Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 9
Laúgárdá'gUr'23.júhíÍ990-' Akureyri: Saga til Síberíu Unglingaleikklúbburinn Saga á Ak- ureyri æfir nú af íullum krafti fyrir áætlaða Rússlandsför. Ferðinni er heitið til Síberíu, nánar tiltekið til Baikalvatns og Ulan Ude. Þar munu unglingaleikhópar ffá öllum Norður- löndunum og sovéski leikhópurinn Studia æfa og setja upp sýninguna „Fenris í Síberíu". Verkefhið er hugs- að sem framlag æskunnar til ffiðar- mála í heiminum. Ferðin verður farin í júlí, og er ífamhald af samvinnu unglingaleikhópa á Norðurlöndum síðasta sumar. I fféttatilkynningu frá Leikklúbbn- um sögu kemur fram að leikritið fjallar um 7 systkini. Einu þeirra er rænt, og leggja hin upp í ævintýrafor í leit að því. Hvert land leggur til einn eða fleiri þætti í verkið, sem tengjast síðan saman í ferð systkinanna. Verk- ið er í meginatriðum hið sama og far- ið var með til allra Norðurlandanna síðasta sumar, utan það að sovéski leikhópurinn bætir einum þætti við. Fram til þessa hafa menningartengsl við Sovétríkin nánast eingöngu mið- ast við dans, söng og myndlist, því tungumálaerfiðleikar hafa alltaf ver- ið til staðar. FENRIS verkið byggir hins vegar á leiklist án orða og er tón- list stór þáttur í sýningunni. Leiklist byggir á samvinnu og gagnkvæmum skilningi allra þátttakenda, þar sem allir leggja sitt af mörkum til að skapa sýninguna. Með þessari sam- vinnu ætti því að vera lagður grunnur að samvinnu og skilningi milli þjóða og þeirra sem erfa Iöndin. hiá-akureyri. Veiðidagur fjölskyldunnar Þingvallavatn: Fyrir landi Þjóögarösins, Kárastaöa og Heiöabæja Veiðidagur fjölskyldunnar: Ókeypis veiði Næsta sunnudag, 24. júní, bjóða Ferðaþjónusta bænda og Landssam- band stangaveiðifélaga allri fjöl- skyldunni í ókeypis veiði á 22 stöð- um um land allt. Þingvallavatn innan marka þjóð- garðsins og Elliðavatn sunnan heiða en Ljósavam fýrir norðan eru dæmi um veiðisvæði sem standa i boði. Ókeypis listi yfir öll þau veiðivötn sem standa í boði fæst á öllum helstu bensínstöðvum. Að baki veiðidegi fjölskyldunnar býr sú hugmynd að öll fjölskyldan drífi sig af stað í veiðitúr, njóti þess eina dagstund að renna fyrir gómsæt- an vamafisk í hinni stórbrotnu ís- lensku náttúru og kynnist um leið þessari skemmtilegu tómsmndaiðju. Að veiðidegi fjölskyldunnar standa: Ferðaþjónusta bænda, Landssam- band stangveiðifélaga, Upplýsinga- þjónusta bænda og Ferðamálaráð Evrópu 1990. vertu í takt við Tíiiiann AUGLÝSINGAR 686300 n.ni:ri|T 8 Timinn 9 Ferðamála- og farar- stjóraskóli á Mallorca íslensk kennsludeild - Ferðaskrifstofustörf - Fararstjóm eriendis - Hótelrekstur - Ferðaþjónusta í dreifbýli - IATA- flugfarseðlaútgáfa - Flugfélaga- og flugvallastörf- Ráðstefnuþjónusta - Markaðsstörf og auglýsingar - Spánska, enska eða þýska Alþjóðlegur skóli fýrir íslenska nemendur: Samstarf hefir tekist milli íslenskra og spánskra aðila um starfrækslu íslenskrar kennsludeildar í alþjóð- legum námsgreinum á sviði ferðamála á komandi vetri á Mallorca, þeim stað þar sem vettvangsaðstaða er ákjósanleg og sem náð hefir hvað lengst í uppbygg- ingu og framförum á þróunarsviði ferðamála í Evrópu. Skólinn verður starfræktur frá 31. október til 21. des- ember og gefur námsárangur og próf möguleika til framhaldsnáms í einstökum greinum á Spáni og í Bandaríkjunum. Þessi skóli er sniðinn fyrir þá, sem vilja á skömmum tíma öðlast staðgóða þekkingu á helstu undirstöðuat- riðum ferðamála og fararstjórnar og búa sig þannig undir störf á sérhæfðum sviðum þessarar ört vaxandi atvinnugreinar á íslandi og erlendis. Námið er alþjóðlegt og kunnáttan kemur jafnt að not- um á íslandi sem annars staðar í heiminum. Þekking er lykill að starfsmöguleikum: Ferðamálaráð telur að á ársgrundvelli nemi þjóðar- tekjur af ferðaþjónustu á íslandi 9-10 milljörðum króna og skapi nú um 6000 ársstörf, miðað við hingaðkomu ca. 135.000 erlendra ferðamanna, en reiknað er með að sú tala verði komin upp í 300.000 í lok áratugarins. Viðskipti og störf við ferðaþjónustu eru í ótrúlega örum vexti um allan heim, vegna batnandi lífskjara fólks, aukins frítíma og lægri fargjalda. Árangur í störfum og uppbyggingu ferðaþjónustu kall- ar á þekkingu og menntun í ólíkum störfum atvinnu- greinarinnar. Sú þekking verður helst sótt til þeirra landa, sem komin eru lengst í þróun og uppbyggingu ferðamála. Þar hefir Spánn ótvíræða forystu og af öll- um stöðum er þessi þróun komin lengst á Mallorca, þar sem tekið er á móti um 10 milljónum ferðamanna á ári, eftir 150 ára þróun þessarar ferðamannaparad- ísar. Kennslufýrírkomulag: Nemendum er séð fyrir góðum aðbúnaði við höfuð- borgina Palma rétt hjá kennslustað. Kennt er fimm daga vikunnar, 5-6 kennslustundir daglega, auk vett- vangskennslu við fararstjórn, á hótelum, flugvöllum og ferðaskrifstofum. Meðal námsgreina má nefna: Ferðaskrifstofustörf: Starfsemi og skipulagning ferðaskrifstofa. Markaðs- setning og sala einstaklingsþjónustu og hópferða. Móttaka erlendra ferðamanna. Lög og reglur um starf- semi ferðaskrifstofa á íslandi og í öðrum löndum. Rekstrar- og kostnaðaráætlanir. Fararstjóm eríendis: Störf fararstjóra vegna farþega, samskipti og af- greiðslur á gististöðum og flugvöllum. Skipulagning og framkvæmd skemmti- og skoðunarferða. Lýsing á löndum og þjóðum, sögu þeirra og menningu. Verkleg kennsla í fararstjórn á Mallorca. Hótelrekstur: Grundvallaratriði hótelstarfa. Uppbygging hótelrekstr- ar. Sala, markaðssetning, bókunarkerfi og áætlana- gerð. Störf í gestamóttöku og öðrum þjónustugreinum hótela. Ferðaþjónusta í dreifbýli: Skipulagning þjónustunnar. Nauðsynlegar aðstæður og húsnæði. Markaðssetning og sölustarfsemi. Bók- unarkerfi og áætlanagerð. Valkostir um fjölbreytni í þjónustu. lATA-flugfarseðlaútgáfa: Kennsla og þjálfun í útgáfu flugfarseðla í alþjóðlegu áætlanaflugi. Útreikningar flugfargjalda, reglur og notkun handbóka. Afgreiðslustörf á millilandaflugvöll- um. Kennslustaðall er samkvæmt reglum IATA — Al- þjóðasambands flugfélaga. Þekking sem helstu flug- félög heims gera kröfur um til starfsfólks. Frá næstu áramótum verða allar lATA-viðurkenndar ferðaskrif- stofur að hafa að minnsta kosti einn starfsmann með þessa viðurkenndu þekkingu. Spænska og önnur tungumál: Boðið er upp á spænskunám fyrir byrjendur og lengra komna. Það léttir undir námið að læra málið í landinu þar sem það er talað. Einnig verður boðið upp á sem valgrein nám í ensku og þýsku og þá miðað við orða- forða er snertir þjónustu á ferðamálasviðinu. Framkoma og framsögn: Meðferð talaðs máls og almenn framkoma í ferðaþjón- ustu. Sálfræðikennsla, með áherslu á mannleg sam- skipti í þjónustugreinum og markaðsfræðum. Spænsk og alþjóðleg lög er snerta ferðamál: Rakin helstu atriði er snerta dvöl erlendra ferðamanna og starfsemi erlendra ferðaskrifstofa á Spáni og í öðr- um löndum Efnahagsbandalags Evrópu. Jafnframt al- mennt um sérstöðu útlendinga í þessum löndum, íbúðakaup, langdvalarréttindi, atvinnuréttindi o.fl. Heilsugæsla og tryggingar: ítarleg umfjöllun um heilsufar og heilsugæslu, mata- ræði og hollustuhætti, þegar fólk dvelur í löndum með ólíkt loftslag, og matarvenjur. Atriði er snerta læknis- hjálp og sjúkrahúsvist og tryggingarkerfi til greiðslu þeirrar þjónustu. Próf og viðurkenningar: Kennsla í öllum aðalgreinum til prófs fer fram á ís- lensku, en fyrirlestrar erlendra kennara í sérfögum eru túlkaðir jafnóðum. Skólanum lýkur með prófum í helstu námsgreinum og fær hver nemandi skírteini til staðfestingar á þátttöku sinni og námsárangri. Kennarar og fýririesarar: Þeir hafa allir mikla þekkingu og reynslu á sínum sér- sviðum, enda er námið skipulagt og undirbúið af er- lendum fagmönnum og sérfræðingum í skólamálum á sviði ferðamála. Nánari upplýsingar um skólastarfið, námsefni og kostn- að og beiðni um umsóknareyðublöð fyrir skólavist, er í síma 91-620029.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.