Tíminn - 21.06.1990, Page 18

Tíminn - 21.06.1990, Page 18
18 Tímínn- Fimmtudagur 21. júní 1990 Landamæri Kaliforníu og Mexíkó: Kaliforníubúar taka lögin í sínar hendur til að hindra innflytjendur „ Á hverri nóttu eru þúsundir Mexíkana saman komnir í hæðunum þar sem sjá má yfir til San Di- ego. Það eru bílljósin á hraðbrautinni yfir landa- mærin til Bandaríkjanna sem draga þá að sér eins og flugur. Ljósin eru tákn „bandaríska draumsins" í þeirra augum, ef þeim tækist að komast framhjá landamæravörðum og yfir grugguga Tijuana ána, kynnu þeir að geta sagt skilið við fátæktariífið heima fýrír og byggt upp nýtt í gósenlandinu. En Mexíkanamir hafa tekið eftir því að ný Ijós hafa bæst við ljósa- dýrðina sem fyrir var, Ijós sem beint er rakleiðis að þeim. Hvítir miðstéttar Bandaríkjamenn, sem eru búnir að fá nóg af því hvað landamæraverðimir em óduglegir að góma „þá blautu" sem streyma til Kalifomíu, hafa gripið til sinna eigin ráða meðfram 18 km löngum landamærunum frá Kyrrahafi til eyðimerkurinnar, þar sem allt að 500.000 ólöglegir innflytjendur komast árlega yfir. Aukin andúð hvítra á spænskumælandi fólki í Kalifomíu Þessir hvítu sjálfskipuðu lög- reglumenn era tákn aukinnar and- úðar á spænskumælandi fólki í Kaliforníu, sem rcynir á sambúð Mexikó og Bandaríkjanna. Sú var tíöin að ólöglegir innflytjendur vora vel þcgnir sem ódýrt vinnuafl á bandarískum búgörðum og fram- boðið var meira cn nóg. En fjögurra ára þurrkatíð hefur komið illa við bændur og ótti hvítra í nágrenni við landamærin um að mexikanskir innflytjendur beri þá ofúrliði eykst hröðum skrefum. Samhliða því að biðraðir atvinnu- lausra innflytjenda í atvinnuleit hlykkjast um hvcrt götuhom í bandarískum landamærabæjum, hafa árásir á Mexíkana færst í auk- ana. Ekki alls fyrir löngu var 12 ára mcxíkanskur drengur skotinn til bana, og þykir fullvíst að þar hafi verið að vcrki félagi í hópi hvítra sjálfskipaðra lagavarða. Lögreglan hefur þó sleppt þeim granaða úr haldi vegna skorts á sönnunargögn- um. A undanfomum vikum hafa tveir aðstoðarmenn lögreglustjórans í San Diego skotið á og drepið mexi- kanskan verkamann, sem sagður er hafa ógnað þeim með múrskeið, og landamæraverðir skutu inn í fólks- bíl sem neitaði að stansa, og særði við það 16 ára pilt á hálsi og unga stúlku á handlegg. Mannréttindahópar segja að hvítir öfgamenn hafi tekið upp á því að elta uppi innflutta verkamenn og stundi það eins og hverja aðra sportveiði. Þeir kenni Mexíkönum um aukna glæpi á svæðinu. Nýlega læddist hópur vopnaðra hvítra tán- inga í hermannabúningum að tveim úr hópi verkamanna og drap þá. „Þeir blautu" njóta lítilla vinsælda f Kalifomíu nú. Hér er það lögreglumaður sem stendur ólöglega innflytjendur að verki en ef hann hefði ekki veriö á rétt- um stað á réttum tíma er alit eins líklegt að sjálfskipaðir laganna verðir hefðu grípið til sinna ráða. þess að nákvæm rannsókn fari fram vegna síðustu manndrápanna. Mexíkanska utanríkisráðuneytið hefur líka sent fjögurra manna hóp til að kynna sér andúð á Mexikön- um í Suður- Kalifomíu. Aðalræðismaðurinn segir að Mex- íkönum hafi orðið ákaflega órótt við morðin á löndum þeirra. Hann segir líka að rannsóknamefndin hafi sagt í skýrslu sinni að ekki væri skynjanlegt almennt kynþáttahatur, en að litið sé á hópa eins og „Kveik- ið Ijósin á landamæranum" sem fulltrúa þess, jafnvel þó að þeir séu ekki andsnúnir Mexíkönum al- mennt. Mótmæli þeirra séu mjög gróf og vottur um óvinsemd. Fleira hefúr reynt á samskipti ríkj- anna tveggja. Þar má m.a. telja að- gerðir eiturlyfjaráðuneytis Banda- ríkjanna, eða mexíkanskra „hausa- veiðara“ á þeirra vegum, sem rændu dr. Humberto Alvarez Ma- chain, sem ákærður er fyrir að hafa aðstoðað við að pynta og drepa bandarískan eiturlyfjalögreglu- mann sem vann með leynd í Mexí- kó. Mexíkönsk yfirvöld hafa gagn- rýnt ofríkisfúllar slarfsaðferðir bandarísku eiturlyfjalögreglunnar á mexikönsku yfirráðasvæði. Þó að spenna hafi aukist milti fólks af suður-amerískum upprana og hvítra Ameríkana í Kalifomiu era allir á einu máli um að fordæma áhrifin af endurskoðuðu bandarísku innflytjendalögunum frá 1986, sem í raun stöðvuðu útgáfú atvinnuleyfa til Mexíkana með þeim afleiðing- um að mörg hundrað þúsund þeirra fóra í felur og gefa nú á sér ágætt færi til arðráns. Hvað er til ráða? Gam- aigróin tortryggni Mexí- kana þrándur í götu? Hins vegar liggur engin lausn í augum uppi. Hægri menn vilja taka upp aukið vopnað eftirlit við landa- mærin en andstæðingar þeirra vilja að til komi meiri samvinna milli yf- irvalda ríkjanna beggja, einkum og sér í lagi auki Bandarikjamenn að- stoð sína við Mexíkó. En þama stendur hnífúrinn í kúnni. Mexíkönsk stjómvöld fá að- eins 45 milljón dollara aðstoð frá Bandaríkjunum og era ófús til að taka á móti ffekari hjálp vegna gamalgróinnar tortryggni á aðgerð- ir Bandaríkjamanna í Mið-Amer- íku. Embættismaður í utanríkis- ráðuneytinu í Washington orðar þessa tortryggni þannig: „Þeir sjá fingraför CIA á öllu því sem þeim er rétt.“ Skömmu síðar var Mexíkani hand- jámaður á afskekktum stað og skil- inn eftir bundinn við staur úti á akri með poka um höfuðið. í hópi sjálfskipuðu lagavarðanna kennir ýmissa grasa Þessi aukna spenna milli þjóð- anna tveggja við landamærin er að hluta til skrifúð á reikning hinna sjálfskipuðu lögreglumanna. Þeir era samsafh miðstéttarhúsmæðra, kaupsýslumanna og öfgasinnaðra smábænda sem leggja skutbílunum sínum og vörabílum á veg við landamærin á hverjum degi þegar rökkrið skellur á. Þegar orðið er dimmt setja þeir full ljós á bílana og ljóskastara sem senda harða birtu yfir til Mexíkó sem segir: Þið erað óvelkomnir. Þeir sem að herferðinni „Kveikið ljósin" standa fullyrða að mótmæli þeirra séu friðsamleg, enda sé til- gangur þeirra aðeins að beina at- hyglinni að „ringulreiðinni, ofbeld- inu og eiturlyijanotkuninni sem fylgi stórkostlegum ólöglegum inn- flytjendastraumi". Fyrram borgar- stjóri í San Diego auglýsir herferð- ina dyggilega í útvarpsþætti sem hann hefur á hverjum degi. Hann segir það hinn Ijóta sann- leika að stjómleysi ríki á landamær- unum. „Fjórir af hverjum 10 ólög- legum innflytjendum koma hingað á þessum 18 km spotta. Þar er út- ungunarstöð fyrir ofbeldi og glæpi. Enginn vafi leikur á því að óttinn um að héraðin hér verði kaffærð hefúr leitt til þess að íbúamir hafa bitið frá sér, en þetta er ekkert skylt apartheid eða kynþáttahatri," sagði hann nýlega i útvarpsþætti. Ekki era allir sammála þessari túlkun borgarstjórans fyrrverandi. Gloria Romero, aðstoðarprófessor í sálfræði við Kalifomíuríkisháskól- ann í Los Angeles, segir að þessar aðgerðir hinna sjálfskipuðu lög- reglumanna hafi lagt sitt af mörkum til „aukinnar and-mexíkanskrar móðursýki um allt landið“. Hún segir að það liggi í augum uppi að þegar hópur að því cr virðist heiðar- legs fólks safnist saman á þennan hátt hljóti það að hvetja öfgamenn og auka á spennuna. Reynir á samskipti ríkjanna Þó að tengslin við stjómvöld í Washington séu enn opinberlega í góðu lagi, hafa mexíkönsk stjóm- völd bragðist reiðilega við og gert tilraun til að kveða niður vaxandi ójöfnuð og árásir á mexikanska borgara. Mexíkanski aðalræðis- maðurinn í San Diego hefúr krafist Sottr

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.