Tíminn - 21.06.1990, Síða 3

Tíminn - 21.06.1990, Síða 3
•Fifi,i‘mftcidatí|úr'21'.']áriM90O Tífriihrir 3 Væntanlegir háskólaborgarar hundsa vinnu með betri launum en byrjunartaxtar BHMR: Lifa frekar frítt á Hótel pabba og mömmu Eftir miklar fjölmiðlaumræður um hundruð illa stadda atvinnu- lausa námsmenn, rekur landsbyggðafólk í rogastans þegar því er sagt að ekki er nokkur leið að fá unga sumarmenn til starfa. Verðandi háskólaborgarar af karikyni ganga frekar tugum og jafnvel hundruðum saman með hendur í vösum helduren að líta við „illa launuðum" sumarstörfum. Lágmarksviðmiðun þeirra í þessu sambandi, um 60.000 kr. á mánuði, sem reynist svo hærri upphæð heldur en samningsbundin byrjunariaun BHMR og miklu hærri heldur en launataxtar VR fýrir hæstu skrifstofustöð- ur miðað við 1 árs reynslu í starfi. „Hvarflaði ekki að mér...“ „Ég er nú svo saklaus, að eftir allar fféttimar um atvinnuleysi skólafólks- ins þá hvarflaði hreinlega ekki að mér að ekki væri mögulegt að fá ung- an sumarmann í sveit. Sé maður á kúpunni og ætli að ná sér í pening, þá hélt ég að það væri betra að fá fæði, húsnæði og þjónustu og svo ein- hverja peninga, heldur en að lifa á „Hótel pabba og mömmu“ allt sum- arið. Og svo eru allir íjölmiðlar að velta sér upp úr vandræðum þessara aumingjans námsmanna sem hvergi fá neina vinnu yfir sumarið", sagði Bima Lámsdóttir bóndi í Dalasýslu. Bónleið til búðar... Bima, eins og fleiri sem Tíminn hefúr talað við, varð hreint undrandi þegar henni var tjáð af Atvinnumiðl- un námsmanna að vonlaust væri að leita þar eftir ungum sumarmönnum til starfa. Bima bað um nánari skýr- ingar: Þeir vilja ekkert fara út borg- inni yfir sumarmánuðina — og svo væri kaupið svo lágt. Og hverjar vom þá kaupkröfúmar? Ja, svona 60 þús. á mánuði. „Þá er það nú eigin- lega betra sem ég býð, því þar er fæði, húsnæði og þjónusta innifal- in“, sagði Bima, sem snéri bónleið til ffá Atvinnumiðlun námsmanna, sem situr nú með hálft þriðja hundr- að „atvinnulausra(?)“ skólapilta á skrá. Ekki út fyrir borgarmörkin.... „Já það er vonlaust að leita hingað eftir fólki í vinnu úti á landi og þá ekki bara til sveitastarfa. Það heíúr verið leitað til okkar eftir fólki í skrifstofustörf og annað úti á landi sem hefur reynst mjög erfitt að ráða í“, sagði Elsa B. Valsdóttir fram- kvæmdastj. Atvinnumiðlunar náms- manna. Vilja piltar þá fremur vera án vinnu heldur en að fara út fyrir borgar- mörkin? - Nei, það er kannski ekki málið. En það er allt útlit fyrir að það verði vinnu að fá í Reykjavík og þá tekur fólk það miklu, miklu frekar heldur en að fara út á land. Enda láta þeir, sem hafa áhuga á að fara í sveit, ekki skrá sig hjá okkur. Setja 60.000 kr. lágmark Elsa var spurð hvaða laun sé um að ræða þegar piltamir afþakka störf vegna „of lágra launa“. - Það hefur mikið verið hringt frá op- inberum stofnunum í sambandi við afleysingar í skrifstofustörfum, síma- vörslu og fleira. Þá er um að ræða laun á bilinu 48 og upp í 55 þús. kr. - og það er, liggur við, ómögulegt að ráða karlmenn til slíkra starfa. Hvaða laun sætta þeir sig við? - Ætli þeir dragi ekki mörkin við svona 60.000 kr. á mánuði. Um 56.900 hjá BHMR að námi loknu? En hver em þá til samanburðar dæmi- gerð byijunarlaun sem háskólamönn- um standa til boða að námi loknu? ,Ætli við mundum ekki segja að það sé um það bil launaflokkur 139 (og þá er ég fremur rausnarleg), því þar tek þar mið af félögum sem hafa samið ágætlega. Þeir byrja í 3. þrepi og þar era launin 58.593 kr. á mán- uði“, var svarað á skrifstofu BHMR. Bókasafnsfræðingur, sem lokið hefúr námi, mundi t.d. byrja í launaflokki 138, sem gerir 56.887 kr. á mánuði. Samkvæmt upplýsingum BHMR era þetta algengustu byrjunarlaunaflokk- amir, nema um sé að ræða hærri röð- un, þ.e. eitthvað „yfir...“ eða „deild- ar...“. Dæmigerð byrjunarlaun HÍK kennara era rúm 60.000 kr. Og taxtar VR um 43*53 þús. Hjá VR var spurt um dæmigerð byrjunarlaun skrifstofumanna? Taxti skrifstofufólks I (t.d.almenn skrifstofústörf, innheimta og síma- varsla) eftir I ár í starfsgreininni er 45.509 kr. á nánuði. Taxti skrifstofú- fólks III (sjálfstæð störf sem krefjast víðtækrar þjálfúnar og reynslu á sviði skrifstofústarfa, t.d. bókari) er 53.320 eftir 1 árs starf. Byrjunarlaun við af- greiðslu era 43.556 kr.á mánuði, sam- kvæmt taxta. Skólastrákar virðast því stilla lámarkslaunakröfúm sínum skör ofar flestum samningsbundnum byxjunarlaunum, hvort sem miðað er við háskólamenntaða ríkisstarfsmenn eða hæstu skrifstofústöður. Þama er þó um að ræða þann hóp skólastráka sem enga sérþekkingu hefúr, því hin- ir era komnir í störf. Að sögn Elsu hefúr verið töluvert framboð á störfúm þar sem krafist er sérþekkingar sem stúdentar uppfylla ekki. T.d. hafi hver einasti maður með meirapróf eða vinnuvélaréttindi þegar fengið vinnu. Stúdínurnar ganga betur út... Aðeins um 50 stúlkur era enn á skrá hjá Elsu. Sætta stúdínumar sig við minna — kannski 45 þúsund? Það gengur auðvitað alltaf illa að manna stöf sem era mjög illa launuð. En okkur hefúr gengið betur að koma stelpunum í störf, m.a. vegna þess að það er mun meira spurt um þær. Þær fara í afleysingar á skrifstofúm, í af- greiðslu, á sjúkrahús, dagheimili, elliheimili og mötuneyti svo nokkuð sé nefnt. - HEI Menntaskólanum á Akureyri slitið við hátíðlega athöfn: íhaldssemi á rétt á sér Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn á þjóðhátíðardaginn. 113 nemendur brautskráðust á þessu afmælisári, en 110 ár eru liðin frá því skólinn var endurvakinn á Möðruvöllum, og 60 ár frá þvi hann varð menntaskóU. Hæstu einkunn á stúdentsprófí hlaut Gunnar Páls- son frá Akureyri 9,11. í skólaslitaræðu sagði Jóhann Sigurjónsson skólameistari m.a.: „A þessari stundu tengir skólinn okkar saman fortíð, nútið og framtíð. Fortíð þeirra sem hér eru komnir til að rifja upp gamlar minningar skólaáranna, hitta garala skólafélaga og votta Menntaskólanum virðingu sina og vináttu. Framtíð þeirra sem nú eru að ljúka námi og hverfa frá skólanum, en koma vonandi aftur sem gestir af sama tilefni og aðrir gamlir nemendur skólans. Sumir láta sér fátt um fortiðina fínnast, en aðrir deila um réttan skilning á henni, og ekki að ófyrirsynju. Hún kemur nútimanum mikið við. Hann safnast i hennar sjóð með hverju andartaki sem líður og for- tíðin á sér sinar stundir og staði. Við höfum lifað tima þar sem hlut- irnir frá í gær eru gamaldags. Horft á kapphlaupið eftir nýjung- unum og séð þá talda merkasta og besta sem örast breytast, oft að- eins breytinganna vegna, Verð- mætamatið hefur verið fólgið í því að það veraldlega er eftirsóknar- verðast. Öllum liggur á, þeir eru í kappi við örfleygan tima sem ekki má renna úr greipum. Síbyljan hefur verið alls ráðandi, en ofTIæðið deyfir vitundina. Það er ekki alltaf hið sanna og verðuga sem nær athygli. Vlðhorf Mennta- skólans á Akureyri er í ætt við sjónarmið þeirra sem vernda hið góða og gamalreynda og eru lítt ginkeyptir fyrir nýjungum á með- an þær hafa ekld sannað gildi sitt umfram það sem áður var. Þrátt fyrir tækniframfarir, aukna þekk- ingu og möguleika á ýmsum svið- um er okkur hollt að hafa í heiðri ýms grundvaUaratriði í skólakerfi fyrrl daga. Ákveðin festa og ihaldssemi á rétt á sér í skólakerf- inu. Slikt útilokar þó ekki mark- visst umbótastarf, og það hefur oft sýnt sig að óöryggi og tíðar breyt- ingar hafa mikil áhrif á starf nem- enda. Sú hefðatryggð sem ein- kennir Menntaskólann á Akureyri og nemendur hans gamla sem unga, hefur verið skólanum traustur vegvisir í ólgu undan- genginna ára. Það orð fer af skólanum að hann sé erfíður og geri miklar kröfur tíl nemenda sinna, en gengi nemenda í námi og starfi eftir að þeir yfir- gefa hann er sönnun þess að við erum á réttri leið. Kæru nýstúdentar! Sandurinn er að renna úr stundaglasi ykkar sem nemendur þessa skóla. Þið hefjið nýjan áfanga í lífi ykkar eftir stutta áningu hér, eins og góðra ferðamanna er siður því við erura öll á ferð, þó ekki geri sér allir ljóst takmark hennar né tilgang. Þið hafíð verið skólanum og ykkur sjálfum tíl sóma innan skóla sem utan. Af aga sprettur sjálfsagi. Þó hefur skólinn sjaldan þurft að beita ykkur aga, enda er það skoð- un min að harðstjórn skapi að lok- um aðeins þræla eða uppreisnar- menn. Stundum höfum við haft ólíkar skoðanir á hlutunum, en ávalt leyst okkar ágreining þannig að báðir mættu við una. Með þessu móti hefur skapast sjálfs- traust hjá ykkur, og það dugar kannski best þegar útí lífið er komið. í skólanum hafa verið gerðar roiklar kröfur tU ykkar, sem fylgja ykkur hvert sem þið farið. Kæru nýstúdentar. Aukið ekki velferð ykkar þannig að aðrir líði fyrir. Verið ekki valdfíkin. Vinnið sigra sem eru öðrum sárs- aukalausir. Og umfram allt verið sanngjörn.“ Eftirtaldir nemendur fengu við- urkenningar á skólaslitum Menntaskólans á Akureyri: Ásgeir Jónsson, fyrir störf að fé- lagsmálum. Brynhildur Sigurðardóttir, verð- laun úr Brynleifssjóði fyrir árang- ur i sagnfræði. Friðrik Óttar Friðriksson, fyrir myndlistarstarf. Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, fyrir störf að félagsmálum. Guðrún Rut Guðmundsdóttir, verðlaun úr Stefánssjóði fyrir ár- angur i náttúrufræði. Að lokinni athöfri í (þróttahöllinni var afhjúpuð höggmyndin Óðins- hrafriinn eftir Ásmund Sveinsson. Myndinni var valinn staður á túninu norðan við gamla Menntaskóiahúsið. Myndin var sett upp í tilefni þeirra timamóta sem Menntaskóllnn á Akureyri stendur nú á. Óðins- hrafninn er táknrænt listaverk, því skólafélagið Huginn og skólablaðið Muninn bera nöfn hinna vísu hrafna Óðins. Á myndinni eru m.a. Þor- valdur Þorsteinsson fulltrúi 10 ára stúdenta og Hjörtur E. Þórarinsson fulltrúi 50 ára stúdenta. Mynd: hií Gunnar Pálsson, fyrír árangur f stærðfræði og eðlisfræði, og Stjörnu-Odda verðlaunin 1990. Halldór Björn Halldórsson, fyrir árangur í dönsku, frönsku, ensku og íslensku. Harpa Sveinsdóttir, fyrir árangur i dönsku, þýsku og frönsku. Haukur Hauksson, fyrir störf að félagsmálum. Helgi Þorbjörn Svavarsson, fyrir tónlistarstörf. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, fyrir árangur í ensku. Ólafur Ingimarsson, fyrir störf aö félagsmálum. PáD Erland Landry, fyrir prúð- mennsku. Rafn Ingi Rafnsson, fyrir störf að félagsmálum. Símon Þór Jónsson, verðlaun úr Þorsteinssjóði fyrir góðan árang- ur i námi og íþróttum. Svanhildur Gunnlaugsdóttir, ís- lenskuverðlaun Menntaskólans á Akureyri 1990. Þóra Kristín Óladóttir, fyrir ár- angur í þýsku. Loks fékk Orri Páll Ormarsson rós og stækkunargler, því eins og skóiamelstari komst að orði, „Samkvæmt hinni óskeikulu spjaldskrá skólans, er Orri elsti nemandi MA sem brautskráist, fæddur 1917. Því þykir rétt að af- henda honum þetta stækkunar- gler svo hann eigir auðveldara með lestur. Hið rétta er að Orri er fæddur 1971, og er þvi yngsti stúd- entinn sem brautskráist frá MA á þessu ári.“ hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.