Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. júní 1990 Tíminn 7 AÐ UTAN Fáir höfðu heyrt Whitewright í Texas nefnt fyrr en listaheiminum barst nasasjón af því að þar væri geymdur í bankahólfi flöldinn allur af dýr- mætum listaverkum sem hurfu frá Þýskalandi 1945. Texas: Fundinn stolinn lista- verkafjársjóður Joe Meador var þekktur sem „orkídeumaðurinn". En engan grunaði að hann lúrði á heilmiklum listaverkaljársjóði, sem hann hafði rænt í Þýskalandi í stríðinu. Vinir Joe T. Meador, sem þekktur var sem „orkídeumaöur- inn“, sögðu alltaf að hann væri undarleg- ur og leyndardóms- fullur náungi. En það var ekki fýrr en nýlega, 10 árum eftir lát hans, að ná- grannar hans í smá- bænum Whitewright í Texas, komust að raun um hver leynd- ardómur Joes var. Whitewright er sólbakaður lítill sveitabær með aðeins 1760 íbúa, sem fáir vissu einu sinni að væri á landabréfinu þar til hann komst skyndilega á allra varir í alþjóðlega listaverkaheiminum eftir að því var ljóstrað upp að Meador kunni að hafa framið mesta listaþjóíhað ald- arinnar. Álitið er að þegar Meador þjónaði sem liðsforingi í bandaríska hem- um í Þýskalandi í seinni heimsstyrj- öld hafi hann rænt dýrmætum fjár- sjóði nasista og smyglað honum heim til Whitewright, þar sem Mea- dor kom fjársjóðnum í geymslu í bankahólfi handan götunnar frá jámvöruversluninni sinni. Ólærður unnandi listaverka Svo er að sjá sem Meador, sem var ólærður en vel að sér listaunn- andi hafi gert sér að góðu að vita sig hafa undir höndum ránsfenginn fagra, en þar var m.a. að finna myndskreytt handrit frá 1513, gull- og silfúrkrossa, silfúrhelgiskrín, skreytt smelti og dýmm steinum og hliðum með útskomu fílabeini, auk ýmissa gjafa frá kóngum sem stjómuðu þýskum ríkjum á 9. og 10. öld. Sérfræðingar í miðaldalist segja gripina ómetanlega til fjár. Ekki er til þess vitað að Meador hafi gert minnstu tilraun til að auðgast á ráninu, og aldrei talaði hann um gripina við viðskiptavini sína eða nána vini. En þegar hann dó 1. febrúar 1980, er sagt að ein- hver hafi farið að gera laumulegar tilraunir til að selja hluta fjársjóðs- ins á alþjóðlegum listaverkamark- aði. Það var þessi tilraun til að græða á glæpnum sem Meador ffarndi fýrir 45 áram, sem nú ný- lega leiddi til þess að þessi ótrúlega saga komst í hámæli. Dýrgripirnir faldir í námu í stríðinu Listaverkin höfðu verið geymd öldum saman í dómkirkjunni í Qu- edlinburg, miðaldabæ í Saxlandi sem er innan marka Austur- Þýska- lands. Á síðustu mánuðum stríðsins var mununum komið fyrir í námu utan borgarmarkanna til geymslu. Enn er ekki vitað hvemig Meador tókst að koma höndum yfír þá og smygla þeim heim til sín. Óstaðfest saga gengur hins vegar i herdeild Meadors þess efnis að drakkinn hermaður hafi fundið helli í grennd borgarinnar, fúllan af „dýrmætum gripum, listaverkafjársjóði, verð- mætum gimsteinum og alls kyns ritum“. Eftir stríðið rannsakaði bandaríski herinn hvarf fjársjóðsins, en þeirri rannsókn var hætt 1949 þegar Qu- edlinburg varð hluti af nýju ríki kommúnista í Austur-Þýskalandi. Það var svo í april sl. að bóla fór á sannleikanum, þegar vestur- þýskur sjóður keypti einn grip úr sjóðnum, gimsteinum prýtt, myndlýst, inn- bundið handrit af guðspjöllunum fjóram, fyrir þijár milljóna dollara greiðslu sem bandarískur lögfræð- ingur veitti móttöku. Samkvæmt skilmálum í samningnum, sem gerður var í Sviss, átti að halda nafni seljandans leyndu. En nú hef- ur The New York Times upplýst að lögfiræðingurinn sem seldi handrit- ið hafi gert það fyrir hönd eftirlif- andi bróður Joes Meador, Jack, sem enn býr í Whitewright. Tilraunir til aö selja listaverkin undanfarinn áratug Því er haldið fram að á undanfom- um áratug hafi fúlltrúar Meador- fjölskyldunnar sett sig í samband við fjölmarga listsérfræðinga og listaverkasala í sambandi við til- raunir til að selja hluta fjársjóðsins. Fjölmiðlar hafa nú tekið málið upp á sína arma og gert innrás í smá- þorpið Whitewright, rykuga og nið- umídda aðalgatan þar lítur út eins og kvikmyndaver. En fjölskylda Meadors og aðrir sem kynnu að vita milliliðalaust hvemig í málinu ligg- ur era fámálugir. Jack Meador er nú sestur í helgan stein og býr skammt frá bankanum þar sem enn era í bankahólfi ein- hverjir dýrgripanna að því er álitið er. Hann neitar að svara spurning- um varðandi málið. Systir hans, Jane Meador Cook, sem var skipta- ráðandi varðandi erfðaskrá Joes, gefúr fréttamönnum ekki heldur kost á sér. Vitað er að ekki var minnst á Qu- edlinburg-dýrgripina í erfðaskrá Jo- es, en lögmætar eigur hans, 81.000 dollara hlutabréf og 24.000 dollara eignir í Whitewright, skiptast á milli systkina hans, Jane og Jack. Engan í Whitewright grunaði neitt Utan Meador-fjölskyldunnar vora viðbrögð annarra íbúa Whitewright undran og vantrú vegna þess að Meador tók svo óvenjulegt leyndar- mál með sér í gröfina. Bæjarstjór- inn segist ekkert hafa um þetta vit- að, en segir Joe alltaf hafa verið þægilegan í umgengni og hljóðlát- an. Bæjarstjórinn segist ekki vita til þess að neinn í bænum hafi séð nokkum fjársjóð. Verslunarstjórinn í jámvöraversl- un Meadors segir að Joe hafi lítið sem ekkert talað um stríðið og áreiðanlega aldrei sýnt honum neina þýska listagripi. „Eg er búinn að vinna hér í 32 ár og ég hef aldrei séð neitt af þessu dóti. Þannig að ef hann hefúr haft það í fóram sínum græddi hann ekki á því,“ segir verslunarstjórinn. „Þetta bull í blöðunum um að hann hafi stolið því er argasta vitleysa. Hvemig ætla þeir að sanna að hann hafi stolið því?“ Bankastjórinn viðurkenndi að hann hefði þekkt Meador vel en sagðist ekki sjá neinar líkur á því að bankinn lenti í vandræðum vegna uppnámsins yfir fjársjóðnum. Flestum ber saman um að Meador hafi verið manna ólíklegastur til að eiga heima í hópi frægra listaverka- þjófa. Hann var alla tíð ógiftur, bjó með móður sinni langt fram á fúll- orðinsár og barst aldrei hið minnsta á. Hann dó á elliheimili úr krabba- meini og annar vistmaður segir þá sögu að einu sinni hefði hann misst seðlabúnt á leið sinni til bankans, en sagt svo „Peningar skipta ekki máli. Eg ætlaði að losa mig við þá hvort sem er“. Þekktur orkíduræktandi veröur nú enn frægari sem listaverkaþjófur! Auk listaáhugans hafði Meador áhuga á blómarækt. Hann var þekktur í heimabæ sínum sem „ork- ídeumaðurinn" vegna þeirrar ástríðu að rækta þá blómategund, en það áhugamál átti hann sam- merkt með einum frægasta njósna- foringja CIA, James Angleton, sem nú er látinn. í þau fáu skipti sem hann bauð ein- hveijum heim til sín var það yfir- leitt til að sýna gestinum orkídeum- ar sem hann ræktaði í þrem gróður- húsum. Garðyrkjufæmi hans færði honum frægð, ekki einungis í næsta nágrenni heldur líka víðar um Bandaríkin. Samkvæmt minningar- grein um hann í vikublaðinu Whitewright Sun — einu greininni sem blaðið birti nokkra sinni um hann — var Joe Meador einu sinni varaforseti Bandaríska orkídeufé- lagsins, og nú gengur sú saga að dýrkendur þessa fagra blóms hafi gefið einni tegund nafn hans eftir að hann lést. Nú era hins vegar mestar líkur á að hans verði helst minnst sem listal- istaverkaþjófs!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.