Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.06.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 26. júní 1990 Þriðjudagur 26. júní 1990 Tíminn 9 Alþýðlegri Bretadrottningu fagnað af ungum sem öldnum í íslensku veðri Þegar þota bresku konungshjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 12.30 í gær var strekkingsvindur og fánamir tveir, breski konungsfáninn og sá íslenski, blöktu hressi- lega við hún á þaki hennar. Stundin var runn- in upp. Vigdís Finnbogadóttir forseti, íklædd skær- gulri dragt og með svartan hatt, beið Elísa- betar drottningar á rauða dreglinum ásamt litilli stúlku í íslenska þjóðbúningnum. Sú litla hélt á stórum blómvendi til að færa drottningu Bretaveldis þegar hún stigi í fyrsta sinn fæti á íslenska gmnd. Elísabet 11 var ekki síður sumarleg en forseti íslands þegar hún gekk niður landganginn í skærgrænni kápu og í grænum kjól með hvít- um blómum. Þjóðhöfðingjamir heilsuðust með virktum og hlýddu svo á Lúðrasveit Reykjavíkur flytja þjóðsöngva landanna beggja. Síðan kynnti Vigdís drottninguna fyrir ráðhenum Islands. Filipus prins, eigin- maður Elísabetar, ásamt öðmm úr fylgdarliði hennar, fylgdi fast á hæla þeirra og heilsaði ráðheirunum og frúm þeirra. Þrátt íyrir rokið haggaðist hattur drottning- ar, hvítur með skærgrænu skrauti í stíl við búninginn, ekki á höfði hennar og sama var að segja um hatt forsetans og ráðherrafrúnna sem allar bám einhvers konar hatta. Prinsinn var hins vegar berhöfðaður og sömuleiðis aðrir karlmenn, hvort sem þeir fylgdu drottn- ingu eða vom í íslensku móttökunefndinni, fyrir utan utanríkisráðherrann íslenska sem reyndar tók ofan höfuðfatið við leik þjóð- söngvanna og setti það ekki upp aflur. Eftir móttökuathöfnina á flugvellinum stigu menn upp í bílaflotann sem beið þeirra. El- ísabet drottning og Vigdís forseti fóm í fyrsta bílnum, gljáfægðum Kádilakk. Hertoginn af Edinborg, Filip prins, fór um borð í næsta bíl ásamt Magnúsi Magnússyni, hinum kunna sjónvarpsmanni í Bretlandi, en hann er sér- stakur íylgdarmaður hertogans á meðan á dvölinni á Islandi stendur. A eftir fylgdu Steingrímur forsætisráðherra og Jón Baldvin utanríkisráðherra, bresku sendiherrahjónin hérlendis, íslensku sendiherrahjónin í Bret- landi, og annað fylgdarlið. Reitingur af fólki hafði safnast saman í rok- inu á Reykjavíkurflugvelli til heiðurs drottn- ingu. Eftir móttökuathöfnina, sem tók u.þ.b. tíu mínútur, horfði það á eftir glæstum bíla- flotanum og lögregluliðinu þegar konungs- hjónin yfirgáfu svæðið. Drottningin og hertoginn áttu síðan hádeg- isverð í boði forsetans í Ráðherrabústaðnum í Tjamargötu kl. 13. Þar skiptust þjóðhöfð- ingjamir á gjöfum og hlaut Vigdís enskt postulín að gjöf frá konungshjónunum. For- setinn færði Elísabetu drottningu vatnslita- mynd af Þingvöllum eflir Eirík Smith og Fi- lipus prins fékk myndskreytt eintak af Dýra- ríki Benedikts Gröndals. A meðan drottningin, drottningarmaðurinn og forsetinn snæddu saman hádegisverð fylktu ráðherrar, sendiherrar, lylgdarmenn drottningar og móttökunefndin liði og þáðu matarboð utanríkisráðherra til heiðurs vara- utanríkisráðherra Breta, hr. Williaam Wal- degrave, í Grillinu á Hótel Sögu. Þar var á matseðlinum kofareyktur lax og eggjamauk með krydduðum pönnukökum í forrétt, sköt- uselshnappar kveiktir með aarmagnec í aðal- rétt og í eftirrétt var boðið upp á ísgranít. Að afloknu hádegisverðarboði forseta kl. 14.30 héldu Elísabet drottning og Filipus prins ásamt Vigdísi til Listasafns íslands þar sem skoðaðir vom þrír salir. Starfsfólk lista- safnsins fylgdi drottningu og liði hennar um salina og dvaldi drottning lengi við lands- lagsmyndir Jóhannesar Kjarvals og Þórarins B. Þorlákssonar. Hún var augljóslega hrifin af myndefni og handbragði íslensku meistar- anna. Hertoginn gerði óspart að gamni sínu við fylgdarlið sitt og kunni Magnús Magnús- son greinilega að meta kímni hans. Fjöldi manns hafði safhast saman fyrir utan Listasafnið og á Fríkirkjuveginum veifandi íslenska og breska fánanum enda ætlun drottningar að fá sér smá spássitúr um Tjöm- ina. Veðurguðimir höfðu greinilega velþókn- un á þessu skrefi hennar hátignar því alla vinda hafði lægt og hiti var í lofti þegar Eftir Sólveigu Ólafsdóttur drottningin gekk á vit aðdáenda sinna. Drottningin og maður hennar fundu greini- lega til mikils öryggis meðal íslenskar alþýðu því bæði tvö gáfú sig á tal við vegfarendur meðan þau lölluðu niður Fríkirkjuveginn og vom þau öll hin alþýðlegustu. Það hefur án efa komið mörgum á óvart að vera ávarpaður af svo konunglegum gestum og eflaust lumar einhver á sögum til að segja bamabömunum um komu bresku konungshjónanna til Is- lands. Eftir að hafa andað að sér hreina loftinu í miðbæ Reykjavíkur fóm konungshjónin ásamt fylgdarliði í Amastofnun og skoðuðu handritin. Þaðan héldu þau í breska sendiráð- ið að Laufásvegi þar sem þau tóku á móti fjölmiðlafólki. Móttaka fyrir erlenda sendi- menn um borð í hinni konunglegu snekkju, Britanníu, hófst svo kl. 16.30. Forseti lslands hélt svo konungshjónunum kvöldverðarboð að Hótel Sögu kl. 20.10 og átti honum að ljúka kl. 23.15. Eins og sjá má er hin konunglega stundaskrá með afbrigðum stíf og hreint ótrúlegt hvað komast má yfir á svo stuttum tíma sem konungshjónin dvelja hér. Bresku konungshjónin og forseti Islands hlýöa á Lúðrasvert Reykjavíkur leika þjóðsöngva landanna. fslenska lögreglan stendur heið' ursvörð. Vangasvipur drottningar og fbrseta eins og hann birtist á minjapeningnum sem sleginn var í tilefni af komu konungshjónanna til fslands. Steingrímur Hermannsson fórsætisráðherra heilsar Elísabetu drottningu við komuna á Reykjavíkurflugvelli. Vigdís Finnbogadóttir, forseti fslands, heilsar Elísabetu drottningu við komuna til Reykja- Drotlningin skoðar hér gömul íslensk handrít í Ámastofnun. Það er Jónas Krístjánsson fbrstöðumaður Ámastofnunnar sem segir drottn- víkur. Tímamyndir Ami Bjama ingunni sögu handritanna. A-myndE. ói Vigdís Fínnbogadóttir forseti og Elísabet drottning koma hér úr Ámastofnun A-mynd e. ói

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.