Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 29. júní 1990' FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Á þingi sov- éskra kommúnista ( næstu viku verður lagt til að stjórn flokksins verði endurskipu- lögð meðal annars með því að stjórnarnefnd flokksins „Politburo" verði lögð niður og að embætti flokksritara verði afnumið. Þetta segir í drögum að lögum sem birt hafa verið fyrir setningu þingsins. TOKÝÓ - Japanir og Bandaríkjamenn komust í gær að samkomulagi um leiðir til að draga úr gríðar- legum ójöfnuði í sölu varn- ings milli landanna. Utanrík- isráðherra Japans sagði að samkomulagið myndi leysa deilur sem hafa varað í 10 ár og valdið ósætti milli ríkis- stjórna landanna. JERUSALEM - Forsætis- ráðherra (sraels, Yitshak Shamir, sagði forseta Bandarikjanna, Georg Bush, að ríkisstjórn Israels styddi landnám gyðinga á hertekn- um svæðum Araba og hún myndi aldrei samþykkja að PLO ætti nokkurn hlut í frið- arviðræðum við Palestínu- menn. BÚKAREST - Forsætis- ráðherrann Petre Roman til- nefndi nýja ríkisstjórn sem á að koma á markaðsbúskap og bæta ímynd landsins á Vesturlöndum. Hann skipaði nýjan fjármálaráðherra og utanrikisráðherra en sömu menn eru áfram yfirmenn lögreglumála. VÍN - Austur-Þjóðverjar lögöu til að þýsku ríkin sam- þykktu að takmarka fjölda hermanna sinna og ryddu með því úr vegi viðræðn- anna í Vín enn einni hindrun um minnkun herstyrks í Evr- ópu. (CFE). MOSKVA - Tveir menn reyndu að ræna flugvél með 165 farþegum og beina henni til Tyrklands. Að sögn Tass fréttastofunnar tókst áhöfn vélarinnar að yfirbuga flugræningjana. LUSAKA - Forseti Zambiu, Kenneth Kaúnda, kom opin- berlega fram í miöborg höf- uðborgarinnar Lúsaka og reyndi að róa fólk en 24 menn hafa dáið í mataró- eirðum undanfarna daga. Annars staðar í borginni fóru námsmenn [ háværa kröfu- göngu og kröfðust þess að Kaúnda segði af sér. AMSTERDAM - Innbrots- þjófar klifruðu inn um glugga myndlistarsafns í skjóli næt- ur og flúðu með þrjú málverk eftir Vincent van Gogh sem talin eru 300 milljón króna virði. UTLOND Elísabet fór héðan til Kanada: Drottning Bretlands óvelkomin í Quebec? Um helgina verða hátíðahöld vegna 123 ára afmælis Kanada en landið hefur aldrei áður verið jafh nálægt því að sundrast vegna deilna ensku- og frönskumælandi íbúa þess. Marg- ir franskir íbúar Kanada hafa krafist þess að heimsókn Elísarbetar II til hins frariska Quebecfylkís verði af- lýst en heimsókn hennar til Kanada hefur vakið ólíkt meiri athygli fjöl- miðla en nýleg heimsókn drottningar til íslands. Drottningin breska kom á miðvikudag til Calgary í Alberta- fylki. Á sunndag hafði drottningin ætlað sér að fara í stutta heimsókn til Hull til að taka þar þátt í hátiðahöld- um vegna þjóðhátíðardags Kanada. Hull er skammt frá Ottawa en innan landamæra Quebecfylkis þar sem fjandskapur við bresku krúnuna er gamalgróinn. Embættismenn sögðu í gær að drottningin myndi hugsanlega hætta við ferð sína þangað. Að minnsta kosti tvær borgir í Quebec- fylki hafa aflýst hátíðahöldum um helgina og sagði borgarstjóri Que- bec, Jean Paul L'Allier, í blaðaviðtöl- um að Quebecbúar ættu ekkert með að „fagna Iandi sem skellir dyrum sínum á fíngur okkar". í síðustu viku mistókst að samþykkja hin svoköll- uðu „Meech Lake"-lög sem mörgum fannst vera síðasta tækifærið til að gera Quebecfylki að hluta af Kanada. Kanadamenn andsnúnir sundrungu ganga um götur Ottawa. Ibúar í Quebec vilja nú margir að- skilnað frá Kanada vegna þess að Nýfundnaland og Manitóba fengust ekki til að samþykkja „Mech Lake"- lögin sem hefðu viðurkennt franska sérstöðu Quebec-fylkis. 35 RÖSE-lönd semja mannréttindaályktun Fulltrúar 35 landa á ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, ROSE, komu sér saman um drög að ályktun um frjálsar kosningar og fjölflokkakerfi. Fjögurra landa nefnd hafði verið falið að koma saman ályktun sem tryggja skyldi lýðræðisumbætur í A-Evrópu og auka réttindi þjóðernisminnihluta. Nefndarmenn Iýstu því yfir í gær að þeir væru mjög ánægðir með niður- stöðuna og að hún yrði líklega sam- SVIAR HAFNA BEIÐNIGYÐINGS UM LANDVIST Sovéskir gyöingar fá ekki leng- ur pólitískt hæli í Svíþjóð fyrir það eitt aö vera gyöingar og koma frá Rússlandi. Þetta segir Per Eriks Nilsons sem starfar við fólksinnflutningsráð Sví- þjóðar. Vegna bættra skilyrða f Sovétríkjunum hafa Svíar tekið upp harðari stefnu þegar fjallað er um umsóknir Sovétmanna og í þessum mánuði gerðist það í fyrsta skipti I manna minnum að umsókn frá sovéskum gyðingi um pólitískt hæli var hafnað. Lögfræðingurinn Bo Thoren, sem fer með mál margra gyðinga sem sótt hafa um landvist, segir að um 150 sovéskir gyðingar vilji setjast að í Svíþjóð. Hún sagði við Reuter að margir skjólstæðinga hennar hefðu beðið lengur en ár eftir að fjallað væri um umsókn þeirra en áður voru slíkar umsóknir af- greiddar á nokkrum mánuðum. Hún telur að þótt sovésk stjórnvöld ofsæki ekki gyðinga þá láti þau af- skiptalausar ofsóknir rússneskra þjóðernissinna og það segir hún að jafngildi ofsóknum af hendi ríkis- ins. I gær sagði vinnumálaráðuneyti sænsku ríkisstjórnarinnar að fyrir dyrum stæði róttæk endurskoðun á flóttamannalöggjöf landsins. Markmiðið væri að fá önnur iðn- vædd lönd til að sporna sameigin- lega við flótta fátækra manna til ríkra landa meðal annars með því að styðja bágstödd lönd efnahags- lega. þykkt á lokadegi ráðstefnunnar. Öll aðildarlönd RÖSE þurfa að vera einhuga um ályktanir ráð- stefnunnar til að hún verði bind- andi. Vel gekk að semja ákvæði um kosningar og fjölflokkakerfi en ákvæði um réttindi þjóðernism- innihluta urðu ekki jafn víðtæk og flestar aðildarþjóðirnar hefðu vilj- að. Frakkar og Grikkir voru mót- fallnir því að þjóðernisminnihlutar mættu nota eigin tungumál í skól- um og í samskiptum við opinbera aðila og þurfti að gera breytingar á ályktuninni til að koma til móts við krófur þeirra. Frakkar vilja ekki veita Korsíkumönnum og Bretón- um of mikil réttindi og stjórnvöld í Grikklandi vilja ekki auka réttindi Makedónímanna. Ákvæði um rétt. manna til að neita að gegna her- þjónustu nutu heldur ekki einróma stuðnings. Engu að síður segja þeir sem sam- ið hafa þá ályktun sem nú er til um- fjöllunar að hún sé merkur áfangi sem endurspegli þær róttæku breytingar sem orðið hafi í Evrópu á síðustu mánuðum. RÖSE-ráðstefnunni er ætlað að fylgjast með og efla framkvæmd Helsinkisáttmálans. Öll ríki í Evr- ópu nema Albanía eiga aðild að ráðstefnunni auk Kanada og Bandaríkjanna. Prunskiene: Frystum sjálfstæði Forsætisráðherra Lithauga- lancls, Ka/iiniii a Prunskiene, hvatti þihg landsins í gær til aö „frysta" sjálfstæðisyfirlýsingu Jandsins og opna nieð því fyrir viðnvður við Sovétstjórnina. »Við getum ekki frestað viðræð- um'\ sagöi Ini n þingmönaum. »Með þviað hefja viðræður setj- um við okkurekld í nieiri liættu en viðeru i núna. Samningavio- ræður yrðu ekki skref aftur á bak, Þær myndu verða skréf í átt til sjálfstæðis", sagði luiii. Prunskieite Og forseti Lithauga, Vytautas Landsbergis, flugu á iuiðvikudag til Moskvu á fund forseta Sové'tríkjaniia, Mikaels (íorbatsjovs. Ilaft var eftir Landsbergis aö Gorbatsjov hefði sagt að engin leið væri að komast hjá frcstun á sjálfstæð- iuu og ef báðir málsaðilar féllust a niáluiiiitiluii þyrfti hvorugur að glata virðingu sinni. Prunski- ene sagði að Gorbatsjov héfði heitið því að hætta iilluni refsi- aðgerðúm gégn Lithaugum um leið og frestun yrði sampykkt en Sovétstjórn hefur þegar slakað á sunium cfnahagsþvíiigunum SÍIUIIII. Þingiieiiu ur frestaði i gær frek- ari uinræðum uin þetta nial en þær hefjast aftur í úag. Ekkert hefur verið látiö uppi um hvort eða hvenær kemur til atkvæöa- greiðstu um þetta mil en margir þingfuUtrúur tóku til ináls á iiininl udag og sögðust verá and- vígir tillöguni Prunskieue. Auknar ásakanir um að Austur- Evrópuríki hafi stutt hryðjuverk: Ungverjar birta bréf frá Carlosi í gær birti blað í Ungverjaland bréf frá einum frægasta hryðjuverka- manni heims þar sem hann þakkar fyrrverandi leiðtoga kommúnista, Janos Kadar, fyrir að hafa veitt skæruliðum sínum öruggt skjól í landi sínu. Carlos er fæddur í Ve- nesúela. Hann heitir réttu nafni Ilych Ramires Sanches og er frægur fyrir launmorð, gíslatökur og hryðju- verkaárásir víða um heim. Bréfið er dagsett 2. apríl 1980 en opinberir að- ilar hafa enn ekki staðfest hvort það sé ófalsað. Hins vegar sagði innan- ríkisráðherra Ungverjalands, Balazs Horvath, á þingi landsins á þriðjudag að fyrrverandi Ieiðtogar kommúnista hefðu veitt Carlosi hæli seint á árt- unda áratugnum og vildi hann að þeir sem hefðu verið með í þeim ráðum yrðu handteknir og dregnir fyrir dóm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.