Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. júní 1990 Tíminn 3 Útvarpsráð: Niðurstaða Lagastofn- unar byggð á frumvarpi Inga Jóna Þórðardóttir, formaður út- varpsráðs, segir niðurstöðu Laga- stofnunar Háskóla íslands um þá túlkun útvarpslaganna að ráðið hafi ekki vald til þess að úrskurða ffétt fféttastofunnar ómerka, byggða á ffumvarpi til laga um breytt hlutverk útvarpsráðs. „Við erum ekki sam- mála þessari túlkun Lagastofnunar, því þeir komast að þeirri niðurstöðu, þessir lögmenn, að það sé verkefni útvarpsráðs núna fyrst og fremst að gegna fjárhagslegu aðhaldshlutverki. Þetta er bara ekki rétt. Þetta er eins og ffumvarpið gerir ráð fyrir, en ekki eins og núgildandi lög gera ráð fyr- ir,“ sagði Inga Jóna. Inga Jóna benti á það máli sínu til stuðnings að í ffumvarpi sem menntamálaráðherra lagði ffam í vet- ur um breytt hlutverk útvarpsráðs var ákveðið að taka úrskurðunarvald úr höndum stofnunarinnar, og setja það í hendur þriggja manna nefndar sem menntamálaráðherra skipar. „Það sem skiptir kannski máli í þessu, og er meginatriði, er að ef ein- hver vafi leikur á því hvert sé hlut- verk og skylda útvarpsráðs, þá er það mjög nauðsynlegt að það sé tekið af skarið í löggjöf um það. Það kemur þá til kasta þeirrar endurskoðunar sem nú stendur yfir á lögunum að orða hlutina með þeim hætti að það sé alveg óyggjandi og skýrt við hvað er átt,“ sagði Inga Jóna. Hún sagði hins vegar að útvarpsráð, sem hélt fund í gær m.a. um þetta mál, teldi að reglur um valdsvið þess væru alveg skýrar, og að þær hefðu aldrei verið túlkaðar með öðrum hætti en að það sé hlutverk útvarps- ráðs að afgreiða þau mál sem stofn- unni berast, og það skuli tryggja það að fylgt sé 15. gr. laganna, sem fjall- ar m.a. um óhlutdrægni í ffásögn og dagskrárgerð. Að sögn Ingu Jónu komst Baldur Guðlaugsson lögffæðingur, sem var falið af hálfu útvarpsstjóra að fjalla um málið, að gagnstæðri niðurstöðu við lögffæðinga Lagastofhunar HÍ, i ályktun sinni um málið. Deilur um valdsvið útvarpsráðs upphófust vegna ffétta af VT teikni- stofunni á Akranesi, sem útvarpsráð dæmdi ómerka. -só Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn: Þremur úthlutað Fræðimannsíbúð í húsi Jóns Sigurðs- sonar í Kaupmannahöfh hefur verið úthlutað fyrir tímabilið 1 .sept. 1990 til 31 .ágúst 1991. Úthlutun fengu eftir- farandi einstaklingar: Gunnar Steinn Jónsson, vatnalíf- ffæðingur, l.sept. til 30.nóv 1990, til að ganga ffá niðurstöðum um rann- sóknir á ffumffamleiðni og þörunga- gróðri í Þingvallavatni og veija dokt- orsritgerð um efhið við Kaupmanna- hafharháskóla. Sveinn Skorri Höskuldsson, prófess- or, 1 .des. til 31 .maí 1991, til að kynna sér gögn vegna dvalar sr.Bjöms Hall- dórssonar, skálds, í Kaupmannahöfn 1850-51 og jafnffamt tengsl Presta- skólans í Reykjavík, sem stofnaður var 1874, við guðffæðideild Kaup- mannahafnarháskóla. Dr. Sverrir Tómasson, handritaffæð- ingur, l.júní til 31 .ágúst, til að vinna að nýrri útgáfu Snorra-Eddu og kanna í því skyni Wormsbók, AM 242 fol., og önnur handrit og heimildir. Alls barst 31 umsókn um ffæði- mannsíbúðina. (F réttatilky nning) STAÐGREIÐSLA 1990 PERSÓNUAFSLÁTTUR HÆKKAR l JÚLÍ PERSÓNUAFSLÁ TTUR VERÐUR 22.114 KR. Á MÁNUÐI SJÓMANNAAFSLÁ TTUR VERÐUR 610 KR.Á DAG Þann 1. júlí nk. hækkar persónuafsláttur í 22.114 kr. á mánuði og sjómannaafsláttur í 610 kr. á dag. Hækkunin nemur6,06%. Hækkunin nærekki til launagreiðslnafyrirjúní og hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið kort. Ekki skal breyta upphæð persónuafsláttar launamanns þegar um er að ræða: • Persónuafslátt samkvæmt námsmannaskattkorti 1990. • Persónuafslátt samkvæmt skattkorti með uppsöfnuðum persónuafslætti 1990. Ónýttur uppsafnaður persónuafsláttur sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 1990 og verður millifærður síðar hækkar ekki. Á sama hátt gildir hækkun sjómannaafsláttar ekki um millifærslu á ónýttum uppsöfnuðum sjómannaafslætti sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 1990. Launagreiðendur! Munið að hœkka persónuafslátt vegna júlílauna. RlKISSKATTSTJÓRI HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.