Tíminn - 29.06.1990, Qupperneq 3

Tíminn - 29.06.1990, Qupperneq 3
Föstudagur 29. júní 1990 Tíminn 3 Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna: Spáir yfir 6 milljón eyðnisjúkum árið 2000 Þótt eyðni breiðist nú út nokkru hægar en áður var tal- ið, a.m.k. í nokkrum vestræn- um ríkjum, áætla helstu eyðni- sérfræðingar að eyðnisjúkling- um muni fjölga í um 6 milljónir áríð 2000. Skráð eyðnitilfelli eru nú um 200.000. En sam- kvæmt skýrslu, sem vartil um- ræðu á þingi Heilbrígðisstofrí- unar Sameinuðu þjóðanna (WHO) í maí sl., er talið að raunverulegur fjöldi sé a.m.k. um 600.000 rrianns. Með- göngutími sjúkdómsins er tal- inn vera allt að 10 ár. Á íslandi hafa 13 einstaklingar greinst með eyðnisýkingu á lokastigi og íslendingar því í 13. sæti meðal 32ja Evrópuþjóða. Mjög er mismunandi eftir heims- hlutum úr hvaða hópum flestir eyðni- smitaðir koma, samkvæmt frétt frá Landlæknisembættinu um eyðnium- ræður á þingi WHO. Á Norðurlönd- um og í rikjum Norður- Evrópu er mikill meirihluti, eða 75- 90% sam- kynhneigðir og sömuleiðis um 60% í vesturhluta Bandaríkjanna. í austur- hluta Bandaríkja og Suður- Evrópu kemur aftur á móti meirihluti eyðni- sjúkra út hópi sprautusjúklinga. í Afríku eru um 90% eyðnisjúklinga taldir gagnkynhneigðir, borið saman við um 8% í Evrópu. En þar hefur eyðnisjúkum úr hópi gagnkyn- hneigðra verið að fjölga hægt og síg- andi. Sérfræðingar á þingi Heilbrigð- isstofnunar SÞ töldu ekki nokkum vafa leika á því að fleiri milljónir eyðnisjúkra muni koma í ljós á næstu árum jafnvel þótt þegar væri komið í veg fyrir áframhaldandi HlV-út- breitðslu. Sjúkdómurinn eigi því eftir að verða þjóðum þung byrði. Vest- rænar þjóðir verði þó trúlega fyrir minni búsifjum af völdum eyðni heldur en margar vanþróaðar þjóðir af öðrum orsökum. Bent er á að 5-7 milljónir bama deyi þar árlega vegna farsótta (t.d. mislinga og annarra) sem auðveldlega mætti koma í veg fyrir ef vanþróaðar þjóðir hefðu efhi á að kaupa bóluefni sem vestræn böm fá nú þegar. Niðurstaða eyðnisérfræðinganna var að unnt væri að koma í veg fyrir eyðnisýkingu rúmlega einnar millj- ónar af þeim 6 milljónum manna sem áætlað er að hafi sýkst af eyðni um aldamót. Margir telja þó að fyrir- byggja megi mun fteiri tilfelli. En hvort það takist ráðist af skynsemi og þekkingu fólks. Menn em sagðir binda auknar vonir við árangur lyfjamcðfcrðar. AZT er „Grúskað í Grettlu" Brautskráning frá Kennaraháskóla jslands fór ffarn í Hallgrímskirkju þann níunda þessa mánaðar. Að þessu sinni vom samtals brautskráðir 185 einstaklingar af sex sviðum. Við athöfnina var veitt viðurkenn- ing úr nýstofnuðum minningarsjóði Ásgeirs S. Bjömssonar. Viðurkenn- inguna hlutu Sigurlaug Laufey Svav- arsdóttir og Þorgerður Lára Guð- finnsdóttir fyrir ritgerðina „Grúskað í Grettlu". í ritgerðinni, sem gefin verður út af Námsgagnastofnun, er Grettissaga búin til kennslu í 5. bekk gmnnskólans. Valdir kaflar í sögunni em skýrðir en aðrir endursagðir, auk þess sem höfundar sömdu fræðilegan inngangskafla og ítarlegar kennslu- leiðbeiningar. jkb ennþá áhrifaríkasta lyfið á markaðn- um, en fleiri lyf (DDC, DDI og CD 4) em að koma á markað sem virðist geta komið í veg fyrir viðgang HIV- veimnnar. Ekki er búist við nothæfu bóluefni næstu 5 árin, þótt tilraunir með HIV bóluefni á dýmm hafi reynst áhrifarikar. í sameiginlegu ávarpi Norðurlandaþjóðanna á þing- inu kom fram mikil gagnrýni á auð- ugar iðnvæddar þjóðir sem viðhalda félagslegu óréttlæti, fátækt og at- vinnuleysi í heimalöndunum. Bent var á að útbreiðsla eyðnisjúk- dómsins er hröðust á þeim lands- svæðum þar sem fátækt, atvinnuleysi og félagslegt óréttlæti er mest, enda fikniefnaneysla þar lang útbreiddust —HEI Súlurítið sýnir áætiaða fjölgun eyðnisýktra til aldamóta. Gráa svæðið táknar þann flölda -sem sérfræðingar telja að megi foVh firá sýkingu með ftæðslu og fýrir- byggjandi aðgerðum. ÍÞRÓTTADAGUR í REYKJAVIK 30.JÚNÍ1990 umalÍaboíg! íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, í samráði við íþróttabandalag Reykjavíkur og íþróttasamband íslands halda íþróttadag Reykjavíkur 30. júní n.k. Ákveðið er að halda daginn í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ, en hún stendur yfir frá 28. júní - 1. júlí. Það sem boðið verður uppá verður m.a.: GÖNGUFERÐ UM VIÐEY. Skipulagðar verða gönguferðir um Viðey, frá kl. 13-17, með vönum fararstjórum. Ferðir til og frá Viðey verða ókeypis. GOLFVÖLLURINN VIÐ KORPÚLFSSTAÐI verður opinn almenningi, án endurgjalds, frá kl. 13-17. Leiðsögn fyrir byrjendur verður á staðnum. i VESTUBÆJARLAUG, LAUGARDALS LAUG, SUNDHÖLLINNI og BREIÐHOLTS LAUG verður opið frá kl. 7.30-17.3Í Enginn aðgangseyrir er og jafnframt leiðsögn í SKOKKI og SUNDI. BARNALEIKTÆKI eru við Laugardalslaug frá kl. 13 -17. ( öllum laugunum flotleikföng fyrir börn. KEILUSALURINN i ÖSKJUHLÍÐ verður með kennslu fyrir byrjendur frá kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis. HJÓLABRETTAPALLAR verða við Seljaskóla, Ársel og Grandaskóla. í NAUTHÓLSVÍK verður almenningi boðin afnot af bátum siglingaklúbbsins ásamt leið- sögn frá kl. 13-17. SEGLBRETTI Á sama tíma verður boðin ókeypis kennsla í siglingu á SEGLBRETTUM sem lánuð eru á staðnum. Eins og sést á dagskránni er einkum lögð áhersla á fjölskyldu íþróttir, enda verður mjög viðamikil íþróttastarfsemi fyrir börn og unglinga, á sama tíma á vegum (Si. B TENNISVELLIR VÍKINGS og við GERVI- GRASVÖLLINN í LAUGARDAL verða opnir almenningi, án endurgjalds, frá kl. 13-16. Leiðsögn í grunnatriðum tennisíþróttarinnar verður á sama tíma.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.