Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 20. júní 1990 Tíininn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinssoh ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Orð dómprófasts Sr. Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur í Reykjavík, ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið 14. þ.m., þar sem hann gerir að umtalsefni vaxandi ofbeldishneigð í íslensku samfélagi og hvemig hún er samofin vímuefnanotkun. I greininni tekur hann svo til orða að víst sé að of- beldisverk og afbrot verði alvarlegri og háskalegri sé árásarhvöt mannsins örvuð með neyslu vímuefna, enda sé það margra mál að löggæsla yrði mikið til óþörf, ef unnt væri að halda fólki frá vímuefnum. Ofbeldis- og vímuefnavandamálið er að sjálfsögðu stærst í stórborgum, segir dómprófasturinn, en það er einnig raunvemlegt í Reykjavík og stærri kaup- stöðum landsins, svo e.t.v. megi með sanni tala um vísi að undirheimalýð, enda séu menn varla óhultir einir síns liðs að kvöld- eða næturlagi í höfuðborg- inni. „Hér er að sjálfsögðu um óviðunandi ástand að ræða,“ segir sr. Guðmundur Þorsteinsson. „Við verður að bregðast með öllum tiltækum ráðum ... þótt engar algildar lausnir séu í sjónmáli.“ Dómprófasturinn bendir á að nauðsynlegt sé að gera sér grein fyrir eðli vandans eins og hann blasir við í okkar fámenna þjóðfélagi og fá svarað þeirri spumingu, hvers vegna fólk gefist vímuefnaneyslu á vald og láti hana svipta sig ráði og rænu. Hann rekur síðan ýmsar orsakir þess að svo illa fer fyrir mönn- um að þeir verða vímuefnum að bráð með hryggileg- um afleiðingum og nefnir til lífsflótta og firringu, sem geta beinlínis átt rætur í lífsháttum nútímasam- félags og neikvæðum uppeldisskilyrðum bama og unglinga vegna lausungar í heimilislífí og óhófs- skemmtunum og sinnuleysi um hollt uppeldi og um- hyggjusemi gagnvart bömum og unglingum. Slíkt geti komið fram sem tilfinningadofí hjá uppvaxandi æskulýð sem lýsi sér í tillitsleysi gagnvart samferða- mönnum og umhverfi og fæðir af sér þá ofbeldis- hneigð sem saklausir menn verða fýrir og raskar al- mannafriði, sem lögregla fær ekki við ráðið. Sr. Guðmundur segir réttilega að margs konar félög og samtök leggi sig fram um að ráða bót á þessum margþætta vanda ofbeldis og vímuefnaneyslu. Þar bendir hann m.a. á að kirkjuþing hafi tekið málið til sérstakrar meðferðar og hvetji til átaks í því efni. Hann segir jafnframt að eðlilegt sé að þjóðfélagið líti náið til kirkjunnar um að láta til sín taka á þessu sviði og hvetur til þess að kirkjan beiti af alefli þeim ráðum sem hún býr yfír í trúar- og kærleiksboðskap sínum og stuðli auk þess að hvers kyns jákvæðu for- vamarstarfi sem hún getur átt samleið um með öðr- um félagsskap og samtökum. Hugvekja dómprófastsins í Reykjavík er tímabært framlag af hálfu kirkjunnar manna til umræðu um þá þjóðfélagsmeinsemd sem samspil vímuefnaneyslu og ofbeldis er orðið. Kirkjan hefur hér verk að vinna, sem hún verður að leggja alúð við, enda á hún fulls trausts að vænta af hálfú almennings, ef hún beitir sér að því aðkallandi verkefni sem það er að vinna gegn þessum vanda. 11B1 GARRI — ; Fyrir nokkrum dögum bárust frcgnir af róslum vcstur á ísafirði milti nokkurra hcimamanna og grsenlenskra sjómanna. Áflog þessi enduöu nu-ö (>vf aö einn grœnlensku sjóraannanna var fluttur á spitala, eftir aö um hann haföi verið jafnaö og lögregla skakkað leikinn. Ekki teist til tíð- inda þótt drukknir sjómenn lendi í róstum í útgerðarbæ og skal hér cngum getum að því ieitt hvorir sekari voru, heimamenn eða Greenlendingaroír, enda skiptir það ekki mikhi máli. Aftur á raóti varð undfrrituðutn hugsaö hve sárasjaldan við vcróu in vör við þessa nágranna okkar og iæðist að manni sá grunur að áhugi sé hér mjög iitiil á þessu landi og þjóð þess ekki i miklum hávegum höfð. Ilclst er á Græniand minnst hér í Sambandi við cinhver ótiðindi vegna ofdrykkju. betta er satt að segja dálítiö furðulegt, vegna þess að ekkerf iand er nær okkur og eiga þjóðirnar mjög raargf saraeig- iniegt, svo sem hvað ioftslag, lands- lag og atvinnuhætti varðar. Ósann- gjarnt væri þð að segja að islensk stjórnvöld hafi ekki oröið vci við, þegar Grænlendingar hafa viljað afla sér þekkingar á ýmsum grein- um iandbúnaðar og fiskveiða hér og því langt fró að saraskiptin séu á einhvern háttslæra. Það sem furðu má vekja er aðeins hve lítil þau eru. Hér á árunum var þó áhugi á Ak þingi að efla teugslin við Græn- iand og má mikið vera ef Einar Öl- geirsson var ekki einn helsti for- göngumaður um það mál. Var efnt til styrks handa íslendingi að Iæra grænlensku og brestur oss minni tii að segja um hvorí einhvcr þáði hann eða ekki. Hafi svo verið þá hefur vcrið Idjótt um styrkþegann og starf hans að auknum sam- skiptum. Mfkiu fyrirferðarmeiri var áhug- inn á Grænlandi meðal þing- manna, þegar ýmsir VUdu fara að tillögum Jóns heitins Dúasonar og láta ísland gera kröfu tii Græn- iands sem fornrar nýiendu sinnar. Sáu suroir menn, svo sem Pétur Ottesen og flciri, í hiilingum ís- lenskar útgcrðarstöðvar handan við álinn, svo og mögulcika á grænleuskum námum sem stór- fengiegri auðsuppsprettu. Þessi áform urðu þó aö engo, eftir að góður maður i þingmannahópi benti á aö „fóikið sem á Grænlandi býr á Grænland*1. Nú hefur „fólkið scm á Græn- Iand“ fcngið heimastjórn og berst við að viðhalda tungu sinni og menningu í straumi aðsópsmikilta i áhrifa frá umheiminum á timum örra samgangna. Eiuuig siíka bur- áttu þekkjum við íslendlngar mætavel. Fámennis vegna eiga Græniendingar þó við enn ramm- ari relp að draga en við. Væri ástæða til að menn hér á landi hefðu frumkvæði að því að styrkja þessa baráttu granna vorra mcð auknuin menningariegum sam- skiptura, sem orðið gæti þeim hvatning og lyftistong á ýrasa vegu. Segja má að nágrenuið og gömul sögulcg tengsl gefi ríka ástæðu til þess að við á ný fetum i fótspor Græniendinga hinna forau og uppgötvum þetta mikla iand að nýju, sem cnn er satt best að segja „landið gleymda“ hvað meginhiuta þjóðar okkar snertir. Garri VITT OG BREITT Rammagerð hagfræðinnar Hvort hagfræðin er merkileg vís- indagrein eða marklaus fer líklega eftir því hver á heldur. Margt er spak- lega ályktað í nafni hagfræðinnar og mikið er bullað undir yfirskini hag- fræðiþekkingar. En mestan part eru hagvísindin óskiljanleg af manna- völdum og læðist að manni sá grunur að þá hallist ekki á sljóleikann hjá þeim sem setja fram þannig rök- studdan þokumökk og þeim sem reyna að rýna í ómyndina og reyna að komast að hvort mistrið umlykur eitt- hvað. Hagfræðin á það sameiginlegt með heimspekinni að endanleg niðurstaða er hvergi til og leika vísindin Iausum hala eins og kálfur á vordegi og það sem eru bjartsýnar staðreyndir í dag em svartagallsraus á morgun og spá- dómar allir byggðir á sandi. Samt er öll efnahagsleg tilvera okk- ar byggð á hagspcki. Oft ber til að hagfræðingar gefa al- múganum innsýn i hugrenningar sín- ar þegar þeir segja stjómvöldum fyrir verkum eða gagnrýna gjörðir þeirra. I mánudagsblaði DV er birt grein eftir Brynjólf Jónsson, hagfræðing, og á að vera um „hinn íslenska efnahags- ramma". Þar ber hagffæðingurinn saman þýskt og japanskt efhahagslíf eftirstriðsáranna og lífsbaráttu Islend- inga sama tímabil. Niðurstaðan er þessi: „Ef við hefð- um búið við sama efhahagsumhverfi og Japanir og Vestur-Þjóðveijar hafa haft allt frá lokum síðari heimsstyrj- aldar stæðum við þessum þjóðum framar í dag — og þá mundi enginn tala um það að lífskjörin í þessu landi takmörkuðust við þau verðmæti sem hafið gefur af sér.“ Hæfileikarnir utangátta Greinarhöfundur telur að efjapansk- ir ráðamenn hefðu sagt þegnunum að efnahagsleg afkoma þeirra byggðist á því sem landið og hafið gefa af sér, þá væri ekkert japanskt efnahagsundur til. En undrið mikla byggist á dugn- aði, fómfysi og góðu stjómskipulagi japönsku þjóðarinnar og engu öðru, skrifar hagfræðingurinn. Þar fá mannkostimir að njóta sín. Sama er uppi á teningnum í Þýska- landi. Svo spyr hagfræðingurinn, af hveiju hefur ekkert efnahagsundur orðið á Islandi? Svarið er að atvinnulífinu hefur ekki verið búinn sá grundvöllur að hæfileikar þjóðarinnar fái að njóta sín. A íslandi verður ekki neitt efnahags- undur fyrr en stjómskipulagið leyfir að þjóðin fái að njóta sín. Undirstöðunni sparkað Svona fjasar Brynjólfhr Jónsson, hagffæðingur, og sér engan mun á þrem ólíkum þjóðum sem búa við mismunandi skilyrði hvað varðar hnattstöðu, fólksfjölda, nýtingu auð- linda og ótal margt fleira. En gaman væri ef Brynjólfur hagfræðingur gæti sýnt framan í svo sem eins og einn japanskan stjómmálamann, hagfræð- ing, eða jafnvel forstjóra stórfyrirtæk- is, sem segði þjóð sinni að ekki ætti að nýta auðæfi sjávar eða gróðurmátt landsins eða að það skipti ekki máli hvað snertir efhahagslega afkomu þjóðarinnar hver affakstur þeirra at- vinnugreina sem afla fæðu er. Kannski rétt að gleyma líka öllum þeim iðnaði og fjármálastarfsemi sem þrifst á þjónutu við þær atvinnu- greinar sem nýta land og haf. Að sama leytinu væri ffóðlegt að vita hvað þessi séríslenska hagffæðistefha veit um nýtingu Þjóðveija á landi og auðlindum sjávar. Vel er hægt að taka undir að á Islandi hefúr ekki orðið neitt efnahagsundur. Frá striðslokum hafa atvinnuvegir að vísu verið byggðir upp og er ffam- leiðnin orðin slík að takmarka verður framleiðslu með kvótum. Húsakost- ur, bílaeign, menntakerfi og fleira og fleira er hið mesta í heimi. Sjónvörp, flugfélög, fjármálastofhanir, fleiri og stærri en nokkurs staðar þekkist á byggðu bóli. Virkjanir og íþróttahús, tölvuvæðing, tryggingakerfi og guð má vita hvað og hvað hefur verið byggt upp hér á landi síðustu áratug- ina og auðlindalögsagan færð út meira en nokkum óraði fyrir um mið- bik aldarinnar. Allt em þetta smámunir miðað við efnahagsundur hagffæðinnar og er kallað „mistök íslendinga“ í tilvitn- uðu skrifi. Svo er að heyra á mörgum aðdáend- um fjármagnsflæðanna, að hinn ís- lenski efnahagsrammi, eða efnahags- legt umhverfi og hvaða nöfnum þetta er gefið, hamli allri eðlilegri sam- keppni og takmarki fijálsræði at- hafhamannanna. Aldrei fæst upp gefið hvaða frelsi það er sem á vantar. Ekki skortir lána- stofhanir, ekki skortir erlendu lánin, ekki þarf innflutningsleyfi fyrir hveiju sem er, nógir em leppamir fyr- ir erlent fjánriagn og útflutningsfyrir- tæki, hver sem er fær að stofna fyrir- tæki og setja á hausinn og yfirleitt em sáralitlar takmarkanir á athafnaffelsi. En íjárskortur háir mörgum og er það ekkert séríslenskt fyrirbæri. Það er t.d. vel þekkt í Japan og hvergi em gjaldþrot fleiri en þar. Þau era liður í efhahagsundrinu. Þegar menn tala og skrifa í nafni hagffæðinnar ættu þeir að temja sér að skilgreina hugtök, þótt ekki væri nema til að þeir skilji betur sjálfir hvað þeir em að meina með „efha- hagsundri", „efhahagsramma" og jafnvel „stjómskipulagi". Svo mætti sú hugmyndffæði missa sig, að hér á landi sé eitthvert sérstakt neyðar- ástand i efhahagsmálum, að því að manni skilst vegna þvingana stjóm- valda. Frelsi í viðskiptum á að vera takmarkað en aldrei er hægt að benda á í hveiju frelsinu er ávant og síðast en ekki síst dettur engum hagfræði- legum spámanni eða vandlætara í hug að kenna vanhæfúm stjómend- um fyrirtækja eða glannalegum lukkuriddurum fjármálalífsins um það efhahagslega umhverfi sem þeir búa sjálfúm sér. Ef auðlindir sjávar og það sem land- ið gefúr af sér er orðinn baggi á efna- hagslegum ffamfömm er eðlilegast að íslendingar fari að hugsa sér til hreyfmgs. Skyldu Jótlandsheiðar enn vera óbyggðar? Þær er þó fjandakomið í Evrópubandalaginu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.