Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. júní 1990 Tíminn 5 Landinn lengur að meðtaka ný bifreiðanúmer en búist var við: Tvö kerfi í gangi í 30 ár Svo virðist sem íslendingar hafi ekki tekið nýju bifreiðanúmeraspjöld- unum jafn opnum örmum og búist var við. Þegar hafið var að setja ný númer á bifreiðar í desember 1988 var gert ráð fýrir að allar bifreiðar yrðu komnar á nýju númerin innan fimm ára. Nú, hins vegar, gera menn ráðfyrirtöluvert lengri tíma. Að sögn Karls Ragnars hjá Bifreiða- skoðun íslands má búast við að gömlu númerin verði ekki horfin af göt- unum fyrr en eftir 30 ár og tvö kerfi verði því í gangi þann tíma. Forsendur þessara niðurstaðna eru þær að núverandi reglum verði ekki breytt. Karl segist álykta þetta vegna þess að nýir bílar sem komu til landsins 1988 og fengu ný gömul númer munu í mörgum tilvikum endast næstu 30 árin og bera sín gömlu númer þann tíma. Þá eru 30 ár ekki ólíldegur tími ef reynsla síðasta árs er höfð til hliðsjónar. Frá þvi nýju númerin vom tekin upp hafa um 8 þúsund nýir bílar komið til landsins og fengið ný númer við skrásetningu. Karl segist reikna með því að jaíhmargir gamlir bílar haíi verið settir á nýtt númer. Því má álykta að um 16 þúsund bflar skarti nýjum númeraspjöldum. Það getur vart talist mikið þar sem bílafloti íslend- ingatelurum 140.000 bifreiðar. Karl segir að við áætlunargerð við upp- haf nýja kerfisins hafi verið rennt nokk- uð blint í sjóinn. „Það var ekki nokkur leið að átta sig á því hve mikill áhugi yrði á því að setja ný númer á gamla bíla,“ segir Karl. Síðan hefur komið á daginn að áhuginn hefiir ekki verið mik- ill. „Enda í sjálfu sér ástæðulaust fyrir fólk að borga 5 þúsund krónur fyrir nýtt númer þegar það þarf þess ekki,“ segir Karl enn fremur. Þær reglur sem nú eru í gildi gera ráð fýrir þremur ástæðum fyrir því að fólk fái nýtt númer. Þ.e. þegar fólk kaupir nýja bifreið, þegar númer á gömlum bíl- um eyðileggjast og þegar menn vilja einfaldlega skipta um af eigin vilja og Tjón svipað og við eldgosið í Eyjum Miklir eldar hafa nú geysað í suðurhluta Kalifomíu en þar búa fjölmargir íslendingar. Tíminn hafði samband við nokkra þeirratil að leita upplýsinga um atburðarás og líðan landans. Að sögn Ingu Dóru Bjömsdóttur sem býr í Santa Barbara munu allir Is- lendingar á svæðinu vera heilir á húfi og úr allrí hættu. Upptök eldsins, sem voru af manna- völdum, voru í gili á svæði sem kallað er garður heilags Markúsar fyrir ofan bæinn Santa Barbara. „Þetta var mjög skrítið. Það var eins og að horfa á eld- gos að sjá eldinn liðast þama niður með hlíðinni í myrkrinu" sagði Inga Dóra í samtali við Timann. Annar viðmælandi Tímans líkti ástandinu við eldgosið í Vestmanna- eyjum og taldi tjón vera svipað á því svæði þar sem eldurinn geystist niður hlíðina yfir norðurhluta Santa Bar- bara. Eldstormar þeyttu brennheitum vindhviðum á undan eldinum sjálfum sem síðan kveiktu í öllum húsum sem á vegi þeirra urðu. „Vindamir fóm í kringum sum hús á meðan þeir kveiktu i öðmm þannig að mannvirki við heilu götumar bmnnu á meðan byggingar í næstu götum sluppu" sagði Inga Dóra. Alls munu um þijúhundmð hús hafa brunnið til ösku. „Eldurinn breiddist það hratt út til að byija með að ekki var reynt að stoppa hann. Menn vom önnum kafh- ir við að bjarga fólki og veija nálæg hús. Margir fengu lítinn fyrirvara áður en þeir urðu að yfirgefa heimili sín. Einum vina okkar tókst til dæmis að- eins að ná einu myndaalbúmi áður en heimilið varð eldinum að bráð. Raf- magn fór af sumum hverfum og ekki var hægt að nota hraðbrautina þar sem eldurinn geystist þar yfir. Nú er mistur yfir og þegar við komum út í morgun var allt svæðið þakið grárri ösku“ sagði Inga Dóra. Fólki hefur verið komið fyrir i öllum tiltækum bygging- um, háskólahúsið er þéttsetið, fang- elsið var rýmt, körfuboltahöll notuð til að hýsa heimilislausa og sjúkrahús em öll að fyllast. Ennþá munu loga eldar uppi í fjöll- unum og em menn hræddir við að ef vindar byija aflur að blása geti eldur- inn leitað niður í bæinn. Mikið af flug- tönkum og þyrlum fullum af eldvam- arefhum hefur verið flogið yfir svæð- ið og efhunum varpað niður til að hefta útbreiðslu. Ástandið er sérstak- lega alvarlegt þar sem einir verstu þurrkar í manna minnum hafa í fleiri mánuði hijáð íbúa svæðisins. Uppi- stöðulón em meira og minna öll skraufþurr og neyðarástandi vegna vatnsskorts var lýst yfir í febrúar. Neyðarástandi vegna hugsanlegra skógarelda var einnig lýst yfir mörg- um vikum á undan áætlun og virðist ekki hafa verið vanþörf á. Almenning- ur mun vera frekar rólegur þrátt fyrir ástandið og að sögn Ingu Dóm em engir Islendingar í hættu. jkb Nesjavellir: fnimkvæði. Þá er um það að ræða að mönnum finnist nýju númeraspjöldin smekklegri og einnig er talsvert um það að sögn Karls, að fólk skipti þegar það selur gamla bílinn sinn. Gamli bílinn er þá e.tv. á númeri sem fólkinu þykir vænt um, t.d. er oft um að ræða gömul ættamúmer. Það skiptir því um númer áður en það selur bílinn, því það getur ekki hugsað sér að sjá númerið á bílnum áfram hjá öðrum eiganda. Hins vegar getur fólkið ekki notað gamla númerið á annað bíl og notagildi þess rýmar því óneitanlega til muna. En hugsanlegt er að það sé notað til skrauts eða til minn- ingar um „gamla jálkinn". Að sögn Karls tvöfaldar það vinnuna hjá Bifreiðaskoðun íslands að hafa tvö númerakerfi í gangi. Aukakostnaður sem því fylgir er einnig talsverður. Vegna þessa gæti vel farið svo þegar fram líða stundir að núverandi reglum verði breytt og þá jafhvel allir skyldaðir til að keyra um á nýjum númerum. En það verður þó varla gert fýrr en gömlum númerum hefur fækkað til muna. Karl segir það koma til greina í fram- tíðinni að fólk fái að velja sér númer með upphafsstöfhm sínum eða jafnvel nafhi. Það yrði ekki bundið við tvo stafi og þijá tölustafi. Eigandinn þyrfti að fá að hafa það númer áffam þegar hann skipti um bíl og því þyrfti nýtt kerfi fýr- ir slík númer. Forsenda fýrir slíkum númerum er því sú að gamla kerfið hverfi þvf ekki er hægt að keyra þijú kerfi í einu. Nýverið var ákveðið í Svíþjóð og Dan- mörku að leyfa ökumönnum að velja sér númer. Þau númer eru mjög dýr og er það til þess að hamla á móti þvi að of margir kaupi þau. „Það er jú ekkert gaman að þessu ef þetta er allt of al- gengt,“ segir Karl. En Karl segir núm- eraval ekki koma til greina á næstunni. ,Jvíenn ætla að komast skammlaust ffá þessu nýja kerfi áður en lengra er hald- ið.“ GS. Júlíus Sólnes skoðar Dounreay í lok júlí næstkomandi mun Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, halda til Bretlands. Hann heimsækir þar með- al annars kjamorkustöðina í Dounr- eay í Skotlandi í boði ráðuneytis ut- anríkis- og samveldismála í London og yfirvalda kjamorkumála. „Það er mér mikið ánægjuefni að umhverfisráðherra hefur þegið boð um að heimsækja kjamorkuendur- vinnslustöðina í Dounreay í ferð sinni til Bretlands," sagði R.R. Best sendiherra Bretlands á Islandi í sam- tali við Tímann. I gær hélt Júlíus til Skotlands og á morgun tekur yfir- maður kjamorkustöðvarinnar, Hr. Butler, á móti honum. Butler kemur til með að sýna umhverfisráðherra allar aðstæður við stöðina, þar með talda öryggisgæslu, og gera grein fýrir þeirri vinnslu sem fram fer. Að sögn sendiherra Breta hafa ekki verið teknar ffekari ákvarðanir varðandi viðræður breskra vísindamanna við íslenska samstarfsmenn. En búist er við að hugað verði að því máli að heimsókn umhverfisráðherra lokinni. „Það tekur töluverðan tíma að koma slíkum málum í kring sérstaklega á sumrin. En þetta er nokkuð sem verið er að athuga,“ sagði Best. jkb SLYSIÐ HLAUST AF MANNLEG- UM MISTÖKUM Orsakir slyssins á Nesjavöllum, er brennisteinsvetni komst út í andrúmsloftið með þeim afleið- ingum að tveir menn misstu með- vitund og annar þeirra féll niður úr krana og mjaðmagrindarbrotnaði, er verið var að skipta um lok á enda afrennsiisrörs inni í vélasal þar sem menn voru við vinnu með þeim afleiðingum að brenni- steinsvetni náði að streyma út að sögn Reynis Þorkelssonar rann- sóknariögreglumanns á Selfossi. Egill Jónsson staðarverkfræðingur á Nesjavöllum sagði að fýrir mannleg mistök hafi sloppið út gas í vélasöl- unum í virkjunirmi í það miklum mæli að menn fengu gaseitrun þar af einn það alvarlega að hann féll niður 8-9 metra úr krana þar sem hann var við vinnu. Egill sagði að ekki hafi verið farið eftir settum vinnureglum við skipt- ingu loksins, sem hefði að sjálfsögðu verið alvarleg mistök, en ekki ætti að stafa hætta af þessu sé rétt farið að. Reynir var spurður að því hvort El- ísabetu drottningu, sem kom við á Nesjavöllum á meðan á heimsókn hennar stóð hérlendis, hefði getað orðið meint af ef þetta hefði átt sér stað á meðan hún skoðaði virkjunina. Reynir kvað það af og ffá þar sem ástæðan fýrir eitruninni hefði verið sú að slysið átti sér stað í lokuðu húsi þar sem eiturgufan safhaðist saman. Samkvæmt skýrslu ffá Vinnueftirliti ríkisins veldur innöndun brenni- steinsvetnis sviða í nefi og koki, hósta, höfuðverk, svima og uppsölu. Ef mikið magn er innbyrt er hætta á krampa, öndunarlömun og varanleg- um taugaskemmdum. Einnig getur lungnabólga og lungnabjúgur komið ffam seinna. Hátt innihald i lofti veldur fljótt meðvitundarleysi sem getur leitt til þess að hinn slasaði falli stjómlaust og hætta sé á höfuð- áverka. —só INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1985 Hinn 10. júl í 1990 er ellefti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1985. Gegnframvísun vaxtamiðanr. 11 verðurfráog með 10.júlí nk. greittsem hérsegir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini kr. 476,45 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 952,90 ___________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 9.529,50_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. janúar 1990 til 10. júlí 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2905 hinn 1. júlí 1990. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 11 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefsthinn 10. júlí 1990. Reykjavík, 29. júní 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.