Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.06.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 29. júní 1990 Tíminn 13 Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29352 2. vinningur nr. 14359 3. vinningur nr. 38822 4. vinningur nr. 8039 5. vinningur nr. 13391 6. vinningur nr. 33369 7. vinningur nr. 14360 8. vinningur nr. 14874 9. vinningur nr. 127 10. vinningur nr. 33064 11. vinningur nr. 2606 12. vinningur nr. 6749 13. vinningur nr. 17642 14. vinningur nr. 29032 15. vinningur nr. 13417 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-21379. Framsóknarflokkurinn Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og með 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Kvennahlaup ÍSÍ/LFK hópurinn Framsóknarkonur á öllum aldri eru hvattar til að taka þátt í kvennahlaupi ÍSf næsta laugardag kl. 14.00. Hittumst við íþróttahúsið í Garðabæ kl. 13.30, þarsem RagnheiðurÓlafsdóttir íþróttafræðingur verður í fararbroddi. Sýnum samstöðu, mætum allar. Landssamband framsóknarkvenna Skattskrá Norður- landsumdæmis vestra 1989 Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 verða skattskrár í Norðurlandsumdæmi vestra ásamt launaskattskrám fyrir gjaldárið 1989 lagðar fram til sýnis dagana 29. júní til og með 12. júlí nk. Skattskrárnar liggja frammi á eftirtöldum stöðum í umdæminu: Á skattstofunni, Siglufirði. Á bæjarskrifstofunni, Sauðárkróki. í öðrum sveitarfélögum í umdæminu, hjá umboðs- mönnum skattstjóra. Á sömu stöðum og tíma liggja frammi til sýnis sölugjaldsskrár fyrirárið 1988, samkv. 27. gr. laga nr. 10/1960 um söluskatt, sbr. 6. gr. laga nr. 33/1982. Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur myndast við framlagningu skattskránna. Siglufirði 25. júní 1990. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 efti.r kl. 18. Geymið auglýsinguna. PÓSTFAX TÍMANS Skapa fötin manninn? Það hlýtur stundum að vera erfitt að vera frægur út um allar jarðir. Hvergi ffiður og fólki ieyfist ekki einu sinni að klæðast því sem það vill. Bandaríska tímaritið Enquirer tekur ávallt þekkt fólk fyrir og set- ur út á klæðaburð þess ef sérstök ástæða þykir til. Nú fyrir skemmstu voru þijár þekktar konur teknar fyrir. Voru það leikkonumar Rachel Ward (Þymifúglamir),Brigitte Ni- elsen og Stephanie Mónakóprins- essa. Kvartaði tímaritið yfir því hvemig í ósköpunum svona falleg- ar konur gætu verið með svona hryllilegan smekk á fötum. Og hvemig þær gætu bara yfirleitt látið sjá sig svona til fara. Frægt fólk er oft tekið til fyrirmyndar en stund- um er best að láta það vera. Rachel Ward þykir blanda öllum flíkum saman og virðist klæðast því sem hendi er næst hvort sem um gula bláa eða rauða liti er að ræða. Brig- itte Nielsen þykir klæðast alltof litlum fötum og er engu líkara en hún kaupi föt sín í unglingadeild- inni. Hún leggur mikla áheyrslu á að allir viti hversu stór brjóstin á henni em með því að klæðast svona þröngum fötum. Stephanie er sögð gleyma því að hún er prinsessa og þykir afar drasluleg til fara. Hún klæðist mikið snjáðum fötum og leggur mikla áheyrslu á strákalegt útlit. En hvort sem fólk er sammála þessu tímariti eða ekki þá er mikið til í því að fötin skapi manninn. Ekki lengur eftir- sóttur tengdasonur Rob Lowe hefúr ekki náð sér á strik aftur eftir hneykslið mikla á síðasta ári. Upp komst að hann hafði haft mök við stúlku undir lög- aldri og ekki var kappanum til bóta að alllt heila dótið var tekið upp á myndband. Lowe, sem áður var draumur allra ungra meyja og eftir- sóttur tengdasonur, á nú ekki upp á pallborðið hjá fólki lengur. Hann hefúr verið kenndur við marga kvenmenn og var til langs tíma í sambandi með Melissu Gil- bert (Húsið á sléttunni) og einnig var hann með Stephanie Móna- kóprinsessu. Hann þótti mjög efnilegur leikari en nú era framleiðendur hikandi þegar þeir heyra nafn hans nefnt. Spaugarar og skemmtikraftar í Bandaríkjunum gera óspart grín að kappanum og þykir ansi slæmt að lenda í klónum á þeim. Lowe hefur tekið þetta allt mjög nærri sér og komið fram í mörgum viðtalsþátt- um og reynt að gera gott úr öllu en það hefúr ekki gengið sem skyldi. Bandaríkjamenn ætla víst seint að fyrirgefa Lowe. BORINN RANGRISÖK - en leiðrétt fljótlega Hér sést pariö saman. Hún er glæsileg með þessa nýju kollu Leikarinn Harry Hamlin sem við þekkjum úr sjónvarpsþáttunum Lagakrókar ( L.A. Law) lenti al- deilis í því um daginn. Hann mætti á skemmtistað með rauðhærðri glæsipíu sem allir tóku eftir sökum glæsileikans. Ekki vora þeir sem þekktu leikarann ánægðir með þessa sjón því Hamlin var ekki þama mættur með ástmey sinni, Nicollette Sheridan, sem hann hef- ur verið með um árabil. Byrjuðu svo kjaftasögumar alveg á fúllu og kvartaði fólk undan því hvemig Hamlin dirfðist að halda framhjá kærastu sinni með svona draslu. Hamlin lét sem ekkert væri og par- ið fór út í hom í hörku kelerí. Ein af vinkonum Nicollette var nóg boðið og vatt sér til hans, skammaði Hamlin i gríð og erg og kallaði hann öllum illum nöfnum. Einnig kallaði hún rauðhærðu stúlkuna draslu. Rauðhærða stúlkan gerði sér nú lítið fyrir og tók allt í einu af sér hárið og kom þá í ljós að hér var ástmey Hamlins, Nicollette, sjálf mætt. Hún hafði aðeins viljað breyta smá til og því notað rauða hárkollu. Máttu nú margir að von- um skammast sín fyrir að treysta Hamlin ekki betur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.