Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.06.1990, Blaðsíða 16
AUGL.YSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. S 28822 UERÐBRÉFAVHðSKIPÍI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 3 NI55AN 1 r léttur bíll á éttum stað. Sœvamöfóa 2 simi 91-€74000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tímiim FÖSTUDAGUR 22. JÚN11990 Kröfuganga og fjölmennur fundur BHMR á Lækjartorgi til að mótmæla frestun á ákvæði kjarasamnings: Launabót strax eða úrskurð Félagsdóms „Látum frumhlaup rikisstjómarinnar verða stjomvoldum lex- íu í því að orð skuli standa. Sýnum samstöðu," sagði Páll Halldórsson formaður BHMR á um eitt þúsund manna fundi BHMR á Lækjartorgi í gær. Til fundarins var boðað til að mót- mæla ákvörðun rikisstjómarinnar um að fresta ákvæði í kjarasamningum bandaiagsins og ríkisins um nýtt launakerfi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Páll Halldórsson sagði í ávarpi sínu til íundarmanna að umræddri leið- réttingu heíði nú þegar verið írestað í heilt ár og um framkvæmd gerðra og fullgildra kjarasamninga yrði ekki samið nú. Skilaði leiðrétting sú sem átti að gera á launakerfmu, sér ekki í launaumslögin um næstu mánaða- mót, þá yrði meintu samningsbroti ríkisins skotið til Félagsdóms mánu- daginn 2. júlí. A fundinum héldu ræður auk Páls, þau Broddi Broddason frá Félagi fréttamanna, Júlíus K. Bjömsson frá Sálfræðingafélagi íslands, Elna Kristín Jónsdóttir frá HÍK, Óskar Sig- urðsson frá Félagi íslenskra náttúru- fraeðinga. I máli ræðumanna kom fram að helsta markmið kjarasamnings BHMR og ríkisins hefði verið að færa kjör háskólamanna í átt til jöfhunar við kjör sambærilega menntaðs fólks sem starfar á almenna vinnumarkaðn- um. Með samningunum hefði verið viðurkenndur réttur ríkisstarfsmann- anna til sambærilegra kjara. Svoköll- uð þjóðarsátt síðar - orð sem fúndið hefði verið upp eftir samninga ASÍ, VSÍ og BSRB - kæmi samningum BHMR ekkert við. „Sátt okkar em kjarasamningar BHMR og ríkisins sem samþykktir vom samhljóða af21 aðildarfélagi sambandsins,“ sagði Broddi Broddason í ræðu sinni. í fúndarlok gengu fundarmenn upp á Stjómarráðstún en á tröppum Stjóm- arráðsins var Steingrími J. Sigfússyni afhent yfirlýsing stjómar BHMR þar sem frestun ríkisstjómarinnar á gild- istöku nýja launakerfisins er mótmælt og að ákvörðun ríkisstjómarinnar eigi sér enga stoð í lögum og sé árás á samningsrétt háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna og lýðræðið í landinu. —sá ■ Sitjandi fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon tekur glaðhlakkalegur við mótmælum BHMR úr hendi Elnu Kristínar JÓnsdÓttur. Timamynd; Ámi Bjama. Akureyri: Fjölmenn MA-hátíð Fjölmenn hátíð gamalla stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyrí var haldin í íþróttahöllinni á Akur- eyri að kvöldi 16. júní. Um 800 manns mættu í höllina og snæddu kvöldverð. Að því búnu var boðið uppá fjölbreytta skemmtidagskrá og dansinn stiginn ffarn eftir nóttu. Besta skemmtunin að mati við- mælenda Tímans, var að hitta gömlu skólafélagana og rifja upp minningar skólaáranna. Hátíðin þótti takast með afbrigðum vel, og stefnt er að því að gera hana að ár- vissum viðburði. Víst er að ekki mun þátttakendur skorta, því mik- ill fjöldi sækir skólann heim ár hvert um skólaslit, og virðist sú mikla rækt sem gamlir nemendur leggja við skólann sinn stöðugt fara vaxandi. Það hefúr löngum verið sagt að sterkar hefðir einkenndu starf Menntaskólans á Akureyri, og m.a. hafa afmælisárgangar haft það fyrir sið að hittast við skólaslit. Hafa þeir gjaman fært skólanum einhveijar gjafir, og að þessu sinni vom það veglegar bókagjafir, og fé til tölvukaupa. hiá-akureyri. Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn bíða lægri hlut í hlutkesti í kjöri í nefndir: Huldumaðurinn hallar sér að meirihlutanum Fyrsti fundur nýkjörinnar borgar- stjómar Reykjavíkur fór ffarn í gær. Á fundinum var kjörið í nefndir og ráð á vegum borgarinnar og þurfti að varpa hlutkesti í allar fimm manna nefndir. Minnihlutinn mátti sætta sig við lægri hlut í fleiri nefndum. Fyrir fundinn höfðu minnihluta- flokkamir komið sér saman um sam- eiginlegt ffamboð í nefndir. Það var því ljóst að varpa þurfti hlutkesti í allar fimm manna nefndir, er þær voru 18 þar sem kosningu í ffæðslu- málaráð og skólamálaráð var ffestað. í þessum nefndum var kosið um 4. mann Sjálfstæðisflokksins og 2. mann minnihlutans. Það er óhætt að segja að lánið hafi ekki leikið við minnihlutann og huldumaðurinn í húsnæði borgar- urinn vann hlutkestið um fjórða mann í borgarráð og hefúr því sína fjóra fulltrúa þar. Fimmti maðurinn er Sigurjón Pétursson frá Alþýðu- bandalagi. Einnig átti, samkvæmt auglýstri dagskrá, að kjósa fimm menn í skóla- málaráð og fræðsluráð í einni kosn- ingu. Sigrún Magnúsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun fýrir hönd minnihlutans: „í átjándu grein grunnskólalaga seg- ir: í Reykjavík fer ffæðsluráð með hlutverk skólanefndar. Með tilvísun til þessa lítum við svo á að borgar- stjóm sé hér á eftir að kjósa fulltrúa í fræðsluráð, sem fer með þetta hlut- verk. Þá viljum við mótmæla þvi að hér fari ffam formannskjör í fræðslu- ráð, þar sem skýrt er kveðið á um það í reglugerð um Fræðslugrein, 5. grein, að formannskjör fari fram á fyrsta fúndi ráðsins. Sama gildir reyndar um skólanefndir, þar sem þær eru starfandi, því i erindisbréfi fýrir skólanefúdir, 4. grein, segir að skólanefndir kjósi sér formann úr sínum hópi.“ Síðan var samþykkt samhljóða að ffesta kosningu í þessar nefndir. Magnús L. Sveinsson var kjörinn forseti borgarstjómar, Páll S. Gisla- son er fýrsti varaforseti og Katrín Fjelsted annar varaforseti. Varla þarf að taka fram að Davíð Oddson var kosinn borgarstjóri. -hs. Aðgerðanefnd BHMR hótar hörðu: Olafur á von á góöu stjómar var honum ekki hliðhollur. Minnihlutinn mátti sætta sig við að bíða lægri hlut í flestum hlutkestun- um og fá því aðeins einn mann í flest- ar þessara nefnda á móti fjómm Sjálfstæðisflokksins. Þá má bæta við að Sjálfstæðisflokk- „Aðgerðir hafa hingað til verið frið- samlegar en búast má við harðskeytt- ari aðgerðum eftir því sem nær dreg- ur 1. júlí og eftir þann tíma,“ segir í tilkynningu ffá aðgerðanefnd BHMR. Aðgerðanefndin hefúr einnig mælst til þess við BHMR félaga að þeir láti andúð sína í ljósi á því að ffestað var gildistöku ákvæðis í kjarasamningum um nýtt launakerfi. Þetta verði gert með því að fólk ffesti öllu st'arfi i nefndum og ráðum á vegum ríkisins. Jafnffamt er mælst til þess að fólk drífi sig suður á Keflavíkurflugvöll til að taka á móti Olafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra þegar hann snýr heim frá því að skoða evr- ópsk lýðræðisríki, eins og það var orðað á fúndi BHMR á Lækjartorgi í gær. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.