Tíminn - 16.06.1990, Síða 20

Tíminn - 16.06.1990, Síða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hofnarhúsinu v/Trvggvagötu, S 28822 „gámtil fa3' tflMBBÉFflWBSKlPTI SAMWNNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 AKTU EKKI ÚT 1 ÓVISSUNA. LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM DALLAS yS**~x**S> T0KY0 AKTU Á SUBARU Hdgason Itt Sævarhöföa 2 B&r Slmi 91-674000 Wapgy Kringlunni 8-12 Sími 689888 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1990 Lítil flugvél nauðlenti í sjónum 30 sjómílur fyrir vestan Keflavík: ENN EITT BJÖRGUNARAFREKIÐ - en þú leggur þau samt léttilega Reykjalundur hefur framleitt vatnsrör í 35 ár og þau elstu eru enn eins og ný. Þegar við bætist að lagning röranna er sérstaklega einföld er Ijóst að rörin eru afar hagkvæmur kostur, bæði til lengri og skemmri tíma litið. Framleiðum rör frá 0 20 mm upp í 0 400 mm og útvegum allt upp í 0 1600 mm. Allar grennri gerðir fást í helstu bygginga- vöruverslunum um land allt og sölumenn okkar á Reykjalundi eru ávallt reiðubúnir til þjónustu. Rörin frá Reykjalundi - rör sem duga. REYKJALUNDUR Söludeild • Sími 666 200 Flugmanni og farþega lítillar flugvélar var naumlega bjarg- að þegar vélin nauðlenti í sjónum um 30 sjómílur vestur af Keflavík. Þyrta landhelgis- gæslunnar, TF - SIF, fór til móts við flugvélina og fann hana rétt áður en hún lenti í sjónum. Vonsku veður var á þessu slóðum þegar atburður- inn átti sér stað, slæmt skyggni, rok og rigning og Ijóst er að áhöfn þyriu Landhelgis- gæslunnar vann mikið afrek þegar feðgunum var bjargað úr sjó við svo erfið skilyrði. Flugstjóm hafði samband við stjómstöð Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan 21 á fimmtudagskvöld og tilkynnti um litla flugvél sem var að koma frá Goose Bay í Labrador á leið til Bretlands. Vélin ætlaði að lenda á Keflavíkurflugvelli en hafði ekki nóg eldsneyti. Þá var reiknað með að vélin myndi lenda í sjónum. Þyrla gæslunnar fór strax í loftið til móts við flugvélina og fann hana um 34 sjómílur vestur af Keflavík. Sex mínútum síðar nauðlenti vélin í sjón- um. Tveir mcnn voru um borð í flugvél- inni og vora þeir eldsnöggir að koma sér út á vænginn. Þar gátu þeir haldið sér í loftnet vélarinnar þar til þeim var bjargað um borð í þyrlu Land- helgisgæslunnar. Það tók um fjórar mínútur að bjarga mönnunum úr sjónum. Skömmu eftir að þeir vora komnir um borð sökk flugvélin. Það mátti því vart tæpara standa og víst er að feðgamir geta þakkað áhöfn þyrlu Landhelgisgæsl- unnar líf sitt. Aðstæður vora mjög slæmar þegar björgunin fór fram. Slæmt skyggni var, vindur um 35 - 40 hnútar eða 8 vindstig, og ölduhæð um 5 metrar. Kristján Jónsson siglingafræðingur þyrlunnar sagði að flugvélin hafi byijað fljótt að sökkva eftir að hún var lent í sjónum. Hann sagði að þeg- ar þeir hafi flogið ffá vélinni hafi blástélið eitt staðið upp úr sjónum. ,3jörgunin hefði ekki gengið svona vel ef við hefðum verið nokkram mínútum síðar á ferð og mennimir lent í sjónum. Þetta mátti ekki tæpara standa." Kristján sagði að þeir hafi séð flugvélina laust eftir klukkan tíu en þá mættu þeir henni og fylgdu síð- an eftir. „Það er ekkert þægileg til- finning að fljúga á móti flugvél undir skýjum sem era í um 6 - 700 feta hæð og með jafn stuttum aðskilnaði og raun bar vitni; 1 - 2 sjómílur.“ Krist- ján sagði að flugmennimir hefðu ekki átt mikla möguleika því engin skip vora nálæg og það var aðeins mínútuspursmál að bjarga þeim áður en þeir lentu í sjónum.“ Mennimir, sem era ffá Bandaríkjun- um, vora illa klæddir og aðeins annar var með „ræfils björgunarvesti" eins og einn viðmælandi Tímans orðaði það. Þetta vora feðgar og var þeim vestislausa bjargað fyrst. Að sögn björgunarmanna vora mennimir mjög illa klæddir, berfættir og í stutt- ermabolum. Miðað við aðstæður vora þeir samt ekki mjög illa haldnir þegar um borð i þyrluna kom svolítið hraktir og kaldir. -hs.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.