Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 6
HELGIN Laugardagur 16. júní 1990 HELGIN 17 Laugardagur 16. júní 1990 Nýlega erkomin útævisaga hins umdeilda rithöfundar, Ford Madox Ford, sem óumdeilt er að varð til að uppgötva marga mestu ritsnillinga sinnar samtíðar, þótt menn greini á um snilld hans sjálfs. Hérsegirfrá Ford og ergreinin byggð á umsögn John Carey um ævisöguna, en hún er rituð afAlan Judd Collins. Rykiö dustað af húsgangur hjá Joseph Conrad tókst honum að rifa hann upp úr alvarlegu þunglyndi og ritaði hluta af Nostromo, þegar skáldið hafði : gefist upp. Það var líka Ford að þakka að D.H. Lawrence fékk íyrstu bók sína gefna út. Nokkur bókmenntaverk hefðu aldrei litið dagsins ljós án tilverknaðar hans. En þeir er hann hjálpaði voru sjaldnast þakklátir. Conr- ad gerði lítið úr honum og Hemingway sagði að það væri óþefur af honum. Sjálfsagt hafa viðbrögð þeirra aukið á vafa Ford um sjálfan sig, sem var mikill, þrátt fyr- ir öryggið á ytra borði. Aðstoðarmaður hans við The Transatlantic Review, Basil Bunt- ing, minnist þess er hann eitt sinn brotnaði niður og hallaði sér grátandi að öxl honum. Harmurinn var svo mikill og táraflóðið að Bunting varð að yfirgefa hann. Þetta átti ræt- ur að rekja til bemsku hans, en faðir hans hafði eitt sinn gert þá skyssu að segja að hann væri heimskur. En dræmar viðtökur við bókum hans fengu og á hann og hann hefiir víst alltaf verið miður sín vegna þýska upp- runans og efast um gervi hins enska heldri- manns. I banalegunni fannst honum í óráði að hann væri kominn aftur á vigstöðvamar, Einar Péiursson í Reykjavíkurhöfn. Allir landsmenn eeta eignast ÍSLANDSBRÉF pví hann heyrðist segja: „Þetta geta þeir ekki gert. Við emm enskir foringjar." Sem betur fer urðu margar fagrar og gáfað- ar konur á vegi hans, sem gerðu ekki allt of mikið veður út af því er hann fann sér nýja. Síðustu æviárin bjó hann í Provence í Frakk- landi. Það gerðu margir menntaðir Bretar um hans daga, því þar var sólskinið meira og al- þýðufólkið sýndi þeim tilhlýðilega virðingu. Og hér látum við staðar numið að segja frá Ford Madox Ford. umdeildum snillingi Ford Madox Ford: Vegna sannfæríngarínnar um eigin yfirburði taldi hann að listinkæmi af sjálfu sér. kona hans, Elsie, sem hann hafði skilið við, lögsótti hann vegna lífeyris, þá sat hann af sér sektina í átta daga heldur en borga hana. Hann ákvað sjálfur að greiða henni meira en henni bar og þótti hneisa að dóm- stólamir skyldu skipta sér af einkamálum heldrimanns. Hann gaf sig ffam til her- þjónustu í heimsstyijöldinni fyrri, þá 42 ára gamall, og barðist á vestur-vígstöðvun- um. Þetta tiltæki skýrði hann svo fyrir móður sinni að „ef þú hefur notið forrétt- inda yfirstéttarinnar í einhveiju landi, þá kemur ekki annað til mála en að þú takir upp vopn fyrir það land, ef þörf krefur". Hann breytti ekki nafni sínu, sem var Hueffer, fýrr en eftir stríðið. Honum fannst lúalegt að skjóta sér undan því aðkasti sem menn af þjóðemi óvinarins hlutu að verða fyrir. Aöeins listamenn skipta máli Honum var á bamsaldri troðið inn í raðir hinnar listhneigðu yfirstéttar. Faðir hans var tónlistargagnrýnandi við The Times. Afi hans var listmálarinn Ford Madox Brown. Hann ólst upp með frændsystkin- um sínum, Rosetti bömunum, sem vom flugvel gefin, á heimili þar sem það sjónar- mið ríkti að listamenn væm eina fólkið sem mark væri á takandi — aðrir væm til þess eins ætlaðir að fylla kirkjugarðana. Honum datt aldrei í hug að hann mundi þurfa að stunda vinnu. Vinna var aðeins fyrir almúgann. Þessi sannfæring um að vegna yfirburð- anna kæmi snillin af sjálfu sér varð honum fjötur um fót sem rithöfundi. Hann skrifaði allt of mikið — 80 bækur og yfir 400 tíma- ritsgreinar. Sjaldan endurskoðaði hann eða las prófarkir. Ljóð hans þykja tyrfin og formlaus. Þegar hann var innan um aðra átti hann til að móðga fólk með yfirlætinu. „Þegar Ford fer til himna, mun hann taka Guð almáttugan undir vemdarvæng sinn,“ sagði Stephen Crane um hann. I ævisögunni er óskemmtileg saga af hon- um sögð. Hann fór eitt sinn að skoða sig um í fátækrahverfum Lundúna, þar sem hann ætlaði sér að kaupa aflóga fjölbýlis- hús sem fjárfestingu. Hann leit inn til konu sem í húsinu bjó, en hún sá fyrir sér með því að búa til eldspýtustokka, sem hún seldi á rúm tvö penny búntið. fjún bjó í einu herbergi með fjögur böm sín og fatl- aðan eiginmann. Þegar Ford hafði séð hve kappiðin hún var, hlýtt á bjagað tungutakið og andlausar samræður, sagði hann að hún væri „aðdáanlega“ vel fallin til þéss basls er hún lifði við. Það mundu vera mistök að lyfta henni upp úr örbirgðinni. Þetta sýnir að Ford leit á konuna sem óæðri vem. Honum datt alls ekki í hug að hefði hún verið fædd til þeirra nægta, sem hann naut, mundi hún ef til vill hafa verið jafningi hans. Og ekki datt honum í hug að hún hefði orðið að búa til 6000 eldspýtubúnt til þess að hafa árstekjur hans sjálfs. Fundvís á hæfileikamenn Samt kom honum til góða, hve hugurinn vær ætíð bundinn við snilligáfuna, því hann uppgötvaði marga hæfileikamenn. Árið 1908 hóf hann að gefa út tímaritið The English Review og leiddi þar fram á sjónarsviðið óþekkta menn, eins og þá Ezra Pound og D.H. Lawrence. Þá skrifaði H.G. Wells í blaðið, ásamt þeim Thomas Hardy, Henry James, Tolstoy, W.B. Yeats og E.M. Forster. Erfitt er að skilja að eigi að síður varð blaðið gjaldþrota. En auglýs- ingamennska og viðskipti var nokkuð sem Ford þótt ekki sæma heldrimanni að fást við. Tímaritið The Transatlantic Review, sem hann gaf út í París, bar sig ekki heldur, þótt þar rituðu þeir Hemingway, e.e. cummings og James Joyce. En störf hans í þágu bókmenntanna voru á fleiri sviðum en útgáfu þessara nú sögu- frægu tímarita. Sem samverkamaður og Bjartsýni og baráttuandi hefur ætíð einkennt stóru stundirnar í lífi og starfi íslensku þjóðarinnar. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi stöndum við saman og fáum miklu áorkað. Á þeirri hugmynd grundvallast íslandsbréf. íslandsbréf eru eignarhluti í sam- eiginlegum sjóði sparifjáreigenda, þar sem fjárfest er í ýmsum tegund- um vel tryggðra verðbréfa. Með því að eignast hlutdeild í sjóðnum geta einstaklingar notið þess ávinnings sem felst í því að dreifa fjárfesting- um og njóta góðrar ávöxtunar. Fæstir sparifjáreigendur hafa tíma, þekkingu eða fjárráð til að notfæra sér þá kosti sem felast í því að dreifa fjárfestingum. íslandsbréf leysa vandann. íslandsbréf eru nánast fyrirhafn- arlaus fjárfesting og henta vel jafnt ungum sem öldnum hvort sem um er að ræða háar eða lágar upphæðir. Reglubundinn sparnaður er mikil- vægur. Þannig öðlast fólk skilning á < o Ford Madox Ford er einn þeirra rithöf- unda sem ýmsir vilja stundum telja snillinga sem ekki eru metnir að verð- leikum. Segja ýmsir að væri ekki kreddum okkartil að dreifa mundi Ford vera talinn mesti snillingur óbundins máls á enska tungu á öldinni. Þykir þessum mönnum hann bera öll ein- kenni brautryðjandans á bókmennta- sviðinu, en að samtímamenn hans hafi ekki skeytt um hann og því hafi hann átt örðugt með að fá verk sín útgefin og aldrei aflað mikilla tekna. Góöi dátinn Samt þykir ýmsum er lesa verk hans að hér sé ftill fast að orði kveðið. Skáldsaga hans „Góði dátinn" er almennt talin hans besta verk. Hún var gefin út 1915 og um hana sagði bandaríski gagnrýnandinn Alan Tate að hún væri „mesta snilldarverk breskra bókmennta á öldinni“. Mörgum góðum lesanda mun þó þykja sagan ekki annað en hástemmd viðkvæmnirolla. Söguþræðinum vindur fram í yfirstéttar- umhverfi (heilsulaugar á meginlandinu, sumarbústaðir með tígrisfeldi á gólfi) þar sem ein söguhetjan gleypir blásýru, önnur sker sig á háls og sú þriðja verður bandvit- laus. Sögumaðurinn er svo langorður og reikandi í ffásögninni að lesandann langar mest til að setja sprengju undir stólinn hjá honum. Frásagnartæknin þykir ekki frum- leg. Hringlandinn með tíma minnir á Jos- eph Conrad og það að aldrei er víst hvað gerðist minnir á Henry James. En það er enginn stórglæpur, þótt maður sé ekki stórskáld, og Ford var margt vel gefið. Hann var veglyndur, hugrakkur og alls ekki illgjam maður. Hann var stórvax- inn, ijóður bolti og gekk í krumpuðum tweed- fotum. Sálin var jafh stór og líkam- inn og því skeytti hann lítið um það sem menn minni gerðar meta mikils, eins og peninga, tryggð í hjónabandi og sannsögli. Hann var oft fjarska óáreiðanlegur og sagði oft að hann hefði stundað nám í Eton (eða stundum Winchester), þótt hann hefði aðeins sótt sómasamlegan skóla í Folke- stone. Líkt og vinur hans, Conrad, var hann útlendingur i aðra ættina (faðirinn var þýskur) og hann kunni afar vel að meta þá ást á heiðri og virðingu, sem einkennir bresku herforingjastéttina. Alltaf reyndi hann að koma ffarn eins og hann ætlaði að enskur heiðursmaður mundi gera. Þegar § LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, simi 606080 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili að Veröbréfaþingi íslands. gildi sparnaðar og lærir að bera virðingu fyrir verðmætum. Þótt upphæðirnar séu ekki háar, er gott aðvenjasigáað leggja hluta af tekj- um sínum í örugga og arðbæra fjár- festingu. Á nokkrum árum getur þannig myndast álitlegur sjóður. Dæmi: Fermingarbarn fær íslandsbréf að upphæð 20.000 krónur. Á hverju ári leggur það fyrir svipaða upphæð af sumarlaunum og kaupir íslandsbréf. Tíu árum síðar er sjóðurinn orðinn næstum 290.000 krónur að núvirði * ' Án innlausnargjalds, miðað við að 8% árleg raun- ávöxtun náist á sparnaðartimanum. Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo að eigendur íslandsbréfa geta notið áhyggju- lausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið nánari upplýsingar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðilum í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land allt. Nú getur þú komið oftar áMímisbar! Mímisbar nýtur aukinna vinsælda eftir breytingarnar og þess vegna höfum við ákveðið að hafa hann oftar opinn en áður -eða fjögur kvöld í viku: Fimmtudags-, föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld. Fáðu þér léttan snúning á dansgólfinu undir tónlist Stefáns og Hildar á föstudags- og laugardagskvöldum. Láttu sjá þig á nýja staðnum -og láttu þér ekki bregða! ilndFeA 'Jaoai ■lofargóðu!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.