Tíminn - 29.06.1990, Qupperneq 16

Tíminn - 29.06.1990, Qupperneq 16
AUGLVSIIMOASÍMAR: 680001 — 630300 | FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1990 Nýr búvörusamningur: um ásetn- ingskvóta í mjólk Fyrir skömmu greindi Tíminn frá þeirri hugmynd, sem rædd hefur verið í samninganefnd um nýjan búvörusamning, að koma á ásetn- ingskvóta í stað framleiðslukvóta. Þ.e. að kvóti miðist við fjölda gripa en ekki framleiðslumagn. Rétt er að taka fram að aldrei hefur komið til tals í nefndinni að koma á ásetn- ingskvóta í mjólkurframleiðslu. Nefndin hefur einungis rætt um að koma slíku kerfi á í sauðfjárfram- leiðslu. Sumir nefndarmenn telja að ókostir við slíkt fyrirkomulag séu fullt eins margir og kostimir. Ovíst er því hvort hugmyndin er nothæf. I sambandi við mjólkurfram- leiðsluna hafa umræður í samn- inganefndinni mikið snúist um á hvem hátt sé hægt að færa kvóta á milli framleiðenda með það að markmiði að ná fram hagræðingu. Nefndarmenn em sarnmála um að nauðsynlegt sé að gefa mjólkur- framleiðendum kost á að stækka bú sín og nýta þannig betur þær fjár- festingar sem fyrir em á jörðunum. Ekki rætt RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarhusinu v/Tryggvagöfu, S 28822 ,Bénnél^mfa3! AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARU VEROBREFAVieSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SÍMI: 688568 1 fj 1 Sm^mniM Saavartrofóa 2 simi 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM DALLAS TOKYO Páll A. Pálsson fyrrum yfirdýralæknir telur ástæðu til að vara hestamenn við hugsanlegum búfjársjúkdómum erlendis frá: Smit hafa borist með útlendingum „Við höfum endurtekna reynslu af því að útlendingar hafa borið hingað alvariega búflársjúkdóma þar sem ekki var næg aðgæsla höfð og sjúkdómar hafa borist til landsins með búflárafurðum." Þetta segir Páll A Pálsson fyrrum yfirdýralæknir í grein sem hann ritaði nú nýverið í tímaritið Frey. Hugleiðing Páls miðar einkum að því að vara hestamenn við hugsanlegum smithættum sem stafa af ólöglegum innflutningi notaðra reiðtygja. Páll bendir á að hingað til hafi hrossastofhinn i landinu sloppið að miklu lcyti við smitsjúkdóma. Þess vegna geta hrossaræktendur flutt kynbótahross milli landshluta án þess að þurfa að hafa áhyggjur af sjúkdómum og hestamenn geta riðið á hestamannamót í fjarlægar sýslur. „Raunar verður ckki auðvelt að finna hentugri eða greiðari leið til að dreifa smitsjúkdómum hrossa heldur en þá tilhögun sem nú er hér á landi varðandi hrossarækt, hrossanotkun og hrossahald ef hingað bærist ein- hver af hinum þekktu smitnæmu sjúkdómum hrossa sem landlægir em víða um lönd“ segir Páll í Frey. Páll telur ástæðu til að minna á þessi atriði einmitt nú vegna þess að fyrir dymm stendur landsmót hesta- manna þar sem koma nokkur þús- und erlendra gesta. Reynslan sýnir að útlendingar hafa borið með sér al- varlega búfjársjúkdóma. Einnig bendir Páll á að innflutningur á not- uðum reiðbúnaði getur flutt með sér smit. ,JÞví er hér með skorað á alla þá sem annast móttöku útlendra hestamanna að vekja athygli þeirra á að óheimilt er að flytja til landsins notaðan reiðbúnað hverju nafni sem nefnist óhrein reiðfot og reiðstígvél sem og ósoðnar sláturafurðir" segir Páll ennfremur. Tíminn ræddi við Pál um þessi mál i gær og sagði hann að sífellt þyrfti að vara við þessum hlutum. „Annars held ég að þetta sé ekki spumingin um hvort við lendum í súpunni held- ur hvenær við gemm það. Það em mörg dæmi um að sjúkdómar berast með útlendingum; t.d. hringskirfi sem við höfúm fengið í tvígang, berklaveiki á Hólum og fleira." Páll taldi að íslendingar hafi verið heppnir hingað til. „En éf þetta kem- ur í hrossin þá er kannski erfiðara að eiga við þetta en nokkuð annað. Það er auðvelt að passa upp á þessa hluti ef menn vilja en sífellt þarf að minna á þetta“ sagði Páll. Lokaorð Páls í grein sinni í 11 tölu- blaði Freys em þessi; „Hestafólk! Munið það að hestam- irykkar gætu orðið fómarlömb smit- sjúkdóma ef svo hörmulega tækist til að smit bærist til landsins. Hvert og eitt ykkar getur lagt þess- ari vamarbaráttu lið með því að vekja athygli vina og kunningja ykk- ar á þeirri hættu sem vofir yfir ís- lenskum hrossum ef ógætilega er farið og hvetja þá til varúðar í þessu efhi.“ -hs. m Timinn Prestastefna 1990: Hver huggar huggarann? „Við höfum heyrt um einsemdina í starfinu, einangrunina jafnvel, hug- deyfð sem slíku fylgir og kann jafn- vel að leiða til uppgjafar, fiótta, af- sagnar; leit að nýrri og annarri útrás fyrir starf,“ sagði biskupinn yfir Is- landi, hr. Olafur Skúlason er hann sleit prestastefnunni í gær. Aðalefni prestastefnunnar var starf prestsins og starfsaðstaða í heild. Biskupinn gerði einnig fjölskyldu prestsins að umtalsefni í lokaræðu sinni og sagði m.a: „Hjá hverjum á presturinn að gráta? Við öxl maka síns og yfirfæra angist sína á hann? Með því að bera hugarvíl sitt á fundi sóknamefndar eða í samtali við ein- staka forystuinenn. Hvom tveggja mun hægt og gera sumir. En mikið má makinn vera sterkur geti hann borið víl lífsfömnautar án þess að gera kvíða sinn að nýjum bagga og traustur má sá vera, sem til er leitað meðal sóknarbama, sem ekki hlustar á næstu predikun prests- ins síns með öðm hugarfari eftir slík- ar samræður en áður.“ - sá Banaslys 28 ára gamall íslendingur dmkknaði úti fyrir strönd Beni- dorm á Spáni sl. föstudag. Hann hét Jóhann Ólafúr Jóhannesson frá Hvammstanga. Jóhann Ólaf- ur heitinn var ógiftur og bam- laus. Frá Víetnam til íslands I gær komu til landsins frá Hong Kong, með viðkomu í Kaup- mannahöfn, 30 víetnamskir flóttamenn til þess að setjast að á Islandi. Rauði krossinn tekur á móti þeim fyrir hönd ríkisstjómarinnar og mun aðstoða þá við að aðlag- ast þjóðháttum og veðurlagi. Far- ið var með fólkið til Grindavíkur þar sem því verður gefið ráðrúm til að jafna sig efiir langt ferðalag og aðlagast breyttum tíma og lofislagi. í dag fer fólkið síðan í gisti- heimilið Berg í Hafnarfirði þar sem það mun dvelja fram á mið- vikudag eða þangað til það flytur í íbúðir sínar. —sá Reykvíkingar hafa rekið sig á að það er erfitt að rækta skóg á íslandi: Óvenju miklar trjáskemmdir Tijágróður á Reykjavíkursvæðinu er víða áberandi illa farinn. Jafnvel svo að á stöku stað hefúr þótt ástæða til að skipta um plöntur. Að sögn garðyrkju- stjóra, Jóhanns Pálssonar, má kenna tveimur erfiðum vetrum um að fjöldi plantna hefúr kalið. Þarf að leita allt aftur til ársins 1963 til að rekast á sam- bærilega erfiðleika. Sérstaklega hafa eldri tré staðist illa ágang veðurs og vinda. „Mjög margt sem ekki hefúr sést á áð- ur hefúr skemmst. í tyrravetur fóru til dæmis að koma fram töluverðar skemmdir á öspum. Sérstaklega þeim sem voru útsettar fyrir norðvestanátt- inni. I vetur hafa komið ffam ennþá meiri skemmdir. Til dæmis á úlfareyni sem aldrei hefúr sést á áður og ársvöxt seiju hefur víða alveg kalið“ sagði Jó- hann. Hann sagði jafhframt að um skemmdir væri einkum að ræða í eldri görðum þar sem allur yngri efhiviður væri töluvert þolnari. Ekki væri um neina sjúkdóma að ræða heldur ein- göngu veðurfarslega þætti. Jóhann benti á að skipulögð garðyrkja væri tiltölulega ung grein á íslandi. Enn- þá væri verið að þróa stofha og gera til- raunir varðandi þol tijáplantna og fleira. Hann og fleiri hefðu til dæmis farið austur til Síberíu í fýrra að leita harðgers efhiviðar. „Síðan tilraunaræktum við plöntuma í nokkur ár og gefi þær góð'a raun er hafin framleiðsla" sagði Jóhann. Gamlar aspir, sem settar vom niður við tjömina í tilraunaskyni, hefúr allar þurft að taka upp og setja niður nýjar. Jóhann sagði lítið vera hægt að gera nema halda áfram tilraunum og vonast til að tíðarfar yrði betra á komandi vetri. Aðspurður sagði hann ástandið geta orðið mjög al- varlegt ef veðurguðimir færa ekki að hugsa hlýlegar til Islands. Hann bætti því þá jafhffamt við að ef svo yrði ekki „þá getum við nú líka farið að velta því fyrir okkur hvort Island er á annað borð byggilegt." jkb

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.