Tíminn - 29.06.1990, Side 7

Tíminn - 29.06.1990, Side 7
Föstudagur 29. júní 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Hefja Bretar og Þjóðverjar aftur veiðar á íslandsmiðum? Á forsíðu Morgunblaðsins 20. júní sl. gaf að líta svohljóðandi fyrirsögn: „Evrópudómstóllinn: Lög EB landslögum æðri.“ Á eftir þessari fýrirsögn fýlgdi svohljóðandi frétt: „Þar sem landslög og lög Evrópubandalagsins greinir á skulu EB-lögin ráða. Evrópudómstóllinn kvað upp þennan tímamótaúrskurð í gær en hann á eftir að hafa mikil áhrif í löndum EB. í úrskurðinum segir, að sé fyrir rétti í einhverju aðildarríkjanna mál, sem EB-lögin taka einnig til, skuli farið eftir EB-lögunum meðan á umijölluninni stendur. Það er lá- varðadeildin breska, sem bað um leiðsögn dómstólsins í þessu eíni en deilan stendur um togaraútgerð, sem er í eigu Spánveija en skráð í Bretlandi. Gerir hún og önnur „spænsk“ fyrirtæki út meira en 100 togara, sem veiða úr kvóta Breta en landa aflanum á Spáni.“ Um líkt leyti og þessi ffétt birtist í Mbl. var sagt frá því, að samninga- nefnd ffá EB hefði fengið umboð til þess að semja við EFTA um sérstakt efhahagssvæði, sem nyti tollffíð- inda innan EBE, en umboðið væri bundið því, að nefndin gengi fast eftir því, að lög EB yrðu æðri en lög EFTA-ríkjanna. Enn ffemur yrði tryggt, að EB-löndin fengju veiði- leyfi innan fiskveiðilögsögu EFTA- ríkjanna. Gengju þessar kröfúr Efnahags- bandalagsins ffam, yrði þess ekki langt að bíða, að breskir og þýskir togarar sem væru skrásettir á ísa- firði eða i Vestmannaeyjum hæfú veiðar á íslandsmiðum og flyttu afla sinn til Bretlands og Þýskalands. Það væri í samræmi við þann úr- skurð, sem dómstóll Evrópubanda- lagsins hefúr fellt um fyrirspum bresku lávarðadeildarinnar. Þeirri hugmynd mun hafa verið hreyft, að togarar ffá EB-ríkjunum fengju aðeins að veiða á Island- smiðum þær fisktegundir, sem ís- lendingar nýta ekki sjálfir. Þegar EB-ríkjum væri þannig réttur litli fingurinn er hætt við, að reynt yrði að ná hendinni allri. Því hefúr sú hugmynd skotið upp kollinum, að íslendingar kynnu að geta samið um fiskveiðiréttindi gegn sams konar réttindum innan lögsögu EB-ríkjanna, þannig að skipst væri á fiskveiðiréttindum. Það virðist vera nokkuð líkt um þetta og áður var sagt, að með því að gefa litla fingurinn gæti meira verið krafist síðar. Ljóst er af því, sem hér hefúr verið rakið, að íslenska sendinefndin, sem á að fylgjast með viðræðum EB og EFTA, verður að gæta að mörgu. Það yrði íslandi síður en svo nokk- urt áfall þótt viðræðumar milli EB og EFTA fæm í strand. Flugmyndin um hið svokallaða efhahagssvæði Úr síðasta þorskastríði. EBE og EFTA er hugdetta formanns Efhahagsbandalagsins, sem senni- lega mun láta af því embætti eftir næstu forsetakosningar í Frakk- landi. Islendingar verða þá að láta reyna á endurskoðun samningsins ffá 1972. Sú endurskoðun gæti tekið nokkur ár, en fyrr en síðar munu for- ráðamenn Efhahagsbandalagsins öðlast skilning á hinni algem sér- stöðu íslands. íslendingar þurfa engu að kvíða þótt sá tími yrði lang- ur, því að eftirspumin eftir fiski fer vaxandi og verðlag á fiski hækk- andi. Efnahagsbandalags-löndin munu halda áfram að kaupa fslensk- an fisk, jafhvel þótt þau þurfi að greiða fyrir hann 13% hærra verð Myndasafn Tfmans. eða sem tolli Efnahagsbandalagsins nemur. Hér þarf sömu þolinmæði og í þorskastríðinu við Breta og Þjóð- verja. Þolinmæðin mun tryggja okk- ur sigur í þessari deilu við Efha- hagsbandalagið eins og í hinum fyrri þorskastríðum. Það er enn þol- inmæðin og úthaldið sem skiptir öllu máii. í lokakaflanum í „Ríkinu“, eða bók tíu, upphefst deila sem Plató kallar „hinafomu deilu milli skáldskaparog heimspeki". Þessi deila erfyrstatilraun heimspekinn- artil að taka frá skáldum og listamönnum forystuhlut- verkið í að skilja og skilgreina veruleika. Heimsmynd- in var áður samin af skáldunum einum. Um þennan lokakafla í riti Plat- ós, Rikinu, hafa margir fjallað. Og hann hefúr verið skilinn á ýmsa vegu. Sumir ffæðimenn leggja í hann stjómmálalegan skilning. Samkvæmt þeim skilningi er hér verið að boða nauðsyn þess að rík- isvaldið haldi uppi ritskoðun: Skáld geta verið ríkinu hættuleg og það er þess vegna ekki rétt að láta þau i ffiði vinna gegn ríkjandi valdi. Aðr- ir fræðimenn túlka þessa deilu þannig, að hér sé Plató að setja ffam bókmenntakenningu. Samkvæmt henni gera skáld og listamenn ekki annað en að búa til eftirlíkingar af eftirlíkingum. Þeir búa til eftirlik- ingar af náttúrulegum hlutum, sem sjálfir eru eftirlíkingar ffummynd- anna, sem eru andlegur veruleiki utan tíma og rúms. En hvað sem þessum kenningum líður, þá er kjami málsins sá að hér er um menningarstríð milli tveggja heimsmynda að ræða. Plató er stór- virkasti þátttakandinn i menningar- stríði, sem hefst á 6. öld f. Kr. og stendur yfir í þijú hundrað ár. Þetta tímabil er hin svonefhda Öxulöld, en til hennar má rekja allt sem við nú köllum menningu. Plató og skóli hans sigmðu í þessu stríði og leiddu það að mestu til lykta. Hin gamla heimsmynd goðsögunnar var samin af skáldum. Hin nýja heimsmynd var borin ffam af heimspekingum, höfúndum nýrra trúarbragða og mönnum sem bám fram byltingar- kenndar hugmyndir um mannlegt samfélag. Það mætti jafhvel líta svo á að þessir menn væm ný tegund af skáldum. Plató var sjálfúr skáld. Hann var ekki nauðsynlega að deila á skáldskap í sjálfú sér. Hann var að deila á þá sérstöku tegund af skáld- skap sem bjó til heimsmynd goð- sögunnar. Plató getur af augljósum ástæðum ekki verið í stríði við skáldskap sem kom fram árþúsund- um eftir hans dag, og hann aldrei þekkti. Nánar tiltekið á Plató í stríði við skáldlegar hugmyndir þeirra Hómers og Hesióts. Hann taldi skáldskap þeirra gefa ósanna mynd af vemleikanum. Og Plató var ekki einn á ferð. Allt forystulið Öxulald- ar átti í stríði við heimsmynd goð- sögunnar. Deilan var ekki milli tveggja hópa hugsuða, eins og eðlilegast væri á okkar tíð. Skáldin settu ffam hug- myndir sem svo til allir aðhylltust á þessum tíma. Og hugmyndimar vom færðar í skáldlegan búning í ljóðum og sögum. Gegn þessu barðist í fyrstu tiltölulega fámennur hópur sem gaf sér nýjar forsendur. Forsendur gömlu skáldanna vom þær að allt sem gerðist í náttúranni væri verk guða og gyðja. Heim- spekileg hugsun þróast hins vegar að hluta til upp úr deilum um sann- leiksgildi þessara goðsagna. Ný sjónarmið koma ffam og gagnrýn- inn samanburður er gerður. Það er því raunar ekki skáldskapur sem deilt var á heldur kenningamar sem skáldin flytja. Plató beitir sjálfur formi goðsögunnar ásamt samtals- forminu gegn heimsmynd goðsög- unnar. Hann gæðir sögur sinar stundum tvígildi, sem gömlu skáld- in ekki þekktu, og lætur sögumar breytast i dæmisögur hinni nýju heimsmynd til ffamdráttar. Ög þannig verður heimsmyndin mann- inum ný skilningsleið. En skáld- skapurinn hætti ekki að vera til. Hann hélt líka áffam að vera mann- inum skilningsleið og það í vaxandi mæli. „Hin foma deila milli heimspeki og skáldskapar" heldur áfram í ýmsum ritum. Hjá fomum heim- spekingum er hún þekktust hjá Ar- istótelesi í riti hans „Poetics" og hjá heilögum Agústínusi í riti hans „Borg guðs“. Aristóteles var tuttugu ár nemandi í Akademíu Platós, og hann tekur upp þráðinn að nýju. En Aristóteles stendur ekki í neinu striði. Hann þarf þess ekki vegna þess að meðal menntaðra manna er hin gamla heimsmynd fallin, þegar bókin er skrifúð. Hin nýju sjónarmið höfðu þegar sigrað og Aristóteles lét sér nægja að finna gömlum skáldskap sinn rétta stað í heimsmyndinni: Öllu er skipað í flokka og undir- flokka og fagmannlega skilgreint. Skáldskapur er þess vegna í augum Aristótelesar enginn keppinautur við heimspeki lengur. Hann þarf ekki að rökræða um hvort skáld eða heimspekingur gefi sannari lýsingu á vemleika. Flokkunin ein nægir og allir flokkar og undirflokkar em gildar þekkingarleiðir. Allir fást við að lýsa vemleika. í skáldskap geta menn auðvitað farið villur vegar sem annars staðar. Staða ljóðsins er einkum góð hjá Aristótelesi: Ljóð lýsa vemleika. Og í ljóði er oft mik- il heimspeki. Heilagur Agústínus fjallar um þetta gamla umræðuefni í bók sinni „Borg guðs“. En hér stendur deilan milli skáldskapar og trúar. Þetta er þó í raun sama deilan og í Ríkinu vegna þess að á miðöld- um verða trú og heimspeki eitt og hið sama. Agústínus haftiar, eins og vænta má, þeim skáldskap sem byggist á heiðinni guðfræði: Menn skilja ekki hinn sanna vemleika nema þeir víki öllum slíkum skáld- skap til hliðar. Hinn sanni vemleiki, segir Agústínus, er kristin guð- ffæði. Hann hafhar skýringum Ág- ústínusar á skáldskap. Þetta er ekki óeðlilegt. Heilagur Ágústínus á, eins og Plató á sínum tíma, í menn- ingarstríði milli tveggja heims- mynda. Plató og Ágústínus eiga fátt sameiginlegt, en hér era aðstæður hliðstæðar og á tíð Platós: Tiltölu- lega fámennur hópur berst fyrir nýrri heimsmynd, en allur fjöldinn aðhyllist i fyrstu aðra hugsun. Ág- ústínus býður mönnum að velja milli tveggja striðandi heims- mynda: Önnur er ill. Hin er góð. Skáldskapur er í hita baráttunnar fordæmdur, vegna þess að hann styður hina heiðnu heimsmynd. Jafhvægi kemst ekki á fyrr en síðar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.