Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn Laugardagur 23. júní 1990 Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, alþingismaður, ræðir um kvennabaráttu og jafnrétti í tilefni af baráttudegi kvenna, 19. júní: Að stilla karimanninum upp eins og ófreskju Nafn Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur kemur upp í huga margra þegar rætt er um kvenréttindi og verkalýðsmál, svo mjög hefur hún látið í sér kveða á báðum sviðum í gegnum árin. í tilefni af nýafstöðnum kvennadegi þann 19. júní, þegar konur fylktu liði í miðbæinn til að fagna 75 ára kosningarétti kvenna hérlendis, fór blaðamaður Tím- ans til fundar við Aðalheiði. Hún var fyrst spurð að því hvort henni fyndist verkalýðsbarátta og kvenréttindabarátta vera eitt og hið sama. „Það er það auðvitað að mörgu leyti. Eins og allir vita em konur afskiptar í kjör- um, það gilda engan veginn sömu laun fyr- ir sömu vinnu. Verkalýðshreyfingin er náttúrlega að beijast fyrir betri launum og alltaf að beijast fyrir meiri launajöfnuði. Hins vegar geta konur ábyggilega verið kúgaðar þó svo að þær séu í svokölluðum æðri stéttum, og þá á ég við vel menntaðar og vel efnaðar konur, þannig að það er ekki alveg hægt að alhæfa þetta. Þó hef ég alltaf sagt að kvennabarátta væri stéttabarátta.“ Hvers konar faðir er það sem vill mismuna bömum sínum... „Ég hef einnig alltaf litið á kvenréttindi sem almenn mannréttindi. Það getur ekki staðist að helmingur mannkyns hafi ekki sömu réttindi og hinn helmingurinn aðeins af því að hann er af öðm kyni. Þess vegna ættu allir þeir sem hafa réttlætiskennd að beijast fyrir kvenréttindum, hvort sem það em konur eða karlar. Hvað græðir verka- maður á því að systir hans sé á lægri laun- um og nafí minni rétt en hann? Hvers kon- ar eiginlega er það, ef faðir vill mismuna bömum sínum þannig? Menn þurfa að fara að hugsa þetta út frá þessu. Og konur verða að hætta að lita á það sem sjálfsagðan hlut að þær éigi ailtaf að vera í þjónustu við karlmenn.1' konumar væm einhuga um að ná sínum réttindum. Því miður em þær það ekki.“ Karlmennina í lið með okkur - Telur þú þá að konur eigi sjálfar sök á því að hafa ekki náð lengra í sinni bar- áttu? „Ja, sök - ég veit ekki hvort það eigi að kalla það sök hvorki hjá konum eða körl- um. Þetta síast inn í fólk í uppeldinu. Þetta hefur alltaf verið svona og þetta er svo rót- gróið. Það alast í raun og vem allir upp við þetta, og það er öðmvísi litið á réttindamál karla en kvenna. Og konumar em með þetta líka þó svo að óréttlætið brenni á þeim, og þó að þær finni það, þá er þetta svo lífsseigt.“ - Hvað er þá til bóta? „Ég er ein af þeim sem held að við verð- um að fá karlmennina með okkur í þessa baráttu. í raun og vem mælir öll skynsemi gegn því að þetta sé svona, og óréttlætið á hver einasti sæmileg réttsýnn maður að sjá hvorí sem um karl eða konu er að ræða. Við eigum ekki aða vera í stöðugu stríði við karlmanninn heldur eigum við að fá hann með okkur í baráttuna. Það er hrein- lega fáránlegt eins o» það er.“ Sýna meiri þroska en við með frumkvæði... finnst i raun og vem ágætt að virrna með þeim,það má bara ekki gefa þeim eftir því þeir vilja ráða. En því miður þá em það oft konur sem styðja þetta hjá þeim. Én mér fínnst það lika ósanngjamt hjá konum sem vinna að stjómmálum að gera karlmanninn að hálfgerðri óffeskju. Ég er bara alls ekki sammála því.“ - Finnst þér það hafa einkennt okkar kvennapólitík? „Já, mér fínnst of mikið gert af því að stilla karlmanninum upp eins og hann eigi sök á öllu, og að hann sé algjör ófreskja, því að ef að við ætlum að laga þetta þá verðum við að taka höndum saman um þetta. Fyrst skulum við snúa okkur að því að skoða okkar eigin hug, og athuga að hvað miklu leyti við emm háðar þessu. Ég held að jafnvel þeir sem tali um af mestri grimmd um jafnrétti að þeir finni eitthvað í þessu í sér líka. Þannig hefur þetta verið í gegnum aldimar og maður losnar ekki við þetta í einni sjónhendingu. Við þurfúm að taka til hjá okkur fyrst, og síðan þurfúm við að standa saman með því að láta karlmann- inn finna að þetta gangi ekki, að offíki hans sé bara hlægilegt.“ Konumarog mjúku málin - En ertu sammála því að konur setji áherslu á aðra málaflokka en karlar? „Ég var einmitt að hugsa um það í dag, að það er staðreynd að við konumar höfum yfirleitt alltaf frumkvæðið að tillögum í tryggingamálum, og öðrum slíkum málum. Og svo er annað. sem getur gert mig oft svo reiða, og það er að ef það þarf að sækja réttindi fyrir þá sem virkilega em undir í þjóðfélaginu. þeirra sem em öryrkjar og þess háttar, þá þykir allt svo óskaplega dýrt. Ef þú vilt fá hækkaða dagpeninga fyr- ir þá sem em inni á stofhunum þá bara fijósa menn í framan, af því þetta gæti kostað hátt í 200 milljónir. Hins vegar er rétti þá væri þetta hægt, en oft er það þann- ig að það sem bjargar heimilinu er að karl- maðurinn er útivinnandi, því hann fær meira að gera og ber meira úr býtum. Þannig að í raun em það launin sem skapa þetta.“ „Ég get ekki unnið við þetta, þetta er svo illa launað!" - Heldurðu að það sé verið að halda ákveðnu bili í þjóðfélaginu? „Sko, karlar fara ekki inn í kvennastörf af því að kvennastörfin em svo illa launuð. Það er einfalt. Ég hef oft talað um það við unga menn sem ég veit að hafa ánægju af bömum að fara í starf á bamaheimilum, því ég tel að það sé heppilegt í tilliti til þess hvað böm hafa lítið af foreldrum sínum að segja, og þá sérstaklega feðmm. Og þeir hafa komið til mín aftur og sagt: „Nei, ég get ekki unnið við þetta því þetta er svo illa launað!“.“ - Þá erum við aftur komnar að þessari ríkjandi hugsun að karlmenn eigi ekki að láta bjóða sér það sama og konum? „Nei, ekki svona léleg laun. Og ég er al- veg sannfærð um það, alveg handviss um að frystihúsin fengju ekki karlmenn í fisk- vinnu við það sem stelpumar em að vinna, það kæmi ekki til greina. Þeir fengju aldrei karímenn til þess að tína orma úr fiski og líta helst ekki upp úr vinnunni til þess að fá . særnileg laun.“ / - Hvað hefur áunnist á þeim tíma sem þú hefur verið viðriðin kvennabaráttu? „Það er eitt sém hefúr áurínist síðan konur fóru út á vinnumarkaðinn,: að þá þurfa þær ekki að sæta þessari sífelldu lítillækkun að sækja peningana í \asa icarlmannsins, og það er ég viss um að er búið að leika marga kónu mjög illa. Þetta er mál sem báðir að- ilar þurfa að táka- ti! nákvæmrar endur- „Stelpur, réttið mér þetta, steipur!“ - Þér finnst semsagt að þær séu enn fastar í því hlutverkj? „Ég held að það sé allt of ríkt í konum ennþá. Ennþá hugsa konurþannig, að þeim finnst það allt í lagi að karlar hafi hærri tekjur. Fyrirvinnuhugtakið er að rótast í þeim ennþá.“ -Og jafnvel þeim sem eru einar? „Já,já. Og ef að þú vinnur með körlum og konum einhversstaðar á vinnustað þá er ótrúlegt hvað konumar eru fúsar til þess að snúast við karlmanninn. Ég hef séð hvem- ig karlmaður sem er í vinnu með ágætlega menntuðum konum æpir að þeim: „Stelp- ur, réttið mér þetta, stelpur!“ Og þær hlaupa í allar áttir fyrir hann. Þetta er bara eitt dæmi um hvað þetta er rækilega inn- byggt í okkur. Ég held að það væri ákaflega gagnlegt að konur byijuðu hjá sjálfúm sér, og spyrðu sjálfa sig: Að hvað miklu leyti er ég undir þetta sett? Og reyna að losna við það sjálfar." - Er þetta þá innbyggt í fólki? „Já, karlmaðurinn hefur frá ómunatið haft valdið, og það sleppir enginn valdi sem einu sinni hefúr náð í það, ekki fyrr en í fúlla hnefana. En honum væri auðvitað ekki stætt á því að halda þessu valdi ef að - Telurðu þá að þær hafi ekki beitt rétt- um aðferðum í sinni baráttu? „Kannski. Annars er nú enginn vandi að vera vitur eftir á. En það hefur vitanlega margt áunnist í réttindabaráttu kvenna. T.d. síðan konur fengu kosningarétt, og það hefur óhemju mikið áunnisí síðan ég var ung. Það hefur mikið áunnist bara síðustu 20-30 árin. En þetta er það sem við verðum að losna við. Við verðum að gera það upp við okkur að við erum öll með jafiian rétt, hvort sem við erum karlar eða konur. Oréttlæti vil ég ekki þola, hvorki í garð karla né kvenna. Auðvitað eru margir karl- menn órétti beittir, þó að það sé ekki af konum, en það er annars lags óréttlæti. Ég er ekki frá því að kvennabaráttan hafi gengið of mikið út á það að ásaka karla. Við erum öll eitthvað undir þessa sök seld. Óréttlætið brennur á okkur svo það er eðli- legt að við séum reiðari, en þeim hefúr allt- af verið innrætt þetta. Þeir verða að sýna miklu meiri þroska en við ef að þeir taka ffumkvæðið í kvennabaráttu.“ Að gera karlinn að ófreskju. „Ég verð nú að játa það, því ég hef þurft að vinna svo mikið með karlmönnum, bæði í vinnu og í alls konar málum, mér hægt að gera upp hús fyrir sáma verð, og það finnst engum mikið. Einhvem veginn verður það svoleiðis að kvenfólk hugsar mikið meira um þessi mál, sennilega af því að maður þekkir það betur, ég veit það ekki, en þetta er staðreynd. Forgangsröðin er allt önnur. Svo er það nú úti í lífinu, svo ég tali ekki um þegar komið er á Alþingi og í bæjarstjóm óg þess háttar, að þá er kven- fólkið alltaf í mjúku málunum. Það er nátt- úrulega fjarstæða að við skulum undir- strika það, að það sé mál kvenmannsins ef það snýr að bömum, en auðvitað bera báð- ir foreldrar ábyrgð á sínum bömum.“ Faðirínn heima með bömin - Finnst þér að konur leggi of mikla áherslu á það að komast í burtu frá börnum sínum? „Ja, náttúmlega græða bömin ekki á því, það er alveg ljóst. Ég hef nú alltaf verið á þeirri skoðun að það gæti verið hollt fyrir alla að bömin væm einhvem tíma á degin- um ffá. En ég er heldur alls ekki að segja að það sé sjálfsagt að það sé konan sem sé heima með bömin. Þegar það er um það að ræða t.d. að faðirinn er mikið gefinn fyrir bömin en móðirin ekki þá, er það ekkert réttlæti í því gagnvart bömunum að sá að- ilinn, sem hefúr í sjálfú sér ekki áhuga, sé alltaf með þau. Og ef það væri launajafn- skoðunar. Ef konan vinnur heima þá á hún að sjálfsögðu jafút i tekjum karlmannsins og hann. Það að sækja hvem eyri til karl- mannsins hefúr oft orðið til þess að beygja konur. Ég held að margar konur kannist við það að þær em taldar eyða miklu i heimili, þrátt fyrir. að þær séu mjög hagsýnar og sparsamar. Að hafa þetta sífellt á bak við sig að þær fari ekki nógu vel með, að þær standi sig ekki, það fer ákaflega illa með konur. Ég held að þær sem ætla að haga lífi sínu þannig, að vera heima, ættu að gera sér grein fyrir þessu strax.“ Ekki nóg að halda kvennadag... - Finnst þér þá að konur, þrátt fyrir alla þessa umræðu séu enn á sama stað? „Þær hafa kannski eitthvað þokast ffam á við, en alls ekki nóg. Það er alls ekki nóg að halda kannski kvennadag á tíu ára ffesti of hópast þá tugþúsundum saman úti á göt- unum, og það er ekkert mál að halda stóra ráðstefnu hér heima eða úti í löndum, ef við gleymum hinu. Kvennadagurinn ‘75 var geysilega skemmtilegur, og hrærði mjög mikið upp í fólki og gerir kannski enn, en samt hefúr of lítið áunnist síðan þá.“ Sólveig Ólafsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.