Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 5
Fimrhtucfá'öur 'ÍV. JOrtí'1990"' TímWr'"5 v Starfsmenn Islenska stálfélagsins vinna að hráefnissöfnun fyrir verksmiðjuna: Starfsmenn íslenska stálfélagsins vinna nú að því að rífa niður dall frá Breiðdalsvík, sem setja á í stálbræðsluna. í framtíðinni getur slíkt veríð liður í því að losna við úrelt fiskiskip á landi í stað þess að sökkva þeim í sjó. Gert er ráð fyrír að verksmiðjan hefji stálbræðslu í byrjun septem- ber. Stálbræðslan hefiir nú eignast Stakkavík frá Breiðdalsvík, sem er um 220 tonna bátur. Unnið er að því að skera bátinn sundur og nota sem hráefhi fyrir stálbræðsluna, en að sögn Sigurðar Gylfasonar hjá ís- lenska stálfélaginu er það erfitt verk og vandasamt. „Það er líka spurning hvort þetta borgi sig, en við verðum að finna eitthvað út úr því." Víst er að nokkuð er til af bátum í landinu sem hægt væri að brjóta niður og bræða, en ekki öruggt með fjárhagslegan grundvöll fyrir Stálfélagið. „Við er- um að vona að það borgi einhver með þessu, en þó hefur það ekki verið frá- gengið." Ekki verður byrjað að bræða stál í Stálbræðslunni fyrr en í lok ágúst og nú er unnið við að ganga frá sjálfri verksmiðjunni. Sigurður sagði að vel hafi gengíð að tæta brotajárn frá því tætarinn var ræstur. Prufur hafa verð- ið sendar út til bræðslu, en engar nið- urstöður komið úr því ennþá. Reiknað er með að stálbræðslan framleiði um 20 til 25 þúsund tonn af stáli á ári. Sigurður sagði að tryggð hafi verið sala á 20 þúsund tonnum á ári fyrstu fimm ár verksmiðjunnar og öll framleiðsla umfram það verður selt á frjálsum markaði. „Verð á endurunnu stáli hefur hækkað tölu- vert undanfarið og eins og staðan er í dag á að vera lítið mál að selja fram- leiðslu Stálbræðslunnar." Sigðurður sagði að nú væri unnið að því að afla verksmiðjunni nægjanlegt hráefni til bræðslu. Sérstakur starfs- maður er á ferð um landið til að leita eftir samningum til að tryggja Stál- bræðslunni tilfallandi brotajárn. Stál- bræðslan hefur fest kaup á pressubíl, og er meiningin að hann ferðist um landið og pressi niður bíla og annað brotajárn sem verksmiðjan eignast. Það verður síðan flutt í Hafharfjörð- inn með skipum eða landleiðina. -hs. Suður-Afríkusamtökin gegn Apartheid: Innflutningur ávaxta kærður Suður-Afrílcusamtökin gegn Apart- heid hafa kært innflutning á niður- soðnum ávöxtum frá Suður-Afríku til ríkissaksóknara, og óskað eftir opin- berri rannsókn á málinu, en lög sem banna slíkan innflutning hafa verið í gildi frá 1. janúar 1989. Talsmenn Suður-Afríkusamtakanna gegn Apartheid sögðu á blaðamanna- fundi, sem þeir héldu ásamt Alþýðu- sambandi íslands, að enn væru vörur framleiddar í Suður- Afri'ku til sölu í verslunum. Þá kom fram á fundinum að innflytjendur varanna neituðu því að upprunaland þeirra væri Suður- Afrika þrátt fyrir að vörurnar væru merktar því framleiðslulandi, og að frá einum aðila væru límmiðar með nafhi innflytjandans sem hyldu fram- leiðsluland vörunnar. Einnig var sagt að nokkrir innflytjendur bæru það við að enn væri verið að selja gamlar birgðir, nú einu og hálfu ári eftir að lög um innflutningsbann tóku gildi. Að sögn Ásmundar Stefánssonar, forseta ASI, en sambandið er aðili að Suður-Afrikusamtökunum, er þessi kæra til ríkissaksóknara ætluð til þess að knýja á um að þessum lögum verði framfylgt. Lára V. Júlíusdóttir, lög- fræðingur ASÍ, sagði að skv. 3 gr. laganna gætí sá aðili, sem gerðist brotlegur við þau, mátt sæta sektum, eða allt að þriggja mánaða fangelsi. Suður-Afríkusamtökin stóðu fyrir mótmælum á sölu vöru frá Suður- Afríku í áesember á síðasta ári og í mars á þessu ári, og brást fólk vel við beiðni þeirra um að kaupa ekki þess- ar vörur. Að sögn talsmanna samtakanna hverfa þessar vörur úr hillum versl- ana á meðan umræða vegna þeirra stendur yfir, en birtast jafnan aftur er umfjöllun er hætt. Er það von sam- takanna að með þessari kæru verði hægt að koma í veg fyrir að slíkt ger- ist. —só Fjármálaráðherrafundi Norðurlandanna lauk í gær: Námskeið í velferö fyrir A-Evrópulönd Fjármálaráðherrar Norðurlanda ákváðu á fundi sínum í Osló, sem lauk í gær, að mælast til þess að fljótlega verði hald- Beðist vel- virðingar í Tímanum í gær var frétt þar sem fjallað var um vandræði sem er- lendar konur hafa mállitlar og ókunnugar ratað í hérlendis við það að ganga í hjónaband eða sambúð með íslenskum karl- mönnum. Því miður láðist að geta þess að við vinnslu fréttarinnar var að nokkru stuðst við fréttaskýringu - í brennidepli - í Nýju helgarblaði Þjóðviljans föstudaginn 15. júní sl. Jafnframt var vitnað orðrétt í umrædda fréttaskýringu án þess að geta heimildar. Á þessu er beð- ist velvirðingar. Fréttastj. inn fundur fjármálaráðherra OECD ríkjanna og A- Evrópuríkjanna. Á fundi þessum verði fjallað almennt um stöðu efnahagsmála, ástand í A- Evrópuríkj- unum og áhrif breytinganna þar á þróun efnahagsmála í Evrópu almennt. í kjölfar ofanneíhds fundar hyggjast norrænir fjármálaráðherrar efna til ráð- stefnu í Kaupmannahöfn með embætt- ismönnum úr fjármálaráðuneytum Pól- lands, Tékkóslóvakíu og Ungverjalands í haust. Á ráðstefhunni hyggjast nor- rænu ráðherrarnir koma á framfæri við embættismennina reynslu Norðurland- anna af markaðskerfi og velferðarþjóð- félagi. Þá var á Oslófundinum fjallað um skýrslu norrænna embættismanna um aðhald og breytingar á opinberum rekstri. í henni er greint frá nauðsyn þess að hagræða frekar í rekstri sveitar- félaga og bent á nauðsyn þess að neyt- endur beri beint aukinn hluta kostnaðar vegna opinberrar þjónustu og að efla skuli markaðsstjórnun í opinberum rekstri. —sá Hér sjáum við Steindór Guömundsson frá verkfræöistofu Stanleys Pálssonar, Grétar Ingvarsson frá sjálfs- eignarstofnuninni Réttartiolt, Sverrí Hermannsson bankastjóra Landsbankans, Eygló S. Stefánsdóttur for- mann Réttarholts og Kari Hallbjömsson útibústjóra í Miklubrautarútibúi. Tímamótasamningur um byggingu húsnæðis fyrir aldraða: Samvinna aldraðra og Landsbankans Sjálfeignastofhunin Réttarholt, sem er félag eldri borgara í Bústaðasókn í Reykjavík, hefur samið við Lands- banka íslands um fjármögnun og ráð- gjöf fyrir byggingu íbúða fyrir félags- menn og er þetta fyrsti samningur sinnar tegundar hérlendis. Bygging- arfélagið Armannsfell hf. sér um framkvæmd verksins sem Lands- bankinn fjármagnar. Verkfræðistofa Stanleys Pálssonar hf. sér um bygg- inga- og kostnaðareftirlit. Með því vinnst tvennt: Félagsmenn fá góðan tíma til að selja íbúðir sínar eða losa um annað fé og hagstæðir samningar náðust við verktaka þegar traustur að- ili hafði tekið að sér að tryggja fjár- mögnun. Samningar Landsbankans og Réttar- holts voru undirritaðir í gær, 20. júní, og eru byggingarframkvæmdir þegar hafnar. Húsið verður reist á lóðunum nr. 33 og 35 við Hæðargarð í Reykja- vík sem er við horn Réttarholtsvegar. Arkitektar eru Rúnar Gunnarsson og Gunnar Guðnason. Hér er um að ræða fimm hæða hús með 41 íbúð, húsvarðaríbúð og bílastæðum í bíla- geymslu. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið í desember á næsta ári. Reykjavíkurborg mun innrétta þjón- ustumiðstöð fyrir aldraða í endur- byggðu Víkingsheimili og er fyrir- hugað að tengja byggingarnar með Ný stjórn Stórstúku íslands: BJÖRN JÓNSSON STÓRTEMPLARI Séra Björn Jónsson prestur á Akra- nesi var kjörinn stórtemplari Stór- stúku íslands á þingi hennar, sem haldið var nýlega. Sr. Björn var kjör- inn til þessa æðsta embættis íslenskra templara í stað Hilmars Jónssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Kristinn Vilhjálmsson, sem verið hefur stórgæslumaður Unglingaregl- unnar undanfarinn áratug, gaf heldur ekki kost á sér til endurkjörs. I stað hans var kjörin Mjöll Matthíasdóttir á Akureyri, en Mjöll situr einnig í stjórn Norræna ungtemplarasam- bandsins. —sá gangi við þjónustumiðstöðina. Aðdragandi þessa samnings Réttar- holts og Landsbankans var sá að í lok apríl rituðu forráðamenn Réttarholts fjórum lánastofnunum og óskuðu eft- ir viðbrögðum við hugmynd um að þær útveguðu skammtímalán til bygginga íbúða fyrir félagsmenn sína. Stjórn Landsbankans tók já- kvætt í hugmyndina og í framhaldi af því hófust formlegar viðræður. Þess- um viðræðum er nú lokið með undir- skrift samningsins í gær. Félagsmenn Réttarholts eru nú nærri 200 og hafa 80 þeirra látið í ljós áhuga á íbúðakaupum. I samningi Réttarholts og Landsbankans er gert ráð fyrir að þegar Réttarholt hefur fyrir sitt leyti samþykkt kaup félags- manns á íbúð kannar Landsbankinn fjárhagsstöðu og greiðslugetu og þarf samþykki hans til að af kaupum geti orðið. Falli kaupandi frá íbúðakaup- um á byggingartíma hefur annar fé- lagsmaður forkaupsrétt og tryggir Landsbankinn endurgreiðslu á því sem þegar hefur verið greitt. Heildar- byggingarkostnaður er 276 milljónir króna á verðlagi í apríl sl. Ibúðirnar eru í fimm stærðum, frá 50 og upp í rúma 100 fermetra. Sem dæmi um verð má nefna að 105 fermetra íbúð kostar rúmar 8,3, 93 fermetra íbúð kostar 7,5 millj. kr. og 65 fermetra íbúð rúmar 5,7 milljónir. Fyrir stæði í bílageymslu þarf að greiða rúmar 930 þúsund krónur. -KMH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.