á að leika sína frægu sóknar- knattspyrnu. Josef Hickersberger, þjálfari Austurríkismanna, hefur lagt til að tveir dómarar dæmi hvern leik í Heimsmeistarakeppninni sem fram fer i Bandaríkjunum 1994. Hann sagði að hraði og tækni leik- manna hefði aukist svo mikið að ómögulegt værí fyrir einn dómara að sjá allt sem fram færi á vellin- um. „Vegna þessa er mikU pressa á dómaranum og einn dómari er ekki lengur nóg. Það þarf tvo, líkt og í körfuknattleik.“ NYJAR VORUR Á ÚTSÖLUVERÐI: ÞVOTTATÆKI fyrir mjólkurtanka......................................Kr. 28.000,- MULLER mjólkurtankur 625 I.........................................Kr. 139.000,- MULLER mjólkurtankur 720 ................................Kr. 149.000,- MULLER mjólkurtankur 820 I SELDUR..................................Kr. 159.000,- AEBI heyhnífar l.stk. eftir........................................Kr. 55.000,- UNDERHAUG kjarnfóðurvagn SELDUR....................................Kr. 34.500,- VESTMEK fargslanga 5 m.............................................Kr. 18.000.- VESTMEK heybreiða í votheysturn 6,5x6,5 m..........................Kr. 23.000.- VESTMEK heybreiða í votheysturn 7,5x7,5 m..........................Kr. 30.000,- Sumarklæðning á öryggisboga .............................Kr. 21.600.- KID keðjukastdreifari 650, 4,5 rúmm................................Kr. 290.000.- KID keðjukastdreifari 600, 4,5 rúmm................................Kr. 250.000.- KID keðjukastdreifari 600, 4,5 rúmm................................Kr. 250.000,- MULLERUP mykjudæla.................................................Kr. 109.000.- ÖRYGGISNET fyrir vinnupalla 50x3,0 m...............................Kr. 6.250.- ÖRYGGISNET fyrir vinnupalla 50x1,5 m .................Kr. 4.600.- ÖRYGGISNET fyrir vinnupalla 50x1,5 m SELT.........................Kr. 4.200.- ÖRYGGISNET fyrir vinnupalla 50x1,5 m...............................Kr. 4.600.- BANDIT 1100 sláttuvél....................................Kr. 134.000.- BANDIT 1700 sláttuvél....................................Kr. 244.000,- BANDIT 1700 LT sláttuvél.................................Kr. 216.000,- SITREX 120 sláttuvél.....................................Kr. 75.000.- CLAAS hnífabakki í fjölhnífavagn....................... Kr. 41.000.- KEMPER hnífabakki í fjölhnífavagn .......................Kr. 41.000.- EBERL færiband fyrir heyblásara .........................Kr. 88.000.- VESTMEK baggamatari..................................... Kr. 279.400,- CLAAS baggaleiðari í R44...........................................Kr. 3.000.- MANNS rúllupökkunarvél.............................................Kr. 210.000.- BORD vélsópur......................................................Kr. 55.000,- DUKS hliðarsópari fyrir fjós og götur..............................Kr. 23.000.- DUKS vélkústur fyrir fjós og götur.................................Kr. 34.000.- BÖGBALLE F-221 áburðardreifari.....................................Kr. 21.000.- Öll verð án virðisaukaskatts. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar nánari upplýsingar. SAMBAND iSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 Cl88riaÍia?á4'WSili&1l990 rni.Ti i OP Tíminn 31 Chuck Daly, þjálfarí Detroit, gefur til kynna hvaða leikkerfl á að stilla upp. Körfuknattleikur — NBA-deildin: Detroit — Isiah Thomas valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar Detroit Pistons varð í fýrrinótt þriðja liðið í sögu NBA- deild- arinnar til að vinna meistaratit- ilinn tvö ár í röð. Liðið vann þriðja leikinn í röð á heimavelli Portland Trail Blazers í Me- morial Colisseum 92-90. Þegar 2:07 mín. voru til leiksloka í leiknum, hafði Portland 90-83 for- ystu, en Detroit gerði 9 síðustu stigin í leiknum. Vinnie Johnson fór á kost- um á lokamínútunum og skoraði þá 15 af 16 stigum sínum í leiknum. Hann gerði sigurkörfu Detroit þegar 0,7 sek. voru til leiksloka. Isiah Thomas hafði jafnað leikinn með langskoti, gerði 29 stig 1 leikn- um og hann var valinn besti leikmað- ur úrslitakeppninnar eftir leikinn (MVP). Fyrir Portland gerðu þeir Kevin Duckworth og Terry Porter 21 stig hvor og Clyde Drexler gerði 20 stig. Eftir leikinn sagði Isiah Thomas að sigurinn nú væri sætari en í fyrra, vegna þeirrar óvissu sem upp kom eftir að Portland vann sigur í öðrum leik liðanna í Detroit. Það hefði verið stórkostlegt að sigra í þremur leikjum í röð í Portland, eftir að hafa áður tap- að þar 20 leikjum í röð. Chuck Daly, þjálfari Detroit, var á sama máli og sagði að honum fyndist vænst um þessa úrslitaleiki af þeim þremur skiptum sem liðið hefði kom- ist alla leið. „Mig langaði miklu meira í sigur nú en í hin tvö skiptin. Ég veit ekki af hvcrju," sagði Daly. Þjálfari Portland, Rick Adelmann, sagði að reynsla Detroit hefði komið þeim vel i lokin. „Við höfðum leikinn í hendi okkar. Þeir eiga hrós skilið, þeir hittu úr öllum þeim skotum sem þeir þurftu með, en tvö af okkar skot- um vildu alls ekki fara niður þegar mest lá á.“ Hann bætti við að leik- menn Portland væru enn að læra. „Við erum bara rétt að byrja að byggja upp sterkt lið héma, það sem við viljum gera er að komast í úrslitin aftur á næsta ári og gera betur. Við munum læra af þessari reynslu,“ sagði Adelman. Aðeins Boston Celtics og Los Ange- les Lakers hafa áður sigrað tvö ár í röð í NBA-deildinni. BL Frjálsar íþróttir: Meistaramót í Mosfellsbæ Meistaramót íslands í fijáls- um íþróttum verður haldið i Mosfellsbæ um helgina. Mótið hefst í dag, en verður fram- haldið á morgun og mánudag. Keppt verður i 1 OOm, 400m, 5000m og 4x1 OOm boðhlaupi karla, langstökki, hástökki, kúluvarpi, spjótkasti og llOm grindahlaupi karla. Konumar keppa í lOOm, 400m, 800m, 4x1 OOm boðhláupi, llOm grindahlaupi, langstökki, há- stökki, kringlukasti og spjót- kasti. Allar greinamar em stigamótsgreinar. BL mestarar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.