Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 2
iVí'f’l i 08G!' irsijf .££iuoBbuiór»*-1 , f. i, i. t. (. *. *» u u ’í u Vh V % \'\'T»V'*'V¥V^*VVV"*Vj',,*Vá’'á"j’'i 2 Tíminn Þriðjudagur 26. júní 1990 Tilraunir með efni úr kúlablóði gerðar á sjálfboðaliðum í bandarísku sjúkrahúsi: RENNUR KUABLOÐINNAN TÍDAR UM ÆDAR MANNA? „Geta kýr leyst vanda Blóðbankans?“ er fyrirsögn á grein í nýjasta tölublaði Bóndans. Þar er greint frá prófun á sjálf- boðaliðum á nýju efni, hemaglóbíni, sem unnið er úr kýr- blóði og á að geta komið í staðinn fýrir mannablóð til blóð- gjafa. Efnið hefur þegar verið prófað með góðum árangri á ýmsum dýrategundum. Það muni teljast hafa marga kosti er unnt reynist að nota eitt efni í stað blóðs. Auk þess sem það gæti orðið fáanlegt í ótamkörkuðu magni geymdist það lengur en blóð og bæri ekki veirur á milli manna, t.d. alnæmis- og lifrarbólguveiru, eins og átt getur sér stað við blóðgjöf. Hemaglóbín er hægt að gefa hvaða einstaklingi sem er í stað blóðs án tillits til blóðflokks viðkomandi. Fyrmefndar tilraunir fara fram á sjúkrahúsi í Boston í Bandaríkjun- um. Efnið kemur frá fyrirtækinu Bi- opure sem tekist hefúr að framleiða gjörhreinsað hemaglóbín (blóð- rauða) úr kúablóði sem frumvinnslu- efni. Tveir þættir i frumvinnslu blóðsins eru sagðir þýðingarmestir: Gjörhreinsun hemaglóbíns þannig að það geti ekki orsakað eitrun eða ofnæmi. Og sú tækni sem breytir sameindum þess þannig að hemagló- bínið sé í jafnvægi í líkamanum í lengri tíma, þ.e. myndi ekki efna- hvörf með öðrum efnum. Getið er athyglisverðra niðurstaðna á tilraunum sem gerðar voru, með þetta nýja efni, á sauðfé. Hemagló- bín var látið koma í stað 95% af blóði kinda sem lifðu rúmlega mán- uð, þ.e. mun lengur en sjálft hema- glóbínið var virkt. Dýrin hafi lifað nægilega lengi til þess að framleiða sitt eigið blóð á nýjan leik. Tilraunir munu enn standa í noklcur ár áður en framleiðsla þessa nýja efnis til notkunar í fólki getur hafist að nokkru marki. En fáist jákvæðar niðurstöður úr þeim prófunum sem nú standa yfir í Boston er búist við talsverðum breytingum í kjölfarið. Þær breytingar verða bæði á rekstri bandarískra blóðbanka, sem ekki annan nema hluta eftirspumar, og blóðbanka í þróunarríkjum þriðja heimsins þar sem geymsla blóðs er erfiðleikum háð. Hemaglóbínið sem nú er framleitt í tilraunaskyni er í formi freðvökva og geymist þannig í hálft ár. En gert er ráð fyrir að síðar meir verði unnt að framleiða efnið frostþurrkað þannig að það mundi geymast við stofuhita í langan tíma. - HEI Úrskurðar að vænta í ágreiningi um Útvegs- bankann. Þórður Ólafsson í Bankaeftirlitinu: Verða kýr blóðgjafar framtíðarinnar? Um þessar mundir fara fram tilraunir, á því að vinna blóðrauða (hemógló- bín) úr kúablóði, sem lofa góðu. Efnið geymist mjög lengi og gengur saman við hvaða blóðflokk sem vera skal. Gamautflutningur i næstu viku: Sótt um útflutning á 2.7231 en 998 leyfð MÁLSGÖGNIN HAFA BORIST Hér sést er eriendir sendiherrar á fslandi gróðursettu bjáplöntur við Kárastaði ásamt flölskyldum og fylgdariiði. Sendimenn erlendra ríkja efla landgræðsluskóga: Sendiherraskógur við Kárastaði „Okkur hafa mjög nýlega borist þau gögn sem við höfum verið að bíða eftir. Það kann að reynast nauðsynlegt að afla frekari gagna en við erum nú að byija að setja okkur inn í málið. Hversu langur tími líður þar til úrskurður fellur get ég ekki sagt á þessu stigi,“ sagði Þórður Olafsson forstöðu- maður Bankaeflirlitsins. Mál það sem hér um ræðir er ágreiningur bankanna sem á sínum tíma keyptu hlutabréf ríkisins í Ut- vegsbanknum hf. og rikisins. Agreiningur er milli ríkissjóðs ann- ars vegar og bankanna sem keyptu hlutabréfin og stofnuðu síðan Is- landsbanka. Deilt er um mat á sér- stökum afskriftum vegna óvissra eða tapaðra útlána Útvegsbankans og þátt þeirra í endanlegu verði hlutabréfanna. í kaupsamningi ríkisins og bank- anna vegna hlutabréfanna var tekið fram að risi ágreiningur milli aðila við endanlegt uppgjör þá skyldi honum vísað til Bankaeftirlitsins til endanlegs úrskurðar. Þórður Ólafsson sagði að hugsan- lega gæti Bankaeftirlitið þurft að kalla eftir viðbótarskýringum þrátt fyrir að þau gögn sem borist hefðu væru mjög ítarleg. Þá gæti úrskurð- ur dregist eitthvað vegna þess að nú eru að hefjast sumarleyfi starfs- manna Seðlabankans. —sá Sendiherrar, sendimenn erlendra ríkja og fjölskyldur þeirra sýndu táknrænan og verklegan stuðning við Landgræðsluskógaverkefnið á Is- landi nýlega er þeir gróðursettu um 400 birkiplöntur á svæði sem að frumkvæði þeirra hefur verið mælt út í landi Kárastaða í Þingvallasveit. I tilefni af 60 ára afmæli Skógræktar- Aflamiðlun hefúr leyft útflutning á 998 tonnum af fiski í gámum í þess- ari viku (26. viku ársins) af alls 2.723 tonnum sem sótt var um leyfí félags íslands á þessu ári var sett af stað verkefnið Landgræðsluskógar 1990. Auk Skógræktarfélagsins standa að því Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Landbúnaðar- ráðuneytið. Laugardaginn 16. júní komu sendi- herramir ásamt fjölskyldum sínum og starfsfólki saman á „sendimanna- á til að flytja út. Til viðbótar er áætl- að að fimm togarar landi 555 tonn- um í Bretlandi og Þýskalandi þessa sömu viku. reitnum" við Kárastaði og gróður- settu fyrstu trjáplöntumar sem þjóðir þeirra hafa gefið til Landgræðslu- skóga 1990. Að þessu sinni gróðursettu sendi- herramir ásamt íylgdarliði um 400 birkiplöntur en áformað er að fleiri plöntur verði gróðursettar næstu daga. —KMH Af gámafiski er mest flutt út á vegum Skipaþjónustu Suðurlands og Gámavina. Skipaþjónustan fékk leyfi fyrir 102 tonn af 227 umsótt- um og Gámavinir leyfi fyrir 100 af 298 tonnum sem sótt var um. í upplýsingum frá Aflamiðlun kemur fram að umsóknir 16 fiski- skipa voru ekki teknar til greina. Tilgreindar ástæður þessa eru þær að sjö skip hafa endurtekið fengið leyfi til útflutnings en síðan ekki flutt neitt út. Hjá hinum níu er ástæðan sögð lágt söluverð. Aflamiðlun segir óvíst um fram- boð á fiskmörkuðum innanlands næstu viku en að Fjarskiptamark- aður Vestmannaeyja hafi verið beðinn að útvega 100 tonn af þorski, 25 tonn af ýsu, 80 tonn af ufsa og 40 tonn af kola, eða sam- tals 245 tonn, handa viðskiptavin- um sínum. - HEI Nýtt fagnám, læknaritun Næsta haust hefst kennsla á nýrri námsbraut, læknaritarabraut, í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þetta er í fyrsta sinn sem slík kennsla fer fram hér á landi. Læknaritun er lögvemdað starf síðan árið 1986 og framvegis get- ur enginn öðlast löggildingu sem læknaritari nema að hafa lokið námi sem slíkur. Læknaritara- námið mun taka tvær annir. Auk þess skulu nemar ljúka 9 mánaða starfsþjálfún áður en þeir öðlast full starfsréttindi. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.