Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 9
Föstudagur 29. júní 1990 Tím'inn 9 Tímamynd Ami Bjama itórum hluta af starfsemi Sláturfélags Suðurlands: ilver í byggðarlagiö aðra vinnu, sérstaklega þegar atvinnuleysi er í landinu" sagði Auður. „Þegar og ef sú yfirlýsing kemur að fyrirtækið ætlar að flytja starfsemi sína þá fer fólk á stúfana og veit betur hvar það stendur og þá kemur einnig meira til okkar kasta." Guðrún Haraldsdóttir, varaformaður Verk- lýðsfélagsins á Hellu var spurð um hvort hún ætti von á árekstrum milli heimanna og starfsmanna Sláturfélagsins sem hugsan- lega flyttust með fyrirtækinu frá Reykjavík. Hún taldi að svo yrði ekki. „Það er ekkert við því að gera. Þetta er fagfólk sem kemur og það er alltaf til bóta að fá fólk inn í sýsl- una." Hún sagði að viðræður hafi farið fram á milli verkalýðsfélagsins og forráðamanna Sláturfélagsins og þær ættu að fyrirbyggja öll vandamál. „Verkalýðsfélögin í sýslunni hafa verið að berjast fyrir því alla tíð að vinnslan væri hér fyrir austan og vonandi er straumurinn að snúast við" sagði Guðrún. Eins og álver Mikil samstaða er á Suðurlandi varðandi fyrirhugaða flutninga Sláturfélagsins. Steinþór segir að fyrirtækið hafi notið stuðnings og jákvæðs viðmóts allra heima- manna vegna þessa. „Þeir hafa komið til móts við okkur eins og þeim er fært en þeir ráða auðvitað yfir takmörkuðum hlutum." ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri á Hvolsvelli sagði flutningana geysilega þýð- ingarmikla fyrir Hvolsvöll og reyndar allt Suðurland. „Hér bætast við 110 til 130 árs- verk til viðbótar við þá atvinnustarfsemi sem fyrir hendi er." ísólfur Gylfi sagði þetta vera álika mikinn feng fyrir Rangárvallar- sýslu eins og stóriðju en talað er um að við- bótin samsvari um 25% af mannafla eins álvers. „Því má svo bæta við til gamans að mengun af slíkri starfsemi er óveruleg." Gamalt baráttumál í höfn ísólfur var spurður um hvort menn þar eystra væru tilbúnir til að taka við slíkum fjölda fólks á einu bretti hvað varðar hús- næði og þjónustu. „Við erum með nýtt aðal- skipulag fyrir Hvolsvöll sem samþykkt var 14. maí s.l. og þar eru skipulagðar nýjar íbúðarbyggðir. Þá eru hérna tilbúnar götur með lögnum og öllu og þess vegna er hægt að fara að byggja þegar i stað. Enn sem komið er er það óskrifað blað hversu marg- ir koma til með að flytjast með Sláturfélag- inu og við höfum u.þ.b. ár til stefnu. Hins vegar er mjög brýnt að fá botn í þetta mál sem allra fyrst. Við erum samt ótrúlega vel undir þess flutninga búnir" sagði ísólfur. Isólfur greindi frá því að sveitarfélagið hafi undanfarið leitað eftir atvinnutækifær- um sem yrðu til þess að auka fjölbreytni og stöðugleika á Hvolsvelli. „Viðbrögðin við þessum fréttum frá Sláturfélaginu eru mjög jákvæð og þó að sláturhúsið verði jafnframt lagt niður á Hvolsvelli þá horfa menn á þetta i stærra samhengi." „Þetta er gamalt baráttumál hjá okkur" sagði Hjörtur Þórarinsson framkvæmda- stjóri Sambands Sunnlenskra Sveitarfélaga. „Við lögðum þetta upp sem eitt aðal verk- efhið fyrir aðalfundinn á Þingvöllum í apríl 1982." Hjörtur sagði að á þessum tíma hafi álit manna verið það að úrvinnsla og mark- aður ættu að vera samtvinnuð og þess vegna væru slíkir flutningar óhagkvæmir. „Betri samgöngur hafa hins vegar breytt stöðunni. Við fögnum því auðvitað að það fari saman áhugi okkar á þessu máli og þarfir fyrirtækisins." Endurskipuleggja þarf allt dreifingarkerfiö „Samhliða þessum flutningum verður að gera gífurlegt átak í framleiðslustýringu og við verðum að leggja meiri áherslu á að framleiða nákvæmlega það sem vantar i sölu. Okkar hugsun er sú að fyrirtækið fyr- ir austan framleiði eftir pöntunum frá sölu- deildinni. Síðan er framleitt yfir daginn og á kvöldin er framleiðslan sett í flutningabíl með kæli og ekið til Reykjavíkur. Morgun- inn eftir er varan komin í verslanir í bæn- um. Þannig getur náðst mjög hraður gegn- umgangur á vörunum og við getum haldið svipuðu þjónustustigi og við höfum í dag. En það er ljóst að við verðum að endur- skoða alla okkar starfsemi. Þetta er róttæk breyting en um leið mjög spennandi verk- efni því það býður upp á svo ótal marga möguleika" sagði Steinþór. Varðandi nýja möguleika sem skapast með þessum flutn- ingum sagði hann að möguleikar til að fara út í nýjungar hafi verið mjög takmarkaðir hingað til, einkum vegna húsnæðis. „Við höfum verið í biðstöðu með fjölda nýrra vara og með flutningunum sjáum við mikla möguleika á að auka okkar framleiðslu. Einnig sjáum við fram á að geta lækkað framleiðslukostnaðinn í nýrri verksmiðju." Gæti veitt fordæmi „Við hefðum sennilega staðið frammi fyr- ir því fljótlega að þurfa að loka sláturhús- um. Þessir flutningar þýða það að í stað sláturhússins á Hvolsvelli kemur mikil starfsemi og slátrun á hinum húsunum eykst og vinnslan þar er þess vegna tryggð áfram þannig að flutningarnir leysa ansi mörg mál. Ef okkur tekst vel til þá held ég það hljóti að vera freistandi fyrir byggðalög í nágrenni Reykjavíkur að gera virkilegt átak í því að íaða til sín fyrirtæki" sagði Steinþór. „Það er brýnt að úr þessu leysist hið fyrsta og við hér á Hvolsvelli erum á fullu við að gera þetta mögulegt. Við viljum meina að við séum að leysa svo ótal mörg mál með þessu. Ekki einungis fyrir at- vinnustarfsemi í héraðinu heldur einnig ákveðin vandamál sem Sláturfélagið hefur glímt við. Hér ríkir því mikil bjartsýni og menn eru hressir og kátir" sagði Isólfur Gylfi að lokum. 1111 ¦-¦¦.:¦ '¦. ¦¦¦¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.