Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. júní 1990 Tíminn 3 Siglufjörður Ólaunuð nefndar- störf Nýskipuð Hafnamefnd Siglufjarð- ar samþykkti á fyrsta fundi sínum til- lögu minnihlutafulltrúa Framsóknar- flokksins, þess efnis að fulltrúar í nefndinni afþakki laun fyrir störf í nefndinni á komandi kjörtímabili. Hafhamefnd gengur þannig á undan með góðu fordæmi í þá átt að draga úr útgjöldum Siglufjarðarbæjar, en bærinn á í talsverðum fjárhagserfið- leikum. Spamaður Siglufjarðarbæjar er vemlegur vegna þessa, því ef miðað er við síðasta kjörtimabil, þá vom tíð fundahöld hjá Hafnamefnd, og því um veruleg útgjöld að ræða. Auk þess er hugsanlegt að fleiri nefndir fylgi þessu fordæmi Hafnamefhdar. Mikill einhugur virðist ríkja bæði hjá meirihluta og minnihluta um spamað og niðurskurð því eins og áður sagði var tillagan lögð ffam af minnihlutafúlltrúa Framsóknar- flokksins, og var hún samþykkt sam- hljóða. hiá-akureyri. Milljónir frá Keflavík til Kaup- mannahafnar Keflvíkingur sá, sem átti um tíma í vændum að verða tuttugu og áttfaldur milljónamæringur, varð að sjá á bak auðævunum þegar írar jöfnuðu metin í leik þeirra og Hollendinga í heims- meistarakeppninni í knattspymu í gærkvöld. Um tíma stefndi í að Hoflendingar sigraðu íra, en fyrir mistök f vöm þeirra fyrmefndu tókst Iram að jafna metin. Leiknum lauk með jafhtefli og þvi verða það tveir Danir sem skipta með sér milljónunum 28. —sá Daihatsu Charade Sedan er rúmgóður 5 manna fjölskyIdubílI með sérstaklega J stóra faranRursRevmslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er m' stærrí °§ kraftmeirí að hlaða. Hann er búinn nýrri kraftmikilli 4ra strokka, 16 ventla 1.3 lítra, 90 hestafla vél með beinni innspýtingu. Þessi vél gerir bílinn bæði auðveldan og skemmtilegan í akstri hvort sem hann er með beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Sparnevtni og haRkvæmni í rekstri undirstrika svo kosti Charade Sedan sem hins fullkomna fjölskyldubíls. ÓtrúIega hagstætt verð Daihatsu Charade Sedan SG 5 gfra kr. 767.000 stgr. á götuna. Sjálfskiptur kr. 829.000 stgr. á götuna. Komið og reyrtsluakið kraftmiklum Charade Sedan Brimborg hf. Faxafeni 8 • Sími 685870 Björgunarnámskeið nýafstaðiö á Rifi Skip Slysavarnarfélags íslands, Sæbjörg, var með björgunar- námskeið á Rifi nýlega og var mikil aðsókn að því. M.a. sem kennt vará námskeiðinu var björgun manna úrsjó og úrgúmmí- bátum. Menn klæddir flotabúningum voru látnir sökkva í sjóinn af efra þilfari Sæbjargar og einnig úr þyrlu landhelgisgæslunnar en hún var notuð við björgunaræfingamar þar sem mönnum var ýmist bjargað úr sjónum eða úr björgunarbátum. Einnig vora sjómönnum kennd rétt viðbrögð við sjóslysum eins og að rétta við gúmmíbjörgunarbáta og meðferð neyðarblysa, skyndihjálp, reykköfun og fleira. Að sögn þeirra sem námskeiðið sóttu höfðu þeir mikið gagn af þvi sem þeir lærðu þama og sögðu sumir að þeir hefðu öragglega farið rangt að ef þeir hefðu lent í raunveralegu slysi án nokkurr- ar þekkingar á þannig kringumstæð- um. Eitt mikilvægt atriði, sem mönn- um var gerð grein fyrir ef þeir lenda í sjóslysum, var að menn haldi ró sinni og hugsi rökrétt því hættan á þvi að menn bregðist rangt við í örvæntingu sinni er oft fyrir hendi. Sæbjörg hefúr verið á ferð um landið með námskeið á sumrin en á vetuma er hún í Reykj- arvíkurhöfn þar sem nemendur Stýri- mannaskólans fá þessa kennslu þar. Námskeiðinu á Rifi var svo slitið í húsi slysavamadeildarinnar á Hell- issandi þar sem þátttakendum var af- hent vottorð um að þeir hafi lokið grannnámskeiði. Kvennadeildin Helga Bárðardóttir fékk afhentan skjöld fyrir veitta aðstoð og afhenti hún síðan fána kvenna- og karla- deildarinnar ásamt peningum til Slysavamaskóla íslands. Að lokum var svo þátttakendum og áhöfn Sæ- bjargar ásamt fleiri gestum boðið til kaffisamsætis sem kvennadeildin sá um. Frá fréttaritara Tímans á Hellissandi, Ægi Þórðarsyni Lagastofnun skilar álitsgerð um afskipti útvarpsráðs og útvarpsstjóra af fréttum í RÚV: EKKERT VALD TIL AÐ AÐ ÓMERKJA FRÉTTIR „Lagastofnun hafnaöi algerlega Akranesi sem sagðar voru Ijósrit af sérstökum fundi. þeim skilningi aö úfvarpsráö og út- sænskum teikningum af íþrótta- í úrskurði Lagastofnunar segir varpsstjóri hafi lokaúrskurðarvald höll. ra.a. „Útvarpsráð hefur hvorki um hvað rétl sé eða rangt í fréttum Útvarpsráð gerði athugasemd við samkvæmt útvarpslögum, reglu- Ríkisútvarpsins," sagði Páll Bene- frétt þcssa þar sem sagði að hún gerðum né fréttareglum vald til diktsson, formaður Félags frétta- heföi verið einhliða og gert hefði þess að úrskurða eftir á að frétt, manna, er hann kynnti álitsgerð verið í henni lítiö úr VT teiknistof- sem samin er af fréttamanni og les- Lagastofnunar Háskóla íslands. unni. Athugasemdin var lesin í in hefur verið í Rikisútvarpinu, sé Stofnunin vann þessa álitsgerð að kvöldfréttatíma en eftir lienni var ómerk, þótt ráðið getí að sjálfsögðu beiðni Félags fréttamanna í fram- lesin yfirlýsing frá fréttastofu um látíð í ljósi álit sitt um það hvort tíl- haldi af afskiptum Útvarpsráðs og að hún stæði að fullu við fréttina. tekinn fréttaflutningur hafi brotíð í útvarpsstjóra af fréttaflutningi um Þessa síðastnefndu yfirlýsingu bága við ákvæði 15. gr. útvarps- teikningar VT teiknistofunnar á „dæmdi“ útvarpsráð ómerka á Iaga.“ —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.