Tíminn - 29.06.1990, Page 6

Tíminn - 29.06.1990, Page 6
6 Tíminn Föstudagur 29. júní 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 „Rekstrarumhverfi" Fyrir aðeins þremur vikum var haldinn aðalíundur Sambands íslenskra samvinnufélaga, þar sem rekstrar- vandi, töp og versnandi eiginljárstaða samvinnufyrir- tækjanna var meginviðfangsefni fundarins. Þar kom það fram að rekstrartap Sambandsins 1989 var 750 milljónir króna og þess einnig minnst að tapið árið 1988 var um 1160 milljónir. Aðalfundur Sambandsins einkenndist því af fjárhags- erfiðleikum þeim sem gengið hafa yfir samvinnurekst- urinn undanfarin ár. Niðurstaða fundarins var m.a. sú að breyta rekstrarskipulagi Sambandsfyrirtækjanna, gera deildir þess sjálfstæðari og reka þær sem hlutafé- lög. Hér var vissulega um róttækar og sögulegar skipu- lagsbreytingar að ræða og vafalaust tímabærar miðað við þjóðfélagsgerð nútímans og lagalega stöðu hlutafé- laga. Hins vegar gerðu aðalfimdarfulltrúar sér ljóst að skipulagsbreytingar einar leysa ekki vandann af sjálf- um sér. Það kom ekki síst fram í máli Guðjóns B. Ól- afssonar á aðalfundinum. Hann benti á að meginvandi Sambandsins hafí saftiast upp á löngum tíma, en síðan haft breytt efnahagsstefna, óhagstæð vaxta- og gengis- þróun kreppt þannig að rekstrinum að þessi samsöfnun vandans varð sligandi byrði. Þótt auðvitað hljóti alltaf að vera um einhveijar sér- ástæður að ræða hjá hverju fyrirtæki sem verður fyrir rekstrarerfíðleikum, er ekki síður ástæða til að líta á hinar almennu ástæður sem valda rekstrarvanda fyrir- tækja. Hinar almennu ástæður rekstrarerfíðleika fyrir- tækja á Islandi hafa mætt á Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga og það því ffemur að Sambandið fæst við viðskipti og ffamleiðslu sem eru mjög viðkvæm fyrir þeim hagsveiflum sem einkenna íslenskt efhahags- kerfí. Nú hefur það komið í ljós að mikill bati hefur orðið á rekstrarafkomu Sambands íslenskra samvinnufélaga á fyrstu fímm mánuðum þessa árs. Sambandið sýnir hagnað í heildarrekstri sínum. Þessi umskipti hljóta að eiga sér skýringu, sem nauðsynlegt er að leiða hugann að. Skýringin er án efa margþætt. Beinar aðhaldsað- gerðir fyrirtækjanna sjálffa ráða þama miklu, enda hef- ur ekkert skort á að stjómendur Sambandsins hafí tek- ið til hendinni í því eftti. En ástæða er til að veita þeim orðum forstjóra Sam- bandsins fulla eftirtekt, að „breytt rekstrarumhverft“ eigi stærsta þáttinn í að rekstur fyrirtækisins í heild kemur nú betur út en verið hefur á undanfömum ámm og áætlanir bentu til að yrðu. „Rekstrammhverfí“ mót- ast af mörgum þáttum. Þar rnunar mest um markaðs- ástand, útflutningsverðlag, gengisþróun og fjármagns- kostnað. A undanfömum missemm hafa orðið breyt- ingar til batnaðar á þessum sviðum. Opinberar efna- hagsaðgerðir og stjómarstefna ráða miklu í þessum bata. Minnkandi verðbólga og kyrrð á vinnumarkaði segja þama til sín. Ekki skal því haldið fram að allt sé þetta ríkisstjóm og stefnu hennar að þakka. Hins vegar er fullvíst að núverandi ríkisstjóm hefur heppnast að samstilla hin ólíku hagsmunaöfl þjóðfélagsins um mik- ilvæg meginviðhorf í efhahags- og kjaramálum. Við- varandi efnahagsbati á mikið undir því að þetta sam- komulag haldist. GARRI íslenska sjónvarpsfélagiö h/f, sem rekur Stöð 2, hefur óskaó þess við Reykjavíkurborg að borgar- sjóður veiti félaginu ábyrgð fyrir 200 milljóna króna láni sem félag- ió hyggst taka. Þess er að minnast að i desembermánuði siðastHðn- um fór íslenska sjónvarpsfélagið fram á ríkisábyrgð fyrir láui sem þáverandi stjórnendur hugðust taka tíl að rétta við rekstrarstöðu sina, Menning og fjármál Þegar beiðnln um ríkisábyrgð kom fram frá Jóni Óttari og félög- um hans gerðu ýinsir sjálfstieðis- menn og einkum Morgunbiaðið miktð hróp að ríkisstjórninni fyrir að vera að panta yfir stg slíka béiðni, sem gæíi ekki haft annan tilgang en að rikisvaldið, vel að merkja stjórnarflokkarnir, ætlaði að ná pólitískum tökum á Stöð 2. Allar slíkar ásakanir voru út í hött, enda var þessuri ábyrgðar- beiðni hafnað og hvarf hún nánast jafnskjótt úr sögunni sem hún varð til. Ilitt er annað mál, að það fór brátt að kvisast út að áhrifa- menn I Sjálfstajðisflokknum hefðu fullan hug á því að ná undir sig Stöð 2, og sá kvitf ur varð raunar að veruleika fyrr en varði. Fleira hlandaðist raunar inn i kaup heildsalanna á Stöð 2 en að- staðan til að bafa þar sin menn- ingarlegu áhrif, þvi að ijármál ís- lenska sjóuvarpsfélagsins h/f tengdust bankastarfsemi þeirra með nokkuð iskyggilegum hætti. Kaup þeirra á StBð 2 lýstu sem sagt ekki tómum menningar- áhuga, heldur fólust í þeim nauð- synlegar ráðstafanir i viðskipta- legum efnum og snertu m.a. stofn- un sjálfs íslandsbanka h/f sem mun vera eini banki í heimi sera fagnað hefur verið með ijöldasöng starfsmanna upp á japanskan móð og blysför ásamt flugeldasýn- ingu. Orðstírbankaviðskiptanna hefur vafalausf verið bjargað með yFir- föku Jóhanns Ólafssonar & Co. á Sföð 2 úr hendi Smjörlíkisgerðar- innar Smára h/f. Hitt er ekki aiveg eins vist að reksfrarstöðu íslenska sjónvarpsfélagsins h/f hafi verið bjargað um aldur og ævi með tik komu nýrra stjórnenda. Garri hefur enga ástæðu til að hlakka yf- ir erflðleikum sjónvarpsfélagsins sem rekur Stöð 2, enda á hann ekkcrt sökótt við þá starfsemi. Stöð 2 hefur i sjálfu sér ekki verið verri IjölmiðiD en við var að búast og jafnvel gert margt vel án þess að nokkur útfekf liggi fyrir um þaðefni. Hitt blasir þó við, að tilkoma Stöðvar 2 var frá upphafi reist á veikum fjárhagsgrunni. Fkki verður séð að gætt hafi verið und- irsföðuatriða í sambandi við eigið- fjárfraralag stofnenda og fyrir- tækið hafi verið drifið áfram með bankafyrlrgreiðslu sera ekki stóð undir sér. „Def skal to til“ að gera slíkar fjármálavitlevsur og eln- hvem veglnn hefur maður það á tilfinningunni að núverandi for- ráðamenn Stöðvar 2 séu annar hclmingurinn af þeim sem í upp- : hafi settu þennan vonlausa rckst- ur einkavæðingar fjölmiðlanna af stað og hcfur ekki önnur úrræði en að leita á náðir hins opinbera um fjárhagsaðstoð þegar á móti blæs. Hagnýtt fordæmi Tiiraun Islenska sjónvarpsféiags- ins tíl þcss að bjarga íjárhag sín- um með opinberri ábyrgð fyrir láni sér til handa, þarf ekki að . koma á óvart...Þaö eitt vekur at-. hygli að fyrirtækið sækist cftir óbyrgð borgarsjóðs Reykjavíkur en ekki ríkissjóðs. Þorvarður El- iasson sjónvarpsstjóri, sem er annars yfirkennari verðandi forr- etningsmanna í einkabransanum, horfir nú fram hjá öllum bóklcg- um krcddum Vcr/lunarskóla ís- lands nra andstyggð opinbcrra af- skipta aí atvinnurekstri. Þess i stað bendir hann á að algengt sé « sveitarfélögum úti um Jand að veita bæjarábyrgðir fyrir iánutn atvinnufyrirtækja og slík fordæmi viíji hann, að Reykjavíkurborg notfæri sér þegar iila stendur á fyrir máttarstólpum Rcykjavíkur- ihaidsins. Það er á þennan hátt scm kapita- listar allra landa taka praktískar lausnir frara yfir kreddur kennslubókauna. Garrí VITT OG BREITT Kynningin sem fórst fyrir Ágætri heimsókn Elísabetar II. og hertogans af Edinborg cr lokið og hefúr vonandi verið gestunum til ánægju og áreiðanlega gestgjöfún- um til sóma. Gestakomunni voru gerð góð skil í fréttum og óhætt mun að fullyrða að þorri þjóðarinn- ar haft fylgst með af áhuga. Ríkis- sjónvarpið tók sér þó fri frá höfð- ingjaheimsókninni og spilaði gegndarlausan suður-amerískan fótbolta heldur en ekkert til að komast hjá að svala forvitni lands- manna og sýna gesti og gestgjafa og leyfa fólki að fylgjast með útliti þeirra og athöfnum. Undir háttatíma fcngu svo nauð- beygðir áskrifendur Ríkisútvarps- ins að sjá hraðmyndir af fyrirfólki. Að venju voru þær framreiddar að hætti listrænna myndatökumanna og klippara scm engan greinarmun gera á fréttafrásögn og brjálæðis- legum tæknibrellum rokkmynd- banda. Allt skal vera á ferð og fiugi og hver mynd örstutt á skjánum í senn. Rangt væri að segja að Stöð 2 hafi stolið scnunni á meðan á heimsókn- inni stóð. Ríkisútvarpið afhenti keppinautnum hana á gullbakka og þar á bæ höfðu stjómendur vit á að gefa drottingarheimsókn mikinn og góðan tíma. Ef ríkisstarfsmennimir í Ríkis- sjónvarpinu vildu vera svo vænir að gera Stöð 2 fieiri svona greiða gæti svo farið að einkastöðin þyrfti ekki lengur á opinberam styrkveitingum að halda og gæti farið að standa á eigin fótum. Mikil umfjöllun og smáleg En fjölmiðlar era fleiri en sjónvörp þótt þau séu óneitanlega besti mið- ilinn að skýra frá svo myndrænum athöfnum sem þjóðhöfðingjaheim- sókn er. Að Rikissjónvarpinu slepptu gerðu íslensku fjölmiðlam- ir, ekki síst blöðin, atburðum ágæt skil og mátulega virðuleg. En einhveijar væntingar gengu ekki upp. Morgunblaðið hefúr eftir fréttaritara sínum í Bretlandi að ís- landsferðar drottningar hafi varla verið getið í breskum fjölmiðlum. Hann kembdi blöðin, fylgdist með útvörpum og sjónvörpum og fann ekki annað en einstaka örstuttar fréttaklausur um að drottingin væri farin til útlanda. Undantekning var mikil og góð umfjöllun um ísland á einni af útvarpsrásum BBC. Þetta fálæti bresku fjölmiðlanna stafar áreiðanlega ekki af neinni óvild í garð íslands og enn síður í garð konungsfjölskyldunnar. Hefð- bundin og opinber heimsókn til ná- grannaríkis vekur einfaldlega ekki þann áhuga að breskir fjölmiðlar Ijái rúm eða tíma til að skýra frá henni. Minna má á að svipað var uppi á teningnum á Spáni í fyrra þegar þjóðhöfðingjar þess lands komu í opinbera heimsókn til íslands. Fréttaritara útvarpsins gekk illa að finna þess nokkum stað þar í landi að að kóngur og drottning væru að gera það gott á íslandi. Söluherferð Fyrir mörgum mánuðum, þegar kunngert var um endanlega ákvörð- un Elísabetar II. að sækja ísland heim, varð uppi fótur og fit hjá kynningarfirmum. Ráð og nefndir settust á rökstóla og ákváðu að nú skyldu bresku hátignimar brúkaðar til að selja farmiða til jslands, hótel- herbergi, fisk, unninn og óunninn, prjónles og gott ef ekki norðurljós- in. Breskt ullar- og þorskkynningar- fyrirtæki var fengið til að gefa ís- lensku ráðunum og nefndunum góð ráð og fréttir vora fluttar um það hvílík auðsuppspretta drottingar- heimsókn væri fyrir íslenskar út- flutningsvörur og og kynningu á ís- lenskum náttúrutöfrum, sem ávallt eru metnir til atvinnutækifæra og gjaldeyrisöfiunar. Kúnstin er bara sú hvemig á að markaðssetja lyngið á Lögbergi helga og melgrasskúf- inn harða. Ráðin og nefndirnar hafa áreiðan- lega unnið mikið og óeigingjamt starf við landkynningu drottningar- innar á Englandi og bresku ráðgjaf- amir ráðið heilt og allt er falt sem hægt er að fá fé fyrir. Vonandi hafa að minnsta kosti ráðin og nefndim- ar og ráðgjafafyrirtækin fengið fé fyrir, og þá er mikið fengið. Gallinn er aðeins sá að markaður- inn mikli á Bretlandseyjum hefur farið á mis við að kynnast öllu því sem kynningariðnaðurinn á íslandi hefúr upp á að bjóða. Svo ættu nefndimar og ráðin að fara að kynna sér hvort það er yfir- leitt til siðs að þjóðhöfðingjar séu gangandi auglýsingaskiiti. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.