Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. júní 1990 Tíminn 9 ingu um að greiða 100 milljarða gullmarka, reiknuðu sigurvegararnir út 1921 nákvæmlega skuld upp á 132 milljarða. Skv. þýskum útreikn- ingum var þar af búið að greiða 42 milljarða gullmarka 1924, þegar tek- in var upp svokölluð Dawes-áætlun, réttlætanleg efnahagsleg greiðslu- áætlun. Sigurvegararnir, sem skv. orðum breska forsætisráðherrans Lloyd George litu á Þýskaland sem kú „sem á að gefa af sér sámtímis mjólk og kjöt", sögðust skv. eigin út- reikningum aðeins hafa fengið tæp- lega 10 milljarða. Þjarkið stóð frá verðbólgu yfir i efnahagskreppu. Eftir Dawes- áætl- unina kom Young-áætlunin. Lán voru verðtryggð til að gera kleift að borga vexti, greiðsludögum breytt og greiðslu sjálfrar skuldarinnar frestað. Loks er náð samkomulagi um að binda enda á stríðsskaðabóta- greiðslurnar 1932. Sigurvegararnir lærðu ekkert af þessari reynslu. „Sagan hefur ekki bara endurtekið sig með þýskum ósigri," sagði bandariski hagfræð- ingurinn Jacob Viner í lok heims- styrjaldarinnar síðari, „heldur endur- tekur hún sig líka varðandi stríðs- skaðabæturnar og það gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar". Framundan var myndun nýrra víg- lína milli sigurvegaranna, en það gátu rikin 53, sem ætluðu að hremma þýska stríðsfangið, ekki enn vitað. Hernámsveldin afgreiddu sig sjálf að vild, fyrst og fremst Sovét- menn, sem vestrænu bandamennirn- ir útilokuðu endanlega frá sameigin- lega herfanginu á sínum svæðum eft- ir að aðflutningsbannið til Berlínar hófst 1948. Allir þeir sem ekki höfðu beinan aðgang að bráðinni, lögðu fram kröf- ur sínar, sem sumar hverjar voru hreint ævintýralegar, hjá stríðs- skaðabótastofnuninni IARA. Þegar kökunni skyldi skipt urðu sífelld deilumál. Skip, sem átti að fara til Albaníu, komst aldrei þangað. Júgó- slavar komust að þeirri niðurstöðu að Albanir gætu alls ekki rekið það og héldu þvi bara sjálfir. Sendimenn Títós fínkembdu rústir Þýska ríkis- ins í leit að því sem sagt var vera fjársjóðir sem rænt hefði verið frá Júgóslavíu. Þeir gátu glatt skæru- liðaforingjann t.d. með dýrmætum málverkum eftir Rembrandt og Vel- ázquez, sem aldrei höfðu til Júgó- slavíu komið. Indverjar fengu í sinn hlut niðurtek- in þýsk iðjuver, þ.á m. sprengiefna- verksmiðju. Þegar svo nýja ríkið Pakistan varð til eftir að Bretar slepptu tilkalli til Indlandsskaga, gerði það líka kröfur til að fá sinn hluta af stríðsfengnum. Hrósverð undantekning var indverski friðar- boðinn Mahatma Gandhi, sem skor- aði á landa sína þegar árið 1947 að afsala sér kröfum til þýskra bóta af „siðferðilegum ástæðum" þar sem „Þýskaland er nú í hópi kúgaðra landa". Suður-Afríka afsalaði sér líka kröfurétti. Grikkland aftur á móti lét iðnaðarherfangið sitt grotna niður í Hamborgarhöfn og síðar seldu braskarar breskum starfsbræðrum sínum fenginn. Æ oftar lögðust þýskir verkamenn gegn hinu gífurlega niðurrifi, sem á hernámssvæðum Vesturveldanna einna átti að ná til um 1800 fyrir- tækja. Það var ekki nóg með að þar með væru frá þeim teknir vinnustað- irnir heldur urðu þeir að taka þátt í niðurrifinu sjálfir. Stundum voru tugþúsundir Þjóðverja önnum kafnir við að undirbúa tæki og tól verk- smiðjanna sinna fyrir flutning til út- landa. Þegar Englendingar vildu flytja sér- lega þunga smiðjupressu frá Ruhr, varð að styrkja sérstaklega brú fyrir flurningana. Allt slíkt rak endanlegan skaðabótakostnað upp úr öllu valdi. Frá og með 1947 gripu verkamenn- irnir, sem þetta bitnaði á, æ oftar til verkfalla og tálmana. Stundum kom til slagsmála við niðurrifsmenn bandamanna og refsaði herréttur harðlega fyrir slíkt. Þýskír verkamenn mótmæltu kröftuglega niðurrifinu þegar komið var fram á áríð 1947. Þeim þótti hart að verða sjálfir að rífa niður vinnustaðina sína til útflutnings. Loks voru það Ameríkanar sem þrýstu á að endi yrði bundinn á nið- urrifið. Þeir voru sjálfir komnir í þá fáránlegu aðstöðu að vera farnir að ausa milljörðum í enduruppbygg- ingu Vestur-Þýskalands með Mars- hallaðstoðinni á sama tíma og bandamenn þeirra voru enn ákafir við að rífa niður. Því var það að 1953 var gert skuldauppgjörð í London, sem yfirvöld í Bonn visa nú til þegar þau tikynna að skaðabótakröfur frá síðari heimsstyrjöld séu þar með af- greiddar. Sameinist Þýskaland á aö endurskoða samninginn Málið er bara ekki svona einfalt. í fyrsta lagi stendur í 25. grein sátt- málans að í því tilfelli að Þýskaland sameinist á ný eigi að endurskoða allan samninginn. í öðru lagi hafa Þjóðverjar sjálfir oft síðan reitt fram fé vegna pólitísks, siðferðilegs eða lagalegs þrýstings, vegna sanngirni eða mannlegrar íhugunar. Þannig hafa vestur-þýsk stjórnvöld eftir samkomulagið í London reitt fram heildarfjárhæðir „fyrir skaða einstaklinga vegna ofsókna nasista" til granna sinna. Til Frakklands fóru 400 milljónir, 125 til Hollands, 115 milljónir til Grikklands, 80 til Belg- íu, 60 til Noregs, 18 til Lúxemborg- ar, 16 til Danmerkur, 11 til Englands, 10 til Sviss og 1 milljón til Svíþjóð- ar. Vestur-Þjóðverjar hafa reitt fram fé til fyrrum bandamanna sinna, s.s. Ungverja og ítala, sem aftur hafa orðið að greiða sigurvegurunum. Jafnvel Austurríkismenn fengu 101 milljón marka sem „afborgun inn á bætur". 80 milljarðar marka hafa far- ið til að bæta skaða einstakra fórnar- lamba nasistaríkisins. Af mannúðlegum ástæðum hafa þýsk stjórnvöld líka greitt fórnar- lömbum í hópi fyrrum bandamanna, ef þau áttu sér nógu ýtna fylgismenn. Stjórnvöld í Bonn greiða Gyðing- um sem búa í Bandaríkjunum lífeyri, vegna þrýstings kænna bandarískra lögfræðinga. Sambandslýðveldið viðurkenndi eftir dauða Frankós skaðabótarétt spænskra lýðveldis- sinna, sem liðu þjáningar í spænsku borgarastyrjöldinni og síðan vegna ofsókna Þjóðverja. Síðan hafa yfir 13.000 kröfur borist í þessu sam- hengi. Vestur-þýsk yfirvöld neyddust líka til að láta undan kröfum ofsóttra Sí- gauna og afleiðingin varð um 4000 kröfur. Þau greiddu — þrátt fyrir eft- irgjöf pólskra yfirvalda, sem þýska stjórnin heldur sig nú við að hafi fullt gildi — 100 milljónir til pólskra fórnarlamba læknisfræðilegra til- rauna í fangabúðum. Eftir að rikisstjórn Brandts hafði gert Varsjár-samninginn við Pól- verja, greiddu Þjóðverjar 1,3 millj- arð marka til pólskra lífeyrisþega. Útborgun þessara peninga til rétt- hafa leiddi til deilna í Póllandi, sem standa enn þann dag í dag, þar sem ríkið fékk upphæðina i beinhörðum gjaldeyri en einstaklingarnir fengu greitt í zlotyum á lélegu gengi. Svipað átti sér stað í Júgóslavíu, þar sem Brandt kanslari veitti Tító forseta 1973 eins milljarðs þýskra marka lán en Júgóslavar skuldbundu sig í stað- inn til að vekja aldrei máls á frekari skaðabótakröfum. Enginn júgóslav- neskur einstaklingur sem hafði orðið fyrir skaða sá nokkurn tíma hið minnsta af þessum peningum. Mörgum ríkisstjórnum virtust samningarnir við Austur-Evrópurík- in ágætt tækifæri til að koma fram með nýjar kröfur. En grundvallar- regla þýskra yfirvalda var að vísa öllum skaðabótakröfum frá — þegar t.d. Albanir vildu fá marga milljarða marka fyrir að taka upp stjórnmála- samband eða Gaddafi Líbýuforseti vildi fá peninga frá Bonn í bætur fyr- ir þær sprengjur sem Afríkuherinn hafði grafið í eyðimörkinni. Síðar, þegar fitjað var upp á bótum til nauðungarvinnuafls, sem þýsk stórfyrirtæki fengu ódýrt úr fanga- búðum Himmlers, greiddu einstök fyrirtæki gegn vilja sínum og „án þess að réttarkrafa væri fyrir hendi" táknrænar summur. Skulda Vestur-Þjóðverjar Austur-Þjóðverjum 727.165.791.041 mark? Byltingin í Austur-Evrópu hefur auk annars gefið fólki frelsi til að leggja fram einstaklingskröfur. Kommúnistastjórnin í Póllandi hafði árum saman bannað fólki sem hafði verið tekið í nauðungarvinnu að bindast samtökum og gera kröfur til skaðabóta. 1987 leyfði hún stofnun „Félags Pólverja sem voru nýttir af Þriðja ríkinu". Alls nemur reikning- ur Pólverja á hendur Þjóðverjum hinni risavöxnu upphæð 537 millj- örðum marka, sem nú verður lagður fyrir Sameinuðu þjóðirnar ef nauð- syn krefur. Ríkisstjórn Mazowieckis hefur áskilið sér rétt til að leggja fram kröfur fyrir hönd þegna sinna sem nasistar hagnýttu. Þegar forsætisráð- herra Póllands færði þetta í tal við Kohl kanslara í Póllandsför hans voru undirtektir kanslarans þær að þessar kröfur yrðu athugaðar. En hann var ekki fyrr kominn til síns heimá en hann sá reyndar enga möguleika á því. Á meðan á þessu stóð hafa tugir þúsunda fyrrum fórnarlamba nasista gefið sig fram í stöðvum Rauða krossins í Júgóslavíu, þrátt fyrir synjun Kohls á því að taka við nokkrum skaðabótakröfum. Þetta er svo sannarlega saga án enda. Þegar Austur-Þýskaland viður- kenndi í fyrsta sinn 1988 siðferðis- legan rétt Gyðinga til bóta frá Aust- ur-Þjóðverjum lika, Erich Honecker nældi heiðursmerki í jakkabarm Edgars Bronfman, forseta Alheims- ráðs Gyðinga og lofaði táknrænu 100 milljón marka framlagi „til þeirra sem verst hefðu orðið úti", opnuðust líka dyrnar fyrir nýjar kröfur. Ríkisstjórn Modrows viður- kenndi þetta og lagði enn áherslu á „mannúðarskuldbindingar" sínar. Modrow hlustaði líka fullur áhuga á þegar furðufugl frá Bremen lagði fyrir hann þá alhæstu summu í sem enn hefur sést í skaðabótahringekj- unni. Arno Peters prófessor hefur reiknað út nákvæmlega upp á mark hvað Vestur- Þýskaland skuldi Aust- ur-Þýskalandi, ásamt vöxtum og vaxtavöxtum, þar sem Austur-Þjóð- verjar hafi í raun tekið þátt í greiðsl- um Vestur-Þjóðverja. Upphæðin nam 727.165.791.041 marki Það eru tölur af þessu tagi sem valda venjulegum vestur-þýskum borgurum svima, þó að þær séu auð- vitað út í hött. En umræðurnar um þær eru nú komnar af stað og skaða- bótadansinn aftur hafinn. Marmaralegsteinar með steyptu inngreyptu eða upphleyptu letri. Einnig möguleiki með innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti með sömu útfærslum. Sólbekkir, borðplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opið 9-18, laugard. 10-16. *z «5, Marmaraiðjan lYyS fmiftÍuv?9[4E, 200 Kópavogi Sími 91-79955. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Jjjjj^iljr'j Miklubraut 68 S13630 RISIÐ Borgartúni 32 Sjáum um erfidrykkjur Upplýsingar í síma 29670 t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og af i Halldór Laxdal forstjóri, til heimilis að Löngubrckku 12, Kópavogi sem lést hinn 16. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju þriðjudaginn 26. júní kl. 13.30. Sigríður Axelsdóttir Laxdal, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.