Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 2
2 Timinn ’flfV Ci '•i'.iV.f'iH'OfKÍ Laugardagur 23. júní 1990 Um 460 milljóna hagnaður á Pósti og síma í fyrra: Meðalsímreikningur 35.000 kr. í fyrra „Árið 1989 var annað árið í röð, sem sýnir góða afkomu hjá Pósti og síma, eftir nokkur óhagstæð ár“, segir m.a. í ársskýrsíu stofnunarinnar. Rúmlega 463ja m.kr. bókfærður hr""»aður varð af rekstrinum á s.l. ári. Samkvæmt fjárlögum var Pósti og síma gert að greiða 250 m.kr. í ríkissjóð á árinu og var það í fyrsta sinn í áratugi sem slík kvöð var lögð á stofnunina. Fjöldi unninna ársverka hjá stofnuninni (um 2.100) hefur svo til staðið í stað frá 1983 á sama tíma og símanúmerum hefur t.d. fjölgað um rúm 40% og póstsendingum um 65%. Símtöl milli landa hafa aukist mest, eða nær þrefaldast á þessum árum. Raunlækkun á rekstrarkostnaði Rekstrargjöld ársins, án afskrifta og fjármagnskostnaðar, voru um 4.234 m.kr., sem var rúmlega 16% hækkun írá fyrra ári, eða langt undir rúmlega 22% verðbólgu á sama tíma. Rekstrar- tekjur, án fjármagnstekna, voru hins vegar um 5.770 m.k. og höfðu hækkað eilítið minna en verðbólga á sama tíma. Tekjur stofhunarinnar af síman- um einum voru um 34.600 kr. á hvert númer í notkun að meðaltali á árinu. I lok ársins voru veltufjármunir stofnun- arinnar um 1.635 m.kr., en skamm- tímaskuldir um 1.128 m.kr. Eigið fé var 9.124 m.kr. í árslok. Engin hækkun á síma innanlands Samkvæmt ársskýrslu varð engin hækkun á gjaldskrá fyrir símaþjónustu innanlands á árinu. Aftur á móti hafi uppbyggingu gjaldskrár verið breytt þannig á miðju ári, að taxtar fyrir lang- linusímtöl hafi lækkað verulega, en af- notagjald, skrefaverð og taxti staðar- símtala hækkað þar á móti til þess að halda tekjum stofhunarinnar óbreytt- um. Taxtar fyrir símtöl til útlanda hækkuðu tvisvar á árinu, samtals um 18%, vegna gengisbreytinga. Póst- burðargjöld hækkuðu að meöaltali um 10,5% á árinu. 125.100 símanúmer í notkun Rúmlega 125.100 símanúmer voru í notkun um síðustu áramót, eða rétt um eitt fyrir hveija tvo landsmenn. Þar af bættust um 3.500 númer við á síðasta ári. Símanúmerum hefur fjölgað um rúmlega þriðjung ffá árinu 1983. A sama tíma hefur póstsendingum fjölgað úr um 170 á hvem íbúa upp í um 265 á hvem landsmann á síðasta ári. Astæðan er fyrst og ffemst mikil aukning á „gluggabréfum" og öðrum slíkum sendingum. 310 ársverk í utanlandssímtöl Ekkert hefur þó vaxið hraðara en sím- töl milli Islands og annarra landa. Þau mældust um 12 milljón mínútur árið 1983 en nær 35 milljónir á síðasta ári. Hefðu öll þessi símtöl farið ffam í vinnutíma svara þessar 35 milljón mínútur til þess að um 310 manns hefðu verið í fullu starfi allt árið við það eitt að tala í símann milli landa. Deilt jafnt niður á landsmenn koma hins vegar um 2 klukkustundir og kortér í hlut hvers og eins. - HEI Aframhaldandi lánveitingar Byggingar- sjóðs ríkisins: Gjaldþrot um aldamót Fram til þessa hafa skógræktarmenn á íslandi fyrst og fremst virkjað skólafólk til að klæða landið gróðri Bændur hafa nú vaxandi áhuga á þessari atvinnugrein. Fimm bændur á Suðurlandi gera tilraunir með að rækta aspir: Áhugi bænda á trjá- rækt fer vaxandi í tilefni af beiðni Þorsteins Páls- sonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, um úttekt á fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs ríkisins og Bygg- ingarsjóðs verkamanna, hefur fé- lagsmálaráðuneytið sent frá sér til- kynningu þar sem eftirfarandi at- riði koma fram: Ríkisstjómin samþykkti í febrúar síðastliðnum að gera úttekt á fjár- hagsstöðu Byggingarsjóðs ríkisins og rekstrarafkomu næstu árin. Fé- lagsmálaráðherra skipaði síðan nefnd í mars til að vinna að þessu verkefni. Nefndinni er jafnframt falið að gera tillögur um leiðir til að koma jafn- vægi á fjárhag sjóðsins. Niðurstöður nefndarinnar munu liggja fyrir á næstunni og í framhaldi af þessari vinnu hefur henni verið falið að gera úttekt á (járhagsstöðu Byggingar- sjóðs verkamanna. í tilkynningunni segir ennfremur að lánakerfið siðan 1986 sé mjög fjár- frekt og fjárhag Byggingarsjóðs rík- isins sé stefnt í tvísýnu með þeirri lánastarfsemi sem fylgt hefúr verið. Bent er á, að til að afgreiða þær 8000 umsóknir sem bíða afgreiðslu í Hús- næðisstofnun ríkisins þarf um 20 milljarða króna. Vaxtamunur eigna og skulda Byggingarsjóðs ríkisins er nú um 2%. Þá segir að eigið fé sjóðs- ins muni þrotið vera um næstu alda- mót nema gripið verði til aðgerða. Þetta sé m.a. ástæðan fyrir því að húsbréfakerfi hafi verið komið á. Ó.Johnson og Kaaber hf., umboðs- aðili Del-Monte á íslandi, hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem frétt sjónvarpsins 20. júní um brot á lögum um innflutning á vörum frá Suður-Afríku er mótmælt. Ásökunum um ólögmætan innflutn- ing á Del-Monte er vísað á bug og Ó.Johnson og Kaaber hf. kveðst harma þá neikvæðu umræðu sem Del-Monte vörumerkið hafi fengið Félagsmálaráðherra gaf í maí s.l. út reglugerð um húsbréfadeild og hús- bréfaviðskipti. í reglugerðinni eru ■ ákvæði til bráðabirgða sem eiga að stuðla að því að leysa erfiðleika þeirra sem þegar hafa fest kaup á íbúð eða hafa hafið byggingu íbúðar og bíða eftir almennu láni frá Hús- næðisstofnun. Þessir aðilar geta nú farið yfir í húsbréfakerfið. í bréfi húsnæðismálastofnunar til forsætisráðherra kemur fram að 2ja milljarða króna ríkisframlag vanti til ráðstöfunar í útlán á árinu 1991 svo að unnt sé að halda áfram afgreiðslu lána samkvæmt lánakerfinu frá 1986. Með 2ja milljarða króna ríkisfram- lagi gæti Húsnæðisstofnun afgreitt aðeins um 700-800 umsóknir til við- bótar þeim umsóknum sem afgreidd- ar verða á árinu 1991 og stofnunin hefúr nú þegar ákveðið að biðtími muni lítið styttast frá því sem nú er. Það liggur fyrir að ef áframhald verð- ur á lánveitingum Byggingarsjóðs ríkisins mun vandi sjóðsins halda áfram að aukast og enda með gjald- þroti um næstu aldamót. Þá segir í tilkynningu félagsmála- ráðuneytisins að þó dregið hafi verið úr útlánum samkvæmt lánakerfinu frá 1986 sé verið að auka almenn út- lán til íbúðarkaupa og húsbygginga með húsbréfakerfinu og heildarfjár- magn til húsnæðismála hafi aldrei verið meira en á síðastliðnum 2-3 árum. GS. hér á landi. í yfirlýsingunni segir að síðan lögin gengu í gildi hafi aðeins verið fluttar inn af framleiðsluvörum Del-Monte, ananas frá Filippseyjum, blandaðir ávextir og perur frá Italíu, ávaxtasafi frá Englandi og ferskjur og apríkósur frá Grikklandi. Enginn innflutningur hafi átt sér stað frá Suður-Afríku síð- an lögin tóku gildi. GS. í sumar munu fimm bændur á Suðurlandi starfrækja trjárækt í samvinnu við Rannsóknastöð ríkis- ins í skógrækt á Mógilsá. Bænd- urnir rækta aspir samkvæmt skipulagi frá Mógilsá og selja þær þangað, þar sem þær eru notaðar til rannsókna á nytjaskógum. Þar er m.a. um að ræða samstarfsverk- efni við Kanada, sem á að fara að hefjast í Gunnarsholti. Einn þessara fimm bænda er Guð- mundur Gils Einarsson, bóndi 1 Auðsholti, en hann hóf að rækta asp- ir ásamt konu sinni í ágúst í fyrra. í sumar stefnir hann að því að rækta um 200 - 300 þúsund plöntur. Guðmundur stundaði áður Ijárbú- skap en fór út í trjárækt til að reyna aðra möguleika. Heitt vatn er á staðn- um og gróðurhús hefur verið byggt. „Maður verður að nýta þessa þriggja milljóna króna fjárfestingu og það er ekki nóg að rækta eingöngu tómata og gúrkur. Trjáræktin malar ekkert gull en þetta var það bjartasta sem við sáum. Ræktunarlega gengur þetta upp og verðið sem við fáum fyrir plöntumar er ekki óraunhæft," segir Guðmundur. Guðmundur segir yfirleitt ekki um auðugan garð að gresja í sambandi við atvinnu í sveitum og því sé trjá- ræktin kærkomin uppbót. Allt heim- ilisfólk á Auðsholti vinnur við trjá- ræktina, auk þess tveir unglingar og þrjár konur af næstu bæjum. Guðmundur ber starfseminni á Mó- gilsá vel söguna og segir hana eitt það efnilegasta sem hægt sé að gera í skógrækt á Islandi. „Samstarfið við þá á Mógilsá er búið að vera frábært. Það var mjög sérstakt að koma þama upp til þeirra í fyrsta skipti og finna þann góða starfsanda sem þar ríkir og þann mikla áhuga sem er á verkefn- inu,“ segir Guðmundur. „Og það er eitt sem ég hef ekki kynnst hjá öðmm opinberum stofnunum, að þegar mað- ur nær ekki í starfsmenn í vinnunni, þá er manni boðið upp á að hringja heim til þeirra. Það notar maður tals- vert þegar maður þarf á ráðlegging- um að halda.“ Að sögn Guðmundar er mikill ugg- ur í mönnum um framtíð Mógilsár og eftir helgi verður að öllum líkindum haldinn fundur með landbúnaðarráð- herra, skógræktarstjóra, fyrrverandi forstjóra Mógilsár og fyrrverandi og núverandi starfsmönnum á Mógilsá. „Við heyrum alls konar sögusagnir um þetta mál, jafnvel að það eigi að leggja þetta niður. Ég skil ekkert í þessu. Við erum ákaflega óhressir með þessa stöðu sem komin er upp,“ segir Guðmundur. „Það er búið að leggja góða vinnu í þetta verkefúi á Mógilsá og ákaflega vísindalega er að því staðið. Þess vegna yrði það grátlegt ef það gengi ekki upp.“ GS. FRÉn MÓTMÆLT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.