Tíminn - 27.06.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.06.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 27. júní 1990 Tíminn 13 « AlfKCCTA Q c rbvi\i\ga i h nr Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29352 2. vinningur nr. 14359 3. vinningur nr. 38822 4. vinningur nr. 8039 5. vinningur nr. 13391 6. vinningur nr. 33369 7. vinningur nr. 14360 8. vinningur nr. 14874 9. vinningur nr. 127 10. vinningur nr. 33064 11. vinningur nr. 2606 12. vinningur nr. 6749 13. vinningur nr. 17642 14. vinningur nr. 29032 15. vinningur nr. 13417 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-21379. Framsóknarflokkurinn Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og með 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Kvennahlaup ISI/LFK hópurinn Framsóknarkonur á öllum aldri eru hvattar til að taka þátt í kvennahlaupi ÍSÍ næsta laugardag kl. 14.00. Hittumstvið íþróttahúsið í Garðabæ kl. 13.30, þarsem RagnheiðurÓlafsdóttiríþróttafræðingur verður í fararbroddi. Sýnum samstöðu, mætum allar. Landssamband framsóknarkvenna POST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Utboð Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrágang póst- og símahúss á Bakkafirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fasteigna- deildar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 3. hæð gegn skilatryggingu kr. 20.000.-. Tilboð verða opnuð á skrifstofu umsýsludeildar Pósts og síma, Landssímahúsinu v/Austurvöll, fimmtu- daginn 12. júlí 1990 kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin. Til sölu John Deere 710 með ámoksturstækjum og 12 metra baggafæriband með mótor, súgþurrkunar- blásari H12 og 10 hestafla einsfasa mótor. Upplýsingar í síma 98-66675. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? ; SPRUNGIÐ? Viögerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. viðhald og viögeröir á iönaöarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 „Ég er ekki kaldlynd kona“. Hún hefiir verið kölluð síðasta Hollywood stjaman. Fay Dunaway hefur leikið í mörgum myndum sem sýna glæsileika og ríkidæmi Hollywood eins og það var hér áður fyrr. Hún er nú orðin 48 ára gömul og lítur enn glæsilega út. Hún býr yfir ákveðnum kynþokka sem hefur komið henni vel í þeim hlutverkum sem hún hefúr leikið í. Hún hefúr ljóst hár, græn augu og andlit henn- ar sýnir ákveðni og sérstaka yfir- vegun. Dunaway minnist þess ætíð er hún var að stíga sín fýrstu spor á leiklistarbrautinni er einn leikstjóri sagði við hana „Þú ert alls ekki nógu falleg til að vera kvikmynda- stjama". Hennár fýrstu hlutverk vom öll mjög svipuð. Hún lék töff kvenmenn sem vissu hvað þær vildu og létu karlmenn ekki ráða yf- ir sér. Eftir að hafa leikið í myndum eins og Bonny and Clyde, Chinatown og Network tók Dunaway sér firí frá þessum bransa þar sem henni þótti hún alltaf leika sömu týpumar og fannst hún vera komin með ákveðinn stimpil á sig. Hún flutti frá New York til London þar sem hún eyddi þremur ámm í að ala upp son sinn. Eftir það kom hún aftur til New York og fór að leita að öðm- vísi hlutverkum. Dunaway segir að tvítugsárin sín hafi verið erfið; þrí- tugsárin lika; en fertugsárin em mikið auðveldari. Hún hefúr snúið sér mikið að trúmálum og segist fá mikinn styrk frá þeim. Hún stefnir að því að verða kaþólsk. Þó svo að Dunaway sé tviskilin hefúr hún ekki gefið hjónaband upp á bátinn. „Það hefúr bara enginn beðið mín ennþá", segir hún. „Minn draumur er að ganga á ströndinni með ástinni minni þegar ég er á átt- ræðisaldri“. Þeir eiginleikar sem hún leitar að í fari karlmanna era kímnigáfa, göfuglyndi, góður orð- stír, gleði og kærleikur. Dunaway segir að kvikmynda- bransanum fýlgi að taka áhættur „Þú velur hlutverk og vonar það besta. Annaðhvort er það hlutverk lífs þíns eða hlutverk sem kolfellur Fay Dunaway er enn mjög glæsileg kona. og eyðileggur frama þinn. Ahættan er þín“, segir hún. Eins og áður sagði ber andlit hennar vott um ákveðni og jafnvel harðneskju. Um þetta segir Dunaway sjálf „Eg er ekki kaldlynd kona þó svo andlit mitt komi fólki þannig fýrir sjónir. Undir niðri er sál sem finnur til“, segir hún og brosir. Dunaway segir fertugsárin auð- veldari en þau sem á undan komu Fyrirsætan slasar sig Fyrirsætan Jerry Hall, sem er með söngvaranum Mick Jagger (Rolling Stones), slasaði sig um daginn á annarri hendinni. Hún var stödd heima hjá sér er þetta gerðist og var að laga glugga þegar hann skyndi- lega féll niður og klemmdi á henni hendina. Læknir var kallaður til sem gaf henni græðandi smyrsl og batt um meiðslin. Hall er ekki að- eins fýrirsæta heldur einnig leik- kona og hönnuður sundfatnaðar. Hún þurfti að fresta fyrirhugaðri tískusýningu á nýjustu sundfatalín- unni sinni vegna slyssins. Mick Jagger var ekki hjá henni er þetta gerðist því hann var á hljómleika- ferð um Evrópu með Rolling Stones. Hall og Jagger hafa verið í sambúð um árabil og eiga saman tvö böm. Hall sagði nýlega að hún ætlaði að einbeita sér meira að við- skiptum og leiklist í framtíðinni en hún hefúr starfað lengi sem fyrir- sæta og gert það gott. „Ég er 34 ára gömul og þar af leiðandi orðin sold- ið of gömul fyrir fyrirsætustarfið", LIZ KOMIN HEIM AFTUR Elisabeth Taylor er komin heim af spítalanum eftir að hafa legið þar í tvo og hálfan mánuð. Hún kom fram opinberlega um daginn í San Franc- isco á ráðstefnu um AIDS. Elisabeth sem er orðin 58 ára gömul leit ekki mjög hraustlega út og rödd hennar var veikluleg. Á þessari ráðstefnu lagði hún fram peninga sem ætlaðir era til verkefna varðandi AIDS í þriðja heiminum. Hún var klædd skikkju sem náði henni niður á ökkla og bar skartgripi við. Gengu sögur um það, á meðan Eisabeth Iá á spítal- anum, að hún væri með AIDS en það var ekki rétt því hún hafði aðeins fengið slæma lungnabólgu. Elisa- beth er formaður í nefnd sem vinn- gegn AIDS og gefur hún mikið af vinnu sinni í þennan málstað. Marg- ir af bestu vinum hennar hafa dáið af völdum sjúkdómsins og sjálf er leik- konan hrædd um að verða ef til vill næsta fómarlamb hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.