Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 20
 :¦¦ - :¦:- ...':'.' .:¦:.:;:. AUGLYSINGASIMAR: 680001 — 686300 RlKISSKIP NTJTÍMA FLUTNINGAR Hofnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 UERÐBRÉFAUrBSKIPTl SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 ijn-i-f.m T Réttur bíll á réttum stað. HdsasonM Sœvamalóa 2 3lmi 91-674000 LONDON-NEWYORK-STOCKHOLM DALLAS js*°~~~*~*^ TOKYO Otfli Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tímtnii FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1990 Kjörstjórn í Keflavík er búin að telja þrisvar: Kjörstjómarmenn í Keflavík eru núna búnir að telja þrísvar sinnum atkvæði sem greidd voru í sveitarstjómarkosningun- um 26. maí. Niðurstaða talninganna hefur í öll skiptin orðið sú sama. Tíminn spurði Svein Sæmundsson, formann kjör- stjómar, hvort hann værí ekki orðinn leiður á því að telja. „Jú, alveg hundleiður. Ég er búinn að fá meira en nóg af þessu". Deilan snýst um 122 atkvæði staf. Merkt er við bókstafina með sem kjörstjórn úrskurðaði gild en umboðsmaður Alþýðubandalags- ins i Keflavík telur að úrskurða hefði átt þau ógild vegna þess að merkt er á seðilinn á annan hátt en með krossi fyrir framan listabók- ýmsum hætti. Krossað er yfir bók- staf, fyrir aftan bókstaf, settur er hringur yfir bókstaf, sett er vaff fyr- ir framan bókstaf o.s.frv. Sveinn Sæmundsson segir að kjörstjórn sé ekki heimilt að úrskurða þessi at- kvæði ógild vegna þess að í lögum eru ákvæði sem segja hvaða at- kvæði má úrskurða ógild. „Það má teygja þessi lög í allar áttir, við telj- um okkur fara að lögum", sagði Sveinn. Fulltrúi Alþýðubandalagsins telur einnig að úrskurða beri öll vafaat- kvæði um leið og þau koma upp úr kjörkössunum. Hingað til hafa kjörstjórnir haft þá vinnureglu að leggja öll vafaatkvæði til hliðar og úrskurðuð þau síðan þegar talningu á öðrum atkvæðum er Iokið. Þór- hildur Líndal, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, sagði að í 108 gr. alþingiskosningalaganna segi að úrskurða skuli i ágreiningi um seðla jafnóðum og þeir koma fyrir, og stöðva talningu uns úrskurður er felldur. Sveinn sagði að ef úrskurða ætti öll vafaatkvæði strax myndi talning tefjast um marga klukkutíma. Hins vegar væri ekkert því til fyrirstöðu að breyta vinnureglunni og úr- skurða strax. Einnig komi vel til greina að setja nákvæmari reglur um vafaatkvæði og prentun at- kvæðaseðla, en ýmsir hafa bent á að rétt sé að hafa ramma fyrir fram- an bókstafina svo að ekki fari á milli mála hvar setja eigi krossinn. Jóhann Geirdal, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins, sagði að með kæru sinni vildi flokkurinn vekja athygli á þeim meinbugum sem séu á kosningalögunum, og nauðsyn þess að setja skýrari línur þegar úr- skurða á hvort atkvæði sé gilt eða ekki, svo að betur verði staðið að kosningum í framtíðinni. -só, EÓ Olís skal verða almenningseign f dag mun Olís opna fyrirtækið skráð sölugengi á fyrsta söludegi fýrír almenningi með því að bjóða verður 1,6 falt nafnverð. til kaups 8.9% af hlutafé þess á Að sögn Friðriks Friðrikssonar, sem nafnvirði 50 milljóna króna, en sá um framkvæmd útboðsins að hálfu unmsnes- Kosmngar óákveðnar Ákveðið var á hreppstjórnar- fundi að fresta ákvðrðun um end- urkosningar í Grímsnesi uns kærufrestur til félagsmálaráðu- ncyiisins vegna kosninganna í vor rennur út, að sögn Bððvars Pálssonar hreppstjóra þar. „Við ætlum að koma aftur lil fundar 26. júní, þá er þessi frest- ur útrunninn og þá vituni við hvort að þetta hefur veriö kært til félagsmálaráðuneytisjns", sagði Bððvar. Bbðvar sagðl að engin ákvðrðun hefftl verið tekin um kosninga- daginn eða nýja kjörstjórn á hreppstjórnarfundinum sem haldinn var í gær. Helga Helgadóttir, sem kærði kosninguna til kjðrnefndar, sagði í samtali við Tímánn að kæran væri byggð á 13. grein laga um kosningar I il Alþingis,en þar seg- Ir orðrétt: „Ef kjörstjorar eru í framboði, skulu þeir víkja sæti og varamenn gegna störfum þeirra". Helga sagði kæru sína ekki byggða á 12. grein sveita- stjórnalaga eins og Böðvar Páls- son hreppsljóri héldi fram. Ilun sagði kæru sína ekki beinast að Böðvari Fálssyni persónulega; „Við viljiim einfaldlega að farið sé að H)gumu, sagði hún. -só Olís, er tilgangurinn með aukningu hlutafjárins að opna fyrirtækið fyrir almenningi og styrkja eiginfjárstöðu þess. Stjóm félagsins hefur heimild til sölu á nýjum hlutabréfum fyrir allt að 160 milljónir króna að nafhvirði, og sagði Friðrik á fundi með blaðamönnum í gær að fyrsti hluti útboðs þeirra væri þriðjungur þess sem heimild væri fyr- ir. „Hugmyndin er sú að koma með þennan hluta á markaðinn núna, og sjá til fram á haustmánuðina og þá, ef að líkum lætur, bjóða út hinn hluta þessa útboðs", sagði Friðrik. Landsbréf hf., verðbréfamarkaður Landsbanka íslands, sem starfað hefur frá áramótum, hefur umsjón með hlutafjárútboðinu. Þá hefur Olís sótt um skráningu hlutabréfa á Verðbréfa- þingi íslands, og er þar með fyrsta fyr- irtækið sem sækir formlega um slíkt. Óli Kr. Kristinsson, stærsti hluthafi og stjórnarformaður Olís, vísaði því algerlega á bug að útboðið væri að kröfu stærsta viðskiptabanka félags- ins, Landsbankans, heldur væri þetta gert til þess að hinn almenni neytendi gæti eignast hlut í fyrirtækinu. Óli sagði að hann teldi eðlilegt að eignar- aðild Olís dreifðist víðar, þetta yrði al- menningshlutafélag og hann myndi ekki auka sinn hlut. Óli lýsti því yfír á fundinum að hann teldi að fólk bæri fyllsta traust til fyrir- tækisins, og að neikvæð umfjöllun á stöðu þess á undanförnum árum hafi ekki skaðað fyrirtækið, og þegar atið milli hans og Landsbankans stóð yfir hafi salan aukist úr öllu valdi, og að undanfarna daga hefði hann ekki haft vinnufrið iyrir fólki sem vildi kaupa hlutafé. Geirlaugur Magnússon hefur beöið í 25 ár eftir að komast á tónleika með Bob Dylan. Biðinni lýkur senn. Tímamynd, Ámi Bjama. Miðasala á Dylan hófst í gær: 25 ára bið senn á enda Ákafir aðdáendur söngvarans Bob Dylans voru mættir strax í gærmorg- un til að krækja sér nú örugglega í miða á hljómleika Bob Dylan. Tón- leikarnir eru hinn 27. júní og aðeins verða seldir tæpir 3000 miðar. Þess vegna voru margir mættir tímanlega í Laugardalinn til að tryggja sér miða, og þegar tíðindamenn Tímans bar að um fjögurleytið, var löng biðröð. Tíminn hitti þar fyrir Geirlaug Magnússon kennara á Sauðárkróki. Geirlaugur var búinn að bíða í um fjóra tíma eftir að geta keypt sér miða. Hann sagði þá bið litla miðað við þau 25 ár sem hann hefur beðið eftir tækifæri til að komast á tónleika með Dylan. Nú væri það loksins komið og hann bíður spenntur eftir miðvikudagskvöldinu. Undirleikarar hjá Bob Dylan á hljómleikunum á íslandi verða G.E. Smith, Tony Garnier og Christopher Parker. í upphafi tónleikanna mun Bubbi Morthens koma fram. Ákveðið hefur verið að taka engar pantanir, hvorki í síma né í miðasölu. Fólki utan Reykjavíkur gefst kostur á að kaupa miða með greiðslukorti í gegnum síma. Ennfremur getur hver einstaklingur einungis keypt 6 miða. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir svartamarkaðsbrask og til að tryggja að sem flestir sem áhuga hafa komist á tónleikana. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.