Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.07.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 3. júlí 1990 Vigdís Finnbogadóttir lagði hornstein að stöðvarhúsi Blönduvirkjunar um helgina: VIRKJUNIN GANG- SETT Á NÆSTA ÁRI Frá vígsluathöfninni. Vigdís Finnbogadóttir lagði homstein að stöðvarhúsi Blönduvirkjunar um helgina. Mikill flöldi gesta var saman kominn við Blönduvirkjun f boði Landsvirkjunar við þetta tækifæri en 25 ár eru síðan Landsvirkjun var stofnsett í tilefni af því hefur stjóm Landsvirkjunar ákveðið að verja tveimur og hálfrí milljón króna til landgræðsluskóga. Landsvirkjun hóf ffamkvæmdir við Blönduvirkjun 1982. Formlegar virkjunarffamkvæmdir hófust tveimur árum síðar og þá var stefht að gangsetningu virkjunarinnar haustið 1988. Enn er nokkuð í land með að hægt verði að gangsetja virkjunina en nú er ráðgert að taka hana í notkun á næsta ári og ffam- kvæmdir við Blönduvirkjun ná há- marki nú i sumar. Um 400 manns starfa við hana, að meðtöldum starfsmönnum Landsvirkjunar, sem hafa með höndum yfirumsjóna og eftirlit með ffamkvæmdum. Um helgina var lagður homsteinn að stöðvarhúsi og var það Vigdís Finnbogadóttir forseti sem það gerði. Um 200 manns voru saman komnir við athöfnina sem fór ffam nokkur hundruð metra inni í Eiðs- staðarbungu. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við það tæki- færi að ráðgerður kostnaður við virkjunina væri um 12.600 milljónir á verðlagi um siðustu áramót og að meðtöldum vöxtum á byggingar- tíma. Halldór sagði að ffamkvæmdir hafi verið fjármagnaðar með eigin fé Landsvirkjunar að nokkru leyti, en mestmegnis með lánsfé. Eftir athöfnina var gestum boðið til hádegisverðar á Húnavöllum. Þar tilkynnti Jóhannes Nordal, stjómar- formaður Landsvirkjunar, að fyrir- tækið hygðist gefa tvær og hálfa milljón til landgræðsluskóga í tilefni þeirra tímamóta sem Landsvirkjun stæði nú á, en 25 ár em síðan fyrir- tækið var stofhsett. Jóhannes sagði það vera stefnu fýrirtækisins að græða upp meira land en tapaðist vegna virkjunarffamkvæmda. Á þessum 25 ámm hefur Landsvirkjun reist fjórar stórvirkjanir og ffamleið- ir í dag um 93% alls þess rafmagns sem ffamleitt er hér á landi. -hs. Minjasafnið á Akureyri: Sýning muna frá land- námi „Landnám í Eyjafirði" er yfir- skrift sýningar sem opnuð var á Minjasafninu á Akureyri um helgina. Á sýningunni gefst kostur að líta nokkra af þeim munum frá landnámsöld sem fundist hafa í héraðinu, um leið og reynt er að draga upp mynd af lifnaðar- háttum landnámsmanna. í ár em liðin 1100 ár ffá landnámi í Eyjafirði. Landnámsins verður minnst víðs vegar við fjörðinn í sum- ar, m.a. verður hátíðarsamkoma í Lystigarðinum á Akureyri í lok ágúst. Minjasafhið á Akureyri hefur þó þeg- ar riðið á vaðið með opnun sýningar á ýmsum munum og minjum ffá land- námsáram við Eyjafjörð. Meðal sýn- ingagripa má nefna skartgripi og vopn sem fundist hafa í kumlum í héraðinu, foma húsviði ffá Möðm- felli í Eyjafnði og Þórslíkanið svo- nefhda en það hefur valdið ffæði- mönnum miklum vangaveltum allt ffá því það fannst í nágrenni Akur- eyrar árið 1816. Sýndir em í fyrsta sinn munir sem fundist hafa við upp- gröft að Granastöðum í Eyjafirði, en þar hefur Bjami Einarsson fomleifa- ffæðingur stundað rannsóknir og uppgröft ffá árinu 1987. Þær rann- sóknir standa enn og búast má við að fleira finnist sem varpað getur ljósi á líf fólks í Eyjafirði á landnámsöld. Sýningin stendur til 15. september, á opnunartíma safnsins (13.30-17.00). Þá má geta þess að ljósmyndasýning- in „Akureyri, svipmyndir úr sögu bæjar“ verður opin í elsta húsi bæjar- ins, Laxdalshúsi, daglega ffá kl. 15- 17. hiá-akureyri. Tillögur stefnumörkunarnefndar: Tölvuvædd samskrá bókasafna landsins Nefnd stefnumörkunar í bókasafna- og upplýsingamálum, á vegum menntamálaráðuneytisins, hefur lagt til að mynduð skuli ein tölvuvædd samskrá bókasafna á landinu. Til um- sjónar skránni verði sett á laggimar skrifstofa Ríkisbókavarðar. Jafnffamt gerði nefndin að tillögu sinni að stefnt yrði að uppbyggingu svokall- aðra fýrirmyndabókasafha á mikil- vægum rannsóknasviðum. Er þar átt við sérstök bókasöfn á þeim sviðum er varða íslendinga og islenskt þjóð- líf miklu. Til dæmis varðandi eld- fjalla- og jarðskjálftaffæði, fiskiðnað og haffannsóknir og íslenskar bók- menntir og sagnffæði. I bráðabirgðaskýrslu nefhdarinnar, sem lögð var ffam í gær, em stærstu vandamál islenskra bókasafna sögð vera ófullkomin tenging milli ein- stakra safha og skortur á forystu. Verði eitt sameiginlegt bókasafns- kerfi myndað geti landsmenn allir fengið upplýsingar um og haft að- gang að þeim bókakosti sem til stað- ar er. Áðrar tillögur nefndarinnar fjalla um ffæðslu- og upplýsingamál, bæði í skólum sem hluti af almennu námi og fyrir einstaka hópa. Sömu- leiðis um menntun bókasafnsffæð- inga og rannsóknir og nauðsyn þess að stofnsett verði geymslusafh. í geymslusafni yrði komið fyrir þeim bókum og tímaritum sem að jafhaði em lítið notuð. Nefndin telur að nái tillögumar ffam að ganga verði þar um að ræða mestu upplýsingabylt- ingu sem íslendingar hafi séð á und- anfömum áratugum. jkb Flotastöðin á Keflavíkurflugvelli: Nýr yfirmaður Yfirmannaskipti urðu hjá flotastöðinni á Keflavíkurflugvelli við hátíðlega at- höfh í gær. Richard E. Goolsby kaf- teinn haföi gegnt starfi yfirmanns flotastöðvarinnar síðan l.júlf 1988, en við því hefur nú tekið James I. Munst- erman kafteinn. Flotastöðin á Keflavíkurflugvelli er sú deild Vamarliðsins sem sér um rekstur allrar þjónustu við aðrar deildir liðsins. Yfirmaður flotastöðvarinnar er þvi eins konar bæjarstjóri Vamarliðs- ins. GS. HAGKAUP BYGGIR Á AKUREYRI Hafhar em ffamkvæmdir við 600 fermetra viðbyggingu við verslun Hagkaups á Akureyri. Gengið var til samninga við byggingaverktakana Harald og Guðlaug hf. sem áttu lægsta tilboðið i verkið, og nam það 96,6% af kostnaðaráætlun. Verklok em áætluð 1. október, en gert er ráð fyrir að viðbótarhúsnæðið verði formlega tekið í notkun eftir áramót. Viðbyggingin kemur til vesturs ffá núverandi verslunarhúsnæði Hag- kaups og út í miðja Norðurgötu, og verður Norðurgata því lokuð í ffam- tíðinni, utan það að lagður verður göngustígur meðffam húsnæði verslunarinnar. Að sögn Þórhöllu Þórhallsdóttur verslunarstjóra fer viðbyggingin undir verslunar- og lagerrými og mun hún bæta alla að- stöðu starfsfólks og viðskiptavina til muna. Heildargólfflötur verslunar- innar verður um 1600 fermetrar að breytingum loknum. Þórhalla sagði að hugsanlegt væri að vömúrval yrði aukið í kjölfar breytinganna, en markmiðið með stækkuninni væri fyrst og fremst að bæta aðstöðu og auka rými fyrir þær vömtegundir sem fyrir em. Ekki er gert ráð fyrir að starfsfólki fjölgi í kjölfar stækkunarinnar þar . sem vinnuaðstaða starfsfólks verður til muna aðgengilegri og þægilegri en áður. Fjögur tilboð bámst í byggingu viðbótarhúsnæðisins. Kostnaðar- áætlun hönnuða var kr. 22.688.595. Lægstbjóðendur vom Haraldur og Guðlaugur hf., buðu kr. 21.927.918, Pan hf. bauð kr. 22.369.326, SJS- verktakar buðu kr. 23.109.119, og Aðalgeir Finnsson hf. bauð 23.125.860 kr. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.