Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 8
3 Tíminn Miðvikudagur 20. júní 1990 Miðvikudagur 20. júní 1990 Tíminn 9 Eftir Krístrúnu Maríu Heiðberg Voövabolga, Nýlokið er í Reykjavík ráðstefnu um vinnu- vemdarmál. Vinnueftirlit ríkisins og Norræn stofnun um framhaldsmenntun á sviði vinnu- vemdarmála (Nordic Institute for Advanced Tra- ining in Occupational Health) stóðu fyrir ráðstefn- unni sem fjallaði um vamir gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdóma. Þátttakendur vom um fjömtíu talsins víðs vegar að úr heiminum. Margt kemur í ljós þegar staða Islendinga í þess- um málum er skoðuð og þó svo ýmislegt sé gert til að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma og vinnuslys verður að gera enn betur. Mun fleiri Islendingar þjást af ýmiss konar vöðvasjúkdómum miðað við nágrannaþjóðir en hægt er að koma í veg fyrir slíka sjúkdóma með ffæðslustarfsemi og bættum vinnuaðstæðum. Einnig kemur það fram að vinnuslys em tíðari á Islandi en á öðmm Norður- löndum. Af hveiju stafar þetta og hvað hefur ver- ið gert til að koma í veg fyrir þetta? Leggja Islend- ingar meira upp úr öðmm hlutum en þeim sem viðkoma heilsu og öryggi vinnandi fólks? Vöövasjúkdómar algengir hér Samkvæmt niðurstöðu könnunar, sem gerð var af Vinnueftirliti ríkisins 1986, em óþægindi ffá hreyfi- og stoðkerfí og vöðvasjúkdómar mjög al- geng meðal íslendinga og valda þeir vemlegum fjarvistum frá vinnu. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir sem skýra ástæður þess að einkennin em svo algeng meðal Islendinga. Leiða má lík- um að því að langur vinnudagur auki tíðni slíkra einkenna. Því er rétt að hafa í huga að vinnudag- urinn er lengri hér á landi miðað við annars stað- ar, þar á meðal Svíþjóð. Fleiri atriði geta haft áhrif. Sem dæmi má nefna slæmar vinnuaðstæð- ur, streitu og kalda veðráttu. Niðurstöður könnunar Vinnueftirlitsins sýndu að karlmenn höfðu einkenni frá neðri hluta baks, herðum eða öxlum og hálsi eða hnakka. Ein- kenni ffá neðri hluta baks komu helst í veg fyrir að karlamir gætu stundað dagleg störf sín. Nið- urstöður úr svömm kvenna sýndu að flestar höfðu einkenni ffá herðum eða öxlum, neðri hluta baks, hálsi eða hnakka og frá höfði. Ein- kenni ffá neðri hluta baks og höfði komu helst í veg fyrir að þær gætu stundað sína daglegu vinnu. Atvinnusjúkdómar geta falið í sér alls kyns sjúk- dóma. Það sem aðskilur atvinnusjúkdóma ffá öðmm sjúkdómum er að þeir eiga orsakir sínar í vinnuaðstæðum. Þetta geta verið efnamengun, hávaðamengun, vinnuálag, síendurtekin vinnu- brögð, kuldi á vinnustað, smit af ákveðnum smit- efnum og vírusum og síðan era atvinnusjúkdóm- ar sem stafa af andlegu og sálarlegu álagi. Vöðva- og stoðkerfissjúkdómar em fyrst og ffemst í störfum sem krefjast þess að starfsmað- ur endurtaki sömu hreyfingamar affur og aftur og þar sem vinnan krefst þess að ávallt sé haldið sömu líkamsstellingu. Tölvuvinna krefst þess t.d. að hendur og axlir séu í læstri stöðu allan daginn og ef starfsmaður tekur sér ekki reglulega hvíld þá geta menn ofgert vissum vöðvum sem leiðir til vöðvasjúkdóma. Hin ýmsu „kvenna- störf* bjóða sérstaklega upp á þessa áhættu þar sem þau era þess eðlis. Lungnakrabbi tíður hjá múrurum í dánarmeinarannsókn sem gerð var fyrir nokkmm áram hjá Vinnueftirliti ríkisins kom í ljós að lungnakrabbamein var mun tíð- ara meðal múrara en annarra íslenskra karla. Þetta stafar aðallega af efni sem múrarar nota og kallast asbest og er krabbameins- valdur. Reynt hefur verið að draga úr notkun efnisins hér og jafnvel verið gengið svo langt að banna notkun þess en veittar hafa verið undanþágur samt sem áður. Þetta efni er einkum í hitaveitulögnum og hinum ýmsu vélum. Litlar varnir gegn atvinnusjúkdómum Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir hjá Vinnu- eftirliti ríkisins og jafnframt stjómandi ráð- stefnunnar á Hótel Sögu, sagði að því miður beindist athyglin ekki að atvinnusjúkdómum þegar um bætur væri að ræða. Sagði hann tryggingakerfið gefa möguleika á að bæta at- vinnusjúkdóma en það væri mjög sjaldan sem slíkar bætur væra greiddar. Ástæðuna fyrir þessu sagði hann ekki vera á hreinu, en um leið og yrði byrjað að bæta atvinnusjúkdóma á sama hátt og vinnuslys myndi athygli manna beinast að atvinnusjúkdómum og for- vömum gegn þeim. „Þetta gerir það að verk- um að atvinnurekendur þurfa ekki að bera kostnaðinn af þeim tryggingum sem vera ber af atvinnusjúkdómum. Þannig að þeir leggja ekki aðaláheyrslu á að fyrirbyggja atvinnu- sjúkdóma," sagði Vilhjálmur. Fleiri slys úti á landi en í Reykjavík Á Reykjavíkursvæðinu era skráð árlega meira en sex þúsund vinnuslys. Það leita þrisvar sinn- um fleiri slasaðir til Slysadeildar Borgarspítal- ans á ári vegna vinnuslysa en vegna umferðar- fiskvinnslu. Samkvæmt tölum frá heilsugæslu- læknum era vinnuslys algengustu slysin úti á landi. Hins vegar era heimaslysin algengust í Reykjavík. Mun fleiri karlmenn sækja slysa- deild vegna vinnuslysa eða um tíu prósent á móti tveimur prósentum kvenna. Tíðari vinnuslys hér á landi en í nágrannalöndum Þegar bomar era saman tölur um vinnuslys á Islandi og í nágrannalöndum kemur í ljós að fleiri vinnuslys era hér á landi. Sérstaklega miðað við Svíþjóð og Danmörku. Það sama er uppi á teningnum þegar miðað er við tölur frá Bandarikjunum. Ekki era til einhlítar skýringar á þessu en Vilhjálmur sagði þó að fiskveiðar okkar Islendinga gætu verið ein skýringin. „Það er almennt viðurkennt að í þessari grein, físk- veiðum, felist mikið af hættum og þar er einnig mikið af alvarlegum slysum. Við íslendingar eram kannski ekki nógu duglegir í okkar slysa- vömum. Ég trúi því að það sé hægt að gera mik- ið meira en gert hefur verið í okkar slysavöm- um,“ sagði Vilhjálmur. Algengustu vinnuslysin hér á landi era fall á jafnsléttu, fall úr stiga og stillönsum. Vinnuslys vegna véla em einnig mikil og er það vegna þess að fólki er ekki kennt nógu vel á þær. Vil- hjálmur sagði það mikilvægt að vélar hefðu góðan hlífðarbúnað þannig að ekki væri hægt að fara með hendumar inn í þær. Hver er réttur starfsmanna? Starfsmenn eiga að kynna sér reglur ffá Vinnu- eftirliti ríkisins um öryggisbúnað og vita þar af leiðandi hver réttur þeirra er. Ef öryggisreglum er ábótavant geta starfsmenn neitað að vinna ákveðin störf. í slíkum tilvikum eiga starfs- menn að vekja athygli verkstjóra eða yfirmanns á málinu. Ef ekki er tekið tillit til kvartana starfsmanns á viðkomandi vinnustað er hægt að leita til Vinnueftirlits ríkisins og Iáta stofnun- inni málið eftir. Vilhjálmur sagði það koma fyr- ir um það bil einu sinni í hveijum mánuði að Vinnueftirlit ríkisins þurfi beinlínis að loka eða innsigla vélar sem ekki era með réttum búnaði. Það er sérstakt tryggingakerfi frá Trygginga- stofnun ríkisins sem bætir vinnuslys og em um 1.000-1.200 manns sem fá bætur gegnum það kerfi. Það em alvarlegustu slysin sem fá þá meðhöndlun. Þetta era slys sem hafa valdið fjarvistum í meira en ellefu daga eða leiða til örorku starfsmanns. Einnig er hægt fyrir þann sem verður fyrir vinnuslysi að fara í mál við at- vinnurekanda og krefjast bóta. Slík málshöfðun er einnig hugsanleg þegar imi atvinnusjúkdóma er að ræða en er þó erfiðara að fá í gegn. -KMH Sviösett mynd. Tímamynd Ami Bjama slysa sem em um 1.500 manns. Þetta era himin- háar tölur en samkvæmt rannsókn, sem Vinnu- eftirlitið gerði, kom í ljós að vinnuslys em tvö- falt fleiri úti á landsbyggðinni en í Reykjavík. Stafar þetta af því að hér í höfuðborginni er mikið um þjónustugreinar banka, verslanir og viðskipti, þar sem slysahætta er minni en í alls konar verksmiðjustörfum, s.s. við fiskveiðar og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.