Tíminn - 29.06.1990, Side 9

Tíminn - 29.06.1990, Side 9
8 Tíminn Föstudagur 29. júní 1990 Föstudagur 29. júní 1990 Tíminn 9 , - mm P|||| Nýbygging Sláturfélags Suðuriand við Laugamesveg í Reykjavík. Flutningur á starfsemi SS til Hvolsvallar er undir því kominn að fýrírtækinu takist að selja húsið. Tfmamynd Ami Bjama Ibúar á Hvolsvelli búa sig nú undir að taka á móti stórum hluta af starfsemi Sláturfélags Suðurlands: Eins og að fá heilt álver í byggðarlagið Siáturfélag Suðurlands ráðgerir nú um- fangsmikla flutninga fyrirtækisins frá Reykjavík til Hvolsvallar. Þar er meiningin að öll framleiðsla fari fram utan lítillar framleiðslu sem verður eftir í Reykjavík. Hér er um að ræða geysilegt hagsmunamál fyrir heimaaðila á Hvolsvelli og reyndar á öllu Suðurlandi. Heimamenn segja að flutningur Sláturfélagsins heim í hérað sé í líkingu við að reist verði nýtt álver nema hvað Sunnlendingar eru lausir við hugsan- lega mengun. Samdráttur hefur vcrið í slátrun hér á landi og hefur sá samdráttur ekki síst bitnað á Sláturfélagi Suðurlands. Fyrirtækið hefur átt í ýmsum resktrarerfiðleikum og situr nú uppi með dýrar íjárfestingar sem nýtast ekki eða illa. Þar við bætist að menn í kjöt- iðnaði sjá fram á áframhaldandi samdrátt á því sviði. Fyrir nokkrum árum var talið óhugsandi að setja upp kjötiðnað fjarri mörkuðum í Reykjavík. Nú er öldin önnur og opnast hafa ýmsir möguleikar fyrir fyr- irtæki í því sambandi. Það er einmitt það sem Sláturfélag Suðurlands sér í stöðunni. Fyrirtækið fyrirhugar nú að selja flestar eignir sínar á höfuðborgarsvæðinu og nýta betur eignimar á Suðurlandi. Talað er um að nota nýlegt sláturhús fyrirtækisins á Hvolsvelli undir úrvinnslu og verksmiðju og að slátmn fari eingöngu fram á Vík og Selfossi. Þá er fyrirhugað að í framtíðinni verði starfsemi fyrirtækisins, sem eftir verður í Reykjavík, sameinuð á einn stað og þar verði svokölluð dagvömvinnsla og skrifstofur. Þannig er ráðgert að hagræða töluvert mikið í rekstri fyrirtækisins. Stein- þór Skúlason forstjóri Sláturfélagsins sagði þessa áætlun leysa einkum tvö vandamál fyrirtækisins. „Með þessu komum við til með að bæta mikið nýtingu okkar slátur- húsa með því að taka stærsta húsið úr rekstri og nota það undir kjötvinnslu sem annars hefði þurft að byggja upp.“ Flutningarnir kosta fé Þessir flutningar geta samt ekki gengið fyrir sig án nokkurra tilfæringa og flutning- amir koma til með að kosta Sláturfélagið um 300 milljónir. Stækka þarf húsnæðið á Hvolsvelli um 1600 fermetra og ýmsu fleiru þarf að breyta áður en hægt er að flytja starfsemina. Hins vegar er ljóst að ekki getur orðið af flutningunum nema fyr- irtækið losni við eignir sínar í Reykjavík og er þar einkum talað um nýlegt húsnæði Sláturfélagsins í Laugamesi. Þegar það hús var hannað á sínum tíma var gert ráð fyrir miklu meira hráefni til vinnslu en síðar varð. Þá hafa átt sér stað breyting- ar í vinnslu kjötvara og í dag er t.d. nauta- kjöt og svínakjöt selt ferskt en ekki fryst eins og meira var um áður. Sláturfélagið hefur átt í viðræðum við ríkið um kaup á húsnæðinu í Laugamesi og í því sambandi er rætt um að ríkið geti nýtt það sem lista- háskóla eða fyrir Þjóðminjasafnið. Ekki Eftir Hermann Sæmunds- hefur komið neitt út úr þessum samningum en hvort sem ríkið kaupir eða ekki virðast Sláturfélagsmenn bjartsýnir á að geta selt húsnæðið. „Við höfum mætt velvilja hjá ríkinu og það er ljóst að fjölmargir aðilar hafa áhuga á að nota húsið. Við erum þess vegna bjartsýnir á að flötur finnist fyrir því að selja húsið“ sagði Steinþór. Margt hangir á spýtunni í sambandi við flutning á starfsfólki er tal- að um tilflutning á um 100 ársverkum. Steinþór sagði að almennur skilningur væri meðal starfsmanna á ástandinu og því sem er að gerast. „Auðvitað viljum við sem allra flesta starfsmenn með okkur en starfsmenn munu að sjálfsögðu endumýjast í framtíð- inni með heimamönnum.“ Ýmsar spumingar hafa vaknað í sambandi við þessa flutninga sem erfitt getur reynst að fá svör við. Það em einkum atriði sem lúta að starfsfólki. „Þó að þetta sé óhemju mikil breyting er það sem snýr að starfs- fólki erfiðasti hluturinn. Ljóst er að við þurfum á því að halda að stærstur hluti iðn- aðarmannanna fylgi okkur austur. Einnig þurfum við, sérstaklega í upphafi, nokkum hluta af þjálfuðu starfsfólki. Þetta em hlutir sem við verðum að útfæra, bjóða fólkinu einhverja kosti sem það getur fallist á hvað varðar búsetuflutninga eða ef það vill sækja vinnu sína austur en búa áfram í Reykja- vík.“ Auður Þórðardóttir er formaður starfs- mannafélags Sláturfélagsins. Hún sagði starfsmenn sjá fram á mikla röskun og fyrir suma muni það ekki henta að fylgja starf- seminni eftir á þennan hátt. Á aðalfúndi sem starfsmannafélagið hélt í síðasta mán- uði var samþykkt ályktun vegna flutning- anna. Þar lýstu starfsmenn yfir áhyggjum sínum vegna þeirra miklu breytinga sem koma til með að hafa á hagi starfsmanna. „Jafnframt hvöttum við fyrirtækið til þess að vera sér vel meðvitað um þá hluti og að- stoða fólk ýmist við að fá aðra vinnu eða við flutninga með fyrirtækinu" sagði Auð- ur. Hún sagði að fyrir austan væri verka- lýðsfélag sem hefði hagsmuna að gæta fyr- ir sína umbjóðendur. „Eg held hins vegar að aðal vandinn verði sá að hjá Sláturfélaginu vinnur svo mikið af fúllorðnu fólki sem vegna ýmissa fjölskylduaðstæðna getur ekki flutt sig austur á Hvolsvöll. Þess vegna getur það reynst erfitt fyrir þetta fólk að fá aðra vinnu, sérstaklega þegar atvinnuleysi er í landinu" sagði Auður. „Þegar og ef sú yfirlýsing kemur að fyrirtækið ætlar að flytja starfsemi sína þá fer fólk á stúfana og veit betur hvar það stendur og þá kemur einnig meira til okkar kasta.“ Guðrún Haraldsdóttir, varaformaður Verk- lýðsfélagsins á Hellu var spurð um hvort hún ætti von á árekstrum milli heimanna og starfsmanna Sláturfélagsins sem hugsan- lega flyttust með fýrirtækinu ffá Reykjavík. Hún taldi að svo yrði ekki. „Það er ekkert við því að gera. Þetta er fagfólk sem kemur og það er alltaf til bóta að fá fólk inn í sýsl- una.“ Hún sagði að viðræðurhafi farið fram á milli verkalýðsfélagsins og forráðamanna Sláturfélagsins og þær ættu að fyrirbyggja öll vandamál. „Verkalýðsfélögin í sýslunni hafa verið að beijast fyrir því alla tíð að vinnslan væri hér fyrir austan og vonandi er straumurinn að snúast við“ sagði Guðrún. Eins og áiver Mikil samstaða er á Suðurlandi varðandi fyrirhugaða flutninga Sláturfélagsins. Steinþór segir að fyrirtækið hafi notið stuðnings og jákvæðs viðmóts allra heima- manna vegna þessa. „Þeir hafa komið til móts við okkur eins og þeim er fært en þeir ráða auðvitað yfir takmörkuðum hlutum.“ Isólfúr Gylfi Pálmason sveitarstjóri á Hvolsvelli sagði flutningana geysilega þýð- ingarmikla fyrir Hvolsvöll og reyndar allt Suðurland. „Hér bætast við 110 til 130 árs- verk til viðbótar við þá atvinnustarfsemi sem fyrir hendi er.“ Isólfúr Gylfi sagði þetta vera álíka mikinn feng fyrir Rangárvallar- sýslu eins og stóriðju en talað er um að við- bótin samsvari um 25% af mannafla eins álvers. „Því má svo bæta við til gamans að mengun af slíkri starfsemi er óveruleg.“ Gamalt baráttumál í höfn Isólfúr var spurður um hvort menn þar eystra væru tilbúnir til að taka við slíkum fjölda fólks á einu bretti hvað varðar hús- næði og þjónustu. „Við erum með nýtt aðal- skipulag fyrir Hvolsvöll sem samþykkt var 14. maí s.l. og þar eru skipulagðar nýjar íbúðarbyggðir. Þá eru héma tilbúnar götur með lögnum og öllu og þess vegna er hægt að fara að byggja þegar í stað. Enn sem komið er er það óskrifað blað hversu marg- ir koma til með að flytjast með Sláturfélag- inu og við höfum u.þ.b. ár til stefnu. Hins vegar er mjög brýnt að fá botn í þetta mál sem allra fýrst. Við emm samt ótrúlega vel undir þess flutninga búnir“ sagði ísólfúr. Isólfúr greindi ffá því að sveitarfélagið hafi undanfarið leitað eftir atvinnutækifær- um sem yrðu til þess að auka Qölbreytni og stöðugleika á Hvolsvelli. „Viðbrögðin við þessum fréttum ffá Sláturfélaginu em mjög jákvæð og þó að sláturhúsið verði jafnframt lagt niður á Hvolsvelli þá horfa menn á þetta í stærra samhengi.“ „Þetta er gamalt baráttumál hjá okkur“ sagði Hjörtur Þórarinsson framkvæmda- stjóri Sambands Sunnlenskra Sveitarfélaga. „Við lögðum þetta upp sem eitt aðal verk- efnið iyrir aðalfúndinn á Þingvöllum í apríl 1982.“ Hjörtur sagði að á þessum tíma hafi álit manna verið það að úrvinnsla og mark- aður ættu að vera samtvinnuð og þess vegna væm slíkir flutningar óhagkvæmir. „Betri samgöngur hafa hins vegar breytt stöðunni. Við fognum því auðvitað að það fari saman áhugi okkar á þessu máli og þarfir fyrirtækisins.“ Endurskipuleggja þarf allt dreifingarkerfió „Samhliða þessum flutningum verður að gera gifurlegt átak í framleiðslustýringu og við verðum að leggja meiri áherslu á að framleiða nákvæmlega það sem vantar í sölu. Okkar hugsun er sú að fyrirtækið fyr- ir austan ffamleiði eftir pöntunum ffá sölu- deildinni. Síðan er framleitt yfir daginn og á kvöldin er ffamleiðslan sett í flutningabíl með kæli og ekið til Reykjavíkur. Morgun- inn eftir er varan komin í verslanir í bæn- um. Þannig getur náðst mjög hraður gegn- umgangur á vömnum og við getum haldið svipuðu þjónustustigi og við höfúm í dag. En það er ljóst að við verðum að endur- skoða alla okkar starfsemi. Þetta er róttæk breyting en um leið mjög spennandi verk- efni því það býður upp á svo ótal marga möguleika“ sagði Steinþór. Varðandi nýja möguleika sem skapast með þessum flutn- ingum sagði hann að möguleikar til að fara út í nýjungar hafi verið mjög takmarkaðir hingað til, einkum vegna húsnæðis. „Við höfum verið í biðstöðu með fjölda nýrra vara og með flutningunum sjáum við mikla möguleika á að auka okkar ffamleiðslu. Einnig sjáum við fram á að geta lækkað framleiðslukostnaðinn í nýrri verksmiðju.“ Gæti veitt fordæmi „Við hefðum sennilega staðið frammi fyr- ir því fljótlega að þurfa að loka sláturhús- um. Þessir flutningar þýða það að í stað sláturhússins á Hvolsvelli kemur mikil starfsemi og slátrun á hinum húsunum eykst og vinnslan þar er þess vegna tryggð áfram þannig að flutningamir leysa ansi mörg mál. Ef okkur tekst vel til þá held ég það hljóti að vera ffeistandi fyrir byggðalög í nágrenni Reykjavíkur að gera virkilegt átak í því að laða til sín fyrirtæki“ sagði Steinþór. „Það er brýnt að úr þessu leysist hið fyrsta og við hér á Hvolsvelli emm á fullu við að gera þetta mögulegt. Við viljum meina að við séum að leysa svo ótal mörg mál með þessu. Ekki einungis fyrir at- vinnustarfsemi í héraðinu heldur einnig ákveðin vandamál sem Sláturfélagið hefúr glímt við. Hér ríkir því mikil bjartsýni og menn eru hressir og kátir“ sagði Isólfúr Gylfi að lokum. : • ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.