Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 7
Laxá í Þingeyjarsýslu. Ljósm.: Kristján Logason frostkaldan júnídag í norðlensku hvítasunnuhreti. Þannig segisí Stefáni Jónssyni frá: Drottning silungsáa „Ég hef kallað hana bestu sil- ungsá í heimi, og það veit ég að hún er. Ég hef rætt við ágæta málsmetandi veiðimenn, sem ferðast hafa vítt um heiminn til sil- ungsveiða og segja mér að engin á standist samjöfhuð við hana. Sjálfur hef ég veitt í þeim silungs- ám Suðvestur-Englands sem söguffægastar eru í bókmenntum stangarveiðinnar, allar götur ffá dögum Izaaks Waltons, og liðast enn kristaltærar um skógarlundi og engi, kvikar af vænum urriðum sem taka þurrflugur og púpur glaðlega er þær eru bomar fyrir þá af þekkingu og höfðingsskap. Fal- legar eru þær, og hjá þeim er dvöl- in undur skemmtileg og góð í blíðviðrinu. En þær em ekki nema svo sem þokkafúllar dándismeyjar i samanburði við drottningu fýrir norðan. Hún gerir strangari kröfur til lagsmanna sinna, en þeim sem standast þær veitir hún unað i veiðigleði sem hvergi fæst önnur eins á jarðarkringlunni. En okkur hefur ekki gengið nógu vel að kynna hana fyrir þeim tiltölulega fáu veiðimönnum sem em hennar verðir, og því er nú það sem lá- varðar bollaleggja aðgerðir til að breyta henni í hversdagslega markaðsá sem láti að grófari ynd- isþörfum laxveiðimanna. Ég hafði að vísu óttast það dálít- ið að sérstakir lyndisþættir fyrr- nefhdrar drottningar kynnu að reynast jafhvel hinum áhugasöm- ustu og bestu fluguveiðimönnum fullstríðir, svo sem norðanáhlaup- in og mývargurinn, en hann sann- færði mig um það hann Nóel Rice, sá sem kenndi mér að veiða á þurrflugur, að ekki þyrfti ég að hafa áhyggjur af því. Við veiddum fyrst saman fyrir sautján árum. Það hefur gerst ár- lega síðan. Kunningsskapurinn hófst með þeim hætti að hann skar upp auga á syni mínum úti í London og kom upp í tali þeirra að Nóel væri áhugasamur sil- ungsveiðimaður sem eyddi gjam- an fritíma sínum við lindámar tæm vestur af London frá föstu- dagseftirmiðdegi til sunnudags- kvölds. I staðinn fékk hann þá sögu að ég væri býsna ástríðu- fullur fluguveiðimaður sem fynd- ist hvergi vera paradís á jörðu nema við Laxá í Þingeyjarsýslu ofan virkjana þar sem ég héldi að væri besta silungsveiði í heimi. Upp úr því tali kom svo bréf ffá Nóel þar sem hann reifaði þann möguleika að ég tæki hann með mér í siliugsveiði nokkra daga á góðum tíma þama norður í paradís. Þannig byijaði það nú. Þeir sem kæra sig um þess hátt- ar vitneskju geta lesið um augn- lækninn Noel Rice í breskum heiðursmannaskrám, en það kemur i minn hlut að skrifa um afrek hans í stangarveiði og þekkingu hans á því sporti. Ég tók á móti honum á Aðal- dalsflugvelli og átti alls ekki von á góðu þar sem ég sá hann koma út úr flugvélinni því svona skafið snyrtimenni i klæðaburði fannst mér líklegt til annars konar dáða en þeirra sem hæfa urriðunum í Veraldarofsa og Steinsrassi. En það skyldi enginn leggja enskum manni til lasts að óreyndu þótt hann gangi sæmilega til fara dag- farslega, og Nóel hefur dugað framúrskarandi vel við íslenskar aðstæður allt frá upphafí, sem varð með svofelldum hætti: Flugulínan frýs í lykkjunum Þetta var 1. júní sem við byijuð- um að veiða, eftir góðviðriskafla, en hafði brugðið til norðanáttar um nóttina með kólnandi veðri og úrkomu. Við áttum Geldinga- eyjarveiðamar þennan dag og byijuðum snemma með ákvörðun um að hittast suður við brýmar um hádegisbilið þar sem við geymdum kaffið okkar í bílnum. Upp úr miðjum morgni var komið frost með snjókomu og herti heldur vindinn. Um tíuleyt- ið var svo orðið illveiðandi fyrir kuldaþví flugulínan fraus í lykkj- unum. Ég rölti þá norðan yfír eyna með tvo þriggja punda urriða i poka mínum, bjó nota- lega um mig í bílnum og bjóst við að sjá Nóel hið bráðasta. Það varð ekki. Vindinn herti með vax- andi snjókomu og klukkan tólf var frostið komið ofan i sex stig og enn bólaði ekki á Engilsaxan- um, en þá var nú skyggnið heldur ekki orðið upp á marga fiska. Það var ekki fyrr en klukkan hálf- eitt að ég sá móta fyrir þúst á hreyfingu úti í kófmu, og átti þá skammt ófarið að bílnum þegar sást á henni mannsmynd, berhent með flugustöng i vinstri hendi, en kippu með fimm vænum silung- um í hinni og hægrihandarfing- umir undir snærislykkjunni fíla- beinshvítir á litinn. Ég spurði hvem andskotann hann hefði ver- ið að gera svona lengi í frostinu. Hann ansaði mér ekki fyrr en hann var búinn að leggja veiðina snyrti- lega frá sér í plastkassann í skott- inu, súpa á viskíflöskunni sinni og farinn að nudda finguma. Þá sagði hann mér stillilega að silungamir hefðu enn verið á ferðinni og elt fluguna niðri á Hagatá þegar hann fór þaðan, og hann hefði haldið flugulínunni og lykkjunum þíðum með því að dýfa stönginni ofan í ána milli kasta. Við veiddum ekki lengur þann dag. Um nóttina brá til sunnanátt- ar með hlýviðri og klukkan átta um morguninn sáust alls engin ummerki eftir hvítasunnuhretið. Þurrfluguveiði í Laxá Um tíuleytið sléttlygndi, mý- vargurinn byijaði að fljúga upp af mikilli atorku og fágætum blóð- þorsta og stóm urriðamir á Ær- helluflóa og Þuríðarflóa að taka flugur á yfirborðinu og með því hófst þurrfluguveiði mín í Laxá. Við köstuðum stórum svörtum flugum, bitmýslíkingum og svörtum Zooluflugum sem við slitum af rauða skottið. Ég nefhi flugumar í fleirtölu því Nóel missti hvem físk með flugunni í byrjun af því að hann gat ekki fengið sig til að trúa því að urrið- amir purpuðu sundur tíu punda tauma strax í tökunni og notaði því 018 og 022 millimetra tauma. Ég var með 035 millimetra taum og sleit í engum físki. Þetta var þegar tólfbröndu há- markið gilti við ána og eins og nú fór ffam þóttumst við vissir um að ná skammtinum þótt við slepptum öllum silungum undir þremur pundum. Það hefðum við nú samt ekki átt að gera því nú létti til um hádegið og gerði glampandi sólskin með suðvest- an golu sem snerist í snarpa haf- golu með ennþá skærara sólskini um nónbilið og þá dró úr kætinni hjá silungunum. Um náttmál hafði ég ekki náð nema fimm af vænu silungunum tólf. Þetta síðdegi höföum við Hofs- staðaveiðamar og Nóel steðjaði á undan mér niður og norður úr öllu, og þar sá ég ekki djarfa fyrir honum fyrr en klukkan að ganga ellefu um kvöldið, og leið drjúg stund áður en ég þekkti með vissu að þar færi maður. Þá haföi dregið fyrir sólu og stórþýfður móinn ofan með ánni, sem var reyndar ekki meira en svo grænk- aður, brá yfír sig mosagrænum felulit gegnum sinuna með dökk- um skomingablettum á milli. Nú var Keltinn þannig búinn að yst- an klæða bar hann regnfrakka mógrænan og gljálausan hattkúf grábrúnan og vaðstígvél samlit kápunni. I þessum búnaði rann mynd hans saman við feluliti beitilyngs og.þúfnaskominga, því hvergi bar hana við loft né vatn. Til að sjá var limaburður þessarar vem í stórþýfínu hvergi nærri með því sniði sem hæft gæti af- komanda gelískra konunga og fór þó tilhlýðilega hægt yfir völlinn. Upp stökk urriði... Enn bar hann fímm væna sil- unga í kippu, en hafði smeygt henni yfir öxl sér þessu sinni. Þegar hann hafði losað sig við hana settist hann hjá mér í móann og sýndi mér kóniska flugutaum- inn sinn. Sá haföi nú heldur betur gildnað þegar leið á daginn. Nú var hann að minnsta kosti 050 millimetrar þar sem hann hafði slitnað eigi að síður um það er lauk. Atburðinum lýsti veiðimað- ur á þá lund að það hefði orðið sprenging í hylnum um leið og stóra Black Wulf þurrflugan lenti á vatninu. Upp stökk urriði, sem Nóel haföi aldrei séð annan eins og reyndar ekki lesið um heldur, og dansaði tvisvar yfir hylinn á sporðinum, hóf sig svo enn á lofi fast upp við hinn þakkann og yfír granna blaðvana víðigrein sem skagaði fram í strauminn og þar slitnaði taumurinn. Honum var það huggun harmi gegn að eng- inn var viðstaddur og vonandi ekki í heyranda hljóði sem borið gæti vitni um angistarópið sem hann rak upp og svo orðbragðið sem fylgdi á eftir. Ég veitti því athygli, meðan hann skrúfaði tappann af viskí- flöskunni sinni, að fingumir sem voru fílabeinshvítir í gær voru nú orðnir marínbláir á litinn. Hann sá tillitið og sagði sem svo að þetta skipti ekki máli, hann not- aði þessar hendur eiginlega bara við fluguveiðar og svo til þess að skera upp augu á fólki, en það væri ekki átakavinna. A síðkvöldinu því ama ályktaði ég sem svo, þama á bakka Brota- flóa, að hann mætti blása býsna napurt af íshafínu og bíta fast mývargurinn daginn eftir áður en þeir kveinkuðu sér við veiðamar, þessi andskotans Keltar. Og síðan hef ég verið óhræddur um það að veðurfar eða mývargur fæli góða fluguveiðimenn frá urriðasvæðinu í Laxá, og reyndar em það engir aðrir en þess háttar menn sem eiga skilið að fá að veiða þar.“ lived happily ever after“ Þannig lýsir Stefán Jónsson starfsdegi tveggja stangveiði- manna í silungsánni Laxá i Þing- eyjarsýslu snemmsumars fyrir næstum 20 ámm. Annar veiði- maðurinn er útlendingur, vanur veiðiskap í ágætum silungsám í sumardýrð Suður-Englands, hinn innfæddur veiðinautnamaður og öllum veðmm vanur og ekki guðsbamablíðunni einni saman. Sá íslenski vissi að áin sem rann í íshafið var drottning allra sil- ungsvatna. Bretinn, sem kunnur var skapgóðum silungslækjum, sem síga með hægð ofan til hlý- sjávarins undan suðurströnd Eng- lands, lét sér ekki bregða þótt flugulínan frysi hjá honum, þegar hann mynntist við drottningu veiðivatnanna — og ákvað að eiga hana upp ffá því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.