Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 21. júní 1990 AÐ UTAN Jámbrautarvagnar, hlaónir striðsskaöabótum, streymdu út úr Þýskalandi. Meöal flutningsins voru m.a.s. jámbrautarteinamir! Stríðsskaðabótakröf ur á hend- ur Þýskalandi vaktar Helmut Kohl, kanslarí V.- Þýskalands, varð loks nauðugur viljugur að viðurkenna Oder-Neisse línuna sem austurlandamærí Þýskalands, án þess að Pólverjar væru til viðtals um þau landsvæði sem voru þýsk til loka síðari heimsstyrjaldar en tilheyra nú Póllandi. En umræðan varð til þess að Þjóðverjum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Tvisvar á þessari öld hafa þeir orðið að greiða gífurlegar skaðabætur að töpuðum styrjöldum. Aðgangsharka sigurvegaranna í fyrrí heimsstyrjöld, 1914-1918, sem staðfest var með Versalasamning- unum, leiddi þá eymd og fátækt yfír þýsku þjóöina sem varð jarðvegur nasismans og síðarí heimsstyrjaldar. Meiri aðgát var höfð þegar Þýska- land var í rúst í lok síðari heimsstyrj- aldarinnar 1945 og þegar árið 1953 afsöluðu Rússar sér frekari skaða- bótarétti til Austur- Þýskalands. Pól- verjar voru enn stórbrotnari, þeir af- söluðu sér frekari rétti til „Þýska- lands alls". Sama ár komust Vestur- Þjóðverjar að samkomulagi við vestrænu bandamennina um að fá lækkaðar kröfurnar, sem sumar hverjar voru frá því fyrir stríð. En formlegir friðarsamningar hafa aldrei verið gerðir og mörg mál hafa því aldrei fengið endanlega af- greiðslu, þ.á m. skaðabótamál. Þjóð- verjar kæra sig ekkert um að vekja þann draug upp að nýju og kunna þess vegna kanslara sínum litlar þakkir fyrir að vekja athygli erlendra stjórnvalda á því að e.t.v. megi fara að huga að þessum málum á ný. Frá þessum áhyggjum er greint í Der Spi- egel nýlega. Fjölskrúöugar skaðabótahugmyndir Meðal sigurvegararíkjanna í síðari heimsstyrjöld, sem áttu kröfu á skaðabótum eftir að hafa komið Þýskalandi Hitlers á kné, var Ástral- ía. Þar fæddist sú hugmynd 1947 að hið sigraða ríki bætti úr meðfæddum ágalla fyrrum sakamannanýlendunn- ar. Frá upphafi var skortur á konum í Astralíu. I Þýskalandi aftur á móti, þannig var röksemdafærslan, hlyti að vera offramboð af konum þegar tekið væri með í reikninginn þær mörgu milljónir karlmanna sem hefðu fallið, væru striðsfangar eða í nauðungar- vinnubúðum. Það væri þess vegna vel til fundið að Þjóðverjar sendu 200.000 stúlkur til Astralíu sem stríðsskaðabætur. Auðvitað mættu þær ekki vera eldri en 12 ára því að annars væri mikil hætta á að þær bæru með sér nasistabakteríuna til fimmtu heimsálfunnar. Öfugt við aðrar vitlausar skaðabóta- kröfur átti þessi hugmynd um ger- manska kynblöndun hinum megin á hnettinum, sem sjálfur Himmler hefði getað látið sér til hugar koma, aldrei möguleika á að rætast. Aðrar skelfingarhugmyndir, eins og sú sem Henry Morgenthau fjármálaráðherra Bandaríkjanna bar fram að Þýska- land yrði allt gert að einu allsherjar beitilandi var a.m.k. hrundið í fram- kvæmd á áætlunarstiginu. Bretar tóku ekki aðeins í sundur í stórum stil verksmiðjur, skipasmiðj- ur og þungavinnukrana. Þeir fóru líka í ræningjaleiðangur og lögðu í auðn skóga Norður- Þýskalands þar sem að því er Hudson, fyrrverandi akur- yrkjuráðherra, sagði: „Þýskararnir hafa komið sér laglega hjá því að af- henda það sem við þörfnumst til end- uruppbyggingarinnar okkar" — ;og bætti við: „Þess vegna fellum við þýsk tré tillitslaus:." í Suðvestur-Þýskalandi stunduðu Frakkar skógarhögg og lögðu hald á tæki klukkusmiða í Schwaben sem verkfæri til „hættulegs iðnaðar" þar sem með þeim mátti gera tíma- sprengjur. Rússar, sem í febrúarmán- uði 1947 einum sendu i austurveg frá járnbrautarstöðinni í Frankfurt an der Oder 11.000 vöruflutningavagna fulla af skaðabótavarningi, minnk- uðu ríkisjárnbrautirnar á hernáms- svæði sínu í einspora járnbrautar- teina. Teinana sem þá losnuðu fluttu þeir líka austur á bóginn með flutn- ingalestunum. Það olli mikilli beiskju í allri eymdinni að til ársloka 1946 voru fluttir frá Magdeburg 133.000 hektólítrar af hráspritti til Sovétríkjanna og varð tilefni ótelj- andi skrípasagna um „Ivan". Allslausir Þjóðverjar eftir stríð Hitl- ers gátu ekki hlegið lengur að því að alls kyns skrautlegir meðlimir í 53ja sigurvegarablokkinni settu fram kröfur. Guatemala t.d. reiknaði sínar skaðabótakröfur upp í 85 milljónir dollara, þó að Guatemalamenn hafi ekkert haft með Þjóðverja að gera all- an stríðstímann. En forsendan fyrir kröfugerð mið-ameríska sigurvegar- ans var sú að þeir hefðu orðið að ryðja hernaðarlega mikilvægar leiðir um frumskóginn! Júgóslavar, undir stjórn Títós, kom- ust að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu misst 1,7 milljón manna af völdum stríðsins — svo margir komu fram í hagtölunum sem „lýðfræðilegur missir", og voru þar meðtaldir menn af þýsku bergi brotnir sem Júgóslav- ar frömdu á fjöldamorð. Fyrir þennan gífurlega skaða lögðu Júgóslavar fram bótakröfnr 1947 um 46,9 millj- arða gulldollara, mynt sem löngu var farin úr umferð. Jafnframt lagði ríki Títós, sem lof- aði þegnum sínum „eilífri velferð án skatta", fram kröfu til þeirrar stofn- unar bandamanna, sem útdeildi skaðabótunum, um að hinum gersigr- uðu Þjóðverjum yrði gert að greiða þau 300 milljarða dollara útgjöld sem safnast höfðu saman á bókum þeirra innan eins árs eftir stofhun ríkisins 1946. Bandamenn höfðu þó í Jalta komist að þeirri niðurstöðu að Þjóð- verjum bæri „aðeins" að greiða 20 milljarða dollara, og þar af fengju Sovétríkin helminginn. Endanlegt uppgjör viö gerö friöarsamninga Komið er fram á árið 1953. Þýska- landi hefur löngu verið skipt og hlut- arnir orðnir mikilvægur burðarás í því kalda stríði sem fyrrverandi bandamenn stunduðu nú af kappi. Þetta ár afsöluðu sigurvegararnir sér frekari skaðabótum, með fyrirvara um endanlegt uppgjör við gerð frið- arsamninga. Sumarið 1953 losuðu yfirvöld i Moskvu Austur-Þýskaland undan frekari skuldbindingum, eftir að þau höfðu til þess tíma kreist yfir 66 milljarða marka verðmæti út úr her- námssvæði sínu. Pólverjar fylgdu í kjölfarið og þeirra niðurfelling á skaðabótakröfum náði til „alls Þýskalands", sem núverandi pólsk yfirvöld líta á sem ófyrirgefanleg mistök hjá ófrjálsri leppstjórn. Vestrænu bandamennirnir gerðu samkomulag við Sambandslýðveldið í febrúar 1953, hið svokallaða Lund- únaskuldasamkomulag, þar sem samningamanni Adenauers, Her- mann Josef Abs tókst að semja um rúmlega 14 milljarða marka lækkun á kröfum kröfulandanna 19, en að hluta til voru kröfurnar dagsettar frá því fyrir stríð. Opinberlega hafði Sambandslýð- veldið til þess tíma greitt skv. bók- haldi bandamanna um þriggja millj- arða marka bætur. Að mati Þjóðverja var verðgildi niðurrifsins, nauðung- arvinnu, brottflutnings vísindamanna og ráns á þýskum einkaleyfum marg- falt meira. Forsendan fyrir Lundúnasamkomu- laginu, sem vestur- þýsk stjórnvöld líta á sem endanlegt uppgjör, var raunar samkomulag við Israel til að bæta fyrir meðferð nasista á Gyðing- um. Skv. því greiddu Vestur-Þjóð- verjar eina heildarupphæð, meira en þrjá milljarða marka, til að auðvelda gyðinglegum flóttamönnum og fórn- arlömbum helfararinnar, að renna inn í samfélagið í ísrael. Auk þessarar heildarupphæðar voru greiddar skaðabætur til einstaklinga, til jöfn- unar byrðanna, endurbyggingar- greiðslur til þeirra sem höfðu skaðast vegna niðurrifs, afreka á sviði mann- legrar íhugunar, sem enn þann dag í dag eru greiddar og hafa í för með sér skuldbindingar fram yfir árið 2000. Allt í allt hafa báðir hlutar Þýska- lands til dagsins í dag reitt fram við- gerðar-, skaðabóta- og byrðajöfhun- argreiðslur sem fara langt fram úr 300 milljörðum marka og virðist þar vera botnlaus hít. Helmut Kohl hefur orðið á margur klaufaskapurinn en sá er ekki sistur að fara að karpa um Oder-Neisse áný? landamærin. Nú koma fram gagnvart því sem brátt verður sameinað Þýskaland nýjar hugarflugskröfur upp á þriggja stafa milljarða upphæð- ir, sem ekki verður svo auðvelt að verjast vegna ótalmargra fordæmis- tilfella. Allt frá Albaníu, sem hefur reiknað sér tveggja milljarða dollara bætur, til Finnlands, sem m.a. vill fá bætur fyrir 24.000 hreindýr sem þýska her- liðið skaut á undanhaldinu yfir Lapp- land 1944, til margra milljóna nauð- ungarverkamanna og erfingja þeirra, en kröfur þeirra verða samtals mörg hundruð milljarðar marka. Allir vilja komast í hið gífurlega ríkidæmi hinna auðugu Þjóðverja, sem brátt verða enn ríkari. Frakkar áttu harma aö hefna Það hefur alltaf tíðkast að sigurveg- arinn í striði hefur sölsað undir sig fjármuni hins sigraða. Fyrsta efna- hagsundur Þýska ríkisins — við stofhun þess — greiddu sigraðir Frakkar fyrir, þegar Bismarck lét þá borga yfir fimm milljarða gullfranka og hæddi í þokkabót. „Eins hófsamur sigurvegari og hinn kristni Þjóðverji er ekki lengur til í veröldinni". Frakkar hefndu sín 1919 á sama stað, í Versölum. Það var fyrst og fremst vegna þrýstings þeirra að á Þjóðverja, sem tapað höfðu í heims- styrjöldinni, voru lagðar slíkar stríðs- skaðabætur að þær leiddu til óða- verðbólgu, efnahagskreppu, Hitlers og að lokum beinustu leið til skelfi- legrar nýrrar heimsstyrjaldar. Versalasamningarnir sýndu ekki bará að taumlaus hefnigirni sigurveg- arans særir óhjákvæmilega fram næstu eyðileggingu. Bótahringekjan á þriðja áratugnum sýndi jafhframt að aldrei væri hægt að komast í ná- munda við samkomulag um hversu mikið ætti að greiða eða hefði verið greitt. Allar kröfurnar sem lagðar voru fram gegn gersigruðu keisararíkinu eftir Versalasamningana námu stjarn- fræðilegum upphæðum. Þegar Þjóð- verjar höfðu gengist inn á skuldbind-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.