Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 2
12 Wr HELGiN Bændur, ath.! Sýning og sala á heyvinnuvélum þann 23. júní Eftirtalin tæki og vélar úr dánarbúi Skúla Péturs- sonar, bónda að Nautaflötum, Ölfushreppi, verða til sýnis og sölu að Nautaflötum laugardaginn 23. júní nk. kl. 13.00-17.00. Massey Ferguson 1959, Massey Ferguson 1965, Massey Ferguson 1973 með ámoksturstækjum, Sperry New Holland 370 heybaggavél 1983, baggatína, tvær heyþyrlur, Nimajer sláttuvél, hey- vagn, súgblásari, mjólkurtankur og mjaltakerfi frá 1974. Öll tækin eru í góðu ásigkomulagi og hefur verið vel við haldið. Tilboðum í ofangreind tæki verður veitt móttaka að Nautaflötum sýningardaginn og verða þau opnuð kl. 17.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Arnaldsson í síma 622850 frá kl. 10,00-14,00 í næstu viku. REKSTRARVERKTAK HF. Guðmundur Arnaldsson viðskiptafr. Pósthólf 977, 121 Reykjavík, sími: 91-622850. Verktaki fyrir stjórnendur fyrirtækja og einstaklinga með rekstur. Utboð Barðastrandarvegur, Helguþúfa - Raknadalur Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í ofangreint verk. Lengd kafla 2,5 km, bergskeringar 8.000 rúmmetrar, fylling 17.000 rúmmetrar, rofvarnir 6.000 rúmmetrar og neðra burðarlag 8.000 rúm- metrar. Verki skal lokið 15. nóvember 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 18. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 2. júlí 1990. ''//V/i Vegamálastjóri. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Simi Hafnarflöröur Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur Linda Jónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garöabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavík Guðríður Waage Austurbraut 1 92-12883 Sandgeröi Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarövík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgames Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishófmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjöröur Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búöardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarþraut 3 93-41447 ísafjöröur Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Níelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauöárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95- 35311 Siglufjöröur Sveinn Þorsteinsson Hlíðarvegi 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 skrifstofa Skipagötu 13 (austan) 96-27890 Svalbaröseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Sveinbjörn Lund Brúargeröi 14 96-41037 Ólafsfjöröur Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnaflöröur Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaöir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyöisfjöröur Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaöur Birkir Stefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyöarfjöröur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskifjöröur Sigurbjörg Sigurðardóttir Ljósárbrekku 1 97-61191 Fáskrúösfjöröur Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu 4 97- 51299 Djúpivogur Jón Björnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Enqiaveai 5 98-22317 Hverageröi Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngbergi 13 98-33813 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyrí Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónina og Árný Jóna Króktúni 17 98-78335 Vík Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 Laugardagur 16. júní 1990 „Löðrunga-Pétur“ nafha sinn, þingmanninn, sem braust um fast, en losnaði ekki. Féll atlagan þar með niður. En þetta voru þó veisluspjöll, sem urðu opinbert hneyksli í Reykjavíkurblöðunum og þó sennilega gert of mikið úr þeim, því að taka mátti tillit til þess að þeir amtmaður og Jón voru nákunnugir og höfðu víst látið margt fjúka, er þeir voru samtíða á námsárunum. Hershöfðingi í fjárkláðastríði Ekki féllu skoðanir þeirra heldur saman, þegar eitt mesta hitamál 19. aldarinnar kom á döfina, fjárkláða- málið. Þetta var sauðfjársjúkdómur, sem braust út á Suðurlandi og í Borg- arfirði og stafaði af örsmáum maur- um, sem grófú sig inn í hold og húð sauðkinda, en voru ósýnilegir berum augum og því var mönnum þá ekki ljós orsök veikinnar. Landsmenn skiptust í tvær alveg andstæðar fylk- ingar og hefúr sú saga auðvitað verið sögð svo oft að óþarfi er að endurtaka hana. Jón Sigurðsson var forsvars- maður þess að reyna að lækna veikina með tjöruáburði og tóbaki. En Pétur gerðist foringi Norðlend- inga í því að veijast veikinni með rót- tækari ráðum. Öll sú forganga hans kostaði hann að vísu gífúrlega fyrir- höfn. Hann reið eins og herforingi langar slarkferðir fram og aftur um héruðin, sat ótal fúndi og beitti fortöl- um og fyrirmælum, þurfti þar að auki Það er þetta með ' fáý.' - ‘á bilii milli bila... íij&fíá"’?; að ríða suður til Reykjavíkur til að leita eftir samþykki amtmannafúndar — og ótal fleiri ráðstafanir varð hann að gera. En hann hafði sigur. Fyrst voru skipulagðir fjölmennir flokkar varð- manna frammi á heiðum, til þess að hindra samgang fjárins úr gagnstæð- um landshlutum. Svo þegar veikinnar varð vart í nokkrum hluta Húnavatns- sýslu, gaf hann tafarlaust skipun um að skera féð niður. Þau fyrirmæli gaf hann án þess að hafa nokkra heimild til þess frá landstjóminni. Og með því að stefna hennar var skömmu síðar ákveðin lækningastefna, hafði það í för með sér harðar ávítur á Pétur fyrir hinar löglausu niðurskurðaraðgerðir. Vítur þessar fengu talsvert á hann og vafalaust hefur hann einnig ofþreytt sig á öllum þessum fyrirgangi. Svo mikið er víst að nú fór skapofsi hans fyrst að keyra um þverbak. Það er grátlegt að svo skyldi fara, því eftir niðurskurðinn í Húnavatnssýslu, sem vissulega skapaði Norðurlandi sterka vöm gegn útbreiðslu veikinnar, litu Norðlendingar á hann sem þjóðhetju. Slíkt er ekki ofsagt, enda verður að taka það með í reikninginn að sauð- fjárrækt var þá svo að segja eina at- vinnugreinin í þessum hémðum. Með henni stóð og féll afkoma fólks þama á nyrsta hjara. Ekki minnkaði dálæti bænda á Pétri við ávítur dönsku stjómarinnar. Hann haföi hér tækifæri til þess að verða sterkur leiðtogi Norð- lendinga. Hreppstjórar kenna á ofríkinu En þetta virtist honum fyrirmunað að skilja og síðan snerist allt til verri veg- ar. Einræðishneigð hans, drykkju- „Égheld ég líangí heim" Eftireinn -ei aki neinn UUMFEROAR RAO FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða FRAMKVÆMDASTJÓRA við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna til 4 ára. Gerð er krafa um reynslu af stjórnun, gjarnan innan heilbrigðisgeirans. Á F.S.A. er rekin fjölbreytt starfsemi. Þar starfa yfir 500 manns og fjöldi sjúkrarúma er 170. Nánari upplýsingar veitir formaður, Jón Sigurðar- son, í síma 91 -29066 á daginn og síma 91 -621316 á kvöldin. Umsóknarfrestur er til 20. júní 1990. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist til stjórnar F.S.A., pósthólf 380, 602 Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Möðruvellir í Hörgárdal, þar sem Hannes Hafstein lifði óhamingju- sama bemsku sína. skapur og offíki tók nú að ágerast hröðum skrefúm. Höfúðhlutverk amt- manns var að stjóma og hafa eftirlit með sveitarstjómum, vinna að sam- starfi sveitanna um ýmis nauðsynja- og framfaramál. Nú var eitt vanda- málið, sem Pétur vildi láta til sín taka, horfellir á fé í harðindum. Margra ára leiðbeiningar til bænda um að ofsetja ekki á heyin höfðu lítinn árangur bor- ið. Nú virtist hann vilja nota þá for- ystustöðu, sem hann haföi unnið sér meðal Norðlendinga, gerði áætlanir um að koma upp heyforðabúrum og þótti nú tími til kominn að taka í lurg- inn á þeim bændum, sem stöðugt héldu áfram að drýgja þann glæp og níðingsskap að svelta skepnumar. I einræðisanda sínum setti hann þung viðurlög við því að setja of mikið á hey, þungar sektir á fátæka bændur og jafnvel sviptingu fjárráða. Þetta minnti menn ónotalega á gamla refsi- svipu danska einræðisvaldsins og mæltist mjög illa fyrir. Og sjálfúr mágur hans, Tryggvi Gunnarsson, bóndi austur í Fnjóskadal, skrifaði hógværa grein í blað á Akureyri um að þessar reglur striddu á móti réttlæt- isvitund almennings. Það leið heldur ekki á löngu þar til stjómin úti í Kaupmannahöfn lýsti þessar aðfarir amtmannsins algjöra lögleysu. En það gerði ekki annað en að æsa hann því meir, og tók hann nú að beita amtmannsvaldi sínu gegn hreppstjómm og sveitarstjómarmönn- um og refsa þeim fyrir alls kyns ávirð- ingar, sem hann þóttist finna hjá þeim. Hann neitaði að samþykkja ýmiss konar smáútgjöld til vegagerða, sem þegar var búið að eyða, þóttist frnna skekkjur i reikningum og heimtaði mismuninn greiddan, sakaði sveitar- stjómarmenn um að reyna með sak- næmum hætti að koma sveitarlimum yfir á önnur sveitarfélög o.s.frv. Menn mótmæltu gerræði hans eða mölduðu að minnsta kosti í móinn. Þegar hann svo mætti minnstu mótspymu, æstist hann upp, fór hamfömm og löðmng- aði eða barði menn. Var hann þá oft undir áhrifúm áfengis. Nýju hámarki náði offors hans í deilum við Jón Fin- sen, lækni í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum, sem hann hitti á fömum vegi og réðst á hann með barsmíðum. Leiddi þetta til þess að Jón lét af starfi sínu og flutti alfarinn út til Danmerk- ur. „Löðrunga Pétur“ Margir menn af ýmsum stéttum, sem urðu með einhveijum hætti til að reita amtmann til reiði, máttu þola löðr- unga hans og barsmíðar og sjaldnast þorði þetta fólk, jafnvel hjú hans og kotungar í nágrenninu, að gjalda yfir- valdinu í sömu mynt. Margt af þessu komst í hámæli og gerði sr. Bjöm í Laufási, faðir Þórhalls er síðar varð biskup, mikinn háðsbrag um þetta, sem gekk um sveitir og kaliaðist Löðrungaljóð, og er hér brot úr hon- um:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.