Tíminn - 16.06.1990, Qupperneq 1

Tíminn - 16.06.1990, Qupperneq 1
OðSr ini'ji ðí' njpBmspuBJ nnírniT »V Stundum er sagt að þjáningin sé móðir skáldskapar- ins. Vilji menn hafa það fyrir satt, þá má segja að það hafi sannast á Hannesi Hafstein, hinu glæsilega skáldi og fýrsta ráðherra landsins, en æska hans var afar óhamingjusöm og merkt af þeim stormum sem lengst af blésu um heimili hans á Möðruvöllum, en þar bjuggu á þeim árum foreldrar hans, Pétur Haf- stein amtmaður og Kristjana Gunnarsdóttir. Þetta var heimili drykkfellds föður, sem að auki var svo geðríkur ofstopamaður að hann barði hjú sín og konu og í verstu köstunum virtist hann sturlaður. :EGAR DRENGURINN Ivar 6 ára var svo hræðilegt ástand á Möðruvöllum að tveir móðurbræður hans komu á köldum vetrardegi og ætluðu að taka konuna og bömin til að bjarga þeim undan ofsa heimilisföðurins. Þeir dvöldust í tvo daga og heimilið nötraði og skalf af orðasennum og rimmum. Það varð úr að konan og bömin urðu kyrr, gegn þvi að eiginmaðurinn lofaði að koma betur fram við konu sína. Hvort hann efndi það er vafamál, því bréfum mága sinna svaraði hann áfram skæt- ingi. Og svo sóttu að hin ytri öfl. Faðirinn stóð í sífelldum stórræðum, ofstopa- fúllum málaferlum, sífelldur styr stóð um hann. Hann sat á valdastóli, en fjandmennimir sóttu að honum úr öll- um áttum. Við getum aðeins reynt að geta okkur til um hvemig litla drengn- um var innanbijósts, því að þrátt fýrir allt bar hann djúpar tilfinningar til föður síns. Ef til vill gat hann ekki skilið þá ógnstafafjöld, sem steðjaði að foður hans, en vafalaust fann hann þó til með honum og þjáðist. Hann var orðinn 9 ára gamall, þegar foður hans var vikið úr embætti. Þá var vetur genginn í garð, og skipun hins háa valds var að honum og fjölskyldu hans skyldi tafarlaust kastað út á kald- an klakann. Góðir menn hnikuðu þvi þó svo til að hann fékk að vera í hús- inu til vors. Hér verður nú sagt frá þessum óróa- sama amtmanni, Pétri Hafstein á Möðruvöllum. Svíþjóðar, en ekki var hægt að segja að þeir væra veralega samrýndir. Með Jóni vora kviknaðar þær lýðfrelsis- hugmyndir, sem loguðu þá um tíma í sinunni úti í Kaupmannahöfn, og í krafti þeirra hugsjóna átti hann síðar eftir að rísa yfir land sitt og þjóð sem foringinn mikli. En Pétur var allt ann- ars sinnis, þverúðarfúllur einveldis- sinni, kröftugur maður og íþróttamað- ur, sundgarpur mikill, grannvaxinn, myndarlegur, hörkutól. Ungur amtmaður Það leið ekki á löngu áður en Pétur Hafstein var skipaður sýslumaður í Múlasýslu og gat sér þvílíkt orð fyrir röggsemi í embættisfærslu að bréf með aðdáimar- og þakklætisorðum streymdu til hans úr ráðuneytinu af Hafharslóð, og fylgdi því brátt sú upp- hefð að hann var sem óvenjulega ung- ur maður skipaður amtmaður yfir Norður- og Austurlandi árið 1850, yf- irvald yfir hálfú Islandi. Sennilega spillti það heldur ekki fyr- Pétur Hafstein amtmaður. Hann var maður glæsilegur á velli og íþrótt- ir honum að þremur áram áður, 1847, um búinn, en skapofsinn var afskaplegur. Pétur Hafstein, faðir Hannesar skálds, var einn umdeildasti og síst þokkaði embættismaður á íslandi á fyrri öld Herbergisfélagi Jóns Sigurðssonar Pétur Hafstein var sonur dansks kaupmanns, sem hafði sest að á Hof- sósi og rak þar lengi verslun. Þrátt fýr- ir erlendan upprana sinn festu Haf- steinamir hér rætur og urðu rammís- lenskir. Ungur fór Pétur með íslenskum stúd- entum til Kaupmannahafnar til !aga- náms. Nánasti félagi hans í skóla var Eggert Briem, síðar sýslumaður á Reynistað, einn sterkasti stuðull Bri- ems-ættar. Urðu þeir samferða gegn- um Hafnarháskóla og frægir fyrir það í félagi hvað þeir tóku há próf. Síðan var það venja að doka í nokk- ur ár í Höfh í bið eftir lífsstarfi, og þá var Pétur Hafstein m.a. um tíma sam- býlismaður og félagi ungs og upp- rennandi manns, Jóns Sigurðssonar. Þeir leigðu saman herbergi úti í bæ, fóra saman í skemmtiferðir, m.a. til hafði hann mægst Stephensenættinni, gengið að eiga Guðrúnu Stephensen, en hún var Stephensen í báðar ættir, því foreldrar hennar vora systkina- böm. Faðir hennar var séra Hannes Stephensen, sonur Stefáns á Hvítár- völlum, og því foðurbróðir Magnúsar landshöfðingja. Móðir hennar var Þórann, dóttir Magnúsar konferens- ráðs í Viðey. A heimili þessara ungu hjóna virtist allt leika í lyndi. Þau eignuðust tvö böm, Hannes og Þóranni — bæði skírð í höfuð foreldra konunnar. En það var eins og ógæfan berði að dyr- um strax eftir að þau fluttu að Möðra- völlum, sonurinn dó og skömmu síðar húsfreyjan. Dauði þeirra var vafalaust ægilegt áfall fyrir þennan skapríka mann, og er sagt að eftir þetta hafi fyrst farið að gæta þunglyndiskasta hans, sem leiddu hann til vínnautnar og sturlunar, en af allri sögu hans er ljóst að honum var oft ekki sjálfrátt. Er sú skýring ekki ósennileg að við þenn- an missi hafi hann bókstaflega brostið af harmi. Dóttir hans af þessu fyrsta hjónabandi komst hins vegar upp og giftist síðar dr. Jónasi Jónassen, land- lækni. Skilaöi konunni Ekki gat amtmaðurinn setið hús- freyjulaus og liðu vart nema fjórir mánuðir þar til honum hafði verið séð fyrir annarri konu, Sigríði að nafhi, einnig Stephensen í báðar ættir. Allt vitnar þetta um einkennilegar gifting- ar í Stephensenættinni, því að foreldr- ar þessarar annarrar konu vora systk- ini foreldra fýrstu konunnar—Olafur, sonur Magnúsar konfersensráðs, og Marta, dóttir Stefáns á Hvitárvöllum. En nú tók ekki betra við, því á brúð- kaupsnóttinni sagði brúðurin Pétri að hún elskaði annan mann og heíði gifst honum nauðug að vilja foreldra sinna. Næsta vor flutti hann hana suður til Viðeyjar í föðurgarð og kvaðst skila henni „eins og hann heföi fengið hana.“ Löngu síðar giftist Sigríður æskuunnusta sínum, séra Stefáni Thordersen. Hann var drykkfelldur auðnuleysingi, sem haföi flakkað með trúðflokkum víða um lönd, en var síð- ast hjálpað um prestsembættið í Vest- mannaeyjum. Og undarleg tilviljun var það að dóttir þeirra skyldi síðar verða eiginkona Hannesar Hafstein. Nýr ráðahagur amtmanns Nú liðu sex ár þar til Pétur Hafstein gekk að eiga þriðju konu sína, en það var árið 1857. Konan var Kristjana Gunnarsdóttir, systir Tryggva er síðar varð bankastjóri. Mikill aldursmunur var á þeim, því amtmaðurinn var 45 ára, en brúðurin tvítug. Stúlkan var sjálf fús til ráðahagsins og má gæta að því að Pétur var bráðmyndarlegur maður, laglegur, sterklegur og vel vaxinn, svo að hann vakti aðdáun kvenna, og í augum þeirra hlaut hús- ffeyjusætið á Möðruvöllum einnig að vera eftirsóknarvert hlutskipti. Hið þingeyska bændaumhverfi, sem hún var sprottin upp úr, var og um þessar mundir mjög hlynnt duglega amt- manninum, sem haföi tekið forystuna í aðgerðum til að vetja Norðurland gegn sunnlenska fjárkláðanum. Svo að nóg var til að vega upp á móti þeim sögum, sem þegar vora famar að komast á kreik um ráðríki hans og skapbresti. Þau Pétur og Kristjana eignuðust níu böm. Af þeim fjórum sem upp komust var Hannes elstur, fæddur 1861. Gerræði viö þingmann En nú er að greina ffá hinni þungu ör- lagasögu Péturs amtmanns. Einu sinni komst hann svo hátt að sitja á Alþingi. Það var árið 1853 — sem konungs- kjörinn þingmaður. Þar hitti hann gamlan kunningja, sjálfan Jón Sig- urðsson. En það var víst að nú áttu þeir enga samleið. Eitt mesta deilumál þessa þings spratt einmitt út af furðu- legri ffamkomu Péturs amtmanns. Um leið og hann reið sjálfúr suður til þings sem fúlltrúi konungsvaldsins, lagði hann sem amtmaður Norðlend- inga blátt bann við því að Jósef Skaftason, læknir á Hnausum, riði suður til þinghalds, með þeim fyrir- slætti að hann yrði að gegna læknis- skyldum sinum í héraði. Rökstuddi amtmaður bannið með þvi að fféttir heföu borist um það að farsótt geisaði einhvers staðar í útlöndum. Öllum var ljóst að bannið var með öllu ástæðulaust og síðar var það dæmt gerræði, þar sem Jósef var ekki einu sinni fastráðinn læknir. Það haföi það samt í för með sér að Húnvetning- ar áttu engan fúlltrúa á þessu þingi. Var nú engin fúrða þótt þykknaði í al- þingismönnum og þeim þætti þetta at- hæfi amtmanns gerræðisfúllt og hrein móðgun við virðingu Alþingis. Og þar sem svo vildi til að amtmaðurinn sat nú einmitt á meðal þeirra á þingi, var tækifærið til að láta hann standa reikn- ingsskap gerða sinna. Voru nú harðar atlögur gerðar að honum og hann krafinn skýringa. „Gáöu aö Guði og embætti þínu, maður!“ En Pétur amtmaður var hinn hroka- fýllsti og svaraði með fýrirlitningu að hann þyrfti ekki að standa Alþingi nein skil embættisgerða sinna. Því kæmi þetta ekkert við. Urðu æsingar miklar á þingi út af framkomu hans, sem þótti einræðisleg og mjög svo ámælisverð. í skilnaðarveislu þing- manna eftir þetta þing, beindi Jón Sig- urðsson harðskeyttum orðum til amt- manns, en veislugestir vora þá orðnir hreifir af víni. Reiddist Pétur orðum Jóns, rauk upp og ætlaði að beija hann, enda var honum höndin laus. En þegar Pétur Pétursson biskup sá hvað verða vildi, brá hann við og hrópaði: „Gáðu að Guði og embætti þínu, mað- ur!“ ■— og um leið náði hann utan um

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.