Tíminn - 19.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.06.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. júní 1990 Tíminn 3 Aukin frjárframlög, „átök“ og „þjóðargjafir“ ekki skilað sér í aukinni gróðursetningu: j ■ Meiri peningar en minna gróöursett „Aukin flárframlög, tækjakaup og uppbygging, „átök“ og „þjóð- argjafir“ hafa ekki skilað sér í auknum gróðursetningum. Það eru greinilega fleiri vandamál á ferðinni en peningaskortur. Áhersla hefur ekki verið lögð á skógvemd undanfama áratugi, svo þar er ekki að finna skýringar á þeirri mynd sem súluritin sýna,“ sagði Jón Gunnar Ottósson m.a. í erindi um markmið og leiðir í skóg- rækt og skógvemd fyrr í vor. Eins og glöggt kemur fram á línurit- um Jóns Gunnars fækkaði gróður- settum tijáplöntum á ári stórlega frá því um 1960 þar til í byrjun 8. ára- tugarins, á sama tíma og fjárframlög rikissjóðs til skógræktar tvöfolduð- ust að raungildi. Hvað lifir af 20 milljón trjám? Á 24 ára timabili (1959-1982) lagði ríkissjóður ffam samtals í kringum 1.500 milljónir kr. reiknað á fostu verðlagi 1989. Þessi framlög fóru að stærstum hluta til Skógræktar ríkis- ins fram til 1975 en þá bættist við „þjóðargjöfín". Á sama árabili voru gróðursettar alls um 20 milljónir skógarplantna í landinu á vegum Skógræktar rikisins, skógræktarfé- laga og annarra. Hve mikið af þess- um plöntum hefur lifað af veit hins vegar enginn, en að sögn Jóns Gunn- ars hafa afföll stundum verið mikil. Minnst gróðursett á „ári trésins“ Athygli vekur að fremur dró úr gróðursetningu á árunum eftir að „þjóðargjöfin" bættist við og sömu- leiðis að umræddan aldarfjórðung var gróðursetning aldrei minni en á „ári trésins“ 1980. Aðeins rúmlega hálf milljón skógarplantna voru gróðursettar á „ári trésins" borið saman við um 1.100 þús. til 1.400 þús. á árunum eftir 1960 og um 700- 900 þús. á árunum 1965-75. Tölur um gróðursetningu annarra en Skógræktar rikisins eru enn ekki til- tækar fyrir árin eftir 1982. En Skóg- ræktin virðist hafa gróðursett talsvert færri plöntur á síðasta áratug heldur en á 7. áratugnum þrátt fyrir mun hærri fjárffamlög ffá rikissjóði á síð- asta áratug heldur en árin 1960-70. Eins og meðfylgjandi línurit sýnir lækkuðu fjárframlög ríkissjóðs að raungildi árið 1978 og áfram til árs- ins 1983. Síðan hafa þau á ný hækk- að ár frá ári og voru 1988 og 1989 aftur orðin svipuð og á fyrstu árum „þjóðargjafar“. I ár eru ríkisframlög áætluð um 125 millj.kr., eða miklu hærri en nokkru sinni fyrr. Á vegum Skógræktarinnar er áætlað að gróðursetja um 450 þús. plöntur, eða álíka fjölda og árið 1963. Skógræktarfélögin virðast á 7. og 8. áratugnum alla jafna hafa gróðursett töluvert fleiri skógarplöntur (sjá línurit) heldur en Skógræktin. Gróð- ursetning á vegum annarra (m.a. ein- staklinga og sveitarfélaga) hefur ver- ið mjög mismunandi frá ári til árs, sum árin sárafáar plöntur en önnur ár oft á milli 100 og 200 þúsund plönt- ur. Enn í sömu sporum? í erindi sínu benti Jón Gunnar á að viðhorf til landgræðslu og skógrækt- ar séu nú jákvæðari heldur en þau sem mættu ffumherjunum á þessu sviði. Þekking sé einnig meiri, bún- aður betri og aðferðir fjölbreyttari en áður. „Samt erum við að sumu leyti í sömu hjólforunum. Hvers vegna?“ Að sögn Jóns Gunnars hefur heild- aráætlun um íslenska skógrækt aldrei verið gerð. Skógrækt rikisins hafi á undanfomum árum lagt megin- áherslu á ræktun nytjaskóga að skandinavískri fyrirmynd og skóg- ræktarfélögin hafi veriff knúin áffam af hugsjóninni um að „klæða landið" líkt og norska skógræktarfélagið um síðustu aldamót. Jón Gunnar vitnar hins vegar til fyrmm formanns þess, Haaken S. Mathiesen, sem hafi varað Islendinga við því að fara í fótspor Norðmanna (sem gróðursettu á lítil svæði á við og dreif) — láta sér frek- ar reynslu þeirra að kenningu verða og vinna að endurreisn skóga eftir heildaráætlun. Telur Jón Gunnar brýnt að gerð verði slík heildaráætl- un um íslenska skógrækt sem nái til allra þátta: Náttúmskóga, land- græðslu og nytjaskóga. - HEI SUMARTILBOD 20" kr. 42.287 stgr. 14" kr. 29.880 stgr. ★ Úvals sjónvarpstæki á frábæru verði. ★ Fjarstýring. ★ Monitor útlit. Mfmw ^ SAMBANDSINS OG KAUPFÉLÖGIN HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ PÓSTFAX TÍMANS Skoðuð í samhengi benda þessi tvö línurit á umhugsunarverða hluti, þ.e. að gróðursetning skógarplantna (landinu virðist hafa dregist þeim mun meira saman sem fjárframlög ríkissjóðs til skógræktar voru aukin. Reikn- að á verðlagi 1989 hefur ríkissjóður td. greitt um 35 kr. með hverri gróð- ursettri skógarplöntu árið 1960 en um 120 kr. tveim áratugum síðar. Hve mikið Irfir enn af þeim ca 20 milljón plöntum sem gróðursettar voru með 1.500 milljóna ríkisframlagi á aldarflórðungi (1959-82) veit svo enginn. ; s • 2 Skemmtileonr nntímas b 0 6 o DQjonnon n d n o 0^0 o o d TLI' O ILH n B n B B[Il_BBBÐB p p □ o n[HCIn ImT |m o Reykjanesskóli hefur marga eftirsóknarverða þætti í starfi sínu, umhverfi og félagslífi. Áhersla er á lifandi nám, þátttöku nemendanna sjálfra. Umhverfi skólans býður upp á útiveru og íþrótta- iðkanir og bregðist veður má alltaf nýta íþróttaaðstöðuna innanhúss sem er með ágætum. Félagslífið í Reykjanesskóla er alltaf ferskt og skapandi enda að stórum hluta í höndum nemendanna sjálfra, en þó fær stöku kennari að vera með — stundum. Þeir nemendur sem eru að leita að nýjum og skemmtilegum skóla, sem gefur færi á einhverjum ofantal- inna þátta, ættu að hafa samband við Reykjanesskóla hið fyrsta og alls ekki síðar en 20. júní. Héraðsskólinn í Reykjanesi Reykjanes, 401 ísafjörður, símar 94-4840 / 4841

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.