Tíminn - 27.06.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.06.1990, Blaðsíða 16
 V RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR UERBBRtFAWBSKIPn Hafnorhúsinu v/Tryggvagötu, SAMVINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARU Sœvamoföa 2 sími 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 Mikil óánægja ríkir meðal sjoppueigenda á Siglufirði vegna flutnings umboðsmanns Vífilfells frá Siglufirði til Sauðárkróks: VK) KAUPUM EKKI KÓKINN Á KRÓK Sjoppueigendur og kaupmenn á Siglufirði eru óánægðir með þá ráðstöfun Vífilfells hf. að færa um- boð sitt frá Siglufirði til Sauðárkróks. Þeir segja að þar með sé dregið úr þjónustu við þá og því komi til greina að hunsa öll viðskipti við Vífilfell. Hingað til hefur Sigluíjarðarleið séð um dreifingu á gosdrykkjum fyrir Vífilfell en nú hefur fyrirtæk- ið ákveðið að umboðsaðilinn á Sauðárkróki sjái um dreifingu á Siglufirði. Lýður Friðjónsson hjá Vífilfelli sagði að hér væri verið að auka þjónustu við Siglfirðinga, þeir fengju góða þjónustu eftirleið- is sem hingað til. „Það er öruggt að þjónusta við Siglfirðinga versnar ekki“ sagði Lýður. Siglfirðingar eru hins vegar ekki sammála þessu og í gærmorgun funduðu sjoppueigendur og kaup- menn um þetta mál og ríkti þar mikill einhugur. „Við erum mjög óánægðir og sjáum mikla mein- bugi á þessari ráðstöfun" sagði Guðmundur Davíðsson sjoppueig- andi á Siglufirði. Hann sagði að erfiðar samgöngur væru á milli Sauðárkróks og Siglufjarðar og þess vegna væri það ókostur að leita eftir vörum frá Vífilfelli þang- að. „Þetta bætir ekki þjónustu við okkur, þvert á móti, og þeir hjá Vífilfelli eru sennilega með þessu að gera þetta ódýrara fyrir sjálfa sig.“ Guðmundur sagði að ef Vífilfell ætlaði ekki að endurskoða þessa afstöðu þá myndu kaupmenn á Siglufirði huga að því að loka á viðskipti við fyrirtækið og snúa sér annað. „Við tökum ekki kók inn á Krók og víst er að við verðum ekki goslausir." „Við neyðum engan til að kaupa okkar vörur“ sagði Lýður. Að- Ekki er vitað annað en að Kók fáist i öllum sjoppum í Reykjavík en margt bendir til að ekkert Kók fáist á Króknum í sumar. Tímamynd: Ami Bjami spurður um hvort Vífilfell myndi endurskoða þessa ákvörðun ef Siglfirðingar hættu að versla kók sagði hann að málið yrði að sjálf- sögðu skoðað. „Það voru menn frá okkur fyrir norðan í síðustu viku og þeir fara aftur í næstu viku og skoða þessi mál. Alla vega ræður umboðsmaðurinn á Siglufirði ekki hvemig við högum okkar málurn" sagði Lýður að lokum. -hs. Atvinnusýningin Bergsveinn opnuð á Selfossi: Sýningin endurspeglar fjölbreytt atvinnulíf Tímiiin MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1990 Harður árekstur viðBú* staðaveg Harður árekstur varð á mótum Bú- staðavegar og Reykjanesbrautar í gærmorgun. Ökumaður annars bils- ins var fluttur á slysadeild en mann- inn þurfti að losa með tækjabíl og voru báðir bílamir teknir með krana. Þá eyðilagðist skutlubíll í Kópavogi er hann valt ofan í skurð. Menn á leið til vinnu komu að bílnum mannlaus- um þar sem hann lá á hvolfi í skurði. Ekki var vitað um eigendur bílsins eða tildrög slyssins fyrr en ökumað- urinn gaf sig ffam við lögreglu seinni partinn í gær. Hann reyndist með smávægilega áverka en farþegi sem var í bílnum slapp ómeiddur. Slysið átti sér stað á vegi sem er til hliðar við nýja Hafnarfjarðarveginn. Vegurinn hefúr verið. nýttur undan- farið til að komast að íþróttavellinum í Kópavogi. Ökumaðurinn beygði inn á þennan veg en virðist ekki hafa áttað sig á stórum skurði sem á vegi hans varð með fyrrgreindum afleið- ingum. -hs. Hagnaður hjá Sambandinu Um 57 milljóna króna hagn- aður varð á rekstri Sambands íslenskra samvinnufélaga fyrstu fimm mánuði þessa árs. Velta fyrirtækisins á sama tima var taeplega 9,8 milljarðar króna. Mestur hagnaður varð á skinnadcild, skipadeild og sjávarafurðadeild. Verslunar- deild sýndi hins vegar halla upp á 128 milljónir króna. Orsakir bættrar nfkomu eru aukin sala, minni fjármagns- kostnaður og hagstæð gengis- þróun. Einnig er talið að að- haldsaðgerðir séu nú að skila árangri. -EÓ Frá Sigurði Boga Sævarssyni, fréttaritara Tímans á Selfossi Bergsveinn, atvinnusýning Sunnlendinga, var opnuð sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Um 50 fýrirtæki taka þátt í sýningunni og endurspeglar hún fjölbreytni í atvinnu- lífi á Suðuriandi. Sýningin er liður í kynningar- og þróunar- verkefni sveitarfélaga á Suðurlandi og tilgangurinn er að efla samhug meðal sveitarfélaga á Suðuriandi. „Bergsveinn miöar að þvi að vekja athygli á kostum þess að reka at- vinnufyrirtæki á þessu svæði“ sagði Oddur Már Gunnarsson iðnráðgjafi Suðurlands. Hann segir að erlendis séu framleiðslufyrirtæki farin í rík- um mæli að flytja starfssemi sína úr borgunum og út í dreifbýlið. Ef það sama verði uppá teningnum hér á landi þá sé Suðurland ákjósanlegur kostur ef litið er til greiðra sam- gangna, nægta af lóðum og húsnæð- is sem stendur ónotað. Oddur sagði ennnfremur að eftir sýninguna yrði völdum hópi manna í atvinnulífinu sendar upplýsingar um kosti þess að reka atvinnufyrirtæki á Suðurlandi. Eins og fyrr sagði eru það í kring- um 50 fyrirtæki sem taka þátt í sýn- ingunni og eru þau úr öllum sýslum kjördæmisins og svo Vestmannaeyj- um. Allt frá litlum bilskúrsfyrirtækj- um til hjólabáts sem kemur frá Vík í Mýrdal og allt þar á milli, þannig að fjölbreyttnin er mikil. Þá er gefur sýningarhúsnæðið, hús Fjölbrautar- skóla Suðurlands, sýningunni óvenjulegt og mjög skemmtilegt yf- irbragð því óvíða er arkitektúr húsa jafn frumlegur. „Við vonumst til þess að hingað komi verulegur hóp- ur gesta til að líta á sýninguna. Um 70% þjóðarinnar er innan við klukkutíma að keyra hingað og við vonumst auðvitað til þess að Sunn- lendingar láti þessa sýningu ekki fram hjá sér fara“ sagði Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri sýning- arinnar sem verður opin til sunnu- dagsins 1. júlí. Virka daga er hún op- in frá 16 til 22 en um helgar frá 14 til 22. Mjólkurbú Flóamanna er eitt fölmargra fyrirtækja sem sýna á atvinnusýningunni á Selfossi. Tímamynd: Sigurður Þór

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.