Tíminn - 21.06.1990, Page 4

Tíminn - 21.06.1990, Page 4
4 Tíminn - * Fimmtudagur-21. júní.1990 HHHI ÚTLÖND ;— Gorbatsjov: Hætti sem leiðtogi kommúnistaflokksins Míkael Gorbatsjov. i vanþakklátu starfi. FRÉTTAYFIRLIT BONN - Haft var eftir Hel- mút Kohl kanslara V-Þýska- lands að hann vænti þess að Austur- og Vestur-Þýska- land sameinist 9. desember næstkomandi. Hann hafði áður sagt leiðtogum ríkis- stjórnarflokkanna að þetta væri líklegasta dagsetning kosninga í öllu Þýskalandi sem Ijúka munu 40 ára klofningi landsins. BÚKAREST - Forsetinn Jón lliescu hét því að leiða Rúmeníu áfram á braut til lýðræðis og sagðist vilja vinna bug á því sem hann kallaði siðferðilegri hnignun landsins. Engir fulltrúar Bandaríkjastjórnar voru við- staddir embættistöku lliesc- us en hún vill mótmæla því að ríkistjórn hans sendi námuverkamenn til að berja á andstæðingum ríkistjórn- arinnar. NEW YORK - Nelson Mandela kom til New York- borgar og fékk ofsafengnar móttökur. Hann lýsti því að hann „sæi Ijós við enda ganganna" og boöaði enda- lok stjórnar hvítra manna í S-Afríku og aðskilnaðar- stefnunnar. JERÚSALEM - Samtök gyðinga í heiminum, en stuðningur beirra er mikil- vægur fyrir Israel, hættu við að samþykkja ályktun gegn búsetu sovéskra gyðinga á herteknu landi araba eftir harðar umræður. Forsæti- ráðherra Israels, Yizhak Shamir, sagði Heimssam- tökum Zíonista að hótun um stríð vegna sovéskra gyð- inga væri bragð araba sem vildu hefta flutning gyðinga til ísraels. HUNTSVILLE, Alabama - Talsmaður Hvíta hússins sagði að forseti Bandaríkj- anna, Georg Bush, gæfi út yfirlýsingu seinna um daginn (miðvikudag) sem fjallaði um frelsisamtök Palestínu- manna, PLO. Búist var við því að Bush myndi slíta við- ræðum við PLO sem staðiö hafa í 18 mánuði. LA BAULE, Frakkland - Forseti Frakklands skoraði á leiðtoga Vesturlanda að fara að dæmi Frakka og minnka skuldabyrði Afríkuríkja. Hann sagði meiri þörf á því en kennslustundum í lýð- ræði. Leiðtogi Sovétríkjanna, Míkael Gorbatsjov, sagði á miðvikudag að hann yrði ef til vill ekki leiðtogi kommúnistaflokks Sovétríkjanna eftir nokkra daga. Hann hefur orð- ið að sæta harðrí gagnrýni á þingi rússneskra kommúnista sem hafa ákveðið að stofría eigin kommún- istaflokk. Það var ekki Ijóst hvort Gorbatsjov var að hóta því að segja af sér eða hvort hann bygg- ist við að verða settur af á þingi sovéskra kommúnista í næsta mánuði. Gorbatsjov er forseti Sovétríkjanna auk þess að vera leiðtogi sovéskra kommúnista. Hann hefúr reynt að halda flokknum saman en honum hef- ur gengið æ verr að feta meðalveg milli róttækra umbótamanna og þeirra sem vilja hægfara breytingar. I nýstofhuðum flokki rússneskra kommúnista eru harðlínumenn ráð- andi og þeir hafa gagnrýnt Gorbat- sjov harðlega. Meðal annars gaf Jeg- or Lígatsjov í skyn í gær að hann ætti að segja af sér formennsku í komm- únistaflokknum og sakaði hann um að taka ákvarðanir um mikilvæg mál- efni án samráðs við flokksfélaga sína. í fréttaskýringum Reuters frá Forsætisráðherra Frakklands, Mich- el Rocard, hefur samþykkt tillögur nefndar um franskt tungumál sem gera eiga rétta stafsetningu auðveld- ari. í tillögunum „Conseil Superieur de la Langue Francaise" er Iagt til að hætt verði að nota bandstrik í orðum eins og „picque- nique“ sem verði skrifað „picquenique“ en í ensku er þetta orð skrifað „picnic". I tillögun- um er líka gert ráð fyrir að broddum yfir stöfúm verði fækkað en Frakkar hafa brodda yfir stöfum sem halla í frétt Tass fréttastofunnar í gær sagði að þing Mið-Asíulýðveldisins Úsbekistans hefði lýst yfir fúllveldi. Þetta dregur enn úr völdum Gorbat- sjovs. I ályktun, sem samþykkt var á fyrstu samkomu nýkjörins þings, var sagt að lög lýðveldisins giltu ofar sovéskum lögum og að öll innanrik- is- og utanríkismál heyrðu nú undir stjóm lýðveldisins. Orðalag yfirlýs- ingarinnar er líkt og í yfirlýsingu Á þriðjudag ákváðu ríkisstjómar- flokkar vestur-þýsku ríkisstjómar- innar að viðurkenna vestur-landa- mæri Póllands en Pólverjar fengu mikil landsvæði frá Þjóðverjum í lok seinni heimsstyrjaldar. Aðeins sjö meðlimir ríkisstjómarinnar greiddu atkvæði gegn ályktun um þetta sem nú er talið ömggt að verði samþykkt Bandaríkjunum segir að nú sé í æ rík- ari mæli litið á Gorbatsjov sem hug- rakkan leiðtoga sem opnaði dymar fýrir öflugum umbótaöflum sem hann á endanum gæti ekki ráðið við. „Verður Gorbatsjov sá maður í sög- unni sem opnaði flóðgáttina en varð fýrir flóðinu?" spyr Dimitri Simes, sérfræðingur í málefnum Sovétríkj- ýmist áfram eða afturábak auk tví- brodda. Þessar breytingar snerta um ] 200 orð í frönsku og verða teknar upp í skólum á næsta ári. Frakkar halda mjög fram tungumáli sínu í samskiptum við aðrar þjóðir. í síðustu viku mótmælti Mitterand for- seti því við forseta Evrópubandalags- ins að enska væri nær eingöngu notuð í sumum stofnunum bandalagsins í Brassel. Hann sagði að Frakkar væra ákveðnir í að berjast gegn aukinni notkun ensku. rússneska þingsins um fullveldi 8. júní. Þjóðemisátök hafa átt sér stað í Úsbekistan að undanfomu. Eystra- saltslöndin, Rússland og Úsbekistan hafa nú öll lýst því að lög þeirra séu æðri lögum Sovétríkjanna og að þau séu fullvalda en aðeins Lithaugaland hefur lýst þvi yfir að það telji sig ekki vera lengur hluta af Sovétrikjunum og sé sjálfstætt ríki. á þingum beggja þýsku ríkjanna. „Við verðum nú að greiða fyrir sam- einingunni með þessum hætti, eða eiga á hættu alþjóðlega einangran", sagði Theo Waigel, fjármálaráðherra V-Þýskalands, sem áður hafði likt og Kohl kanslari neitað að ábyrgjast landamærin og sagt að sameinað Þýskaland gæti eitt viðurkennt þau. anna. Það gæti komið í ljós á ráð- stefnu sovéskra kommúnista 2. júlí. Á þeirri ráðstefnu mun Gorbatsjov ef til vill segja af sér stöðu sinni sem leið- togi kommúnistaflokksins en hann gæti reynt að efla stöðu sína sem for- seti Sovétríkjanna um leið og hann hættir að stjóma flokki sem verður æ óvinsælli. Embættismenn í Banda- rikjunum hafa velt því fýrir sér hvort Gorbatsjov stefni að því að firra sjálf- an sig ábyrgð á efnahagsmálum landsins með því að koma á forseta- embætti að franskri fýrirmynd þar sem forsetinn einbeitir sér að utanrík- is- og öryggismálum en lætur ríkis- stjómina sinna vanþökkuðum efna- hagsmálum. Ónefndur embættismað- ur bandarisku ríkisstjómarinnar sagði: „Fyrir Gorbatsjov er tvennt sem skiptir máli, að bjarga Sovétrikj- unum og að bjarga sjálfúm sér. Hvort tveggja er mikilvægara en að bjarga kommúnistaflokkinum". Simes segir áð á ráðstefnu sovéska kommúnistaflokksins gæti Gorbat- sjov orðið að taka ákvörðun um hvort hann gengur heilshugar til liðs við umbótamenn eða að flokkurinn klofni að öðram kosti. Gorbatsjov hefúr ffemur verið eins og drekabani en húsasmiður. „Við dáumst að drekabönum en aðeins í fjarlægð. Þeir sem verða að vera með þeim á vígvellinum era ekki eins hrifnir". sagði Simes. „Leiðtogar era á endan- um dæmdir fýrir það sem þeim tekst að byggja upp en ekki fýrir það sem þeim tekst að eyðileggja", bætti hann við. Nú er nóg framboð af vörum (Póllartdl en færri hafa efni á að kaupa þær. Pólland: Verðlagið hækkar meir en kaupið Rauntekjur i PóUandi minnk- uðu enn í maí og stærstu verka- lýðssamtök landsins sögðu í gær að miklar verðhækkanir í næsta mánuði myndu gera venjulegu fólki enn erfiðara að framfleyta sér. Tölur hagfræðistofnunar- innar GUS sýna að rauntekjur minnkuðu um meira en 6 af hundraði í maí og hafa minnkað um 35.1% frá áramótum eftir að ríkisstjórnin hóf strangar að- haldsaðgerðir sem rétta eiga af efnahag landsins. Tölurnar sýndu líka að nokkrum árangri hefur verið náð í baráttunni við verðbólgu en hún var „aðeins“ 1176% míUi ára í maí og hafði lækkað um 90% frá því i febrúar þegar hún náði hámarki og var 1266%. í apríl hækkaði verðlag aðeins um 5% en um 8.1% í. mánuðinum á undan. Að sögn verkalýðshreyfingar- innar OPZZ hefur rikisstjórnin sagt verkalýðsleiðtogum að 1. júlí hygðist hún tvöfalda verð á jarðgasi, heitu vatni og mið- stöðvarhitun. Verð á rafmagni á að hækka um 80%, póstburðar- gjald um 60% og sjónvarps- áskrift um 50%. I tilkynningu OPZZ segir að verðhækkanirn- ar muni bitna harðast á ellilíf- eyrisþegum og fjölskyldum verkamanna. Leiðtogi OPZZ, Alfred Miodowicz hefur boðið leiðtoga Samstöðu Lech Walesa og Öðrum verkalýðsleiðtogum tU fundar á föstudag tU að ræða þessar verðhækkanir. Blað Sam- stöðu, Gazeta Wyborcza sagöi aö Samstððu hefði líka verið tU- kynnt um verðhækkanirnar og að hún væri að móta svar sitt við þeim. Frönsk stafsetning: Broddum fækkar og bandstrikum Úsbekistan lýsir yfir fullveldi Vestur-Þjóðverjar: Viðurkenna landamæri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.