Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 29. júní 1990 Viðræður um nýtt álver eru komnar vel á veg: Straumsvík ur sogunni Þríggja daga viðræöum um nýtt álver, sem fóru fram í Reykjavík, lauk í gær. Rætt var um hugsanlega staðsetningu nýs álvers og eru aðilar í viðræðunum nú reiðubúnir að staðfesta að aðeins þrír staðir komi nú til greina; þ.e. Eyjafjörður, Keilisnes á Vatnsleysuströnd og Reyðarfjörður. Þar með er Ijóst að Straumsvík er ekki lengur inni í myndinni sem stað- urfyrirálverið. Bæjarráð Hafharfjarðar hefur sent frá sér mótmæli vegna þessarar ákvörðun- ar og mun leita fulltingis þingmanna til að breyta henni. Einnig samþykkti það á fundi sínum að óska eftir beinum viðræðum við Atlantsáls-aðilana. í yfirlýsíngu frá bæjarráði segir að rannsóknir hafi sýnt að Straumsvíkur- svæðið sé hagkvæmari og ódýrari kostur en flestir aðrir staðir sem nefhd- ir hafi verið. í Ijósi þess að ýmsir inn- lendir aðilar hafa viljað staðsetningu nýs álvers út á landi spyr bæjarráðið hver sé hlutdeild innlendra aðila í ákvörðuninni og á hverju hún sé byggð. Að sögn Jóhannesar Nordal, for- manns álviðræðunefhdar, eru það ekki byggðarsjónarmið sem hér ráða ferð- inni. Hann segir ástæðu þess að Straumsvik sé úr sögunni fyrst og fremst þá að erlendu aðilarnir hafi tal- ið að ekki væri grundvöllur fyrir sam- starf við Alusuisse, sem rekur álver í Straumsvík, og því hagkvæmara að reysa álverið annars staðar. Sameiginleg lokaákvörðun um stað- setningu verður tekin í september. Samningsaðilar hafa lýst ánægju sinni með framvindu samninganna og viðræðurnar í Reykjavík. Þar ítrekuðu þeir þann ásetning að ljúka samning- Álviðræðunefnd hefur nú dæmt Straumsnes úr leik. Hafnfirðingar eru ekki ánægðir með það. um um nýtt álver fyrir 20.september. Drög að nokkrum helstu samningum hafa verið gerð og liggja fyrir til um- fjöllunar. Helstu samningarnir eru að- alsamningur, orkusölusamningur og samkomulag um umhverfismál. í þessum viðræðum fulltrúa stjóm- valda við fulltrúa Atlantsáls- aðilanna hefiir verið fjallað um veigamestu þætti samstarfsins, s.s. skattamál, orkumál og umhverfismál auk staðsetningu. „Það er farið rækilega í gegnum alla megin þætti málsins og enn hefur ekk- ert komið fram sem bendir til annars en að menn séu staðfastir í að ljúka samn- ingum í haust," sagði Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra í samtali við Tímann. Á fundinum í Reykjavík var mikið fjallað um orkuverð og orkusamning- inn, bæði hvað varðar tæknilegar og fjárhagslegar stærðir og einnig um skattameðferð. „En það er mest um vert að fá fram svo skýran vilja á þessum fundum að hægt sé að fara í undirbúningsfram- kvæmdir vegna virkjunar sem heim- ildir voru veittar til með virkjunarlög- unum í maí s.l. Ég er vongóður umað það verði hægt," sagði Jón. GS./hs/eó Deilurnar á Mógilsá blossa upp að nýju í kjölfar yfirlýsingar landbúnaðarráðherra: DEILUEFNIÐ ER LEYNDÓ Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráöherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna lausnarbeiðni fráfarandi forstöðu- manns Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Jóns Gunnars Ottóssonar, þar sem segir að málið sé ekki flóknara en svo að starfsmaður hafi sagt upp og jafnframt tilgreint að hann treysti sér ekki til að vinna við þær að- stæður sem starfiö byði upp á en átök um yfirvinnumál for- stöðumanns og starfsmanna á Mógilsá sé meginefni deil- unnar. Tímanum hefur ekki tekist að fá nánari upplýsingar um þetta deilu- efni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jón Gunnar Ottósson sagði í útvarp- sviðtali á Rás 2 að deilan stæði um faglegt sjálfstæði Rannsóknastöðvar- innar og að þeir hafi verið innan allra fjárheimilda og yfirvinna hafi verið minni þar en annars staðar. I yfirlýsingu landbúnaðarráðherra segir að forstöðumaðurinn á Mógilsá hafi ekki farið eftir reglum um yfir- vinnu sem gilda skyldu fyrir starfs- menn Skógræktarinnar en stofhun- inni var gert að draga úr rekstrarút- gjöldum við afgreiðslu fjárlaga 1989. Virtist hann telja sér það óskylt þar sem Mógilsá væri með sérmerkta fjárveitingu í fjárlögum og staða deildarinnar slík að ekki bæri nauð- syn til að draga úr yfirvinnu. Landbúnaðarráðherra segir enn- fremur að Jón Gunnar hafi ekki borið neinar fjárskuldbindingar af neinu tagi undir skógræktarstjóra, stjórn stöðvarinnar né landbúnaðarráðu- neytið, heldur hafi hann tekið sér vald eins og hann væri algerlega sjálfstæð- ur og æðsti maður stofnunar. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FLB1986 Hinn 10. júlí 1990 er níundi fasti gjalddagi vaxtamiöa verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 9 verðurfrá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini kr. 4.259,55 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1990 til 10. júlí 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til2905hinn1.júlínk. Athygli skal vakin á því að innlausnarf járhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 9 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1990. Reykjavík,29.júní1990 SEÐLABANKIÍSLANDS Einnig segir hann í yfirlýsingunni að Jón Gunnar hafi gengið æ lengra í því að afneita með öllu tilvist skóg- ræktarstjóra sem yfirmanns síns og eru bréfskriftir þeirra í milli frá febrúar til apríl sagðar vitna um þetta, „auk þess sem sem þar er á köflum orðalag að finna sem telja verður með fádæmum í samskiptum undirmanns við yfirmann sinn," eins og segir orðrétt. Jón Gunnar sagði í útvarpsviðtalinu að Rannsóknastöðin að Mógilsá hafi verið innan allra fjárheimilda og starfsmenn hafi unnið meira en þeir fengu greitt fyrir. Hann sagði að í byrjun hvers árs hafi hann gert fjár- hags- og starfsáætlanir sem stjórn stöðvarinnar fór yfir ásamt skógrækt- arstjóra og þær síðan sendar í land- búnaðarráðuneytið. Eftir þeim hafi síðan verið starfað. Jón Gunnar sagði ennfremur að hann hefði fengið allar greiðslur, sem hann hefði haft til um- ráða, frá fjármálaráðuneyti í gegnum landbúnaðaráðuneyti og að fjármála- stjórar ráðuneytanna hafi getað fylgst nákvæmlega með greiðslum til stöðvarinnar. Því hafi ekki verið um það að ræða að hann tæki sér eitthvað vald. Jón Gunnar sagðist að eftir að hann hafði frétt af greinargerð landbúnað- arráðherra hafi hann talað við fjár- laga- og hagsýslustjóra og ríkisend- urskoðun og beðið þessa aðila að taka saman að taka saman reglur sem giltu um stöðina í heild og um þær greiðslur sem hafa verið á Rann- sóknastöðinni til að fá hið rétta fram í þessu máli. Tíminn reyndi ítrekað að fá upplýs- ingar í gær um hve mikið starfsmenn Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá hafi farið fram úr áætluðum yfir- vinnustundum og um greiðslur vegna þeirra en landbúnaðaráðuneytið og ríkisendurskoðandi neituðu að láta það uppi. —só Þjóðarþotan gæti farið að hreyfast á næstunni: Hluti gagna I undinn „Það eru menn á Keflavíkurflugvelli í dag að kanna vélina og undirbúa hana undir frekari viðgerð sem þarf að setja hana í." Þetta sagði Arngrím- ur Jóhannsson forstjóri Atlanta flug- félagsins sem keypti vélina af ríkinu fyrr í vetur en vegna þess að upplýs- ingar um viðgerðarsögu vélarinnar hefur vantað þá hefur ekki verið hægt að ganga frá kaupunum. Nú er lausn málsins hins vegar í sjónmáli og hægt að greiða „Staðgreiðsluþot- una". Arngrímur sagði að vélin hafi ekki verið veðhæf án upplýsinga um sögu vélarinnar. Þær upplýsingar virðast hins vegar vera á leiðinni og Arn- grímur sagðist vonast til að sjá fyrir endann á því fljótlega. „Ég er búinn að fá yfirlýsingu frá mönnum í loft- ferðaeftirlitinu og mönnum frá Arn- arflugi sem sóttu pappírana sem vantaði" sagði Arngrimur þegar hann var spurður um hvort hann hefði fengið gögnin í hendur. „Við höfum haft tékkann í vasanum Iengi en erum aðeins búnir að bíða eftir þessum gögnum." Það er hlutskipti ríkisins, sem selj- anda vélarinnar, að útvega tilskilin gögn sem eiga að fylgja vélinni. Mörður Árnason hjá Fjármálaráðu- rieytinu staðfesti að þessi gögn hefðu borist en sagði þó aðeins að um hluta þeirra væri að ræða. „Fyrri hlutinn er fundinn, og fjallar um þegar vélin var í viðgerðarþjónustu á Irlandi, en ekki allur pakkinn." Mörður sagði að mál- ið væri ekki þar með leyst en hins vegar væru góðar líkur á þokkalegri lausn í þessu pappíramáli. Hann taldi of snemmt að kveða úr um hvort þessi fyrri hluti sögu vélarinnar nægði til lausnar málsins. „Það er hins vegar léttara yfir mönnum að hafa þó fundið eitthvað" -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.