Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 7
Firhmtudágur 21. júní 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Halldór Kristjánsson: Til ungra framsóknarmanna Það gladdi mig að sjá orð ykkar um fikniefnin í kosn- ingaávarpi því sem þið dreifðuð fyrír kosningar. Ég end- urtek orð ykkar: „Fíkniefnavofan liggur nú á borgarbúum eins og mara. Allir verða að taka höndum saman til að bægja henni frá. Uppbygging íþróttastarfs er mikilvægt skref í þá átt, en meira þarf til. íþróttir höfða ekki til allra ungmenna og því þarf jákvætt æskulýðsstarf, bæði á vegum frjálsra félagasamtaka og Reykjavíkurborgar. Okkar tillaga er að Reykjavík- urborg gangist fyrir samræmdu forvarnarstarfi með þvi að sam- hæfa starf skólanna, íþróttafélag- anna og annarra frjálsra félaga- samtaka, kirkjunnar og starfs- manna félagsmiðstöðva í barátt- unni gegn fíkniefnum. Þessir aðilar verða að vinna saman for- dómalaust og berjast gegn eitur- lyfjavofunni hver á sínu sviði. Aðgerða er þörf, nú þegar." Þetta er vel mælt og skynsam- lega. Hér þarf samræmt forvarn- arstarf. I stuttu máli er ekki unnt að fara mikið í sundurliðun. Því látið þið nægja að tala um fíkniefni. En nú vil ég minna á það sem sr. Hjálm- ar Jónsson segir í Morgunblaðinu Það er áberandi hversu oft og víða má heyra orðalagið: Áfengi og vímuefni. Þetta er vitleysa. Við segjum ekki: Brauð og matur, heldur brauð og annar matur og áfengi og önnur vímuefni. Það fer betur á því að hugsa og tala rökrétt - vita hvað við segjum. 20. maí sl.: „Fréttir berast gegnum fjölmiðl- ana, margan manninn setur hljóð- an við tíðindi af óhæfu- og of- beldisverkum, sem oft eru ná- tengd því að fólk hefur áður verið að vinna á sjálfu sér með eitri og ólyfjan. Allir geta fordæmt neyslu eiturlyfja og harmað hvernig óprúttnir menn eitra fyrir ung- linga. Þar er alvarlegt mein á ferðum og duga engin vettlinga- tök gegn því. Hitt vill stundum gleymast að áfengi er líka vímu- efni. Það er útbreiddasta tegund vímugjafa og veldur mestum skaða í íslensku samfélagi. Vímu- efnið áfengi — alcohol — er efst á blaði um skaðleg efni heilsu fólks og heilbrigðu samfélagi þess." Svo mælist sr. Hjálmari í hug- leiðingu sinni um baráttuna við myrkravöldin. Þessu til áréttingar má minna á það að meirihluti þeirra sem þessa mánuðina leita læknishjálpar og meðferðar vegna vímuefnaneyslu kemur þar vegna áfengis ein- göngu. Svo er það bæði hjá SÁÁ og ríkisspítulunum. Og hinir sem koma vegna blandaðrar neyslu hafa svo að segja undantekningar- laust byrjað með áfengisneyslu. Um það segir Arnar Jensson í fíkniefnadeild lögreglunnar: „Ferill þeirra neytenda sem við kynnumst er venjulega sá að byrj- að er í áfengi og það verður að vandamáli, þá kynnast menn hassinu. Við hassnotkun dofnar yfír öllu og veröldin verður grá og dofín. Til að losna við þennan gráma fer fólk í amfetamín." Það er áberandi hversu oft og viða má heyra orðalagið: Áfengi og vímuefni. Þetta er vitleysa. Við segjum ekki: Brauð og matur, heldur brauð og annar matur og áfengi og önnur vímuefni. Það fer betur á því að hugsa og tala rök- rétt — vita hvað við segjum. Tillaga ykkar er sú að borgin beiti sér fyrir samræmdu forvarn- arstarfi. Undir þá tillögu tek ég fagnandi. Ég hef dálítið fylgst með barnastúkustarfí í borginni. Það tengist skólahverfum. En þar vantar alla samhæfingu. Börnin eru sitt á hvað í ýmiss konar auka- tímum. Þar vantar samhæfinguna. Þessi tillaga ykkar um samhæft forvarnarstarf gegn vímuefnum er eitthvað það skynsamlegasta og merkilegasta sem ftam kom í kosningabaráttunni. Auðvitað kostar það talsverða vinnu að framkvæma hana. En hér er til mikils að vinna að samhæfa starf skóla og fijálsra félaga, samstilla skólakerfi rikisins og frjáls sam- tök áhugamanna. Fylgið góðu máli fram til sigurs. Gunnar Dal: Deilur trúar og vísinda Á öllum tímum hefur trúaríeg reynsla verið mönnum helgi- dómur og andiegt leiðarljós. Á öllum tímum hafa menn líka haft aðra ástæðu sem er engu síður sterk og áleitin. Þessi ástríða er að vita hið rétta og skiija hið raunverulega sanna. Fyrri ástríðan ergrundvöllurtrúarbragða, hin síðari þekkingar og vísinda. Og þessar tvær ástríður eru undirrót allra deilna um trú og vísindi og þær halda áfram meðan sannleiksást og trúarleg þörf eru hluti af eðli okkar. Nú er það að flestra dómi stað- kristin trú missti við það gildi sitt á reynd að menn eru alltaf að bæta við reynslu sína og þekkingu. En það hefur aftur í for með sér að bæði trúarhugmyndir og vísinda- legar kenningar eru í stöðugum vexti og þess vegna alltaf að breyt- ast. Enginn vísindamaður getur í dag verið að öllu leyti sammála Galileo eða Newton. Og svo örar eru breytingarnar að enginn vís- indamaður getur í dag að öllu leyti verið samþykkur skoðunum sem hann hélt að væru réttar fyrir ein- um aldarfjórðungi. Trúmönnum hættir oft til að álíta að skoðanir og skýringar þeirra á helgum bókum séu svo sannar og réttar að þær séu óhagganleg undir- staða trúarinnar. En þessar trúar- skoðanir sem menn héldu óhagg- anlegar niðurstöður um hvernig skilja bæri ritningarnar hafa engu síður breyst en vísindalegar „stað- reyndir". I frumkristni skýrðu menn ritninguna þannig að enginn kristinn maður gæti efast um að heimsendir væri í nánd. Þegar tím- inn leiddi í ljós að þetta var mis- skilningur gerðist ekkert annað en það, að menn breyttu kenningu sinni og útskýringum. Lærðir guð- fræðingar á 6. óld töldu það eina af grundvallarkenningum biblíunnar að jörðin væri flöt. Munkur einn, Cosmos að nafhi, skrifaði bók um þessi efhi árið 535 þar sem hann hugðist finna óyggjandi ritningar- greinar í biblíunni sem sýndu að jörðin væri ferhyrningur og lengd hennar væri helmingi meiri en breiddin. Hvað gerðist þegar menn urðu að viðurkenna að þetta var rangt? I raun og veru ekki neitt. Kenningunni var breytt án þess að nokkurn hátt. A sautjándu öldinni var það ein grundvallarkenning ka- tólsku kirkjunnar að jörðin stæði kyrr. Sú kenning að jörðin snerist var þá bannfærð sem trúvilla. Leið trúin undir lok þegar þessi mis- skilningur var leiðréttur? Nei, skilningur kirkjunnar óx en trúin hvarf ekki. Á öldinni sem leið gerðu guðfræðingar það að sálu- hjálparatriði að menn tryðu því að heimurinn væri um sex þúsund ára gamall. Nú eru þessar deilur jarð- ftæðinga og guðfræðinga löngu þagnaðar og enn sést hversu auð- velt það er að leiðrétta gamlar vill- ur. A fyrri hluta þessarar aldar urðu illvígar deilur með vísindamönn- um og guðfræðingum um þróunar- kenningu Darwins. Nú eru þær deilur einnig hljóðnaðar og þótt skýringar guðfræðinganna hafi augljóslega reynst rangar í þessum efhum og kenningar Darwins raun- ar líka hefur það ekki rýrt gildi kristinnar trúar. Trúarhugmyndir okkar hafa aðeins þróast eins og allt annað. Hinu er ekki að neita, að þessi tregða kirkjunnar manna til að fallast á augljós sannindi sem fylgja framþróuninni hefur hrakið marga frá kirkjunni og gert áhrif hennar minni. Þessu er öfugt farið með vísindin. Þeirra menn hafa oft- ast skilið að ný sannindi og nýr skilningur er ávinningur en ekki tap. Af öllu þessu mætti draga þá fljót- færnislegu ályktun að í deilum trú- manna við vísindamenn hafi trú- menn alltaf haft á röngu að standa en vísindamenn haft rétt fyrir sér. Þessu er ekki þannig farið. Vís- indamenn hafa engu síður þurft að endurskoða og breyta sínum kenn- ingum. Lítum t.d. á hina frægu deilu Galileos við rannsóknarrétt katólsku kirkjunnar. Kenning Gal- ileos varð auðvitað þýðingarmeiri, en hafði hann rétt fyrir sér? Galileo sagði að jörðin hreyfðist en sólin stæði kyrr. Rannsóknarrétturinn hélt því hins vegar fram að sólin hreyfðist en jörðin sé kyrrstæð. Hvor hafði í raun og veru rétt fyrir sér? Stjörnufræðingar sem aðhyll- ast heimsmynd Newtons sögðu að hvorugur hafi haft fyllilega á réttu að standa þar sem bæði sól og jörð hreyfast. Nú segja vísindamenn hins vegar að allar þessar þrjár staðhæfíngar megi til sanns vegar færa. Þótt skoðun Galileos reyndist þýðingarmeiri fyrir vísindalegar rannsóknir síðari tíma þá hafði hvorki hann né rannsóknarrétturinn neinn skilning á því sem menn nú kalla afstæða hreyfingu. Staðhæf- ingar beggja byggðust á ónógri þekkingu. En menn vísindanna leituðu að nýjum sannindum og víðtækari skilningi. Þessi jákvæða afstaða til nýrra sanninda leiddi til mikilla landvinninga á sama tíma og tregða margra leiðtoga kirkj- unnar til að skoða trúarhugmyndir í nýju ljósi nýrrar þekkingar gerði áhrif kirkjunnar minni en æskilegt hefði verið. Þessar deilur hafa fyrst og fremst staðið milli vísinda- manna og trúarlegra stofhana. Trú- menn láta þær sig litlu skipta. Þær breyta ekki hinum innri trúarlega veruleika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.