Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 11
 Fimmtudagur 21. júní 1990 Tíminn 11 öfuð lögó á hnakka við f liótsins bakka" Stærsti veitingasalur noröan Alpafjalla Mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Víndheimamelum, enda að mörgu að hyggja þegar búist er við öllum þeim íjölda gesta sem um er rætt. Hreinlætisaðstaða hefur verið stórefld frá því sem verið hefur. Vatassalernum verður fjölgað mjög mikið, bæði á mótssvæðinu og á tjaldsvæði. Þór- arinn sagði að unnið væri að því að koma rennandi vatni á öll tjaldsvæði, ásamt því að skipuleggja þau. „Við erum sennilega komin með stærsta veitingahús norðan Alpafjalla", sagði Þór- arinn, en veitingasalurinn á Vindheima- melum hefur verið stækkaður og nú er hægt að taka í mat í senn um 450 manns. Þá hafa áhorfendabrekkur verið stækkaðar verulega og er aðstaða fyrir áhorfendur góð að mati Þórarins. Á mótsstaðnum verður rekin umfangs- mikil nýlenduvöruverslun á vegum Kaup- félags Skagfirðinga, þar sem seldar verða vörur með tilliti til þarfa tjaldbúðafólks. Einnig verður útibú frá Búnaðarbankanum og margir aðilar verða með kynningu á sínu starfi eða vörum. Framleiddir hafa verið plattar, könnur og fleiri minjagripir sem verð:i til sölu. „Oll þessi þjónusta Timamynd; Gunnar verður í einu stóru tjaldi, sem er u.þ.b. 150 fermetrar að stærð. Einnig verða minni verslanir víða, sem selja pylsur og gos og svoleiðis", sagði Þórarinn. Búið er að byggja nýtt stóðhestahús, þannig að nú er hægt að taka um 50 stóð- hesta á hús. Þá er búið að laga hlaupabraut- ir og byggja nýjan völl fyrir kynbótasýn- ingarnar, sem er staðsettur á melunum fyr- ir norðan aðalsýningarsvæðið. Yfir mótsdagana verður mjög öflug fréttaþjónusta. Gefið verður út fréttabréf, þar sem gerð verður grein fyrir öllum þeim úrslitum sem liggja fyrir, ásamt gagnlegum upplýsingum fyrir mótsgesti. Einnig verð- ur útvarpsstöð á staðnum og þar verður gerð grein fyrir því sem er að gerast á svæðinu. Útvarpið verður beintengt dóm- pöllum og þannig er hægt að fylgjast með öllu sem fram fer samtímis. Útvarpið verð- ur einnig notað til þess að miðla ýmsum gagnlegum upplýsingum til útlendinga og hugsanlega verður sérstakur útsendingar- tími á erlendum málum, en einnig verður mótsskráin með erlendum textum. 30 lögregluþjónar í tengslum viö mótiö Þrettán hestamannafélög sjá um Lands- mót hestamanna að þessu sinni og bera þau öll ábyrgð á því rekstrarlega. Það eru öll félögin á Norðurlandi að eyfirsku félögun- um undanskildum. Búið er að skipuleggja vaktavinnu, 950 vaktir verða staðnar yfir mótsdagana sem gera um 74 vaktir á félag. Til viðbótar við það eru um 120 til 130 menn í föstu starfi í sólarhringsvinnu. Björgunarsveitir í Skagafirði annast alla öryggisgæslu ásamt lögreglunni á Sauðár- króki, sem sér um skipulag löggæslu. Þá verða læknar og hjúkrunarfólk á staðnum svo og dýralæknir. Björn Mikkaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, sagðist þurfa að fá menn víða að til löggæslustarfa á mótinu. Hann sagði að 30 lögreglumenn þyrfti þá daga sem mótið stæði yfir, sjálfur hefur Björn 13 lögregluþjóna og þarf því 17 annars staðar frá, flestir koma frá Akureyri. Björn hefur tekið þátt í skipulagningu umferðar á mót- inu. „Efþað koma 15 þúsund manns á mót- ið, þá má gera ráð fyrir um 5000 ökutækj- um. Það þarf þó nokkuð svæði fyrir svo marga bíla." Sérstök barnagæsla verður síðustu þrjá mótsdagana. Þetta er hugsað þannig að fólk geti sett börn sín í pössun í nokkrar klukkustundir á dag. Þá sagði Þórarinn að komið yrði fyrir leiktækjum víðar. Gistirými pantaö með árs fyrirvara Allt gistirými í nágrenni Vindheimamela er löngu upppantað, en ljóst er að útlend- ingar verða ekki færri en 3000. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum er reiknað með nærri 4000 útlendingum gagngert á landsmótið. Á hótelinu í Varmahlíð var allt gistirými þar pantað með árs fyrirvara og svo var einnig í Steinstaðaskóla. Nokkrir bæir eru með ferðaþjónustu bænda og þar var svipaða sögu að segja, allt upp pantað með löngum fyrirvara. Sögur hafa borist af því að svimandi háar upphæðir hafi verið boðnar fyrir laust húsnæði nálægt móts- svæðinu. Tungl fjærst frá jörou „Við höfum leitað veðurfregna hjá veður- stofum erlendis og útlitið fyrir landsmóts- helgina er mjög gott. Þeir segja að tungl sé fjærst frá jörðu og það þýði sól í Skaga- firði. Við trúum því bara", sagði Þórarinn að lokum. ISIIl ISIS m WM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.